Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók bókmenntir á tímum hins óljósa Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is K ristín Svava Tómasdóttir (f. 1985) gaf út sína fyrstu ljóðabók í haust, Blót- gælur (2007). Fyrsta ljóð bókarinnar slær allsvakalegan tón: Morgunn með nauðgunarseyðing í klofinu rauðeygð og einhvers staðar miðja vegu milli ölvunar og þynnku skríður dögunin fram úr lætur fallast á hnén og ælir litríku hálfmeltu innvolsi sínu yfir okkur varnarlaus Á undanförnum misserum hefur verið rætt um að einlægni og krúttismi einkenndu tjáningu ungra listamanna á Íslandi. Tala má um síðrómantík í þessu tilliti. Áhersla hefur verið lögð á tilfinn- ingalega tjáningu, einfaldleika, frumleika og sérstöðu eða hið ein- staklingsbundna. Einlægninni hef- ur verið stefnt gegn írónískri heimssýn, áhugaleysi og firringu sem sumir töldu einkenna tíunda áratuginn. Krúttin eru meðvitaðri um umhverfið á sinn hægláta og svolítið innhverfa hátt. Kristín Svava á ekki samleið með krúttunum. Hún er róttæk og kaldhæðin, talar hreint út. Skáld- skapur hennar er samt póstróm- antískur (eða póstmódernískur) að því leyti að hann viðurkennir eða afhjúpar þversagnirnar í sjálfs- tjáningunni og samtímanum, ljóðin lýsa rótleysi en líka uppgjöri við hefð, róttækni en líka andvara- leysi, áhugaleysi, skeytingarleysi, innihaldsleysi – hér er allt laust og liðugt en um leið stefnufast og meðvitað, allir hlutir eru viðfang afhjúpandi kaldhæðni en pólitísk undiraldan hristir allt og skekur. Frekar níhilisti en nýhilisti Kristín Svava hefur verið tengd Nýhil-hópnum sem gaf út eins konar stefnuyfirlýsingu í Skírni (vor 2006) þar sem hópurinn er kallaður „fæðingardeild hins nýja í íslenskum bókmenntum“. Það fer vart á milli mála að við lifum á rómantískum tímum þegar slíkar yfirlýsingar eru gefnar en ef eitt- hvað þá er Kristín Svava frekar níhilisti en nýhilisti. Ljóðin hlæja að tilraunum til að taka afstöðu til mála, hugmyndafræði er spenni- treyja (Kuldakast í mars) og öll gildi eru á reiki, ef ekki rifin upp með rótum. Í ljóðinu: Skítt með það, förum heim til mín, segir: en ég er ekki hugsjónamanneskja ástin er grimm og ég er eigingjörn þegar ég bít mig fasta við brjóst þitt ástin er samkennd með einum manni skeytingarleysi um örlög annarra látum aðra elskendur veina og deyja meðan ég stend hér með skiltið og öskra mig hása af hamingju Varnarleysið sem lýst er í upp- hafsljóði bókarinnar stafar ekki síst af því að það er engin hald- festa, engin vissa um eitt eða neitt. Landið sem var er horfið og ljóðmælandi ráfar um grösuga dali og klístraða bari í leit að „óbrigð- ulum útgangspunkti hvers lífs“, eins og segir í ljóðinu Undir einni sól sem er birt í heild sinni hér á opnunni. En kennimörkin hafa verið máð burt, það er allt eins undir einni sól – og miðja heims- ins er annars staðar, á vegamótum úr „endanum á gamalli kaboj- mynd/í amerískri eyðimörk“. Um leið og Kristín Svava lýsir varnarleysinu gagnvart hinni nýju miðju heimsins ræðst hún að henni og einnig aðgerðarleysinu. Bókin er þannig í senn lýsing eða viðurkenning á menningarástandi samtímans og gagnrýni á það. Gagnrýnin er sett fram í kald- hæðnum tóni sem heyrist strax í fyrsta ljóðinu, innvolsið sem dög- unin ælir yfir okkur er hálfmelt en sömuleiðis litríkt, eins og allt sem við gleypum við. Og það er dög- unin sem er rauðeygð og með nauðgunarseyðing í klofinu. En spjótin beinast þó fyrst og fremst að doðanum sem einkennir sam- félagið: sólin kemur upp fyrir engan yfir auðum götum dauðsofandi borg- ar segir í upphafi ljóðsins 3:15. Innan hefðar Þversagnarkennd Blótgælna end- urspeglast skýrlega í heiti bók- arinnar sem er eins konar kalda- vermsl. Tungutak og myndmál Kristínar Svövu minnir nokkuð á Charles Bukowski en hann kemur einmitt fyrir í einu ljóðinu, Póstur. Tungutakið er kaldranalegt, ljóð- rænan felst í hinu óljóðlega, prósakenndum textum með línu- skiptingu (en það segir Kristín Svava aðferð flestra ljóðskálda nú um stundir) og sláandi, bein- skeyttu, algjörlega ljósu mynd- máli. Líkt og Bukowski, mætti gagnrýna Kristínu Svövu fyrir skort á póetík en hvorugt þeirra verður sakað um að skrifa lítinn og óáhugaverðan skáldskap. Kristín Svava vísar einnig til ís- lenskra skálda í Blótgælum. Tvö ljóðanna eru ort út frá annars vegar Únglingnum í skóginum eft- ir Laxness og hins vegar Ljóð vega menn eftir Sigurð Pálsson. Ljóðið Eia lýsir unglingnum í skógi tímans, villtum, gildis- firrtum, „með óöryggið í hjartanu og nauðgun gærdagsins í höfðinu“. Súrrealísk stílæfing Halldórs verður að tilvistarlegu öskri í meðförum Kristínar Svövu. Og ljóðið Klof vega menn er sömu- leiðis eins konar pólitísering á pó- etíseringu Sigurðar á nístings- köldum hvunndeginum. Með þessu tengir Kristín Svava sig ákveðinni uppreisnarhefð í ís- lenskri ljóðlist. Spurningin er hins vegar hvort hún og sú kynslóð ljóðskálda sem hún tilheyrir – og hefur gert tilkall til sérstaks ný- sköpunartitils – hreyfi sig með öðrum hætti innan íslenskrar ljóð- listarhefðar en til dæmis kynslóð- irnar á undan. Kjötskrokkar Þrennt er áberandi í ljóðum yngstu ljóðskáldanna. Tungutakið er oft hráslagalegt og klúrt. Í sjálfu sér hafa flest mörk verið rofin í þeim efnum áður, en lík- amlegt orðfæri er meira og minna gegnumgangandi í ljóðum yngri skálda nú um stundir. Það mætti jafnvel tala um afhelgun ljóðmáls- Þversagnarkennd og nýju Yngsta kynslóð ljóðskálda landsins rannsakar möguleika ljóðsins af meiri elju en áður hefur verið gert. Hún glímir einnig við samtímann af meiri róttækni en lengi hefur sést. Hér eru nýhilistar á ferð en líka ní- hilistar. Morgunblaðið/Ómar Kristín Svava Tómasdóttir Kristín Svava á ekki samleið með krúttunum. Hún er róttæk og kaldhæðin, talar hreint út. það átti sér fjörð og fjall og sól sem hvergi skein nema þar og hvar sem ég kem undir minni sól reyni ég að finna henni fjörð og fjall ráfandi vafrandi um grösuga dali og klístraða bari leita ég að óbrigðulum útgangspunkti hvers lífs samt er eins og einhvern veginn séu þetta alltaf sömu rykblásnu vegamótin áttavillt fjallslaus og allslaus vegamót úr endanum á gamalli kábojmynd í amerískri eyðimörk og allir sem einhvern tímann skiptu máli í myndinni eru dauðir eða flúnir handan hæðarinnar í fjarska eru firðir og fjöll og undir þeim lifir fólk sem þarf ekki að leita – yfir fjallinu þeirra skín alltaf sama sólin … þar til hún blikkar rauðu og skellur af þunga utan í fjallið sem hrynur og út um hlíðar þess kasta sér æpandi logandi kjötskrokkar undir einni sól Kristín Svava Tómasdóttir Undir einni sól

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.