Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ferðamál er eitt af því sem Ís- lendingar hafa litið til sem mikilvægs vaxtarsprota í at- vinnumálum þjóðarinnar. Magnús Oddsson er ferð- málastjóri en hann hættir störfum sem slíkur nú um ára- mótin. Hann var spurður hvað væri honum efst í huga við þessi tímamót? „Það að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þeirri bylt- ingu sem orðið hefur í ferða- þjónustu og ferðamálum á Ís- landi á undanförnum áratugum,“ segir Magnús. „Ég kom fyrst að ferða- málum 1974 og kynntist þeim þá vinnandi á ferðaskrifstofu. Síðan kom ég að flugrekstr- inum og loks að þætti hins op- inbera, sl. 18 ár. Það er mjög erfitt að taka eitthvað eitt út úr en eigi síður finnst mér sérlega ánægjulegt að hafa verið í forsvari við vinnu að gerð opinberra ferða- málaáætlana fyrir tímabilið 1995 til 2015. Mikil ánægja hefur fylgt því að kynnast öll- um þeim stóra hópi sem ég hef átt samskipti við innanlands og utan á þessum tíma. Sér- staklega er ég þakklátur öllu mínu samstarfsfólki gegnum tíðina.“ Árið 2007 enn eitt metárið Hvað hefur verið efst á baugi í ferðamálaunum sl. ár? „Ferðaþjónustan hefur verið að vaxa mjög mikið að umfangi á Íslandi í langan tíma og árið 2007 verður enn eitt metárið hvað varðar uppgang ferða- þjónustu. Á það við um alla mælanlega þætti hennar. Er- lendum gestum fjölgar líklega um 60 þúsund frá því í fyrra og verða nær hálf milljón á árinu. Íslendingar hafa ferðast meira um eigið land en nokkru sinni fyrr og síðast en ekki síst aukast gjaldeyristekjur af er- lendum gestum okkar um 6 milljarða frá síðasta ári, þeir verða líklega yfir 53 milljarðar á árinu. Það stendur og upp úr á þessu ári hve mikil gróska hef- ur verið í uppbyggingu alls konar afþreyingar, ekki síst þar sem verið er að tengja saman menningu okkar og sögu og gera hana sýnilega og aðgengilega erlendum og inn- lendum gestum.“ Aukning í umsvifum 25 til 50 prósent Hvað er framundan? „Það er alveg ljóst þegar lit- ið er til áætlana ferðaþjónustu- fyrirtækja fyrir árið 2008 að áfram er gert ráð fyrir mikilli sókn bæði á hefðbundnum mörkuðum og nýjum. Ef að- eins er litið til áforma um væntanlegar fjárfestingar í gistirými þá sýnist mér að á næstu 36 mánuðum sé verið að setja á markað nýtt gistirými þannig að aukning í umsvifum þurfi að vera allt að 25 til 50% hvað varðar fjölda gesta til að ná ásættanlegri nýtingu. Það býr stórhugur og bjartsýni að baki þessum áformum og mikil markaðsvinna er framundan hjá umræddum fyrirtækjum til að ná þessari aukningu. Þá er ekki síður mikil vinna fram- undan við menntun og þjálfun starfsfólks í öllum þáttum ferðaþjónustunnar sem á að þjóna 25 til 50% meira um- fangi en nú er, eftir þrjú ár. Gæði móttökuþáttar mik- ilvægust Það er mitt mat að það sem muni einmitt ráða úrslitum um samkeppnishæfni okkar til framtíðar verði gæði móttöku- þáttarins. Að stærsta verk- efnið til aukinnar arðsemi verði að styrkja alla þætti móttökuþáttarins, hvort sem litið er til grunnþátta og ferða- mannasvæðanna sjálfra eða að hér verði nægt menntað og hæft vinnuafl til að þjóna auknu umfangi. Árangurinn undanfarin ár og áform til framtíðar sýna þann kraft og þann stórhug sem býr í ís- lenskri ferðaþjónustu, enda hefur Ísland verið að ná meiri árangri hlutfallslega í auknu umfangi en flest önnur lönd heims. Sextugur á þessu ári í faðmi fjölskyldunnar Persónulega stendur hæst þetta ár þau tímamót að ég varð sextugur. Það er ekki sjálfgefið að fá að fagna þeim tímamótum með allri fjölskyld- unni og allir heilir heilsu. Þess ber og að geta að á árinu fór ég í margar ánægjulegar ferðir um landið. Það var ekki síst einkar ánægjuleg sú ferð sem við hjónin fórum kringum landið undir haust og komum víða við og sáum fjölmargt sem eftirminnilegt er og verð- ur.“ gudrung@mbl.is Áberandi aukning á þessu ári! Sex milljarða gjaldeyrisauki á árinu Morgunblaðið/Ómar                   !   " $%   &   & '! (''  % ) $  % * ' $ +!      ,-./0+  1$     )%'%   23 $  .% !    - %$   )  $   -%%   +% %4 %5    +      6 4 %   +% %'7/%'   . 0 8  ,    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.