Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Síða 1
Morgunblaðið/Einar Falur Einkennishús „Við vorum beðin að skapa byggingu sem yrði einkennandi fyrir Reykjavík, „landmark“, og þá verðum við að endurspegla á ákveðinn hátt einkenni lands og náttúru,“ segir Peer Teglgaard Jeppesen, einn arkitektanna hjá HLT, sem hanna hið nýja tónlistarhús í Reykjavík. Hér er hann við tölvuteikningar af byggingunni á skrifstofunni í Kaupmannahöfn. » 4 Laugardagur 10. 5. 2008 81. árg. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Hvað gerist þegar fjórir trúðar komasaman til þess að leika Guðdómlegagleðileikinn eftir Dante? Trúðarnirsegja okkur auðvitað sannleikann um sjálf okkur eins og trúða er háttur. Einmitt þetta er verkefnið í Dauðasynd- unum, trúðaleiknum sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu á fimmtudaginn en leik- urinn byggir á verki Dantes. Og verkefnið var leyst af beittum húmor sem á köflum skar í gegnum merg og bein. Með gleðileik átti Dante reyndar ekki við að hann hefði skrifað sérstaklega fyndið verk heldur að það endaði vel, Dante fer sína ferð í gegnum helvíti og hreinsunareldinn en endar í paradís þar sem hann finnur sína heittelskuðu Beatrísu. Sýningin er frábær skemmtun. Leikararnir fjórir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Harpa Arnardóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Berg- ur Ingólfsson fara á kostum, einkum tveir þeir síðastnefndu. Leikurinn gengur að miklu leyti út á spuna og samspil við áhorfendur. Slíkt leik- hús blæs lífi í augnablikið en er jafnframt mikill línudans, spuninn má ekki verða of fyrirferð- armikill og salurinn ekki í of stóru hlutverki. Á frumsýningunni var jafnvægið gott. En næsta sýning er annar tími. Sannleikur trúðanna Dauðasyndirnar Beittur húmor sem á köflum skar í gegnum merg og bein. lesbók SAGA GUNNARS ORMSLEVS TÓNN GUNNARS ORMSLEV VAR EINS OG MAÐURINN, BLÍÐUR OG HÆ- VERSKUR. EN HVER ER SAGAN Á BAK VIÐ MANNINN OG TÓNINN? » 8 Rollingarnir gáfu út tvær plötur; Exile on Main Street og svo allar hinar » 7 Græna orkan *Iðnaðarráðherra á aðalfundi Samorku 2008 – aðal trompið í ferðamannaiðnaðinum          *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.