Morgunblaðið - 31.12.2007, Page 18

Morgunblaðið - 31.12.2007, Page 18
18 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Íbúasamtökin Betri byggð í Kársnesi höfðu sig töluvert í frammi í sumar þegar þau börð- ust gegn fyrirhugaðri uppskipunarhöfn í Kársnesinu með tilheyrandi umferð. Snemma í haust tóku bæjaryfirvöld í Kópavogi þá ákvörðun að draga þessar skipulagsbreyt- ingar til baka, samtökunum til mikillar ánægju. Svæðið öllum til vansa Sem formaður samtakanna var Arna Harð- ardóttir fremst í orrahríðinni milli íbúa og bæjaryfirvalda í Kópavogi. Hún segir barátt- una hafa verið stutta en snarpa en málið snúist ekki aðeins um höfnina og hafnarsvæðið. Sam- tökin vilja sjá Kársnesbrautina lagða í stokk. „Í farvatninu eru mjög stórtækar breyt- ingar og mikil aukning á íbúafjölda á Kársnes- inu. Ef ýtrustu hugmyndir ná fram að ganga þá verður álagið á umferðarmannvirkin, sér- staklega Kársnesbrautina, miklu meira heldur en hún þolir þannig að það er alveg ljóst að þetta getur ekki átt sér stað nema gerðar verði verulegar ráðstafanir til að taka við allri þessari umferð.“ Arna segir samtökin enn lifandi en málið sé í ákveðinni biðstöðu. Ljóst sé að á umræddu svæði þurfi að taka til hendinni en hún segir svæðið í dag vera öllum til vansa. „Það sem okkur langar að sjá er mjög metnaðarfullar og nútímalegar hugmyndir um nýtinguna þannig að það verði gætt að öllu því sem skiptir máli.“ Hún segir íbúana í Kársnesi helst vilja sjá þarna lágreista íbúðabyggð, þó til greina komi að vera með blandaða byggð að því gefnu að atvinnustarfsemin sem þar verði falli vel að byggðinni. Hún segir það ekki eiga við í dag „Þarna eru steypustöð, gámaflutningar og fleira sem hreinlega á ekki heima þarna og passar ekki með íbúðabyggð.“ Mikill samtakamáttur Arna telur að samtökunum hafi tekist að efla mjög samtakamátt íbúa í vesturbæ Kópa- vogs. „Ég held að við stöndum nú mjög þétt saman um það að vernda okkar lífsgæði og ég er mjög bjartsýn á þetta mál allt saman. Ég er viss um að við getum komið okkur saman um einhverja skemmtilega og metnaðarfulla lend- ingu fyrir þetta svæði.“ Morgunblaðið/Ómar Í faðmi fjöskyldunnar Anna ásamt manni sínum, Jóni Guðna Ægissyni, og börnunum,Grétu Jónsdóttur og Viktori Jónssyni, á heimili þeirra á Marbakkabraut í Kópavoginum. Bjartsýn um Kársnes á nýju ári Arna Harðardóttir Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is AÐEINS 11 dögum eftir að Vicki Smith flutt- ist frá Aberdeen í Skotlandi til Íslands í því skyni að hefja betra líf lenti hún í alvarlegu umferðarslysi skammt frá Hvolsvelli. Bíll hennar fór yfir á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við sjúkrabíl sem á móti kom. Vicki hlaut slæmt mjaðmagrindarbrot, margbrotnaði á báðum fótum, brotnaði á hægri handlegg og braut fimm rifbein. Þá féll annað lunga hennar saman skömmu eftir komu hennar á spítalann svo hún þurfti að vera í öndunarvél í níu daga. Mikil mildi þótti að dóttir hennar, Courtney Jaffrey, slapp svo til ómeidd. Vicki dvaldist á Landspítalanum í rúma þrjá mánuði og í kjölfarið flutti hún aftur til gamla heimabæjarins Aberdeen þar sem við tók mánaðarlöng sjúkrahúsvist og endurhæfing. Flutningurinn var óumflýjanlegur þar sem hún hafði ekki búið hér á landi nógu lengi til að njóta fullra réttinda. Vicki býr enn í Aberdeen en getur ekki unn- ið sökum fötlunar sinnar. Hún segist þó vonast til þess að geta hafið störf að nýju á komandi ári. Hún fer í endurhæfingu tvisvar í viku og segir batann hægan en að sér miði vel áfram. Hún getur gengið aðeins um en þarf að notast við hjólastól þurfi hún að fara langar vega- lengdir. Hvað sálrænar afleiðingar slyssins varðar segir Vicki að þær mæðgur spjari sig ágætlega og séu á góðri leið með að jafna sig. Hún segist tvímælalaust ætla að koma aftur til Íslands en þó ekki fyrr en eftir ár eða svo þegar Courtney, dóttir hennar, hefur lokið námi. Hún segist gjarnan vilja gera aðra til- raun til að búa hérna en henni þykir landið af- ar fallegt og fólkið vinalegt. „Lífið snýst um endurhæfinguna og að láta mér batna en and- lega líður okkur báðum vel. Við tölum stundum um slysið og endrum og eins komumst við í uppnám en við höfum það annars ágætt.“ Vicki vill að lokum skila kærum þökkum til ráðgjafanna og heilbrigðisstarfsfólksins á Landspítalanum, hún segir alla sem að umönn- un hennar komu hafa verið frábæra. „Lífið snýst um endurhæfinguna“ Vicki Smith Morgunblaðið/RAX Á batavegi „Ég er ótrúlega heppin að hafa komist lifandi frá slysinu en mér skilst að þetta hafi staðið tæpt um tíma,“ segir Vicki Smith sem lenti í slysi 11 dögum eftir að hún fluttist frá Skotlandi. Hún var í bíl ásamt 15 ára dóttur sinni. skammt frá Hvolsvelli þegar bíll hennar er talinn hafa farið yfir á öfugan vegarhelming en þar lenti hann í árekstri við sjúkrabíl. Beita þurfti klippum til að koma Vicki Smith úr flakinu og var hún flutt með þyrlu á Landspítalann. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is „ÞAÐ hefur allt gengið mjög vel og í rauninni bara vonum framar. Myndin gekk betur en bjartsýn- ustu menn höfðu þorað að vona, um 48 þúsund manns sáu hana í kvikmyndahúsunum og allir dóm- ar voru alveg frábærir. Við unnum lengi að myndinni og lögðum mik- ið í hana og þess vegna er mjög ánægjulegt að uppskera svona,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Astró- píu. Myndin er hans fyrsta kvik- mynd í fullri lengd og var hún frumsýnd 21 mínútu yfir átta þann 22. ágúst. Frumburðurinn leit dagsins ljós Gunnar var þó ekki viðstaddur þessa stóru stund enda leit frum- burður hans og konu hans, Láru Hafberg, dagsins ljós í sömu andrá. Að lokinni fæðingunni og þegar gengið hafði verið úr skugga um að barninu heilsaðist vel gafst Gunnari færi á að skjót- ast upp í Háskólabíó til að ná uppklappinu og var hinum nýbak- aða föður og leikstjóra fagnað ærlega. „Þetta var mjög skemmtilegt allt saman og fók- usinn á myndina var lítill hjá manni akkúrat þegar þetta var að gerast. Þessir fyrstu dagar eftir þetta allt saman voru alveg lygi- legir og allar fréttir sem ég fékk af myndinni voru alveg frábærar. Það er ekkert sjálfgefið að mynd- um gangi svona vel, skjóti jafnvel þessum stóru amerísku myndum ref fyrir rass.“ „Gríðarlega spennandi tímar framundan“ Gunnar hefur getað gefið sér góðan tíma fyrir nýfædda dóttur sína, en hann hefur verið mikið við skriftir og það starf hefur hann að öllu jöfnu unnið heimavið. Þar fyr- ir utan hefur Gunnar ekki þurft að taka mikinn þátt í að ýta Astrópíu úr hlaði og kynna hana. Það þýðir þó ekki að Gunnar hafi setið auð- um höndum heima hjá sér. Auk þess að gegna föðurhlutverkinu af miklum móð er hann með mörg járn í eldinum. „Ég er að skrifa handritið að Gauragangi upp úr bókinni með honum Ottó Geir Borg, er ég með tvö leikrit í bí- gerð og einhverjar auglýsingar,“ segir hann. Handritsvinnunni við Gauragang fer senn að ljúka en þeir Ottó hafa unnið að gerð hand- ritsins frá því að klippingar hófust á Astrópíu. Gunnar viðurkennir fúslega að erfitt verði að toppa árið sem senn rennur sitt skeið en hann segist þess fullviss að árið 2008 verði mjög spennandi. „Það eru gríð- arlega spennandi tímar framundan í þessum bransa, eftirspurn eftir íslenskum DVD-diskum á borð við Astrópíu, Næturvaktina og Mýr- ina er ótrúlega mikil og greinilegt að menn þyrstir í gott, íslenskt efni,“ segir Gunnar og bætir við að innlend dagskrárgerð fyrir sjónvarp virðist einnig ætla að taka við sér. „Þetta verður von- andi hörkuár,“ segir hinn nýbak- aði faðir og iðni kvikmyndagerðar- maður að lokum. „Mjög ánægjulegt að uppskera svona“ Gunnar B. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Dóttirin Gunnar ásamt dóttur sinni, sem var auðvitað mun mikilvægari frumburður en kvikmyndin Astrópía. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.