Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ALNÆMISBÖRN eru að fara að
stað með söfnun fyrir barnungar
mæður og börn þeirra í norðurhér-
uðum Úganda þar sem stríðsástand
hefur ríkt í 20 ár og meira en 25
þúsund drengjum og stúlkum rænt
til kynlífsþrælkunar og til nota í
hernaði.
Söfnunin er í samvinnu við ABC-
barnahjálpina. ABC er að byggja
upp í samvinnu við önnur hjálpar-
samtök miðstöð fyrir táningsstúlkur
í flóttamannabúðum í Úganda, þar
sem aðstoða á og mennta stúlkur
sem eru þungaðar eða með smá-
börn. Þeir sem vilja taka þátt söfn-
uninni skulu hafa samband við Mar-
íu J. Gunnarsdóttur á netfang:
mariaj@samorka.is
Landssöfnun
LÝÐHEILSUSTÖÐ stendur um
þessar mundir að viðamikilli könn-
un á heilsu, líðan og velferð Íslend-
inga á aldrinum 18-79 ára. Þátttak-
endur eru 10.000 manns valdir af
handahófi og í þessari viku eru
þeim að berast könnunargögnin.
Fyllsta trúnaðar mun verða gætt og
því er vonast eftir að fólk gefi sér
tíma til að svara. Áhersla er lögð á
að mæla atriði sem gögn heilbrigð-
iskerfisins og Hagstofurnar ná ekki
yfir. Niðurstöðurnar munu verða
grunnur að aukinni þekkingu á út-
breiðslu sjúkdóma og sjúkdóms-
einkenna og þannig nýtast í stefnu-
mótun, alþjóðlegum samanburði og
fræðastarfi. Niðurstöðurnar verða
notaðar við að styrkja starf Lýð-
heilsustöðvar með því að greina líð-
an, hegðun og sjúkdóma fólks eftir
aldri, búsetu o.s.frv.
Viðamikil
heilsurannsókn
ALLS hafa 312
minkar veiðst frá
því minkaveiði-
átakið á Snæfells-
nesi og í Eyjafirði
hófst í janúar sl.
Alls verður varið
135 milljónum
króna til átaksins
sem standa á yfir til ársloka 2009.
Óvenju hátt hlutfall veiddist af
læðum í vorveiði, eða allt að helm-
ingi fleiri en hingaðtil. Nánari nið-
urstöður af veiði ársins munu liggja
fyrir í lok nóvember.
312 minkar
FLOKKAHÓPUR miðjumanna í
Norðurlandaráði vill að norrænir
neytendur njóti öflugrar neyt-
endaverndar og setur fram kröfur
um að erfðabreytt matvara verði
betur merkt.
Í norrænu ríkjunum sem eiga að-
ild að Evrópusambandinu gilda lög
og tilskipanir sambandsins um
erfðabreytt matvæli og hvernig
beri að merkja þau. Í meginatriðum
fylgja Norðmenn og Íslendingar
þessum lögum með aðild að evr-
ópska efnahagssvæðinu og EFTA.
Engin erfðabreytt ræktun fer
fram á Norðurlöndum og því hafa
miðjumenn viðrað þá hugmynd að
gera Norðurlönd að neytendasvæði
án erfðabreyttrar matvöru. Torvelt
sé hins vegar að hafa eftirlit með
dreifingu erfðabreyttra matvæla
og verði engar hömlur á því sé
hætta á að norrænum ræktendum
sé ekki lengur stætt á því að stunda
vistvæna framleiðslu.
Erfðabreytt
matvara
RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hefst í
dag og stendur til 30. nóvember.
Veiðidagar verða 18 til loka mán-
aðarins. Leyfilegt er að veiða frá
fimmtudegi til sunnudags en
óheimilt mánudaga, þriðjudaga og
miðvikudaga.
Mælt er með því að veiddar verði
að hámarki 38 þúsund rjúpur, að
meðaltali 6-7 rjúpur á hvern veiði-
mann. Byggir ákvörðun umhverf-
isráðherra um rjúpnaveiði á mati
Náttúrufræðistofnunar Íslands á
veiðiþoli rjúpnastofnsins og mati
Umhverfisstofnunar á heildarveiði
árið 2006. Áfram mun gilda sölu-
bann á rjúpum og rjúpnaafurðum,
og einnig veiðibann á um 2.600 km2
svæði á Suðvesturlandi. Kort af
friðaða svæðinu er m.a. að finna á
vef umhverfisráðuneytisins.
Theodór Kr. Þórðarson, yfirlög-
regluþjónn í Borgarnesi, sagði að
eftirliti með rjúpnaveiðum yrði
sinnt með hefðbundnum hætti á
jörðu niðri og úr lofti. Theodór
sagði að athugað yrði hvort veiði-
mennirnir hefðu tilskilin leyfi og
lögleg skotvopn. Hann kvaðst ekki
óttast að breyttur veiðitími vefðist
fyrir veiðimönnum. „Reynsla okkar
er sú að meirihluti veiðimanna sé
með sitt á hreinu,“ sagði Theodór.
Grófustu brotin hafa verið þegar
menn hafa farið á veiðar utan leyfi-
legs veiðitíma. Engar tilkynningar
um slíkt hafa borist lögreglunni í
Borgarnesi nú. Eins eru dæmi þess
að menn hafi verið að veiðum án
þess að hafa leyfi landeigandans.
Theodór sagði að í slíkum tilvikum
hefðu landeigendur oft kært brotin
og þau farið sína leið í dómskerf-
inu. Hann sagði að þeir sem væru
með lánsbyssu þyrftu að gæta þess
að hafa lánsheimild meðferðis.
Einnig að þeir sem notuðu fjölskota
haglabyssur þyrftu að gæta þess að
hafa tappa í skotgeyminum á með-
an þeir væru á veiðislóð. Séu veiði-
menn grunaðir um að vera brotleg-
ir er lagt hald á afla og skotvopn.
Lögreglan í Borgarnesi verður með hefðbundið eftirlit með rjúpnaveiðum
Rjúpnaveiðin
hefst í dag
Morgunblaðið/Ingó
Rjúpnaveiðar Veiðitímabilið hefst síðar í ár en fyrri ár og stendur skemur.
„ÞAÐ er engu líkara en að Morgun-
blaðið sé í herferð gegn íslenskum
skotveiðimönnum,“ sagði Sigmar B.
Hauksson, formaður Skotveiðifélags
Íslands. Hann kvaðst hafa fengið
gríðarlega mikil viðbrögð frá mönn-
um sem væru ósáttir við frétt Morg-
unblaðsins í gær um ólöglegar skot-
veiðar í Þjóðarskógum á Suðurlandi.
Sigmar kvaðst mótmæla þessum
skrifum fyrir hönd Skotveiðifélags
Íslands og ekki síður „mjög ósmekk-
legum“ leiðara Morgunblaðsins á
mánudaginn var. Sigmar sagði að
skotveiðar hefðu ekki verið til vand-
ræða hér á landi. Skotveiðifélagið
hefði fylgst náið með afbrotum.
„Ég fæ ekki betur séð en að þetta
séu 14-16 tilvik á ári. Algengustu
brotin tengjast einstaklingum sem
ekki eru með tilskilin leyfi, skot-
vopnaleyfi eða veiðikort,“ sagði Sig-
mar. „Mál sem fara fyrir dómstóla
eru þrjú til fjögur á ári og í meiri-
hluta tilvika er málum þessum vísað
frá eða veiðimaðurinn hefur betur.
Ég fæ ekki betur
séð en að skot-
veiðimenn séu al-
mennt afar lög-
hlýðnir og brot
mjög fágæt.“
Samkvæmt skil-
um á veiði-
skýrslum eru
virkir skotveiði-
menn um sex
þúsund talsins.
Sigmar sagði Skotveiðifélagið
leggja áherslu á að fyllsta öryggis
væri gætt við meðferð skotvopna.
„Þess vegna teljum þessa frétt
Morgunblaðsins mjög alvarlega. Þar
má lesa að fjöldi skotveiðimanna
sæki ólöglega í skógana í uppsveit-
um Árnessýslu og að göngufólki sé
hætta búin. Athuganir okkar sýna að
það sé rétt að menn hafi verið þarna
við veiðar. Okkur telst til að á
undanförnum tveimur árum séu það
samtals 5-10 tilfelli. Samkvæmt okk-
ar upplýsingum hafa tveir einstak-
lingar kvartað yfir því að skotið hafi
verið í nálægð við þá í skóginum – en
ekki á þá. Við vitum ekki deili á
þessu fólki og atvikin voru ekki til-
kynnt lögreglu.“
Gæðingar fá að skjóta
Sigmar lýsti undrun yfir því að
Morgunblaðið skyldi ekki leita eftir
upplýsingum frá lögreglunni á þessu
svæði þegar svo alvarlegar ásakanir
væru bornar fram. Hann sagði lög-
reglumenn úti á landi hafa sagt sér
að þegar kvartað væri yfir skotveið-
um á lokuðum svæðum, t.d. skóg-
ræktarsvæðum, væri oft um að ræða
heimamenn sem teldu sig hafa rétt
til veiða á svæðinu. „Þetta er land
sem við öll eigum og tilheyrir þjóð-
inni. Því væri mjög sjálfsögð krafa
að þar sem það hentaði yrðu almenn-
ingi heimilar skotveiðar. Við hjá
Skotvís höfum fengið ábendingar
um að á nokkrum þessara svæða hafi
sérstakir gæðingar fengið leyfi
þannig að sumum einstaklingum sé
leyft að veiða þar en öðrum ekki,“
sagði Sigmar. Hann minnti á að Guð-
mundur Bjarnason, þáverandi land-
búnaðarráðherra, hefði veitt leyfi til
skotveiða á nokkrum ríkisjörðum en
Guðni Ágústsson dregið þau leyfi til
baka. Rökin voru þau að kvartanir
hefðu borist vegna þessara veiða.
„Þegar við könnuðum málið kom í
ljós að kvartanirnar voru oft frá ná-
grönnum þessara ríkisjarða sem
jafnvel stunduðu þar sjálfir veiðar.“
Sigmar sagði að óskað yrði eftir
viðræðum við landbúnaðarráðherra
um að almenningi verði leyft að
stunda veiðar á svæðum í eigu ríkis-
ins þar sem það hentar, enda sú
öfugþróun orðin að skotveiðar væru
að verða á færi efnamanna ein-
göngu.
Segir veiðimenn löghlýðna
Sigmar B.
Hauksson
Formaður Skotvís: Veiðimenn
eru mjög löghlýðinn hópur
VEFVARP mbl.is