Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ GLÆSILEG HÆÐ Á ÞESSUM VINSÆLA STAÐ. GETUR LOSNAÐ FLJÓTT. Um er að ræða 219 fm sérhæð/skrifstofu á 3ju efstu hæð í þessu húsi við Bæjarlind í Kópavogi. Gæti hentað vel fyrir fyrirtæki sem vill ráða skipulagi á skrifstofum. Gluggar á fjóra vegu með glæsilegu útsýni, mikil lofthæð. Góður fjárfestingarkostur með útleigu í huga eða fyrir fyrirtæki sem vantar skrifstofur miðsvæðis. V. 47,9.- m. Upplýsingar veitir Sveinn Eyland gsm: 6-900-820 sölumaður hjá Fasteign.is BÆJARLIND 14-16 KÓPAVOGI SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. M b l 9 30 12 8 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG SÁ NÝTT KAFFIHÚS NIÐRI Í BÆ Í DAG ÉG SÁ TVÆR FLUGUR SITJANDI Á LOFTINU ÞAÐ LEIT ÚT FYRIR AÐ VERA MJÖG TÖFF JÓN, ÞÚ ERT EKKI TÖFF. ÞÚ ÆTTIR EKKI AÐ FARA ÞANGAÐ KAFFIHÚSIÐ HÉT, „KOFFÍN- HÖLLIN HENNAR KÖNNU“ ÉG SKAL HITA BÍLINN VALA, HELDUR ÞÚ AÐ KALLI SÉ JAFN VON- LAUS OG VIÐ HÖLDUM? ÉG GET EKKI FUNDIÐ NÓGU MÖRG SLÆM ORÐ YFIR HANN! ÉG ER ENDALAUS VONLAUSARI! ÞAÐ ER EKKERT GOTT VIÐ HANN! OOOO! ÉG ÞOLI EKKI KALVIN! ÉG HATA HANN! ÉG HATA HANN! ÞAÐ ER HANN SEM GERÐI EKKI HEIMAVERKEFNIÐ! ÞAÐ ER HANN SEM VAR AÐ TALA Í TÍMA! ÞAÐ ER HANN SEM ÆTTI AÐ SITJA HÉRNA FREMST Í STOFUNNI... EKKI ÉG! ÉG GERÐI EKKI NEITT AF MÉR, EN ÉG ER SÚ SEM LENTI Í VANDRÆÐUM. ÉG VONA AÐ KALVIN LÍÐI ALVEG HRÆÐILEGA YFIR ÞESSU! HÆ SOLLA, HVERNIG ER ÚTSÝNIÐ ÞARNA FREMST? HA! HA! KALVIN P.S. ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ STELA NOKKRUM KRÍTUM AF KENNARANUM? ÞÚ ERT ALVEG EINS OG AÐRIR VÍKINGAR! ÞÉR FINNST ÞÚ VERA YFIR ÞAÐ HAFINN AÐ RÍFAST VIÐ KONU! Í STAÐINN REYNIR ÞÚ BARA AÐ SKIPTA UM UMRÆÐUEFNI! ER ÞAÐ EKKI RÉTT? SVARAÐU MÉR! HEFUR ÞÚ EINHVERN TÍMANN SPÁÐ Í ÞVÍ HVAÐAN FROÐAN Á BJÓRNUM KEMUR? SLAPPAÐU AF! ÉG SKIPTI ÚT MIÐUNUM OKKAR OG FÉKK MIKLU BETRI SÆTI Í NÆSTA SKIPI SEM KEMUR MIKIÐ ER ÉG FEGIN AÐ GETA AFTUR KOMIST Á NETIÐ! HLUTIRNIR GERAST SVO HRATT Í DAG AÐ EF MAÐUR ER EKKI TENGDUR Í SKAMMAN TÍMA ÞÁ GETUR MAÐUR MISST AF SVO MIKLU! EINS OG ÞESSUM ARFI SEM ÞÚ ÁTT VON Á FRÁ NÍGERÍU? VIÐ MISSTUM EKKI AF MIKLU Í ÞETTA SKIPTIÐ ÉG ÞARF ÞVÍ MIÐUR AÐ FARA AÐ KOMA MÉR ÞAÐ VAR GAMAN AÐ KYNNAST ÞÉR, FRÚ LEMARR KALLAÐU MIG NÖRNU SVONA HLÝTUR SUMU FÓLKI AÐ LÍÐA ÞEGAR ÞAÐ HITTIR KÓNGULÓARMANNINN ÉG ER ALVEG ORÐLAUS dagbók|velvakandi Tvö ný orð Orðið hjón er samkvæmt íslenskri málvenju notað um tvo einstaklinga af gagnstæðu kyni í vígðri sambúð. Hvers vegna þarf að breyta því? Í mínum huga er málið einfalt. tökum upp tvö ný orð: karlaband, um tvo karla, og kvennaband um tvær kon- ur. Sem sagt: Hjónaband, karla- band, kvennaband. Mabba. Glæsileg málverkasýning ÉG var á gangi í miðbænum nýlega og rakst þá á sýningu sem er hjá Sævari Karli í Bankastrætinu. Þar sýndi Karl Jóhann Jónsson málverk sín. Mig langaði til að vekja athygli á þessari sýningu sem ég hef ekki heyrt mikið talað um í fjölmiðlum. Þetta var glæsileg sýning og gaman að sjá að einhver málar raunsæis- málverk í dag. Sýningin stóð til 27. október, en hægt er að sjá myndir frá sýningunni á vefsíðu Sævars Karls. Glæsileg sýning, til hamingju, Karl. KKL. Bílaverkstæði í Jafnaseli Ég hef ávallt skipt við bílaverkstæði í Jafnaseli og var þar hjá þeim síðast í vor. Ég hef alltaf fengið mjög góða þjónustu. Brá fyrir nokkrum dögum er ég hugðist segja vetrardekk und- ir. En vinir mínir voru þarna ekki lengur og ekki sama góða andrúms- loftið. Verðið mjög hátt. Það væri gott að heyra hvert fyrri eigendur fóru? María. Einkamál Það gengur mikið á út af samkyn- hneigðum. Hvers vegna er það ekki lengur einkamál fólks hvernig það snýr í rúminu? Hvers konar óréttlæti er það að vera að básúna út um allar jarðir „þarfir“ þessa fólks. Ekki veit ég hvernig hjónalífi fólkið í næsta húsi lifir, enda kemur mér eða öðrum það ekki við. Mikið er um að gagnkyn- hneigð pör búi langa ævi ógift og virðist það ekki skaða neinn því guðs blessun geta þau beðið um milliliða- laust. Það sama á að gilda um alla, bæjarfógetar og lögmenn geta séð um að sameignir fólks séu á réttu róli, hvernig svo sem það hagar sér í svefnherberginu. Ég segi bara, hættið þessu rugli, þetta er einka- mál. Ekki forvitin. Slæm stjórnun á þættinum Útrás í sjónvarpinu Síðasti þáttur, milli Mosfellsbæjar og Vestmannaeyja, var talandi sýn- ishorn af slurkskap sem víða má sjá í íslensku þjóðfélagi í dag. Látum kát- ínuna vera, enda á þátturinn að vera skemmtiefni, en ef spurningar og svör verða markleysa horfir maður ekki meir. Ég hvet fólk til þess að sjá þáttinn aftur ef hann verður end- ursýndur, ekki síður fyrir stjórn- endur þáttarins sjálfa. Þó tók út yfir allan þjófabálk þegar annar stjórn- andi þáttarins talaði niður til svar- enda Vestmannaeyinga, að þeir ættu jafnvel kost á að komast áfram í hópi þeirra slakari! Þá fann maður fyrir sektarkennd hennar því tvisvar sinnum í þættinum var frjálslega farið með svör Mosfellinga, sem ekki voru rétt. Þessi þáttur er í mínum huga markleysa. Ef flissið á að vera inntak þessa þáttar, sbr. ameríska sjónvarpsþætti, þá verði ykkur að góðu. Áhorfandi. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Þegar sólin lækkar á lofti lengjast skugganir. Stundum er talað um skuggahliðar tilverunnar, en skuggi verður ekki til nema ljósið sé til staðar og því er gott að horfa björtum augum fram á veginn. Morgunblaðið/Ómar Skemmtilegar skuggamyndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.