Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 14
14|Morgunblaðið Það er ekki síður skemmtilegt að fá fallega jólapakka en fallegar jólagjafir. Hér fyrr á öldum var varla haft fyrir því að pakka jólagjöfunum inn nema en með límbandi og þar til gerðum miðum, sem fyrirfram var skráð „Frá:“ og „Til:“ Ásamt orðunum „Gleðileg jól og farsælt komandi ár!“ Meðan það síðastnefnda hefur staðist tímans tönn að mestu leyti hefur fjölbreytnin og frumleikinn í innpökkuninni aukist jafnt og þétt. Nú er svo komið að hengja þarf örpakka utan á sjálfan jólapakk- ann, gjarnan leikföng, hreindýr, bangsa eða önnur falleg dýr og svo eru miðarnir orðnir að upp- flettiritum. En allt er þetta til gamans gert og gerir jólin skemmtilegri en ella. Framúrstefnuskáld og starfsfólk auglýsingastofa pakkar helst jóla- gjöfinni inn í eitthvert dagblað- anna og hengir við bjórmottu með óskum um „Cool X-mas“, en búast má við að listrænar húsmæður hanni, framleiði og skreyti jóla- pakkana sjálfar og helst í nánu samstarfi með börnum fjölskyld- unnar. En umbúðirnar gleðja augað og gera kannski sjálfa gjöfina ennþá fallegri og skemmtilegri. Alls konar jólapakkar Morgunblaðið/Jim Smart Frumlegt Gjöf sem pakkað hefur verið inn í bylgju- pappa og bundið utan um með rauðu basti. Pakkinn er skreyttur með hjarta sem er mótað úr vír. Tré- flaga er notuð sem kort. Morgunblaðið/Ómar Einfalt Hvítur pakki með slaufu. Hér vantar bara litla aukapakkann og kort sem opnast eins og orkídea. Heilsurækt er mörgum hug-leikin þegar nýtt árgengur í garð en þá hefstefnd göfugra áramóta- heita sem gjarnan tengjast aukinni hreyfingu og heilsubót. Gjafabréf í Laugar Spa er líklegt til þess að verða góður félagi í þeim áformum enda hægt að velja um eina 50 mögu- leika í nuddi og snyrtingu á þeim bænum. Sjálf baðstofan er um 500 fermetrar og gufuböðin eru hvorki meira né minna en 6 talsins og er hvert með sínu hitastigi. Gufuböðin hafa hver sitt þema og einstakan ilm eins og t.d. sítrónu, piparmyntu og la- vender – svo dæmi sé tekið. Þar má m.a. heyra fugla- og lækjarnið og upplifa stjörnuhvolfið sem og sól- aruppás. Að loknu góðu gufubaði og sturtu er notalegt að að tylla sér í hæg- indastóla í glæsilegri arinstofu, sér- staklega um hávetur þegar kuldinn og myrkrið herjar á landsmenn. Tyrkneska baðið er vinsælt en það er framkvæmt með ilmkjarnaolíum og sérstökum mildum Spa-sápum og lýkur svo með heilnuddi og máltíð. Þetta unaðslega bað vinnur meðal annars á vöðvabólgu, gigt og stirð- leika. Svo er það náttúrlega endur- nærandi fyrir líkama og sál. Staðsetningin er í hjarta Laug- ardalsins þar sem Íslendingar hafa baðað sig og þvegið þvotta frá síðustu öld. Hreyfinguna er svo upplagt að fá í rúmgóðum tækjasalnum í nýjustu heilsuræktartækjunm heimsins í dag; Life Fitness og Hammer Strength. Í Laugar Spa geta allir í fjölskyld- unni lagt stund á heilsurækt við sitt hæfi og jafnvel farið saman í ræktina og slökunina á eftir. Að auki er boðið er upp á einkaþjálfun hjá mjög fær- um einkaþjálfurum fyrir þá sem ætla að sinna árangursríkri heilsurækt af einbeitingu. Í hinni 5 stjörnu heilsulind er slök- unar- og lækningamáttur vatnsins í hávegum hafður. Auk þess að vera með misheitar blaut- og þurrgufur á boðstólum er einnig nuddpottur með jarðsjó, heit og köld sjóböð og sér- stakar fótalaugar. Hægt er að baða sig undir 6 metra breiðum fossi sem er hannaður af Sigurði Guðmundsyni listamanni. Staðsetningin í hjarta Laugardalsins er skemmtilega við- eigandi en þar hafa Íslendingar hafa baðað sig og þvegið þvotta frá síðustu öld. Tyrkneskt bað á íslenskum vetri Morgunblaðið/Ómar Tyrkneskt Ilmkjarna- olíur og sér- stakar mildar Spa-sápur eru notaðar en því lýkur svo með heilnuddi og máltíð. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vetrarbað Kaldi potturinn er ákveðin áskorun og ekki fyrir hvern sem er. Sp ör e hf . - R ag nh ei ðu r I . Á gú st sd ót tir Jólagjöf Eyrabraut 3 · 825 Stokkseyri · S. 483 1550 · Fax. 483 1545 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is á Fjörubordid Stokkseyri í æsileg ævintyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.