Morgunblaðið - 01.11.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 01.11.2007, Síða 21
Morgunblaðið |21 Stundum er gaman að leggja það á sig að labba nokkur skref til viðbótar til þess að skoða úrvalið í litlu, skemmtilegu hönnunarverslununum sem hafa sprottið upp undanfarin ár og sett skemmtilegan svip á bæj- arlífið. Ein þeirra heitir Lykkjufall og þar kennir ýmissa skemmtilegra grasa. Hannar fyrir mæður Eigandi verslunarinnar, Sigrún Baldursdóttir hönnuður, hannar glæsilegar peysur sem eru ætlaðar konum sem eru með barn á brjósti og aðrar sem henta vel óléttum kon- um því peysurnar eru þannig gerðar að þær vaxa með bumbunni. Sigrún er líka með vörur eftir fleiri íslenska hönnnuði í versluninni auk skemmti- legs ungbarnafatnaðar frá fyrirtæki sem heitir Stardust. ,,Fötin frá Stardust eru seld um allan heim og það má segja að þau séu svolítið róttæk miðað við önnur ungbarnaföt,“ segir Sigrún. ,,Hönnuðirnir skreyta þau gjarn- an með áþrykktum myndum af frægum stórstjörnum, til dæmis myndum af Elvis Presley, James Dean og Audrey Hepburn. Fyrir al- róttækustu grislingana má fá sam- bærilegan samfesting með mynd af hauskúpu.“ Í versluninni fást undurfallegir smekkir sem íslenski hönnuðurinn Unda kallar skírnarsmekki. Þetta er sannkallaðir sparismekkir, listavel saumaðir og bróderaðir í höndunum. Annað sem gladdi auga blaðamanns voru agnarlitlir sundbolir á nýfædd- ar prinsessur. ,,Ég er núna að hanna nýja barna- línu sem verður komin í verslunina fyrir jólin,“ segir Sigrún að lokum meðan blaðamaður virðir fyrir sér litla leðurskó og skrautspennur sem eflaust eiga eftir að rata í margan jólapakkann.“ Morgunblaðið/Sverrir Róttæk Fötin frá Stardust eru seld um allan heim. „Það má segja að þau séu svolítið róttæk ,“ segir Sigrún Baldursdóttir hönnuður. Öðruvísi föt á krakkakríli og nýbak- aðar mæður Bangsar Fallegur hvítur blúndu- smekkur með tveimur böngsum. Sætt Verslunin Lykkjufall selur skemmtileg ungbarnaföt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.