Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AFGANSKIR, bandarískir og kan- adískir hermenn hafa á síðustu dögum átt í hörðum átökum við skæruliða talibana skammt frá borginni Kandahar í Suður- Afganistan. Hafa þeir fellt nokkra tugi þeirra og voru í gær með á þriðja hundrað skæruliða í herkví. Skæruliðarnir höfðu lagt undir sig nokkur þorp og tekið húsin af fólkinu, sem þar bjó. Þegar látið var til skarar skríða gegn þeim flýðu þorpsbúar hver sem betur gat og margir með það af eigum sínum, sem þeir gátu flutt. Sayed Agha Saqib, lögreglustjóri í héraðinu, sagði, að á síðustu þremur dögum hefðu 50 talibanar verið felldir en þrír lögreglumenn og einn afganskur stjórnarhermað- ur hefðu fallið. Sextán talibanar hefðu verið handteknir. Saqib sagði, að talibanarnir hefðu komið í þorpin eftir að áhrifamikill ættflokkshöfðingi hefði látist en hann hefði staðið með stjórnvöldum gegn talibönum. Karimullah Khan, einn þorpsbú- anna, sagði, að talibanar hefðu komið í þorpið og skipað fólkinu að koma sér burt. Saqib sagði, að nú væru um 250 talibanar í herkví og ættu sér ekki undankomu auðið. Harðir bardagar hafa einnig geisað í Farah-sýslu en þar lögðu talibanar undir sig bæ í Gulistan- héraði. Þar var búið að fella um fjörutíu talibana og handtaka ein- hvern ótiltekinn fjölda. Reuters Vel vopnaður Ungur drengur virðir fyrir sér afganskan stjórnarhermann með sprengjuvörpu í bænum Panjwaii í Kandahar-héraði. Hundruð skæruliða í herkví UNGUR drengur hefur skýrt frá því, að hann hafi í ógáti kveikt einn af mestu eldunum, sem nýlega geis- uðu í Kaliforníu. Það var talsmaður lögreglunnar í Los Angeles, sem greindi frá þessu, en Buckweed-eldurinn svokallaði var fyrst talinn hafa kviknað út frá slitnum háspennulínum en síðan vaknaði grunur um íkveikju. Drengurinn viðurkenndi, að hann hefði verið að leika sér með eldspýtur og þannig hefði eldurinn hafist. Ekki er enn ljóst hvort hon- um verður refsað með einhverjum hætti. Eldarnir á dögunum eru þeir mestu í sögu Kaliforníu. Urðu þeir sjö manns að bana, eyðilögðu 2.000 heimili og neyddu 640.000 manns til að flýja að heiman. Talið er, að sumir eldanna hafi verið kveiktir vitandi vits og hefur verið heitið háum verðlaunum fyrir upplýsingar, sem leitt geta til hand- töku brennuvarganna. Enn er unn- ið að því að slökkva síðustu eldana. Reuters Horfið Dave Ruiz stendur á rústum hússins síns eftir eldana. Fikt olli miklum skógareldi STUÐNINGUR við sjálfstætt Skotland hefur ekki verið minni í 10 ár þrátt fyrir að Skoski þjóðarflokkurinn hafi sigrað í kosningunum í vor og sé nú við stjórnvölinn í Edinborg. Fram kemur í könnun að aðeins 23% Skota séu hlynnt því að slíta 300 ára gömlu sambandi Englands og Skot- lands og þykir það sýna að sigur Skoska þjóðarflokks- ins, SNP, í kosningunum í maí hafi fremur endurspeglað vinsældir hans og óánægju með Verkamannaflokkinn, sem lengst af hefur verið við völd í Skotlandi, en stuðn- ing við sjálfstæði. Það var þó eitt helsta kosningamál SNP að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæðið fyrir 2011. Fram kemur einnig að Alex Salmond, forsætisráðherra minnihluta- stjórnar Skoska þjóðarflokksins, þykir hafa staðið sig vel í embætti og nýt- ur umtalsverðra vinsælda. Aðeins 23% styðja sjálfstæði Alex Salmond forsætisráðherra. STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa krafist þess, að fjöldi eftirlitsmanna með þingkosningunum í landinu 2. desember nk. verði takmarkaður. Er þessi ósk sögð „fordæmalaus“. Amast við eftirliti ALLS hafa 54 látist af völdum hita- beltisstormsins Noel sem gengið hefur yfir Karíbahafið undanfarna daga með miklum rigningum, flóð- um og aurskriðum. Noel mannskæður ÞÝSKUR kaupsýslumaður ætlar að koma á fót sjónvarpsstöð, sem mun eingöngu sjónvarpa frá jarðar- förum og minningarathöfnum, flytja dánartilkynningar og sýna heimildarmyndir um kirkjugarða. Jarðarfararás UM eitt hundrað búddamunkar gengu í gær fylktu liði um bæinn Pakokku í Búrma og fóru með bæn- ir. Þeir virðast því aftur vera farnir að ögra herstjórninni. Hernum ögrað HUGSANLEGT er, að á næsta ári verði teknar í notkun neðanjarðar- lestir í Seoul í S-Kóreu eingöngu fyrir konur. Er það til að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni. Kvennalestir Í HNOTSKURN » Flestir þeirra sem voruákærðir fyrir hryðjuverk- in eru ungir múslímar af norð- ur-afrískum uppruna. » Þeir eru sakaðir um aðhafa framið hryðjuverkin til að hefna þeirrar ákvörð- unar spænskra stjórnvalda að senda hermenn til Íraks og Afganistans. Dómstóllinn tel- ur ekkert benda til þess að að- skilnaðarsamtök Baska séu viðriðin hryðjuverkin. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DÓMSTÓLL á Spáni dæmdi í gær þrjá menn seka um morð á 191 manni í sprengjutilræðum í farþega- lestum í Madríd 11. mars 2004, mannskæðustu hryðjuverkum á Vesturlöndum frá árásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Dómstóllinn sýknaði hins vegar mann sem var ákærður fyrir að hafa tekið þátt í skipulagningu hryðju- verkanna í Madríd. Þremenningarnir – tveir Mar- okkómenn og einn Spánverji – voru dæmdir í 34.000 til 43.000 ára fang- elsi hver þótt spænsk lög kveði á um að enginn geti setið lengur í fangelsi en í 40 ár. Egyptinn Rabei Osman Sayed Ah- med, einn meintra skipuleggjenda hryðjuverkanna, var sýknaður af öll- um ákærum ásamt sex öðrum sak- borningum. Ahmed var handtekinn á Ítalíu í júní 2004 og ákærður fyrir að stjórna hryðjuverkahreyfingu. Fjórir aðrir meintir forsprakkar hópsins voru sýknaðir af ákæru um fjöldamorð en dæmdir sekir um aðild að hryðjuverkasamtökum og fleiri lögbrot. Þeir voru dæmdir í 12-18 ára fangelsi. Fjórtán sakborninganna fengu vægari dóma fyrir aðra glæpi en þátttöku í fjöldamorðum, meðal ann- ars fyrir aðild að hryðjuverkasam- tökum. Alls var 21 af 28 sakborn- ingum dæmdur sekur í málinu. Af níu Spánverjum, sem voru ákærðir fyrir að útvega hryðjuverkamönnun- um sprengiefni, voru þrír sýknaðir vegna skorts á sönnunum. Sýknudómar gagnrýndir Dómstóll, sem stofnaður var til að dæma í hryðjuverkamálum, kvað upp dóminn. Sakborningarnir þurfa að ákveða innan fimm daga hvort þeir áfrýi dómnum til hæstaréttar Spánar. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, fagnaði fangelsisdómunum og sagði að rétt- lætinu hefði verið fullnægt. Samtök fjölskyldna þeirra sem létu lífið í hryðjuverkunum í Madríd gagnrýndu hins vegar niðurstöðu dómstólsins og sögðust ætla að áfrýja sýknudómunum. „Við viljum ekki að morðingjar gangi lausir,“ sagði formaður samtakanna, Pilar Manjon, sem missti tvítugan son í hryðjuverkunum. Dæmdir í um 40.000 ára fangelsi fyrir hryðjuverk INDVERSKAR konur fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í höfuðstöðvum landbúnaðar- og byggða- þróunarbanka í Mumbai á Indlandi. Merkel er í fjög- urra daga heimsókn þar í landi ásamt frammámönnum í þýska viðskiptalífinu til að beita sér fyrir auknum við- skiptum milli landanna tveggja. Reuters Beitir sér fyrir auknum viðskiptum ÁÐUR óþekkt eyja eða klettasker hefur komið í ljós við norðurströnd Grænlands og gæti það orðið vatn á myllu Dana og Grænlendinga í bar- áttunni um Norðurpólinn og Norð- ur-Íshafið. Bandaríski landkönnuðurinn Dennis Schmitt fann eyjuna eða skerið í júlí síðastliðnum. Schmitt er þekktastur fyrir að finna nýja eyju, Hlýnunareyju, við austurströnd Grænlands árið 2005. Schmitt hefur gefið nýju land- ræmunni nafnið Flökkuhundur vestri vegna þess að „hann villtist af leið undir ísnum“. Landræman er aðeins 40 metra löng en talin geta rennt frekari stoð- um undir kröfu Dana og Grænlend- inga til Norðurpólsins og fiskveiði- réttinda í Norður-Íshafi. Eyja eða óbyggilegt sker? „Þessi litla eyja gæti haft mikla al- þjóðlega þýðingu,“ hafði fréttastofan Reuters eftir Stefan Talmon, pró- fessor í þjóðarétti við Oxford-há- skóla í Bretlandi. „Nú þegar ísinn bráðnar gætu fleiri slíkar eyjar kom- ið í ljós og gegnt mikilvægu hlut- verki við afmörkun hafsvæðanna.“ Enn er óljóst hvort nýja land- svæðið styrkir stöðu Dana í barátt- unni um Norðurpólinn og Norður- Íshafið og ræðst það af því hvort Flökkuhundur vestri verður skil- greindur sem eyja eða óbyggilegt sker. Í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna er tekið fram að sker eða klettar, sem ekki geti borið manna- byggð eða eigið efnahagslíf, skuli ekki hafa nokkra sérefnahagslög- sögu eða landgrunn. Í sáttmálanum er eyja skilgreind sem náttúrulega myndað, umflotið landsvæði sem er upp úr sjó í stórstraumsflóði. Flökkuhundur vestri er aðeins fjóra metra yfir sjávarmáli og gæti horfið ef sjávarborðið hækkar. Standist Flökkuhundur vestri ágang sjávar nógu lengi verður hann að öllum líkindum settur í landakort sem eru í endurskoðun vegna lofts- lagsbreytinga í heiminum. Fari svo telst hann nyrsta landsvæði jarðar. Hlýnunareyja er á landakorti sem Oxford-háskóli gaf út fyrr í mán- uðinum. Ný eyja vatn á myllu Danaveldis?                             !  "   $                %&!'(! %&!'(!        !     " # $%&'" ()   *!   +) )*              ! "    #  !  $    # % !  &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.