Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 12
12 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Fólk og fréttir á liðnu ári
Árið 2007 er að líða í aldanna skaut. Vafalaust hefur það verið landsmönnum misjafnlega minnisstætt og ástæðurnar ólíkar.
Morgunblaðið ræddi við nokkra þeirra sem tengdust atburðum eða komu við sögu í fréttum blaðsins á árinu.
SUNNUDAGURINN 21. janúar
var Tryggva Tryggvasyni svo sann-
arlega örlagaríkur. Þann dag var
hann ásamt hópi vélsleðamanna á
ferð norðan við skíðasvæðið í Hlíð-
arfjalli. Hópurinn hafði verið á
svæðinu í á annan klukkutíma þeg-
ar snjóflóð féll skyndilega úr hlíð-
inni og hreif Tryggva með sér rúm-
lega 100 metra.
Þökk sé snjóflóðaýlu sem
Tryggvi hafði keypt aðeins tveimur
dögum áður tókst vinunum að miða
út staðsetningu hans á tveimur til
þremur mínútum. Þeir tóku strax
til við að grafa hann upp og fannst
Tryggvi meðvitundarlaus á tveggja
metra dýpi. Þeir beittu hjartahnoði
og tókst að blása lífi í Tryggva áður
en björgunarsveitarmenn mættu á
staðinn ásamt nærstöddum læknir.
Lánsamlega var TF-LÍF, þyrla
Landhelgisgæslunnar, stödd á
Sauðárkróki og sá hún um að flytja
Tryggva á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri.
Tryggvi lá þungt haldinn á FSA
og komst ekki til meðvitundar fyrr
en tveimur vikum síðar. Hann losn-
aði hins vegar ekki úr öndunarvél
fyrr en næstum mánuði eftir slysið.
Tryggvi fer enn í endurhæfingu
sem hann segir hafa skilað tölu-
verðu en enn vanti nokkuð upp á
fínhreyfingarnar, hann segist t.a.m.
skrifa illa.
Atvikið situr ekki á sál neins
Tryggvi útskrifaðist frá end-
urhæfingardeildinni í Kristnesi í
júní sl. og hóf skömmu síðar að
mæta til vinnu stuttan tíma í senn
en nú er svo komið að hann vinnur
tæplega hálfan daginn. Hann segir
að ágætlega hafi gengið að vinna úr
slysinu en hann þáði enga áfalla-
hjálp. Tryggvi og kona hans eiga
tvö börn og segir hann þau ekki
tala mikið um slysið núna, „en í
byrjun, fyrst eftir að ég vaknaði og
fór að geta talað og kom úr önd-
unarvél þá var náttúrulega rætt um
hlutina en ég held svo sem að þetta
sé ekkert á sálinni á neinum.“ Sjálf-
ur segist hann ekkert muna eftir
deginum sem slysið átti sér stað.
Slysið gerði hann jákvæðari
Spurður hvort slysið hafi á ein-
hvern hátt breytt viðhorfi hans til
lífsins og hvernig hann lifir því,
segist Tryggvi ekki alveg viss en
hann sé nokkuð jákvæðari en áður.
„Þegar maður áttar sig á því hvað
það eru margir sem láta sér annt
um mann og hugsa um mann þegar
maður lendir í svona, þá fyllir það
mann af jákvæðni.“
Eftir slysið hefur Tryggvi ekki
ekið á vélsleða en hann segir vet-
urinn ekki almennilega kominn og
Hlíðarfjall vera rautt. Hann segist
þó alveg treysta sér á bak aftur,
„ég þarf bara að prufa það. Þetta
hræðir mig ekki frá því að prufa.“
Jákvæðari eftir
vélsleðaslys
Heimtur úr helju Tryggvi Tryggvason lenti í snjóflóði í Hlíðarfjalli í byrjun árs og er enn í endurhæfingu.
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
Tryggvi Tryggvason
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
MYNDLISTARKONAN Ólöf Nor-
dal hefur ekki setið auðum höndum í
ár. Í janúar hófst vinna við að móta
lóur úr jarðleir, sem áttu að gegna
hlutverki altaristöflu í Ísafjarð-
arkirkju. Hún naut aðstoðar safn-
aðarbarna kirkjunnar og þegar upp
var staðið höfðu 749 lóur verið búnar
til. „Þetta byrjaði frekar hægt og svo
endaði þetta á því að ég varð bara að
loka sjoppunni því að ég réð ekki við
fleiri fugla,“ segir hún.
„Þegar þeir voru komnir upp í 700
þá bara táraðist ég, því þetta var fal-
leg stund. Það er náttúrlega svolítil
athöfn að setjast niður og móta fugl,
það má jafnvel líkja þessu við að setj-
ast niður í bæn, þannig að þetta var
mjög ánægjulegt á allan hátt.“
Fékk hugmynd úr helgisögu
Hugmyndina fékk hún úr þjóðsögu
sem heitir Lausnarinn og lóurnar og
er ein af helgisögunum í þjóðsögum
Jóns Árnasonar. Sagan fjallar um
Jesú sem barn og þegar hann lék sér
með öðrum börnum og þau fóru að
móta fugla úr leir. Strangtrúaður
Sadúsei gekk framhjá og reiddist
börnunum fyrir að leika sér á hvíld-
ardegi og byrjaði að brjóta fuglana.
Jesú lagði hönd sína yfir þá leirfugla
sem eftir voru og öðluðust þeir þá líf
og flugu burt. Þannig urðu lóurnar til.
Auk þess að vinna með lóurnar var
ætlunin einnig sú að Ísfirðingar
byggju til verkið inn í sína eigin
kirkju. Hún segir þátttökuna hafa
verið mjög góða og að hún viti ekki
betur en að mikil ánægja ríki með
verkið. „Það kemur líka til af því að
það eru svo margir sem eiga hlut í
því. Það eru þarna mörg hjörtu uppi á
vegg.“
Kvenlegt verk fyrir Bríeti
Í ágúst var afhjúpað minnismerki
Ólafar um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur
vegna 150 ára fæðingarafmælis henn-
ar. Verkið er staðsett á horni Þing-
holtsstrætis og Amtmannsstígs en
skammt þar frá bjó Bríet. Um er að
ræða stórar granítplötur sem lagðar
eru á steyptan grunn og mynda
hringlaga stétt en það kom í verka-
hring Ólafar að hanna, auk sjálfs
minnisvarðans, allan garðinn í kring
og umhverfið. Reitnum hefur verið
gefið nafnið Bríetarbrekka.
Hún segist upphaflega hafa verið í
nokkrum vandræðum með verkið þar
til hún fann gamalt veggteppi sem
Bríet hafði saumað út og gefið dóttur
sinni, Laufeyju. Neðst á því var ill-
skiljanlegt útsaumsletur sem við nán-
ari athugun reyndist vera vísa sem
Bríet orti til Laufeyjar: „Stígðu
ófeimin stúlka upp og stýrðu klæði,
yfir geiminn, yfir græði, allan heim-
inn skoða í næði.“
„Þetta er svona brýningarvísa
móður til dóttur og ég notaði bara
þessa vísu,“ segir Ólöf. „Þetta er það
skáldlegasta sem Bríet hefur mælt
því hún var ekki spennandi penni en
þetta var algerlega frá hjartanu og á
við allar stúlkur á öllum tímum.“
Vísan er letruð á verkið með rit-
hönd Bríetar og í miðju plötunnar er
samskonar blóm og á veggteppinu.
„Það sem ég vildi gera var að búa til
kvenlegt verk fyrir Bríeti því hún er
oftast sýnd sem valkyrja, en hún var
bæði kvenleg og viðkvæm og ég vildi
búa til verk sem jafnvel henni hefði
fundist fallegt.“
Morgunblaðið/Ómar
Ánægð Ólöf var mjög þakklát fyrir aðstoð Ísfirðinga.
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
Ólöf Nordal
Lóur Altaristafla Ólafar í Ísafjarðarkirkju.
Mörg hjörtu uppi á vegg