Morgunblaðið - 01.11.2007, Side 9
Sögur ehf. urðu til upp úrsamruna tveggja fyrirtækjasem voru með nokkuð ólík-ar áherslur í starfsemi
sinni, en áttu þó margt sameiginlegt
og bættu hvort annað mjög vel upp.
Bæði fyrirtækin voru tiltölulega ung
og samruninn styrkti þau verulega.
Bækur og diskar
Tómas Hermannsson stofnaði fyr-
irtækið Sögur ehf. árið 2005 og hóf
að selja geisladiska með tónlist og
bækur af ýmsu tagi til fyrirtækja. Á
þeim tíma var Sögur ehf. fyrst og
fremst útgáfufyrirtæki. Þremur ár-
um áður hafði Friðrik Ragnarsson
stofnað innflutningsfyrirtækið Mýs,
sem flutti inn ýmiss konar vörur og
seldi til fyrirtækja.
Í ársbyrjun 2007, tæpum tveimur
árum eftir að Sögur ehf. var stofnað,
ákváðu þeir félagar að sameina fyr-
irtækin og við það stækkaði bæði
hópur viðskiptavina og eins vöruúr-
valið hjá hinu nýja fyrirtæki.
„Við réðum svo Hrafn Sabir Khan
sem sölustjóra og hann hefur reynst
okkur ómetanlegur í markaðs-
vinnunni. Við lítum í raun á veru á öll
fyrirtæki, stór og smá, sem mögu-
lega kúnna, höldum bókakynningar
og erum stöðugt á ferðinni til þess að
afla okkur nýrra viðskiptavina,“ seg-
ir Tómas.
Abbababb og Mannakorn
Það kennir margra grasa í fram-
leiðslu og vöruúrvali fyrirtækisins
og vöruframboðið ætti að vera við
allra hæfi.
„Við erum til dæmis með tónlist úr
leikritunum Abbababb og Karíusi og
Baktusi, tónlist flutta af þekktum
böndum eins og Mannakorni og sí-
gaunadjassbandinu Hrafnasparki,
svo nokkuð sé nefnt,“ segir Tómas.
Friðrik segir að lögð sé áhersla á
þjónustulund og lipurð í starfsem-
inni og að það hafi skilað árangri
með góðum vexti í ár.
„Við leitum eftir vörum að óskum
viðskiptavinanna og vinnum að sjálf-
sögðu einnig fyrir auglýsingastofur
en að auki seljum við gjafabréf fyrir
Ostasöluna, Gallerí kjöt og ýmis
önnur fyrirtæki. Fyrirtækið flytur
líka inn úrvals bandarískt súkkulaði,
þar sem öskjurnar eru líka búnar til
úr súkkulaði,“ segir Friðrik.
Sögur ehf. markaðssetur vörur
sínar bæði undir nafninu Mýs og
Sögur, en fyrirtækið er með sölu-
skrifstofur í Hellusundi og lager í
Faxafeni.
„Framleiðsla eigin vara og prent-
un fer að mestu leyti fram erlendis,
svo sem í Pakistan, Indlandi, Kína
og víðar. Þó er slatti af bókum prent-
aður í Odda. Við höfum góðan og
vaxandi hóp viðskiptavina og fulla
trú á því að geta unnið markaðshluti
í ört stækkandi markaði. Stefna fyr-
irtækisins er að hafa traust og gott
samband við kúnnana og byggja sem
sterkust tengsl við þá segir,“ Tómas.
Hann segir ennfremur að Sögur
ehf. stefni að því að tengja vörurnar
sem í boði eru þeim sviðum sem við-
skiptavinirnir starfa á.
„Viðskiptavinirnir eru afar fjöl-
breyttur hópur en við reynum að
sinna hverjum og einum þannig að
allir séu ánægðir með þá þjónustu og
fyrirgreiðslu sem þeir fá frá okkur.
Vandað og breitt vöruúrval gerir
okkur kleift að uppfylla óskir flestra
viðskiptavinanna, enda er það stefna
fyrirtækisins,“ segir Tómas.
Mýs og sögur
á markaðnum
Sögur ehf. er gjafavörufyrirtæki sem fer svolítið
aðrar leiðir en flest önnur fyrirtæki í gjafavöru-
bransanum sem skýrist að nokkru leyti af upp-
runa og tilurð fyrirtækisins. Kristján Guðlaugs-
son kom við hjá Tómasi Hermannssyni og
Friðriki Ragnarssyni, eigendum fyrirtækisins.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tannpínupúkar Söngvar úr Karíusi
og Baktusi eu á söluskrá. Hér í upp-
færslu Leikfélags Akureyrar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sögur Hrafn Sabir Khan, Friðrik Ragnarsson og Tómas Hermannsson.
Morgunblaðið |9
Skútuvogur 1G | 104 Reykjavík | Sími: 517 4070 | www.profilm.is | panta @profilm.is
Skoðaðu myndbrot af DVD disknum á www.profilm.is
Fæst á sölustöðum um land allt
Íslenska Enska Franska Þýska
Danska Japanska Kínverska
Talsett á 7 tungumálum
Vandaður og aðgengilegur DVD diskur
með nýjum kvikmyndum af yfir 100
íslenskum eftirlætisstöðum af öllu landinu.
DVD diskurinn er talsettur á 7 tungumálum
sem lýsa náttúrufari, menningu og sögu á
hverjum stað fyrir sig. Disknum er skipt
upp í sex landshluta með fjölda staðarvala
innan hvers landshluta.
Nýtt myndefni sem kvikmyndað er á
hágæða stafrænu formi (high-definition).
145 mínútur af kvikmyndaefni
eftir þínu eigin vali.
Tónlistin er sérsamin af
Sigtryggi Baldurssyni og Ben Frost.
Hægt er að spila DVD diskinn
hvar sem er í heiminum.
Tilvalin gjöf til vina og
viðskiptaaðila um allan heim!