Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 27 „Árið byrjaði af krafti þann 5. jan- úar þegar ég hóf störf sem verk- efnastjóri á vegum nýstofnaðs hlutafélags, Háskólavalla ehf., með það að markmiði að koma á fót al- þjóðlegu mennta- og þekking- arsamfélagi á gamla varnarsvæð- inu. Herinn var nýfarinn og ég fékk skrifstofuaðstöðu hjá Þróun- arfélagi Keflavíkurflugvallar. Það var skrýtin tilfinning að horfa út um gluggann á þetta 4.000 manna draugaþorp sem stóð autt og tómt, engum til gagns, en mörgum til ama. Framundan voru annasamir tímar en skemmtilegir. Leiða þurfti saman hagsmunaaðila, fjár- festa og skóla. Þetta tókst framar öllum vonum og í mars var með viljayfirlýsingu lagður grunnur að stofnun Keilis sem síðan tók form- lega til starfa í maí með aðild HÍ, nokkurra lykilrannsókna- og -vís- indastofnana landsins og helstu út- rásarfyrirtækja okkar. Í kjölfarið var ég ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Síðan hafa Keilir og Há- skólavellir í góðu samstarfi við Reykjanesbæ og Þróunarfélagið leitt umbreytingu svæðisins. Nú um áramótin búa á Vallarheiði tæplega 1.200 manns, háskólanem- ar og fjölskyldur þeirra. Svæðið er tengt háskólum á höfuðborg- arsvæðinu með „express“-strætó og nám á vegum Keilis hefur feng- ið fljúgandi start. Á nokkrum mánuðum náðum við þeim íbúa- fjölda sem áætlanir okkar gerðu ráð fyrir að við næðum í árslok 2009. Á undraskömmum tíma hefur starfsemin á Vallarheiði skapað verðmæti úr eignum sem áður voru taldar verðlausar, auk þess að skapa fjölda starfa á svæðinu. Þar sem áður var draugabær í nið- urníðslu er nú iðandi líf og glað- vært samfélag, jólaskreytt hús og börn að leik.“ Frekari uppbygging á Vallarheiði „Áframhaldandi uppbygging há- skólasamfélagsins á Vallarheiði er framundan. Keflavíkurflugvöllur er eini alþjóðaflugvöllur landsins og er sem slíkur samgöngumiðstöð okkar Íslendinga út í heim. Al- þjóðaflugvellir eru hvarvetna að verða öflugar alþjóðlegar efna- hagsvélar, vettvangur viðskipta og þekkingar. Ég er sannfærður um að flugvallarsvæðið og Reykjanes- bær verði helsta vaxtarsvæði landsins á næstu árum. Sú þróun er þegar hafin af fullum krafti. Með löngu tímabæru brotthvarfi hersins héðan opnuðust ótrúleg tækifæri. Hlutverk okkar er að nýta þau. Starfsemin á Vallarheiði mun á næstu misserum og árum skapa arð fyrir íslenskt samfélag, Suðurnes og þá sem lagt hafa fram fjármagn í verkefnið. Þetta á og verður að fara saman.“ Veiðiferðir og útskrift „Ég held að það sé óhætt að segja að liðið ár hafi, hvað varðar mína persónulegu hagi, bless- unarlega einkennst af meiri ró en árið þar á undan. Ég hefði hins vegar gjarnan viljað eyða meiri tíma með mínum nánustu. Veiði- ferðir sumarsins með Eyvindi Ágústi, yngsta syni mínum, í Hít- ará og miðsyninum, Stefáni Bjarti, til Grænlands standa upp úr og síðan að sjálfsögðu útskrift frum- burðarins, Skarphéðins Áns úr mínum gamla skóla, Mennta- skólanum við Hamrahlíð, nú fyrir jólin. Eldri synirnir hafa á síðustu ár- um breyst úr drengjum í menn. Það hefur verið mannbætandi fyrir mig að horfa á þá fullorðnast og breytast úr börnunum mínum í vini mína. Slíkt er þeim sem þeirr- ar gæfu njóta ómetanlegt.“ Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs Draugaþorp lifnar við Morgunblaðið/Ásdís Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Staðsetjið ekki kerti þar sem börn eða dýr geta auðveldlega rekið sig í þau og velt þeim um koll Munið að slökkva á kertunum Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunar S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum Gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.