Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 6
6|Morgunblaðið
Hexa hefur nýverið keyptupp tvo stóra sam-keppnisaðila og sam-einað fyrirtækinu en
það voru vinnufatafyrirtækið Icest-
art ásamt dótturfyrirtækinu Work
Line, sem er framleiðslufyrirtæki í
Póllandi, og snemma á árinu 2007
keypti Hexa rekstur Fasa ehf. sem
hafði um áratugaskeið verið einn
stærsti aðili á markaðnum í ein-
kennisfatnaði.
Vöruframboðið breiðara
Þessar sameiningar hafa einnig
styrkt fyrirtækið til muna, bæði í
þjónustu sem og í framleiðslu á
sérhæfðum fatnaði sem og ein-
kennisfatnaði og öryggisfatnaði
jafnt fyrir stærri sem minni fyr-
irtæki.
„Hexa hefur nú ákveðið að
breikka verulega vöruframboð sitt
og býður viðskiptavinum sínum nú
í fyrsta skipti fjölbreytt úrval af
vönduðum útivistarfatnaði, ásamt
miklu úrvali af vönduðum tækifær-
is- og gjafavörum,“ segir Þór Os-
tensen sem sér um sölu- og mark-
aðssetningu á þessum vörum í
söludeild fyrirtækisins.
Útivistarfatnaður og smávörur
Í útivistarfatnaði má nefna fjöl-
breytt úrval fatnaðar úr Power
shell- og Soft Shell-efnum svo sem
jakka, hettupeysur, úlpur o.fl. og
mikið úrval af öndunarflíkum.
Þriggja laga öndunarnærfatnað
ásamt flíspeysum, jökkum og vest-
um svo eitthvað sé nefnt.
„Segja má að útivistarfatnaður-
inn spanni allt frá nærfatnaði upp í
mjög skjólgóðan stormfatnað,“ seg-
ir Þór.
Hér má nefna sem dæmi
„promo“-vörur svo sem lyklakippur,
penna, pennasett, regnhlífar, sund-
sett, veski og fleira í þeim flokki.
„Í tækifæris- og gjafavöruflokki
er hægt að nefna stafrænar klukk-
ur og veðurstöðvasett, lind-
arpennasett, hljómtækjasett af
ýmsu tagi, töskur í ýmsum stærð-
um og gerðum, útileguvörur, bar-
hlutasett í gjafaöskjum, armbands-
úr dömu og herra og margt fleira.
Allar þessar vörur eru merkj-
anlegar með „logo“ fyrirtækis sé
þess óskað,“ segir Þór.
Fjölþætt starfsemi
Starfsemi fyrirtækisins fer í dag
fram í um 1.500 ferm. húsnæði í
austurbæ Kópavogs, að Smiðjuvegi
10-12. Þar starfrækir Hexa verslun,
merkingardeildir, saumastofu, sölu-
deildir og lagera.
Verslunin hefur á boðstólum
vöruúrval fyrirtækisins í vinnufatn-
aði og einkennisfatnaði auk þess
sem boðið er upp á nýjar línur í úti-
vistarfatnaði og veiðifatnað, einnig
fatnað fyrir hestamenn. Verslunin
tekur einnig mál af fólki vegna
fatasamninga fyrirtækisins.
„Saumastofan okkar sinnir fata-
breytingum, sérsaumar og sér jafn-
framt um framleiðslu á nýjum fatn-
aði sem er í vöruþróun. Á
saumastofunni starfar klæðskeri
sem starfað hefur hjá fyrirtækinu
til margra ára ásamt fimm öðrum
saumakonum. Það er stolt Hexa að
starfrækja saumastofu og gerir fé-
laginu um leið kleift að veita þá
heildarlausn sem það hefur markað
sér stefnu um að gera,“ segir Þór.
Einkennisfatnaður
Söludeild Hexa er samsett af
sölumönnum með víðtæka margra
ára reynslu og sem búa yfir mikilli
sérhæfingu og vöruþekkingu sem
tryggir viðskiptavinum fyrirtæk-
isins eins faglega og góða þjónustu
sem framast er unnt.
Á lager fyrirtækisins eru að jafn-
aði 40-50.000 flíkur sem tryggja
eiga hraða þjónustu á þeim vöru-
flokkum sem skilgreindir eru sem
lagervara. Innan lagersins er starf-
rækt deild er sérstaklega heldur ut-
an um einkennisfatnað og er þar
starfandi þjónustustjóri með ára-
tuga reynslu af einkennisfatnaði,
hönnun hans og lagfæringum.
Innkaupadeild, sem jafnframt
kemur að vöruþróun, er mjög öflug
og býr yfir mikilli reynslu og vöru-
þekkingu.
Merkingardeildir félagsins eru
tvær, bródering og prentun. Báðar
deildir setja upp þær merkingar
sem merkja á fatnað með. Fyr-
irtækið hefur nýverið fjárfest í afar
fullkomnum og hraðvirkum tækja-
búnaði til að styrkja merking-
ardeildirnar og auka afköst þeirra.
Umboðsaðili fyrir
Kwintet Group
Hexa ehf. hefur frá upphafi verið
umboðsaðili Kwintet Group, sem í
dag er orðinn stærsti söluaðili
vinnufatnaðar í Evrópu.
„Á meðal vörumerkja Kwintet
Group er Fristads, sem er eitt
sterkasta vörumerki á íslenskum
vinnufatamarkaði, fyrirtækið hefur
á síðustu árum hannað og hafið
framleiðslu á glæsilegri línu í úti-
vistarfatnaði undir vörumerkjum A-
Code Activewear og Generation Y.
Annað vörumerki Kwintet Group er
Kansas sem sérhæfir sig í einkenn-
is- og öryggisfatnaði. Önnur vöru-
merki frá samsteypunni er Hejco
með heildarlausnir fyrir veit-
ingageirann ásamt merkjunum
A&C, Adolpe Lafont, KLM Kled-
ing, Leijona, og Hospita Saeger,“
segir Þór.
Samstarf við Kwintet Group ger-
ir Hexa kleift að bjóða við-
skiptavinum sínum breytt vöruúr-
val í hæsta gæðaflokki á
sanngjörnu verði, að sögn Þórs.
„Hexa stendur fyrir umtalsverðri
eigin framleiðslu erlendis, bæði hjá
undirverktökum og í eigin verk-
smiðju sem fyrirtækið á og starf-
rækir í Póllandi.“
Hexa býr yfir gagnagrunni til
nokkurra ára um fatastærðir
starfsmanna fjölmargra fyrirtækja,
með rúmlega 6.000 manns. Hefur
gagnagrunnurinn orðið til þegar
mál hafa verið tekin af fólki í versl-
un Hexa eða í útibúum við-
skiptavina á landsbyggðinni, þar
sem starfsmenn Hexa hafa ferðast
sérstaklega í þeim tilgangi að taka
mál af starfsmönnum. Þannig er
fatnaður til þessara fyrirtækja af-
hentur í pakkningum sem eru
merktar hverjum og einum starfs-
manni fyrir sig.
„Hexa hefur á þessu ári unnið
markvisst að því að gera rekstur
fyrirtækisins skilvirkari með auk-
inni deildaskiptingu og sérhæfingu.
Nýjungar í þjónustu hafa verið inn-
leiddar sem og efling þeirrar þjón-
ustu sem var fyrir. Allt þetta setur
Hexa í forystu þeirra fyrirtækja
sem keppa á vinnufata- og fyr-
irtækjamarkaði (B2B) og þá forystu
er ætlunin að auka enn frekar á
komandi misserum,“ segir Þór.
Framkvæmdastjóri Hexa ehf. er
Guðmundur Sigþórsson.
Heildarlausn í vöru-
og þjónustuframboði
Hexa er fyrirtæki sem
skilgreinir sig sem sér-
hæft vinnufatafyr-
irtæki og er hið eina á
íslenskum markaði sem
býður viðskiptavinum
sínum heildarlausn í
vöru- og þjónustu-
framboði, stofnað árið
1988. Hjá fyrirtækinu
starfa nú yfir þrjátíu
manns. Um er að ræða
fólk með mikla reynslu,
menntun og sérþekk-
ingu á öllu sem snýr að
fatnaði. Kristján Guð-
laugsson hitti Þór
Ostensen að máli.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Nýtt Þór Ostensen, sölustjóri Hexa, fyrir framan nýja línu í sænskum útifatnaði.
Haltu allta
f þétt utan
um
það sem þér
er kært.
Ástin er þa
ð sem gefur
lífinu gildi.
Ást og kærl
eikur eru be
stu
leiðarljósin
í lífi þínu.
Oft er sár reynsla fjársjóður á öðrum tíma.
Það má alltaf læra af því semkemur fyrir í lífi manns.
Haltu áfram að stíga skref í átt að því sem þig dreymirum, mörg lítil skref gera gæfumuninn. Allt í einu getur draumurþinn orðið að veruleika.
Heilræðaspil með skilaboðum og myndum úr náttúru
Íslands. Á bakhlið spilanna er mynd af Álfakirkju í
Borgarfirði. Spilin eru 40 talsins. Þar af eru þrenn spil
sem kynna og segja sögur úr Hulduheimum Íslands.
Spilin eru fáanleg á íslensku og ensku.
Nánari upplýsingar um útsölustaði,
sjá á heimasíðu: www.upptok.com
Upplýsingar og pantanir í síma 698 9952 eða
með tölvupóst á upptok@gmail.com