Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 23
Morgunblaðið |23
Margir óska þess heitast að fá fal-
legan skartgrip eða úr í jólapakk-
anum og það er ekki óalgengt að
pör ákveði að ganga upp að alt-
arinu í kringum jól eða láti skíra
afkvæmið.
Í Meba í Kringlunni geta allir
fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar
er gríðarlega mikið úrval af fal-
legum skartgripum, t.d. frá tísku-
hönnuðunum frægu Dolce&Gabb-
ana sem nýlega hófu framleiðslu á
skartgripum. Hjá Meba hefur ver-
ið hægt að kaupa úrin þeirra og
eigendum verslunarinnar fannst
ekki annað koma til greina en að
taka inn skartgripina sem hafa
svo sannarlega slegið í gegn. Mal-
lorca-perlurnar, sem eru búnar til
úr móðurskelinni í Mancor á Spáni
undir eftirliti sérfræðinga, eru sí-
vinsælar og í Meba er að finna úr-
val af perlufestum, perluarmbönd-
um, perlulokkum og hálsmenum
úr þessum heimsfrægu perlum.
Ítölsku Zoppini-hlekkjabönd eru
vinsæl hjá ungum og öldnum, en
þau eru til úr stáli og 18 karata
gulli. Einnig selur Meba skart-
gripi dönsku hönnuðanna Gitte
Dyrberg og Hennig Kern, en
skartgripir þeirra eru sannkölluð
gæðavara. Hönnun þeirra er
byggð á hefð skandinavískra
hönnunar, hún er ávallt tengd nú-
verandi tísku og skartgripir þeirra
þykja einstakir og marka tískuna
hverju sinni. Giftingarhringir úr
gulli, hvítagulli og stáli eru til í
miklu úrvali og í stuttu máli býður
verslunin upp á barnaskartgripi,
klukkuskeið- og -gaffal, hnífapör,
skartgripaskrín. myndaalbúm, silf-
urhúðaða hólka fyrir fæðingar- og
skírnarvottorð, barnasett, ramma,
sparibauka, box fyrir fyrsta lokk
og tönn barnsins, hringlur og mál.
Sem sagt, eitthvað fyrir allar,
börn, konur og karla.
Fallegt Margir óska sér pakka með einhverjum skartgripum í um jól. Glæsilegt Skartgripir, perlur, gull og silfur fylla verslunina Meba.
Gullakista
fyrir alla
Tímabært Skrautleg armbandsúr
eru ávallt velkomin undir jólatréð.
Það hefur löngum verið siður Íslend-
inga að gefa bækur við ýmis tæki-
færi, hvort heldur er á afmælum eða
jólum.
Stærri bókverk eru oft gefin á há-
tíðisdögum, fermingardögum, brúð-
kaupsdögum eða öðrum merkum
dögum í lífi mannanna.
Orðabækur, landabréfabækur eða
ritverk einstakra höfunda hafa verið
vinsælar gjafir.
Fyrir þá sem vilja gefa þeim
minnstu bækur er úrvalið ágætt,
enda eiga Íslendingar frábæra
barnabókahöfunda.
Um þessar mundir er til dæmis að
koma út ljóðabók eftir Þórarin Eld-
járn, sem ætluð er fyrir börn. Bókin
er um leið eins konar háttatal eða
leiðbeiningar um ljóðahætti, sem er
við hæfi barna.
Annars er af nógu að taka, sög-
urnar eru til dæmis ennþá í fullu
gildi sem bókmenntir.
Morgunblaðið/Ásdís
Góð gjöf Bókin er ævinlega vel þeg-
in gjöf bæði hjá ungum sem öldnum.
Bók er
besta gjöfin
Einstök jólagjöf
til starfsmanna
og viðskiptavina
Jógahelgar
Heilsuhelgar
Gisting
Gjafabréf
frá kr. 6000.- nóttin
Nánari upplýsingar:
gjafabref@fosshotel.is
www.fosshotel.is