Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is VIÐ vorum á leiðinni áleiðis út á flugvöll í kolniðamyrkri þegar rút- an skall á þessum ósköpum, sem betur fer ekki á mikilli ferð. Höggið var engu að síður mikið og við köstuðumst öll eitthvað til.“ Svona lýsir Sigurbjörg Ragnarsdóttir, starfsmaður dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, atburðum aðfar- anætur 13. september þegar rúta, sem ferja átti 54 konur sem starfa á dvalarheimilinu á Keflavík- urflugvöll, lenti á nýfallinni aur- skriðu og stöðvaðist uppi á eðju- bingnum. „Fljótlega bar lögreglu og sjúkralið að og við klöngruðumst í mikilli drullu yfir þessa skriðu í nýja rútu,“ segir Sigurbjörg og heldur áfram: „Fljótlega kom svo í ljós að farangurinn var fastur í farangurshólfum rútunnar, sem voru nánast í miðri skriðu.“ Konurnar þurftu því að leggja af stað farangurslausar en fyrir snarræði rútubílstjórans og þeirra sem komu að óhappinu tókst að ná farangrinum úr rút- unni og ferja hann til Keflavíkur rétt áður en flugvélin sem flutti konurnar tók á loft. Leið kvennanna lá til Þýskalands þar sem þær fóru í skemmti- og fræðsluferð um Rínardalinn. En hvernig skyldi ferðin hafa heppnast þrátt fyrir skakkaföllin sem á undan höfðu gengið? „Ferðin var alveg frábær. Allir voru fljótir að jafna sig, við vorum stilltar inn á það að láta þetta ekkert skemma fyrir okkur. Við töluðum mikið um þetta fyrsta daginn sem betur fer, hver sagði frá sinni hlið á þessu óhappi og þannig afgreiddum við málið,“ segir Sigurbjörg. Vistmenn dvalarheimilisins tóku konunum fagnandi þegar þær sneru heim heilu og höldnu. „Þeir höfðu náttúrlega haft spurnir af svaðilförunum sem við lentum í og voru því mjög ánægðir með að sjá okkur heilar á húfi,“ segir Sig- urbjörg. Létu skakkaföllin ekki á sig fá Sigurbjörg Ragnarsdóttir Morgunblaðið/Júlíus Fall er fararheill Konurnar stóðu skyndilega frammi fyrir því að þurfa að vaða aur í opnum skóm. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÞAÐ vakti athygli víða um heim þegar ís- lensk stjórnvöld ákváðu að kalla eins manns friðargæslulið sitt heim frá Írak í byrjun september. Þessi ákvörðun varð meðal ann- ars umfjöllunarefni hjá bandaríska sjónvarps- grínistanum Jon Stewart og komu útsend- arar hans til landsins til þess að leita að íslenska hernum. Íslenski majórinn Herdís Sigurgrímsdóttir ætlar að skipta einkennisbúningnum út fyrir dragt í næsta starfi, en slakar á um jólin í faðmi fjölskyldunnar. „Ég er bara búin að vera í rólegheitum. Akkúrat núna er ég að baka piparkökur og spila jatsí, ætli ég fari ekki að þurrka af og skreyta á eftir,“ sagði Herdís þegar Morgunblaðið náði tali af henni rétt fyrir jól. „Ég er í fríi núna að búa mig undir næsta stríð.“ Herdís hefur ráðið sig til starfa á skrifstofu sendiherra NATO í Afganistan í hálft ár frá janúarlokum. „Það verður margt þarna sem ég kannast við og svipaður aðbúnaður, en þetta er borgaraleg staða, svo ég verð í dragt en ekki í einkennisbúningi. Þetta verður skemmtileg áskorun.“ Herdís segist lítið hafa fylgst með um- ræðunni sem spratt upp í kringum það að hún var kölluð heim frá Írak. „Hún fór að mestu leyti fram hjá mér. Ég var úti þegar þetta var tilkynnt og kom ekki heim fyrr en einum og hálfum mánuði síðar. Það var svo- lítið fyndið hvað þetta fór að snúast mikið um mína persónu. En það truflaði mig svosem ekkert.“ Dregur úr ofbeldi Þegar Herdís hugsar til baka til Írak er léttir yfir því að dregið hafi úr ofbeldi þar henni efst í huga. „Ég verð mjög glöð ef sú þróun heldur áfram,“ segir hún, en er hóflega bjartsýn á stöðu mála í Írak. „Það er ekki kominn neinn stöðugleiki á þarna enn þá, það er stærsti prófsteinninn, að þetta fari ekki strax aftur á verri veg.“ Úr einkennisbún- ingnum og í dragt Morgunblaðið/Ómar Majór Herdís safnar nú kröftum fyrir næsta verkefni í Afganistan. Herdís Sigurgrímsdóttir Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Aðeins viku eftir að Jóhann Ingi hóf störf sem sundlaugarvörður í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli í Mosfellsbæ reyndi verulega á hæfni hans og þekkingu í skyndi- hjálp. Hann hafði nýlokið skyndi- hjálparnámskeiði þar sem hann lærði hjartahnoð og endurlífg- unartækni og eitt þriðjudagskvöld í lok maí gerðist það sem hann bjóst aldrei við – hann bjargaði mannslífi. Gafst næstum upp Að sögn Jóhanns Inga gerðist allt mjög hratt. „Ég var inn í karlaklefa að moppa gólfin. Svo fór ég aðeins fram á gang og þá sá ég mikið af fólki í kringum lítið barn.“ Um var að ræða tveggja ára stúlku sem hafði verið á kafi í tæpar tvær mínútur í lítilli, grunnri laug, svokallaðri lending- arlaug fyrir rennibrautir. „Ég henti öllu frá mér og hljóp strax út og sá að hún var nær drukknuð. Ég byrjaði að endur- lífga hana og það gerðist ekkert fyrr en eftir nokkrar mínútur, þá sýndi hún viðbrögð svo ég sneri henni á hlið og þá kastaði hún upp vatninu. Ég ætlaði að hætta því ég hélt að þetta væri bara búið en ég hélt áfram og tókst að lífga hana aftur við.“ Kraftaverki líkast Jóhann Ingi segir að hann hafi í raun ekki áttað sig almennilega á því sem gerðist fyrr en tveimur dögum seinna. Hann hefur ekki hitt litlu stúlkuna eða heyrt í nein- um úr fjölskyldu hennar eftir að slysið átti sér stað en Jóhann Ingi segir að um eiginlegt kraftaverk hafi verið að ræða. „Það var talað við lækninn og hún var svo lengi í kafi sem getur valdið heilaskaða en hún fór bara heim beint af spítalanum alveg heil, næstum eins og kraftaverk. Labbaði út eins og ekkert hefði gerst.“ „Gerði bara það sem ég átti að gera“ Jóhann Ingi vinnur enn í sund- lauginni með skóla en hann stund- ar nám við Borgarholtsskóla og er á leið að læra bílasprautun. Hann segir slysið hafa valdið því að hann fylgist betur með og hefur augun betur opin fyrir því sem er að gerast í lauginni. Hann segir slysið líka haft þær heldur undarlegu afleiðingar að skömmu síðar fór fólk að þykjast drukkna og kallaði á hann en Jó- hann Ingi segist ekki hafa látið það hafa áhrif á sig. Aðspurður segir hann það afar skemmtilega tilfinningu að hafa bjargað barni frá drukknun en annars sé frekar erfitt að lýsa því. „Ég gerði bara það sem ég átti að gera.“ Bjargaði mannslífi eftir aðeins viku í starfi Morgunblaðið/Frikki Sundlaugavörðurinn Jóhann Ingi Guðbergsson starfar enn í sundlauginni með námi sínu. Hann segist ekki geta annað en líkt björgun litlu stúlk- unnar við hreint kraftaverk því henni hafi ekkert orðið meint af. Jóhann I. Guðbergsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.