Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „Á MEÐAN ég hef ekki tækifæri til að gæta barna minna á daginn og er að borga leikskólanum fyrir gæslu þeirra, þá tel ég það mjög áleitna spurningu hvort leikskólasvið Reykjavíkur þurfi ekki að vera tryggt fyrir uppákomum á gæslu- tímanum.“ Þetta segir Ásta Jóns- dóttir, móðir sex ára drengs sem í óvitaskap skemmdi bíla á bílastæði við leikskóla sinn í vor með því að henda grjóti í þá. Eftir atvikið stóð móðirin frammi fyrir því að borga tjónið sjálft eða kæra starfsmenn fyrir vanrækslu, nokkuð sem hún vildi ekki, enda ekki við starfsfólkið að sakast, heldur fyrirkomulag af hálfu Reykjavíkurborgar. Málið hefur nú farið fyrir tjóna- nefnd og úrskurðarnefnd trygginga- félaga og á báðum stöðum var nið- urstaðan sú að Leikskólasvið Reykjavíkur bæri ekki ábyrgð á tjóni drengsins. Tjónið mun hafa verið um 200 þúsund krónur og þarf að fara í gegnum tryggingafélag Ástu. Það er þó ekki fjárhæðin sem skiptir máli að sögn hennar heldur sú staða sem málið í heild end- urspeglar. „Fjölmargir hafa talað við mig um þetta mál og fólk á vægast sagt bágt með að trúa því að börn þeirra séu ekki á ábyrgð leikskólans,“ segir hún. „Foreldrar standa í þeirri trú að börnin þeirra séu í öruggum höndum á dagvistartíma, ekki bara faglega, heldur líka í þeim tilvikum þar sem eitthvað kemur upp á. Eins og ég taldi eðlilegt og vildi láta reyna á, fannst mér að gæsluaðilinn væri ábyrgur, úr því að hann tekur greiðslu fyrir gæsluna. En þetta sjónarmið hefur sýnilega engan hljómgrunn fengið. Hjá Reykjavík- urborg fékk ég þau svör að foreldrar væru endanlega ábyrgir, en á sama tíma fékk ég ábendingu frá lögfræð- ingi sem ég þekki um að foreldrar væru ekki ábyrgir nema sýnt væri fram á vanrækslu þeirra. Að mínu mati snýst þetta mál um þörfina fyrir að tryggja leik- skólabörn rétt eins og flestir at- vinnurekendur tryggja starfsmenn.“ Situr uppi með tjón barnsins Foreldri ábyrgt fyrir tjóni sem varð á leikskólatíma Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tjón Ásta segir þörf á að tryggja börn fyrir tjóni á leikskólatíma, enda úti- lokað fyrir foreldra fjarri í vinnu að vera á tveim stöðum í einu. EITT AF haustverkunum hjá umsjónarmönnum í Ráð- húsi Reykjavíkur er að hreinsa lauf sem safnast fyrir í litlu tjörninni við Ráðhúsið. Þetta verður gert í dag, en tjörnin er ekkert augnayndi eins og hún leit út í gær. Margir húseigendur hafa undanfarna daga unnið að því að hreinsa lauf úr þakrennum, en það er nauðsyn- legt ef rennsli af þökum á að vera eðlilegt. Fullar þak- rennur geta líka skapað hættuleg grýlukerti. Morgunblaðið/Ómar Ráðhústjörnin verður hrein og fín EIRÍKUR Jónsson, blaðamaður á tímaritinu Séð og heyrt, hefur með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur ver- ið dæmdur til að greiða Þóru Guð- mundsdóttur, sem gjarna er kennd við Atlanta, 500.000 krónur í miska- bætur fyrir ærumeiðandi ummæli um hana í blaðagrein. Um var að ræða ummæli sem birt- ust í Séð og heyrt fyrir rúmu ári þar sem m.a. var haft eftir viðmælanda blaðsins, sem seldi Þóru einbýlishús, að hún hlyti að vera orðin blönk þar sem hún hefði ekki greitt krónu í því. Þá dæmdi dómurinn ýmis ummæli í umfjöllun blaðsins dauð og ómerk, enda væru þau tilhæfulaus, æru- meiðandi og óviðurkvæmileg í því samhengi sem þau voru sett fram í. Þar sem Eiríkur nafngreindi sig sem höfund greinarinnar var hann talinn bera ábyrgð á efni hennar sam- kvæmt ákvæðum laga um prentrétt. Þóra krafðist jafnframt miskabóta úr hendi Mikaels Torfasonar, fyrr- um ritstjóra blaðsins og viðmælanda Eiríks, en þeir voru sýknaðir. Ummælin talin æru- meiðandi SIGURÐUR Lín- dal, prófessor emeritus, hefur verið ráðinn prófessor við lagadeild Há- skólans á Bif- röst frá 1. nóv- ember 2007. Sigurður mun kenna rétt- arsögu og þætti í stjórnskip- unarrétti, réttarheimspeki og lagahugsun auk almennrar lög- fræði og sinna rannsóknum við skólann. Í fréttatilkynningu kem- ur m.a. fram að Sigurður hafi verið fremsti kennari í lögfræði hérlendis um áratuga skeið og kennt við Háskólann á Bifröst við frábæran orðstír. Ráðinn að Bifröst Sigurður Líndal HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur úrskurðað tvær ungar stúlkur í gæsluvarðhald vegna fíkniefna- máls sem komst upp í Leifsstöð á mánudagskvöld. Stúlkurnar eru báðar yngri en 18 ára að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum sem er með málið til rannsóknar. Ekki er upplýst að svo stöddu hve mik- ið af fíkniefnum var tekið af þeim, eða hvaða tegund var um að ræða. Önnur stúlkan var sett í tveggja vikna gæslu en hin í þriggja daga. Teknar með fíkniefni í Leifsstöð STJÓRN Bændasamtaka Íslands hefur ráðið Eirík Blöndal sem framkvæmda- stjóra samtak- anna frá og með 1. janúar. Eirík- ur tekur við af Sigurgeiri Þor- geirssyni, verðandi ráðuneyt- isstjóra. Eiríkur hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands frá árinu 2001. Hann lauk verkfræðinámi frá Landbún- aðarháskólanum í Ási árið 1996. Eiríkur fæddist árið 1970, býr á Jaðri í Bæjarsveit, kvæntur Sig- urbjörgu Ósk Áskelsdóttur lands- lagsarkitekt og eiga þau tvö börn. Sigurbjörg rekur ráðgjafarfyr- irtækið Landlínur í Borgarnesi sem er í eigu þeirra hjóna. Eiríkur tekur við stjórn BÍ Eiríkur Blöndal ÍSLAND hefur tekið upp reglu- gerð Evrópusambandsins um með- ferð og öryggi matvæla, auk reglu- gerða tengdra þessari. Áætlað er að gildistaka reglugerða er varða matvælasvið UST og heilbrigð- iseftirlit sveitarfélaga verði næsta vor. Grunnmarkmið reglugerð- arinnar er að vernda líf og heilsu manna og tryggja jafnframt frjálst flæði vöru á EES-svæðinu. Ein meginbreytingin sem varð í kjölfar útgáfu reglugerðarinnar er stofn- un Matvælaöryggisstofnunar Evr- ópu. Annar meginþáttur er sú áhersla sem lögð er á rekjanleika í matvælaframleiðslu, allt frá frum- framleiðslu að munni neytenda. Í reglugerð um heilbrigðiskröfur við framleiðslu og dreifingu mat- væla eru reglur sem rekstraraðilar matvælafyrirtækja skulu fylgja varðandi hollustuhætti. Í reglu- gerð um opinbert eftirlit með mat- vælum og fóðri er markmiðið að auka neytendavernd. Reglur um með- ferð matvæla SIGURÐUR Þorkell Guðmundsson læknir lést í gær, 31. október. Hann fæddist 25. júní árið 1930, sonur Guðmundar Sigurðs- sonar bókara í Út- vegsbankanum og Helgu Kristjánsdóttur húsfreyju. Sigurður lauk cand. mag. prófi frá lækna- deild Háskóla Íslands árið 1957 og lauk sér- fræðinámi í hormóna- og efnaskiptasjúkdóm- um árið 1965 í Banda- ríkjunum. Sigurður starfaði við sérgrein sína á ýmsum spítölum í Bandaríkjunum þar til hann hóf störf á Landspítalanum árið 1964 en þar starfaði hann til ársins 2000. Sigurður rak eigin stofu frá árinu 1965 auk þess sem hann kenndi við læknadeild Háskóla Ís- lands og við hjúkrunarfræði- og tannlæknadeild. Sigurður gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í þágu lækna, sat m.a. í stjórn læknaráðs Landspítalans í nokkur ár, var formaður fé- lags íslenskra lyf- lækna og formaður lyfjanefndar ríkisins 1979-84. Hann vann ötullega að samstarfi íslenskra lækna og erlendra starfs- bræðra þeirra og var frumkvöðull í tilurð þings lyflækna á Ís- landi og sat öll þing þess utan eitt. Sigurður var söng- maður mikill. Á yngri árum söng hann með Háskólakórnum en fyrst og fremst var hann félagi í Karlakór Reykjavíkur og söng með þeim kór í hartnær hálfa öld. Þá var hann ástríðufullur golfari og spilaði á Nesvellinum hjá Golf- klúbbi Ness í áratugi auk þess sem hann naut sín á golfvöllum víðs vegar um heiminn. Sigurður var kvæntur Ragnheiði Aradóttur sem lést árið 1982. Sigurður lætur eftir sig eina dóttur, þrjá dóttursyni, góða vinkonu auk fjögurra systk- ina. Sigurður Þorkell Guðmundsson Andlát STOFNUN Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands heldur alþjóðlega ráðstefnu dagana 2.-3. nóvember undir yfir- skriftinni Margbreytileiki tungumála og menningarheima – Alþjóðleg mið- stöð tungumála á Íslandi. Ráðstefnan hefst í Hátíðasal HÍ föstudaginn 2. nóvember kl. 9 með ávörpum Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Ráðstefnan er liður í að hrinda í framkvæmd áformum Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur um að setja á laggirnar alþjóðlega miðstöð tungu- mála á Íslandi. Í miðstöðinni verður m.a. komið upp gagnabanka um tungumál og menningu fyrir alþjóð- lega rannsóknastarfsemi og starf- rækt sérstakt þekkingar- og upplif- unarsetur um ólík tungumál og menningarheima, þar sem gestir og gangandi geta með aðstoð margmiðl- unar- og hátæknibúnaðar fræðst um tungumál veraldar og skyggnst inn í framandi menningarheima. Á ráðstefnunni verða áformin rædd í ljósi nýjustu rannsókna og reynslu erlendra tungumálastofnana af rekstri slíkrar starfsemi. Rætt verður um framtíðarsýn stofnunarinnar og möguleika á að efna til víðtæks sam- starfs við erlendar háskólastofnanir. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni eru virtir fræðimenn á sviði bók- mennta, menningarfræða, málvísinda og tölvuvísinda víðs vegar að úr heim- inum og fulltrúar tungumálastofnana, m.a. í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bret- landi, Þýskalandi og Brasilíu. Meðal fyrirlesara eru Jens Allwood, prófess- or við Gautaborgarháskóla, Peter Austin, prófessor við Lundúnahá- skóla, Bernard Spolsky, prófessor við Háskólann í Tel Aviv, James Parente, prófessor við Háskólann í Minnesota, Rogelio Coronel, prófessor við Ha- vana-háskóla, og Tomohiro Tani- kawa, prófessor við Tókýó-háskóla. Haldnar verða tvennar pallborðs- umræður um framtíðarsýn SVF ann- ars vegar og tungumál og samskipti í framtíðinni hins vegar. Nánar um dagskrána á heimasíðu stofnunarinnar http://www.vigd- is.hi.is/page/svf_CCLD. Aðalstyrkt- araðili ráðstefnunnar er Riksbankens Jubileumsfond (Menningarsjóður sænska seðlabankans), aðrir styrkt- araðilar eru Icelandair, japanska sendiráðið á Íslandi og Bláa lónið. Tungumál og menningarheimar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.