Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 33

Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 33 Meiriháttar breytingar á starfi eða starfsvettvangi virðast í vændum og verða tækifærin til staðar allt árið. Ljónið hefur hagkvæmnina að leiðarljósi að þessu sinni og lætur dramatík- ina lönd og leið. Miklar líkur eru á umskiptum í daglegri rútínu. Ljónið er ekki fram úr hófi flinkt í því að skipuleggja og setja markmið, en lærir það á nýju ári. Ekki láta fara of vel um þig, á þarnæsta ári muntu hafa nóg að glíma við. Heppnin verður með þér á árinu og þú færð tæki- færi til þess að biðja um launahækkun. Semdu um enn meira en ella. Umskiptin í einkalífi byrja í febrúar og stigmagnast fram eft- ir ári, ekki síst í tengslum við fjármál og fjárfestingar. Þau gætu orðið róttæk, óvænt heppni, eða algert hrun. Varkárni og opið viðmót eru lykilatriði í mars, maí og nóvember. Byrjaðu árið með það í huga að auka líkurnar þér í hag. Settu markmið á blað, farðu yfir þau annað slagið og endurskoðaðu ef nauðsyn krefur. Færni af þessu tagi mun koma þér að góðum notum í framtíðinni. Ekki er líklegt að miklar breytingar verði í persónulegum samböndum eða í rómantíkinni fyrr en í árslok. Aðstæður verða óskýrar og þess vegna þarf ljónið að hafa raunsæið að leið- arljósi. Sannleikur, traust og blekkingar verða sveipaðar hulu. Gættu þess að það sem blasir við sé ekta. Heilsufar og vinnuaðferðir verða í brennidepli á þessu ári. Framsýn hugsun hefur sitt að segja, kannski gerbreytist við- horf ljónsins til heilsu og vellíðunar. Sambönd ljónsins eru ýmist uppspretta ánægju eða gremju, ekki síst ef fjármálin koma við sögu. Eitthvað er ekki alveg á hreinu. Þetta verður ekki rétta árið til þess að fara út í ný sam- bönd af nokkru tagi. LJÓNIÐ 23. júlí til 23. ágúst Á nýju ári blasir ný stefna, bjartsýni, tækifæri og ný skynjun við steingeitinni. Tími vaxtar, þenslu og aukins þroska fer í hönd. Hann kemur ekki aftur. Dugnaður og metnaður stein- geitarinnar mun byggjast á framsýni, skynsemi og skipulagn- ingu. Hugsanlega gerir hún einhver mistök, en þau verður bæði hægt að leiðrétta og láta sér að kenningu verða. Varanlegar og djúpstæðar breytingar á lífi steingeitarinnar eru í vændum. Upphaf þeirra verður í febrúar, en síðan magnast þær stig af stigi fram í ágúst. Þær gætu reynst afdrifaríkar eða leitt til mikillar heppni. Raunsæið er lykilatriði hér. Á komandi mánuðum fær steingeitin tækifæri til þess að skapa sín eigin örlög, ekki síst í tengslum við sinn eigin styrk, nýja kunnáttu, hæfileika og stefnu í lífinu. Mars, maí og nóv- ember verða besti tíminn til þess að grípa tækifærin. Blandaðu geði og farðu og hittu nýtt fólk. Heilsufar og sjálfsagi verður í brennidepli, en ekki víst að all- ar aðstæður blasi jafn skýrt við. Útkoman gæti orðið upp- byggileg til frambúðar, en líka einhvers konar hnignun sem leiðir til meiri ábyrgðar. Í samböndum upplifir hún vonbrigði og álag, sem og öryggi og stöðugleika. Valdatafl gæti komið upp en á næstu árum má búast við miklum umskiptum og auknum styrk, sjálfstrausti og sjálfsvirðingu. Með vorinu má búast við nýju upphafi og tækifærum í róm- antíkinni. Árið verður framúrskarandi til þess að byggja upp eða staðfesta ástarsambönd. Betra ár verður ekki í vændum að þessu leyti um langt skeið. Í nánum viðskiptasamböndum og samböndum í einkalífi verður að gæta þess að efla boðskiptin, tala skýrt, skuldbinda sig og missa ekki sjónar á raunsæinu. Ekki er víst að lög- fræðileg málefni sem nú eru í deiglunni endi á þann máta sem steingeitin kýs. STEINGEITIN 22. desember til 20. janúar rir árið 2008 Einhverra breytinga er að vænta á starfi og starfsvettvangi á árinu, en þær verða að líkindum ekki stórbrotnar. Áskor- anirnar tengjast einkum þeim sem krabbinn starfar með og tengslum hans við þá, ekki vinnunni sem slíkri. Ekki sofna á verðinum samt sem áður, á þarnæsta ári verður nóg að glíma við. Breytingar á einkahögum byrja í febrúar og fara vaxandi með tímanum, allt þar til í ágúst, ekki síst á sviði fjármála og fjárfestinga. Þær gætu orðið róttækar. Reyndu að vera raun- sær. Krabbinn glímir ef til vill við of mikla bjartsýni og óraunhæf- ar væntingar í einkalífi og rómantík. Árið sem fer í hönd mun aðallega snúast um sambönd. Krabbinn þarf að vera afdrátt- arlaus við aðra og mun ekki eiga auðvelt með að rækta heil- brigð tengsl. Áhrifa þessa tímabils mun gæta um ókomna tíð. Heilsufar eða sjálfsagi eru ekki ofarlega á blaði, en undir árs- lok öðlast krabbinn hugsanlega nýjan skilning og fer að velta lífi sínu og brautinni sem hann er á fyrir sér, það veltur þó á ýmsu. Vinir og félagar í stærri hópi gætu valdið vonbrigðum, eða orðið til mikillar gleði, en bara ef þú gefur færi á þér, ekki síst í febrúar og ágúst. Valdatafl í samböndum eða vinnu er líklegt og er einungis fyrirboði miklu stærri breytinga í lífi krabbans sem munu eiga sér stað á næstu 12 árum. Krabbinn þarf að gæta þess að boðskipti í nánum sam- böndum í vinnu og einkalífi truflist ekki. Þú verður að tala skýrt, skuldbinda þig til langframa og vera mjög raunsær. Ekki geta allir staðið undir óraunhæfum væntingum. Hvað fjármálin varðar gætu hindranir komið um mitt ár fram í nóvember. Farðu varlega í því að taka á þig nýjar fjár- hagslegar skuldbindingar. KRABBINN 21. júní til 22. júlí Framundan er skeið nýsköpunar, upplýsingar og jafnvægis. Jákvæðar breytingar eru í vændum. Nú er rétti tíminn til þess að horfa inn á við og afgreiða gömul mál, styrkja og undirbúa fyrir þarnæsta ár, sem verður tímabil þroska og drauma sem rætast. Vatnsberinn á að undirbúa sig, læra, varðveita, vera opinn fyrir nýjum tækifærum og endurnýja sig. Veltu fyrir þér því sem þú hefur lært og leggðu drög að því nýja sem senn blasir við. Nú býrðu þig undir varanlega og breytta framtíð. Umskiptin hefjast í febrúar og ná hámarki síðsumars. Fram eftir ári fær vatnsberinn tækifæri til þess að treysta böndin við sína nánustu og eru mars, maí og nóvember besti tíminn til þess að byrja á einhverju nýju á því sviði. Heilsa og agi í vinnu verða í brennidepli, en engin leið að sjá fyrir um það hvort leiðin liggur upp eða niður á við. Náin sambönd munu bæði valda vonbrigðum og styrkja. Þar kemur sjálfsmynd vatnsberans til skjalanna og hvernig hann sér sjálfan sig í sambandinu. Mannlegt eðli blasir við í sinni bestu og verstu mynd. Togstreita gerir vart við sig innra með vatnsberanum. Mörg viðfangsefna hans verða hulin sjónum annarra og tengjast samtökum eða stofnunum. Gefðu þörfina til þess að stjórna upp á bátinn. Á næstu árum muntu upplifa alger um- skipti á öllum sviðum lífsins. Slepptu takinu og leyfðu því að verða sem vill. Með vorinu gætu tækifærin blasað við í ástarlífinu. Notaðu tímann til þess að hefja samband eða styrkja samband sem fyrir er. En gættu þess að þú vitir hvað þú ert að gera. Hindranir í fjármálum verða ekki sérstakt vandamál á þessu ári, en samt sem áður er ráðlegt að fara að öllu með gát. Eitthvað óvænt gæti svo sannarlega komið upp. Notaðu tímann til þess að treysta undirstöðurnar fyrir nýja byrjun. VATNSBERINN 21. janúar til 19. febrúar Miklar breytingar virðast í vændum. Karmaskuldir verða gerðar upp. Meyjan verður í hæstu hæðum og dýpstu öldudölum á næstu tveimur árum og allt sem gerist þá leggur grunninn að lífi hennar eftirleiðis. Á næstunni þarftu að einbeita þér af alvöru að því sem virkilega skiptir þig máli. Sjálfsagi meyjunnar, ábyrgð- arkennd og iðni munu koma henni að góðum notum. Hún lærir að forgangsraða og á að einbeita sér að áformum sínum og glíma við alvarleg málefni. Nú er ekki rétti tíminn til að bíða. Persónulegar breytingar byrja að eiga sér stað í febrúar og ná hámarki síðsumars er meyjan setur líf sitt undir smásjá og gerir áætlanir fyrir framtíðina. Alvarleikinn verður þó ekki allsráðandi. Ný tækifæri, sköpun, rómantík og fjör í einkalífi verður líka til staðar. Janúar, sept- ember og nóvember eru besti tíminn til þess að byrja á einhverju nýju. Sköpunargleðin er í hámarki og viðfangsefnin þýðing- armikil. Heilsufar og agi í daglegum vinnubrögðum verður í brennidepli og til þess að ná árangri þarf að gera breytingar til langframa. Sum sambönd meyjunnar valda vonbrigðum og álagi, önnur ýta undir öryggi og stöðugleika. Valdabarátta verður á heimili og í fjölskyldu. Á næstu árum mun meyjan verða vitni að algerum umskiptum í tengslum við undirstöðurnar, rætur sínar, fjölskyldu og stórfjölskyldu. Í vor koma ný tækifæri upp á yfirborðið í einkalífi og rómantík. Árið verður einstaklega hagstætt til þess að byggja upp eða styrkja ástarsambönd og það langbesta sem er í vændum um langt skeið. Þess þarf að gæta að boðskipti truflist ekki í nánu samstarfi eða sambandi og að hreinskilnin verði höfð að leiðarljósi. Fjármálin ættu ekki að verða sérlega erfið viðfangs, þótt full ástæða sé til þess að hvetja til varkárni í fjárhagslegum skuld- bindingum. MEYJAN 23. ágúst til 23. september Fiskurinn leggur grunninn að framtíð sinni á nýju ári. Hann eignast nýja vini, einbeitir sér að vonum sínum og þrám og leggur sig fram í félagsstarfi. Tímabilið framundan snýst um fólk – annað fólk. Breytingar eru í vændum og eru sambönd fisksins við aðra, öll sambönd hans, undirstaða velgengni og þess sem koma skal. Eiginleikar þessara sambanda munu geta ráðið úrslitum um það, hvort hindranir verða á veginum eða hvort tímabilið sem fer í hönd verður ánægjulegt og gefandi. Vinna og starfsframi eru ekki í brennidepli á næstunni, held- ur fólk og sambönd. Breytingarnar byrja í febrúar og stigmagnast þar til síðsum- ars. Áhrifanna gætir fyrst og fremst í skoðunum og heimspeki fisksins og gætu þau vel orðið umtalsverð. Miklu máli skiptir að sleppa takinu af fortíðinni og búa sig undir nýtt vitundarstig, sem gæti svo sannarlega átt það til að koma á óvart. Ný tækifæri blasa við, ekki síst á sviði sköpunar, rómantíkur og í nánum samböndum. Mars, maí og nóvember verða besti tíminn til þess að byrja á einhverju nýju. Spenna gæti komið upp í samskiptum við þína nánustu síðari hluta ársins. Sjálf- stæði og frelsi verður að vera í jafnvægi við varkárni og ábyrgð. Flýttu þér hægt ef nýtt ástarsamband verður til. Eitt svið tilverunnar þar sem fiskurinn þarf að einbeita sér að því að hnýta lausa enda tengist vinnu og starfsframa. Notaðu þetta síðasta tækifæri sem gefst til þess að fá launahækkun, stöðuhækkun eða það besta út úr hæfileikum þínum án fyr- irhafnar. Framtíðin mun einkennast af stöðugleika að þessu leyti, svo það er núna eða aldrei. Sambönd í vinnu verða sérstaklega í brennidepli. Ekki mynda nýjan félagsskap algerlega umhugsunarlaust. Fjármálin munu ekki verða sérstaklega til trafala á árinu, en ráðlegt að fara varlega ef nýjar skuldbindingar eru á döfinni, nú sem fyrr. FISKURINN 19. febrúar til 20. mars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.