Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 8
Fyrirtæki, starfsmannafélögog aðrir sem tengjast at-vinnulífinu eða félagslífinuá einhvern hátt leysa starfsmenn, viðskiptavini eða fé- lagsmenn í auknum mæli út með gjöf- um af einhverju tagi. Þetta á við um starfsaldursafmæli, stærri afmæli, starfslok og lok einstakra verkefna, jólagjafir eða sumargjafir, en getur líka einfaldlega verið merki um að viðskipti eða samskipti ákveðinna að- ila hafi fallið í góðan jarðveg. Þessi siður er ekki nýr í sögu Íslands, það var höfðingja siður allt frá landnáms- öld að leysa gesti sína og vildarvini út með gjöfum. „Þetta er ekki verslun í venjuleg- um skilningi orðsins, starfsemin bein- ist fyrst og fremst að fyrirtækjum sem við sjáum fyrir gjöfum. Það er gífurlegur fjöldi gjafa sem við sjáum um að komist í hendur þeirra aðila sem skipta við okkur og þá er ýmist um að ræða að viðskiptavinir velja frá sýningarsalnum okkar eða að þeir koma með sérstakar óskir sem við sjáum svo um að láta rætast,“ segir Heiða. Meðlimur í IPPAG Valfoss leggur áherslu á gæði og góða þjónustu og hefur á stuttum ferli fyrirtækisins aflað sér við- urkenningar fyrir vandaðar vörur enda eru stór fyrirtæki í hópi þeirra viðskiptavina sem Valfoss skiptir við. „Meðal viðskiptavina okkar eru bankar, greiðslukortafyrirtæki, tryggingafélög og flugfélög svo eitt- hvað sé nefnt, en einnig þjónum við minni fyrirtækjum og starfsemin hef- ur farið vaxandi frá ári til árs og við getum ekki betur séð en hún muni vaxa áfram,“ segir Heiða. Valfoss er eina gjafavörufyrirtækið á Íslandi sem er meðlimur í al- þjóðlegu samtökunum IPPAG (Int- ernational Partnership for Premium and Gifts), en þau samanstanda af gjafavörufyrirtækjum 26 þjóðlanda og er aðeins eitt fyrirtæki frá hverju landi í samtökunum. Halldór segir að þau hjónin fari á vörusýningar erlendis þrisvar á ári og samtímis er fundað með öðrum meðlimum IPPAG. „Þessar sýningar hafa meðal ann- ars verið haldnar í Þýskalandi, Kína, Hong Kong og Danmörku. Á þessum fundum deila meðlimirnir með sér reynslu og þekkingu hvað varðar framleiðslu, gæði, verðlag og markaðsmál og gefa hverjir öðrum góð ráð, enda veitir það okkur mikinn styrk að hafa þessi samtök að bak- hjarli,“ segir Halldór. Alhliða þjónusta Í gegnum IPPAG er Valfoss í sam- starfi við 30 framleiðendur í Kína, Ta- ívan, Tyrklandi og á Indlandi, svo eitthvað sé nefnt. Vörurnar eru heldur ekki af lakara taginu, hönnunargripir frá hönnuðum Rosendahl, Menu, Georg Jensen, Holmegaard, Stelton, Erik Bagger og mörgum öðrum heimsfrægum hönnuðum prýða hillur og borð í Val- fossi. Eins starfar fyrirtækið með þekkt- um, íslenskum listamönnum og hönn- uðum. Til dæmis má nefna að lista- maðurinn Erro sá um skreytingu á gjöf sem síðan var framleidd í þús- undum eintaka fyrir einn viðskiptavin Valfoss. „Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttur hannaði nýlega mjög fallega gjöf sem á næstunni mun gleðja marga,“ segir Heiða. „Og við erum að hefja samstarf við fleiri hönnuði til þess að anna óskum og eftirspurn viðskiptavinanna, með- al annars erum við að vinna með fyrr- um Nike-hönnuði, sem hannar töskur og húfur fyrir okkur,“ segir Halldór. „Við erum líka með hluti eins og fundarmöppur, alls konar töskur, flugvallatöskur og svo mætti lengi telja. Þá erum við með vörur frá fyr- irtækjum eins og Cerruti, Balen- ciaga, Belfe, Lancetti, Ungaro og fleirum sem þekkt eru fyrir að hanna og framleiða framúrskarandi vörur,“ segir Heiða. Valfoss leggur líka mikla áherslu á vandaðar merkingar varanna og snýr sér í þeim efnum til færustu manna. Heiða segir að meðal meðlima IP- PAG séu fyrirtæki sem hafi allt að 500 starfsmenn. Hjá Valfoss eru þrír starfsmenn að þeim hjónum meðtöldum: „Íslenskur markaður er ekki stór og því sníðum við okkur stakk eftir vexti,“ segir Halldór . „Jólin eru eins konar vertíð hjá gjafavörufyrirtækjunum. Við tökum líka að okkur að panta og hanna slíkar gjafir fyrir viðskiptavinina og ef þess er óskað útvegum við matarkörfur, sumar innfluttar og aðrar frá íslensk- um fyrirtækjum. Það virðist færast í vöxt að matarkörfurnar innihaldi líka eitthvað „hart“ og viðskiptavinurinn velur það sem honum líkar með okkar aðstoð og ráðleggingum okkar. Aðalatriðið er að veita góða, skjóta og vandaða þjónustu og einmitt það viljum við að Valfoss sé þekkt fyrir,“ segir Heiða. Glæsilegar gjafavörur hjá Valfossi Í Kópavogi er gjafavörufyrirtækið Valfoss, sem hjónin Heiða Ármannsdóttir og Halldór Frank reka, en Valfoss var stofnað í ársbyrjun 2001. Kristján Guðlaugsson leit inn og spjallaði við þau um starfsemina. Jólaskraut Danski hönn- uðurinn Georg Jen- sen er einnig þekktur fyr- ir sérlega fallegt jóla- trésskraut. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gjafavörur Hjónin Heiða Ármannsdóttir og Halldór Frank reka gjafavörufyrirtækið Valfoss. Hönnun Vöruúrvalið er mikið hjá Valfossi og mörg fræg nöfn meðal hönnuða muna sem fyrirtækið selur. Hér er Bernadotte- hitakanna frá Georg Jensen. 8|Morgunblaðið  Z}≠y áxÅ zxyâÜ Gjafabréf Hjálparstarfs kirkjunnar       528 4400 : www.help.is USB minnislyklar með rispufríu lógói. Frábærir undir myndir og gögn. Ódýr auglýsing sem lifir lengi. www.alltmerkt.is sala@alltmerkt.is S: 511 1080 / 861 2510 (512 MB, 1 GB, 2 GB og 4 GB)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.