Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 21
„ÞAÐ kemur sennilega fáum á óvart að stofnun Saga
Capital, Fjárfestingarbanka stendur upp úr á árinu,“
segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri og
stærsti hluthafinn.
Bankinn var stofnaður í upphafi árs en tók til
starfa um mitt ár. „Tímasetningin hefur verið krefj-
andi; við hleyptum bankanum af stokkunum rétt áð-
ur en markaðir hér heima og erlendis náðu hápunkti,
og höfum stigið ölduna síðan. Þetta hefur reynt á
innviðina en upp úr stendur að fleyið er traust og
starfsfólkið er starfi sínu vaxið.“
Þegar hlutabréf náðu hámarki um miðjan júl-
ímánuð, nam hækkunin frá upphafi árs um 38%. Þá
var farið að örla á fréttum vegna svokallaðra undir-
málslána í Bandaríkjunum og hlutabréf banka um
allan heim tóku að lækka nokkuð skarpt. Þorvaldur
Lúðvík segir snemma hafa komið í ljós að erfitt var
að meta umfang þessara lána og þar með tap vegna
lækkandi húsnæðismarkaðar í Bandaríkjunum, og
umfangið verði að líkindum ekki ljóst fyrr en líður á
næsta ár.
Hann segir óvissuna ala af sér vantraust milli
banka og grafa undan lánstrausti og fjármögn-
unarmöguleikum, sem seðlabankar víðast hvar hafi
reynt að sporna gegn með margvíslegum aðgerðum.
„Þau gerningaveður sem hafa geisað undanfarna
mánuði hafa breytt hugsanagangi og sett aftur í önd-
vegi raunhæft mat á ávöxtun og áhættu. Mögulega
voru væntingar manna um áframhaldandi hækkun
hlutabréfaverðs orðnar óraunhæfar og lækkunin því
skiljanleg, þótt hún hafi verið ýkt að mörgu leyti
vegna erfiðari ytri skilyrða, hækkandi olíuverðs og
lausafjárþurrðar. Lækkun á hlutabréfamarkaði og
hækkandi vextir, eins og verið hefur hér á landi, get-
ur ýkt þennan vanda þótt íslenska eyðsluklóin sé
hvergi bangin og gerir starf Seðlabankans afar erf-
itt. Reyndar er umhugsunarefni hversu vel verð-
bólgumarkmið Seðlabankans fá staðist í því mikla
umbreytingarferli sem íslenskt þjóðfélag er að
ganga í gegnum. Við höfum haft hér stöðugan mik-
inn hagvöxt undandarin ár. Þjóðfélagið hefur breyst
frá því að vera útflutningsmiðað í það að vera þjón-
ustuþjóðfélag, í krafti aukins frjálsræðis og smækk-
andi heims.“
Þorvaldur Lúðvík bendir á að íslensku bankarnir,
sem í dag séu fjölþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar
á Íslandi, hafi staðist mörg áhlaupin og stormana
undanfarin tvö ár, og telur að þeir standi sterkari eft-
ir. Velgengni þeirra, starfsumhverfi og framvinda
muni skipta sköpum á árinu. „Fjármálastarfsemi er
orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar og sýnir best
hversu undraverðum árangri Íslendingar hafa náð
undanfarin ár við það að fjölga stoðunum undir stöð-
ugum hagvexti og tryggja þannig að sem þjóð séum
við ekki lengur háð vertíðum og aflahrotum, eins og
ávallt var.“ Nýjar atvinnugreinar, sem ekki lögðu
mikið til þjóðarbúsins þar til fyrir skemmstu, séu í
fararbroddi þeirra miklu umbreytinga sem hér hafa
verið að keyra hagvöxt undanfarið. „Hliðarverkanir
eins og verðbólga eða húsnæðisbóla eru óhjákvæmi-
legar og spurning hversu mikil áhrif hægt er að hafa
á þessa þætti til skemmri tíma. Þetta nær jafnvægi
þegar mestu umbreytingarnar hafa gengið í gegn.
Ég tel margt jákvætt í spilunum fyrir næsta ár. Óró-
inn undanfarið, smækkandi heimur og aukin al-
þjóðavæðing gera framvinduna afskaplega spenn-
andi. Við getum búist við því að vextir hér heima
lækki töluvert er líður á og meira jafnvægi í þjóð-
arbúinu náist, en slík vaxtalækkun er forsenda þess
að hér þrífist heilbrigt atvinnulíf, sem vaxi og dafni
með eðlilegri endurnýjun og fjárfestingu, auk að-
gengis sprotafyrirtækja að fjármagni á eðlilegum
kjörum. Mjög margt bendir til þess að hagkerfið sé
að ganga í gegnum mjög hraða aðlögun, ekki ósvip-
aða og átti sér stað árið 2001. Við þessar aðstæður og
einnig í því ljósi að meira en helmingur fyrirtækja í
Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar hefur lýst því yfir að
þau muni gera aðra mynt en íslensku krónuna að
starfsrækslumynt sinni, er tími til kominn að stjórn-
málamenn taki skipan gengismála á dagskrá og leiði
þá umræðu til lykta, áður en aðrir þátttakendur í
hagkerfinu taka upp aðra mynt bakdyramegin.“
Þegar spurt er um hvað stendur upp úr hjá honum
persónulega á árinu segir Þorvaldur Lúðvík það
gjörbreytingu á högum „þar sem ég hætti hjá Kaup-
þingi eftir 11 ára starf, stofnaði bankann og fluttist til
Akureyrar. Reynslan af búferlaflutningunum hefur
verið afar jákvæð og hlökkum við til næsta árs í nýj-
um heimkynnum. Starfsfólki bankans hefur verið af-
ar vel tekið og er það mikilvægt að finna velvilja sam-
félagsins svo sterkt á hverjum degi. Í mínum augum
er höfuðborgarsvæðið og Akureyri sama atvinnu-
svæðið, enda hending ef ekki er hægt að skjótast á
milli ef þörf krefur. Flugfélag Íslands þjónar svæð-
inu vel með sjö ferðum á dag yfir vetrartímann. Auð-
vitað er sumpart óhagræði af því fyrir starfsfólk okk-
ar að höfuðstöðvar bankans séu á Akureyri, en
kostirnir eru þó fleiri. Við teljum til dæmis að það sé
gott að búa með fjölskyldur okkar í þessu umhverfi
og sinna jafnframt krefjandi vinnu. Akureyri er mjög
gott samfélag með fjölbreyttum afþreyingar- og
menningarkostum sem er einmitt það sem þarf til að
hægt sé að byggja upp sterkt samfélag með rætur til
vaxtar.“
Þorvaldur L. Sigurjónsson forstjóri Saga Capital
Á vetur setjandi
Helgi K. Hjálmsson er formaður
Landssambands eldri borgara og for-
maður einnig í Félagi eldri borgara í
Garðabæ.
Hvað finnst honum hafa borið hæst
á árinu sem er að líða?
„Mér er minnisstæðastur lands-
fundur Landssambands eldri borgara,
sem haldinn var á miðju ári. Þar var
ég einróma kjörinn formaður samtak-
anna, sem telja í dag um 18 þúsund fé-
laga í 53 félögum.
Á þessum fundi voru samþykktar
mjög góðar tillögur um kjara- og
umönnunarmál eldri borgara. Það er
búin að vera stöðug barátta til margra
ára um bætt kjör eldri borgara, og nú
fyrst á þessu ári sýnist mér að það sé
aðeins farið að rofa til. Það er raunar
stórsigur í kjarabaráttunni að það er
núna fyrst sem stjórnvöld viðurkenna
að ekki sé allt í sómanum í þessum
málaflokki og nú þurfi að fara að taka
til hendinni. Eftir slíka hugarfars-
breytingu gerum við okkur vonir um
að málum fari að þokast í rétta átt.
Fyrsta útspilið af hendi ríkisstjórn-
arinn fannst okkur heldur rýrt, en
engu að síður spor í rétta átt.
Áhersla lögð á hækkun
skattleysismarka
Við leggjum meginþunga á leiðrétt-
ingu grunnlífeyris, sem með réttu ætti
að vera um 80 þúsund krónur á mán-
uði, og hækkun skattleysismarka og af-
nám tekjutenginga. Það er krafa okkar
að allir megi búa við þau kjör sem dugi
til eðlilegrar framfærslu. Í dag fer því
víðsfjarri að svo sé.“
– Hvað sérðu framundan?
„Áframhaldandi kjarabaráttu og
heimsóknir til hinna fjölmörgu félaga
innan landssambandsins til þess að
styrkja innviði sambandsins og gera
þau virkari bæði í þjóðfélagsbaráttunni
svo og að styðja við bakið á þeim í
samskiptunum við bæjar- og sveit-
arstjórnir.“
– Hvað var markverðast?
„Ég skilaði af mér formennsku í
leikmannaráði og leikmannastefnu um
mitt ár eftir 20 ára uppbyggilegt og
skemmtilegt starf.
Þegar ég lít um öxl í þeim ranni hlýt
ég að vera ánægður með það starf sem
þar hefur verið unnið í þágu leikmanna
innan íslensku þjóðkirkjunnar og síðast
en ekki síst þann trúnað sem mér var
sýndur með því að fela mér for-
mennsku í landssamtökum eldri borg-
ara.“
Byggingarfélag Félags
eldri borgara í Garðabæ
– En hvað er þér eftirminnilegast
persónulega?
„Það sem mér er eftirminnilegast er
að hafa fengið að leggja mig allan fram
við fyrrnefnd verkefni.
Ég ætla að helga mig kjarabarátt-
unni fyrir eldri borgara á næsta ári og
vona að sú barátta fari að bera ein-
hvern árangur.
Í mínum huga er það eitt allra
stærsta málið á næstunni og þess má
ég til með að geta að ég hef stofnað
byggingarsamvinnufélag Félags eldri
borgara í Garðabæ. Það er stórt spor
og allrar athygli vert. Búið er að sækja
um 35 þúsund fermetra lóð, þar sem
verða byggð einbýlihús, raðhús og fjöl-
býlishús sem félagar í þessu verkefni
fá á kostnaðarverði.
Yfirvöld í Garðabæ hafa sýnt málinu
skilning og velvilja og málin standa
þannig í dag að það er búið að koma
fram með hugmyndir að skipulagi á
þessu svæði, sem er fyrir neðan Hafn-
arfjarðarveg, á móts við Silfurtún.“
gudrung@mbl.is
Áframhaldandi kjarabarátta framundan
Byggingar eldri
borgara í Garðabæ
Morgunblaðið/Golli
„Það ríktu bæði kvíði og eft-
irvænting þegar handrit að nýj-
ustu skáldsögu Jóns Kalmans
barst á forlagsskrifstofuna í vor.
„Einhver ætti að skjóta mig,“
dæsti skáldið um leið og hann af-
henti pappírsbunkann, en það er
viðkvæði hans þegar mikið liggur
við. Síðasta bók Kalmans, Sum-
arljós, og svo kemur nóttin, vann
Íslensku bókmenntaverðlaunin og
ávann honum sömuleiðis stóran
hóp heitra aðdáenda sem beið
með öndina í hálsinum eftir nýrri
bók. Ég las handritið sama dag
og fram á nótt. Og nú kemur að
því. Þarna reis líf mitt í útgáf-
unni hæst á árinu, ég sveif í
hæstum hæðum. Ég las síðustu
línuna með tár á hvörmum og
bros á vör og hrópaði hátt og
skýrt: „yesss.“ Ég hrópaði á
enskri tungu (bara til að undir-
strika hvað Jón skrifaði fallega á
íslensku) og vissi að þetta yrði
skemmtilegt ár í útgáfunni, enda
varð raunin sú og Kalman met-
söluhöfundur.
Bókmenntahátíð var haldin í
Reykjavík í september, þar var
geðveikt stuð, í stuttu máli,
glæsilegir höfundar og fleiri góð-
ir gestir. Það er unaðslegt að fá
heiminn í heimsókn í nokkra
daga, lengi lifi þessi hátíð. Ég hef
haldið því fram í allt haust að
Nóbelsverðlaunahafinn Coetzee,
einn minna eftirlætishöfunda, og
Kristján Bé, formaður félags
bókaútgefanda, hafi eyðilagt bíl-
inn minn í Krýsuvíkurhringnum,
en það er ósatt. Það var kominn
tími á bremsuborðann.“
Fullvalda lítill risi
„Bjartur gekk í bandalag með
bókaforlaginu Veröld síðasta
sumar, minni forlög sem vildu
standa saman sem systur á móti
risunum Eddu og JPV. Á fimm
ára áætluninni var að verða í
sameiningu annar stærsti bóka-
útgefandi landsins. Hvort sem
það er ötulli framgöngu starfs-
manna Bjarts og Veraldar eða
einhverju öðru að þakka – eða
kenna – rættist þessi draumur
fyrr en til stóð, eða þegar Edda
og JPV gengu í eina sæng. Þetta
gerðist seint á árinu svo áhrifin
eru kannski ekki fyllilega ljós
enn. Nú er staðan sú að stærsti
útgefandinn er fjórum sinnum
stærri en sá næststærsti, sem
aftur er helmingi stærri en sá
næsti … það er gaman að skoða
tölur, en Bjartur er ánægður
með að vera sjálfstæður og full-
valda lítill risi.“
Marokkó og Vestfirðir
„Prívat eru það nýir staðir sem
standa upp úr á árinu.
Síðasta vetur heimsótti ég
Marokkó með börnum mínum og
í sumar keyrðum við um Vest-
firði. Fjöllin voru fögur á báðum
stöðum, hvort sem maður fór þau
fótgangandi, akandi eða á asna-
baki. Það kom mér jafnmikið á
óvart hvernig fólk lifði í Marra-
kech og hvað það var langt vest-
ur. Þó átti ég að vita hvort
tveggja.“
Guðrún Vilmundardóttir, ritstjóri hjá Bjarti bókaútgáfu
Þarna reis líf mitt hæst á árinu