Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 19
Morgunblaðið |19 Jólagjafir úr heilsubúðinni Yggdrasill á Skólavörðustíg eru svo sannarlega ,,öðruvísi“ gjafir og þeim fylgir mikil umhyggja. Matvörurnar sem þar fást eru allar lífrænar og alúð lögð við að aðrar vörur séu heilsusamlegar. Saltsteinslamparnir þar á bæ eru alltaf vinsælir til gjafa og Dr. Hauschka-snyrti- og húðvörurnar hafa slegið í gegn. Dagleg hreins- un er undirstaða í allri húð- hreinsun og sérlega mikilvægt er að sinna húðinni í vetrarkuldanum. Hægt er að fá einstaklega fal- legar jólagjafaumbúðir sem gleðja augað í Yggdrasli. Hreinsikrem fyrir andlit Hreinsikrem fyrir andlit gefur góða en milda djúphreinsun fyrir allar húðgerðir og viðheldur réttu sýrustigi húðarinnar. Gott er að nota það bæði kvölds og morgna. Það skilur húðina eftir mjúka og hreina. Þetta er kornótt krem sem á alls ekki að nudda inn í húðina, heldur aðeins að dempa á húðina með léttum hreyfingum, þannig að óhreinindin dragist upp úr húðinni. Inniheldur lækningajurtir eins og morgunfrú, kamillu, jóhann- esarjurt og smára, sem stuðla að heilbrigði húðarinnar. Rósakrem Þetta krem veitir sérstaka vörn fyrir venjulega, þurra og við- kvæma húð. Efni úr rósum veitir húðinni jafnvægi og styrkir við- kvæma húð og húð sem hefur til- hneigingu til að fá æðaslit. Mik- ilvæg rósaolía, rósablóm og rósaber styrkja mótsöðukrafta húðarinnar. Hún verður slétt og mjúk. Rósakremið dregur úr hár- æðasliti, róar og græðir viðkvæma húð. Mjög gott krem fyrir alla ald- urshópa. Gott ungbarnakrem og einnig gott fyrir eldri húð. Sér- staklega gott krem á andlitið í kulda. Besta kremið fyrir húð með æðaslit. Græðandi andlitsvatn Andlitsvatnið er gert fyrir óhreina húð en það inniheldur sól- hatt og aðrar jurtir sem eru sótt- hreinsandi og koma jafnvægi á húð sem er í ójafnvægi. Það er talið styrkja æðarnar og er græðandi. Andlitsvatnið hefur reynst vel við að draga úr bólgum í húðinni og dagleg notkun þess dregur úr bólu- og fílapenslamyndun. Litað dagkrem er þunnt and- litskrem fyrir venjulega, þurra og viðkvæma húð sem gefur hraust- legan lit. Það er sérstaklega kæl- andi fyrir rauða og viðkvæma húð og húð sem er með rósroða og er þess utan mjög nærandi krem. Andlitskremið má nota eitt og sér eða blandað saman við önnur krem. Næring og maskar Þessi lína er fyrir húð sem þarfnast sérstakrar meðferðar vegna vandamála af ýmsum toga hvort sem um er að ræða húð sem einkennist af fitu, þurrki eða er of- urviðkvæm. Nýtist líka vel einfald- lega til endurnæringar. Maskarnir, sem eru notaðir einu sinni í viku eru svo mildir að hentugt er að einnig nota þá sem krem. Heilsubót í jólapakkann Morgunblaðið/Frikki Heilsusamlegt Hildur Guðmundsdóttir og samstarfsfólk hennar leggur mesta áherslu á heilsuna. Morgunblaðið/G.Rúnar Lífrænt Það sem maður setur ofan í sig þarf helst að vera hollt. Fallega myndskreytt bók þar sem kallast á girnilegar uppskriftir frá Frakklandi og skemmtilegar lýsingar á héruðum Frakklands. Bók fyrir öll skilningarvitin. Hér fjallar Jónína Leósdóttir um ýmsar hliðar mannlegra samskipta, m.a. talar hún um hópsálir og einfara, hjálpar- hellur, að tjá tilfinningar og kúnstina að þiggja. Falleg gjöf, notaleg á náttborðið. Mest selda bók í heimi um þessar mundir. Aldagömul lífsspeki er sett í nýjan búning: Óskaðu – trúðu – og taktu á móti. Bækur sem halda áfram að gefa Stórglæsilegar bækur eftir Völla Snæ ævintýra- og sjónvarps- kokk í stóru og litlu broti þar sem blandast saman í máli og myndum einstakar upp- skriftir, veiðisögur og ævintýraferðir. Tilvalin fyrir Íslandsvininn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.