Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 29 SPURNINGIN um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum orkufyr- irtækjum og sjávarútveginum hér á landi kemur alltaf öðru hverju upp. Nú er þessi spurning til umræðu af tveimur ástæðum: Við- skiptaráðherra hefur skipað nefnd til þess að fjalla um málið. Og er- lendir aðilar (Goldman Sachs) hafa keypt hlut í íslenska orkuútrás- arfyrirtækinu Geysir Green Energy ( GGE). Sameining Geysir Green Energy og Reykjavik Energy In- vest ( REI) hefur vakið gífurlegar deilur í Reykjavík af mörgum ástæðum og er óvíst að sú sameining haldi. Ekki hefur verið staðið eðlilega að málinu. Þessi sam- eining er alveg óþörf að mínu mati. Tillaga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um sölu á hlut Orkuveit- unnar í REI hefur mætt mikilli and- stöðu og verið mjög umdeild. Með því að Geysir Green Energy á þriðjungs hlut í Hitaveitu Suðurnesja hafa útlendingar með fjárfestingu í GGE eignast hlut í Hitaveitu Suð- urnesja. Þeir hafa smeygt sér bak- dyramegin inn í hitaveituna. Þarf að rýmka reglurnar? Viðskiptaráðherra vill endurskoða reglur um fjárfestingar erlendra að- ila á Íslandi, þar á meðal í sjávar- útveginum. Af ummælum ráðherra um málið má skilja, að hann vilji auð- velda útlendingum fjárfestingar hér á landi. En eru reglurnar ekki nógu liprar í dag? Ég tel, að svo sé. Það er í dag frjálst fyrir útlendinga að fjár- festa í úrvinnslu fisks. Gildandi höml- ur eru til þess að koma í veg fyrir, að útlendingar komist inn í fiskveiðar okkar og frumvinnslu fisks. Þeir geta því ekki keypt fiskiskip okkar og frumvinnslu í fiski eins og frystingu, söltun og herslu. En þeir geta stofnað hér fyrirtæki til framleiðslu og pökk- unar á vörum úr frystum, söltuðum og hertum fiski og þar eru vissulega miklir mögu- leikar og þar á meðal framleiðsla á tilbúnum fiskréttum margs konar. En útlendingar hafa ekki sýnt mikinn áhuga á að nýta sér frelsið í þessum greinum. Ef til vill er þeim almennt ekki kunnugt um, að það sé frjálst að fjárfesta í þeim eða ef til vill vilja þeir aðeins komast inn í fisk- veiðar okkar og frum- vinnslu. Ég tel, að ekki eigi að hleypa útlendingum lengra inn í sjávarútveg okkar en núgildandi lög og reglur leyfa. Stöndum vörð um orkufyrirtækin En hvað með orkufyrirtæki okkar? Eigum við að hleypa erlendum aðilum inn í Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Ég segi nei. Ef við hleypum útlendingum (eða auð- hringum) inn í Landsvirkjun og/eða Orkuveitu Reykjavíkur verða þeir fljótir að gleypa þau fyrirtæki. Þetta eru mjög góð fyrirtæki, sem við höf- um byggt upp. Við eigum að standa vörð um þau. Við getum látið þessi fyrirtæki hasla sér völl erlendis, ef varlega er farið, og flutt út okkar tækniþekkingu. Við þurfum ekki að selja erlendum aðilum hluti í þessum fyrirtækjum í því skyni. Við eigum ekki að gera það. Ef erlendir aðilar mundu eignast orkufyrirtæki okkar, mundu þeir strax stórhækka verðið á vatni og rafmagni til þess að há- marka gróða sinn. Þeir mundu þá ekkert skeyta um hag íslenskra neyt- enda Á Suðurnesjum hafa alvarlegir hlutir verið að gerast: Erlendir aðilar hafa smeygt sér inn í íslensk orkufyr- irtæki. Hér þarf strax að spyrna við fæti. Ef ekki verður lagt bann við fjárfestingu erlendra aðila í íslensk- um orkufyrirtækjum geta þeir á skömmum tíma eignast öll orkufyr- irtæki landsmanna. Misvísandi yfirlýsingar Íslenskir stjórnmálamenn virðast ekki hafa mótað sér ákveðna stefnu í þessum málum, þar eð yfirlýsingar þeirra eru mjög misvísandi. Þeir segja sumir, að í lagi sé að fá erlenda aðila inn í „útrás“ íslenskra orkufyr- irtækja. Og svo segja aðrir, að nóg sé að gæta þess, að erlendir aðilar kom- ist ekki inn í grunnþjónustuna eða al- mannaþjónustuna, þ.e. vinnslu og dreifingu á vatni og rafmagni til al- mennings. En það er ekki nóg að mínu mati. Þessir þættir eru ekki að- greindir hjá öllum orkufyrirtækjum. Og svokölluð „útrás“ er ekki að- greind frá öðrum rekstri í öllum orkufyrirtækjum. Það er því hrein- legast að halda útlendingum alger- lega frá íslenskum orkufyrirtækjum. Hleypum ekki útlendingum inn í auðlindir okkar Höldum útlendingum utan við sjávarútvegs- og orkugeirann segir Björgvin Guðmundsson »Ef við hleypum út-lendingum (eða auð- hringum) inn í Lands- virkjun og/eða Orkuveitu Reykjavíkur verða þeir fljótir að gleypa þau fyrirtæki. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. MENN eru fljótir að gleyma. Eða ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að bæjarstjórn Akureyr- ar ætlar að afturkalla hækkun á nið- urgreiðslu með börn- um hjá dagforeldrum sem samið var um 7. september 2006. Í grein sem birtist á heimasíðu Akureyr- arbæjar, akureyri.is, 13. september 2006 kemur fram að mark- miðið með fyrr- greindum samningi hafi verið þríþætt: 1. Að jafna stöðu allra foreldra á Akureyri óháð því hjá hvaða dagforeldri þeir hafa börn sín. 2. Að tryggja að foreldrar sem hafa börn sín hjá dagforeldri greiði sama gjald og ef barnið væri í leik- skóla. 3. Að auka starfsöryggi þeirra dagforeldra sem eru í þessu starfi til lengri tíma og efla þar með þjónustu þeirra. Það var mikið fjallað um þessa hækkun á niðurgreiðslu Akureyr- arbæjar í fjölmiðlum. Nú er hins- vegar í umræðunni að bæjaryf- irvöld ætli að draga til baka fyrrnefnda hækkun og ekki hefur einn einasti fulltrúi bæj- arstjórnar birst á sjónvarps- skjánum og útskýrt þessar breyt- ingar sem munu bitna á foreldrum. Að vísu svaraði Elín Margrét Hallgrímsdóttir því hlæjandi er hún var spurð um málið, að bæjarstjórnin myndi gera betur næst. Er það kannski málið að þeir tjá sig eingöngu um umbætur sínar en ekki um aft- urför? Var nýr þjónustusamn- ingur við dagforeldra kannski ekkert annað en auglýsing? Að því er ég best veit eiga flestir fulltrúar sem sitja í bæjarstjórn sjálfir börn, en ef til vill eru þeir búnir að gleyma því hversu mik- ilvægt það er að eiga greiðan að- gang að öruggri daggæslu fyrir börn á þeim aldri er um ræðir. Kannski gera þeir sér ekki grein fyrir því hvernig það er að geta hvorki stundað vinnu né nám vegna skorts á öruggri barnagæslu. Ef til vill eru þeir til- búnir að bera ábyrgð á þessum breytingum og taka það að sér sjálfir að sjá um börnin einn þriðja úr mánuði eða sem lækkuninni nemur. Þess má geta að í dag greiðir höfundur 22.325 kr. á mánuði fyrir daggæslu. Ef verður af þeirri lækk- un á niðurgreiðslu sem á að eiga sér stað í janúar mun höfundur greiða 34.325 kr. á mánuði. Setjum upp reikn- ingsdæmi: 12.000 krónur á mánuði eru 144.000 krónur sem bætast ofan á árleg útgjöld barnafólks. Þessi auknu útgjöld koma einmitt verst við fólk í minni stöðu, fólk sem reynir að stunda nám á þeim tak- mörkuðu námslánum sem ríkið veitir. Þess má ennfremur geta að 144.000 kr. eru um það bil 200.000 kr. í laun fyrir skatta. Það er slæmt ef einstaklingar þurfa að vera tortryggnir í hvert skipti sem umbætur eiga sér stað í þjóðfélaginu vegna hættunnar á því að þær verði afturkallaðar. Ég vona að foreldrar barna hjá dagforeldrum á Akureyri taki þessu ekki þegjandi og hljóða- laust og hvet ég þá eindregið til að skrifa nöfn sín á undir- skriftalista sem nú liggja frammi hjá flestum dagforeldrum. Enn- fremur hvet ég bæjarstjórn til að gera ekki betur næst, heldur núna. Hver á að passa barnið mitt? Valgerður Húnbogadóttir skrifar um niðurgreiðslur til dagvistar barna á Akureyri Valgerður Húnboga- dóttir »Um breyttastefnu bæj- arstjórnar Ak- ureyrar í dag- gæslumálum. Höfundur er foreldri og laganemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.