Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 21
|fimmtudagur|1. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf Það þykir vel biðraðarinnar virði að fá sér fisk og franskar hjá sjónvarpskokkinum Rick Stein í Padstow. »22 matur Lögfræðingurinn og neytenda- réttarsérfræðingurinn Lise- lotte Widing segir að það þyki ófínt að kvarta á Íslandi. »26 neytendur Akureyrsk ungmenni sýndu um síðustu helgi að þau eru góð í fótbolta. Þá fór fram árlegt framhaldsskólamót og sigraði MA í karlaflokki (þar sem MA-ingur lögðu nágrannana í VMA í úrslitaleik) og VMA sigraði svo í kvennaflokki.    Óhætt er að segja að bræðurnir Samúel og Bjarki Rafn Kristjánssynir hafi fengið góð við- brögð þegar þeir kynntu verkefnið Frostroses í vikunni, en þeir vilja gera höfuðstað Norður- lands að heimabæ þess. Menn og æðri mátt- arvöld tóku bræðrunum vel; Guðmundur Karl Jónsson setti snjóbyssurnar í gang um svipað leyti og bræðurnir kynntu stjórnmálamönnum og fólki úr ferðaþjónustu verkefnið á Hótel KEA, og síðdegis hófst náttúruleg snjókoma.    Snjó kyngdi niður í fyrradag og áfram aðfara- nótt miðvikudags. Pater Jón Sveinsson – Nonni – sem fer að verða góðkunningi dyggra lesenda þessara pistla, skrýddist þá vetrar- búningi sínum eins og sjá má á meðfylgandi mynd.    Eftir fáeina daga verða 90 ár liðin frá rúss- nesku byltingunni og hyggst Stefna, félag vinstri manna á Akureyri, halda upp á afmælið á morgun kl. 20.15 á veitingastaðnum Mongó í Kaupangi. Tveir sagnfræðingar flytja fyrir- lestra; Árni Daníel Júlíusson fjallar um áhrif og afleiðingar byltingarinnar og Björn Teits- son fjallar um orrustuna um Stalíngrad. Sam- koman er öllum opin.    Leit stendur nú yfir að ungu fólki á Akureyri, 13-23 ára, sem kann að dansa, syngja og leika, til að taka þátt í söngleiknum „Wake me up“ sem ráðgert er að frumsýna í lok mars á næsta ári. Það eru þeir Guðjón Davíð Karlsson leik- ari og Arnór Vilbergsson tónlistakennari sem standa að uppfærslunni ásamt Sigyn Blöndal danskennara. Upplýsingar er að finna á heimasíðunni http://wakemeup.blog.is.    Magnús Þór Sigmundsson verður með útgáfu- tónleika á Græna hattinum annað kvöld en í kvöld kemur þar fram hljómsveitin Ljótu hálf- vitarnir.    Tveir rithöfundar koma fram á Skáld- spírukvöldi á Amtsbókasafninu í dag kl. 17.15. Björn Þorláksson og Þórarinn Torfason lesa úr verkum sínum í dag; Þórarinn m.a. úr óbirtu ljóðahandriti og Björn úr óútgefnu handriti að nýrri skáldsögu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjór Nonni hefur skrýðst vetrarbúningnum. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson úr bæjarlífinu Kjötið hakkað Sigurður Ágúst með einn bala af mörgum af bjúgnaefni. en það er kjöt sem mjög lítið fæst fyrir á slát- urhúsinu og því tilvalið að gera úr því bjúgu og þess háttar. Sumir nota einkum slög og annað sem til fellur, en þau segja mjög góða reynslu af því að nota frampartana þó svo að það sé nokk- uð mikil vinna að útbúa hráefnið, hakka það og blanda saman. Skarðabjúgu Uppskriftin er heimafengin og er þessi: 12 kg hakkað kjöt 180 g salt (millifínt) 120 g nítrítsalt 1 kg kartöflumjöl 4 lítrar vatn Þegar búið er að troða í og binda fyrir fara þau með bjúgun í reykhúsið hjá sér þar sem þau eru reykt í einn og hálfan dag allt eftir styrkleika reyksins. Þau nota tað til helminga við ýmsan trjávið þ.e. alaskavíði, ösp o.fl. sem til fellur. Sigurður segir að það gefi mjög góðan keim, enda eru Skarðabjúgun mjög vinsæl á borðum þeirra sem til þekkja. Eftir Atla Vigfússon Haustið er tími matargerðar og ásveitabæjum fellur margt til ísláturtíðinni sem hægt er að gerasér góðan mat úr. Á bænum Skarðaborg í Reykjahverfi búa Helga Helga- dóttir og Sigurður Ágúst Þórarinsson með stórt sauðfjárbú, en eitt af því sem þau gera heima eru bjúgu sem njóta mikilla vinsælda á matborði heimilisins, auk þess sem ættingjar og vinir kunna vel að meta að fá að smakka þetta góðgæti sem þau eru svo flink að búa til. Það er alltaf mikið um að vera í eldhúsinu hjá Helgu þegar verið er að gera bjúgun því allir hjálpast að og synirnir létta undir með foreldr- unum. Þetta er mikið verk því stundum er gerð margföld uppskrift og þá verða bjúgun nokkur hundruð og því tekur tíma að setja í sperðla- plastið, en sú tíð er liðin að menn hreinsi garnir eins og áður var. Það tekur tíma að binda öll bjúgun þannig að þau verði álíka löng og var Helga einkum í því verki ásamt Helga Maríusi syni sínum nú á dögunum þegar bjúgnagerðin stóð sem hæst. Sigurður stóð og sneri vélinni sem treður kjöt- inu í plastið og er það mikið þarfaþing og Bjarki sonur þeirra hjóna sá um að hafa sperðlaplastið alltaf tilbúið og aðgætti að hafa hæfilegt magn í hvert bjúga til þess að þau spryngju ekki. Frampartar mikið notaðir Hráefnið sem þau hjón nota er einkum fram- partar af fullorðnum kindum sem þau úrbeina, Skarðabjúgu eru herramannsmatur Binding Mikið verk að binda bjúgun og var Helgi Maríus mjög hjálplegur. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Passlega mikið Bjarki sér um sperðlaplastið. Samtímalistasafnið Hamburger Bahnhof í Berlín var uppruna- lega byggt sem járnbrautar- stöð. »22 ferðalög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.