Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Side 13
ins að þessu leyti. Og hún kallast á við gildishrun tilfinninga og sið- ferðis og hugmyndafræði eða kannski öllu heldur niðurrif á hefðbundnum gildum og sam- þykktum samfélagsins. Maðurinn er kjötskrokkur í ljóðum þessarar kynslóðar, „þú býrð í húðinni á þér Kalvin býrð í kjötinu á þér þú“, segir í Kjötbænum (2004) eft- ir Kristínu Eiríksdóttur (f. 1981), og Steinar Bragi (f. 1975), sem ljóðskáld sagði í síðustu Lesbók að hefði haft talsverð áhrif á yngri skáld með tveimur bókum, Augn- kúluvökva (1999) og Ljúgðu, Gosi, ljúgðu (2001), yrkir í síðarnefndu bókinni ljóðið Snagi fyrir kjöt, sem hljóðar svona: „stundum sef ég bara með lakið til að stríða kærustunni/dreg það upp að höku leik lík drekk mig og reyki fölan/ slæ bresti í augun stífi líkamann og hugsa fátt eins og/kragi á skyrtu heimsins nóta í frjálsu falli eða snagi/fyrir kjöt sem ég rek í hana að morgni upprisinn það er/ meira grínið gaman að vera lifandi og grínast“. Róttæklingar Ljóð þessarar kynslóðar eru líka róttæk, samfélagslega gagnrýnin. Þetta á ekki síst við hina svoköll- uðu Nýhilinga. Þessi róttækni birtist í sinni ýktustu mynd í ljóðabókinni Handsprengja í morgunsárið eftir Eirík Örn Norð- dahl (f. 1978) og Ingólf Gíslason (1974) sem Nýhil gaf út í haust. Í bókinni er að finna það sem þeir félagar kalla ljóðgerðir – eða rót- tækar þýðingar – á ummælum eða ræðum þekktra einstaklinga, allt frá Saddam Hussein, Osama bin Laden og Ronald Reagan til Björns Bjarnasonar, Davíðs Odds- sonar og Valgerðar Sverrisdóttur. Orðin og setningarnar eru þessara einstaklinga en Eiríkur Örn og Ingólfur hafa sett þau í nýtt sam- hengi og þannig gefið þeim nýja merkingu. Útkoman er afar rót- tæk gagnrýni á viðkomandi ein- staklinga (og kannski fólskuleg árás á persónur þeirra). Rannsóknarmenn ljóðsins Útgáfa Handsprengju í morguns- árið er fremur pólitískur gjörn- ingur en ljóðlist. Hins vegar eru framúrstefnulegar tilraunir með ljóðlistina þriðja einkennið á ljóða- gerð þessarar kynslóðar. Nýjustu ljóðabækur þeirra Ingólfs og Ei- ríks Arnar eru ágæt dæmi. Bók Ingólfs, Sekúndu nær dauðanum – vá, tíminn líður! (2007), hefst á eins konar formskilgreiningu ljóðanna sem hann yrkir. Í lok hennar segir: „Ritgerðir sem þrá að vera ljóð eða ljóð sem vilja verða ritgerðir? Köllum þetta bara ritgerðasafn með ljóðrænu ívafi. Textatrengi. Stríð.“ Kvarti ein- hverjir undan skorti á ljóðrænu í Blótgælum Kristínar Svövu er lík- legt að hinir sömu veini þegar þeir opna bók Ingólfs sem inniheldur einmitt ritgerðir um lífið og dauð- ann með mismiklu ljóðlegu yfir- bragði, stundum línu- og erinda- skiptingu, sjaldnast neinu mynd- máli, stundum teikningum, skýringarmyndum og töflum. Stríðið sem boðað er í inngang- inum felst einna helst í því að upphefja hið óljóðlega, það sem er andstætt ljóðinu og úthýsa klisj- unum. Inntakinu lýsir Ingólfur ágætlega í fyrrnefndum inngangs- texta með þessum hætti: „Mark- miðið er að vera ögrandi og nokk- uð róttækur, hæfilega grófur en umfram allt svalur.“ Þessi orð eru fengin að láni úr ritdómi eftir Úlf- hildi Dagsdóttur. Þetta er allt satt og rétt en við má bæta að rót- tæknin og kúlið felast annars veg- ar í því bernska og einlæga við- horfi sem heyra má hjá krúttunum og hins vegar í töffaraskap eins og þessum: „ekki reyna að skilja þetta þú gætir tognað á hægra heilahveli/farðu aftur að skipu- leggja ævintýri á alfaraslóð, senni- lega/með kertalog og rifflaða smokka“ (Kraumar mænuvökvi). Ingólfur skrifar inngang að bók Eiríks Arnar, Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum! (2007), og leggur þar frekar út af stríðinu við klisjurnar og hinu ljóðlega, en rekur sig óvart (eða viljandi) í frumleikaklisju rómantíkurinnar, klisjuna um fegurð og frelsi ný- sköpunarinnar: „við þurfum ekki fleiri hugljúfar kvöldvísur“ segir Ingólfur, „við þurfum að láta hræra upp í okkur, aftur og aftur. Við þurfum að láta strekkja aðeins á hinni ylhýru íslensku tungu. Njóta þess að finna aftur hið lif- andi orð í munni eftir alla þessa dauðu bókstafi áróðursvélarinnar sem reynir í sífellu að telja okkur trú um að allt sé eins og það á að vera, hafi alltaf verið, muni alltaf vera, ekkert vesen og allt í góðu lagi. Með smávægilegum und- antekningum geðbilaðra sjálfs- morðingja.“ Í formálanum talar Ingólfur líka um það hvernig allt renni saman nú á tímum – „meira að segja formálar bóka renna saman við auglýsingamál. Kauptu þessa bók, hún er frábær“ – og um hlutverk ljóðabóka sem sé ekki að „vagga þér í svefn, sann- færa þig um ágæti þjóðarinnar, lýsa yfir dauða ástarinnar“, heldur eigi hún að bíta þig til blóðs. Eiríkur Örn fylgir þessum orð- um eftir með 200 síðna orðahríð sem á sér sennilega fáa líka í ís- lenskri bókmenntasögu. Bókin er samsett úr ljóðatilraunum af ótrú- legri fjölbreytni, allt frá jóðlljóði og öðrum hljóðljóðum til sextíu síðna prósaljóðabálks með spennu- ívafi. Einnig er að finna í bókinni ljóð með ýmsum ritvinnsluút- færslum, umbrotstilfærslum, myndljóð, myndagátuljóð, kon- kretljóð, googleljóð að ógleymdum fjölmörgum vísunum í kveðskap Steins Steinars, umskrifunum á honum og stælingum. Það vekur einnig athygli að Eiríkur Örn gef- ur öðrum höfundarröddum óvenju- lega mikið pláss í bókinni. Í henni ritar Haukur Már Helgason mið- mála og Bryndís Björgvinsdóttir eftirmála og að endingu þakkar hann svo að segja heilli skálda- kynslóð fyrir aðstoðina við gerð bókarinnar og að auki foreldrum, fjölskyldu, vinnuveitendum, þjón- ustufulltrúum, gagnrýnendum og endurskoðandanum. Engin bók er verk eins manns, eins og allir vita er það misskilin frumleikaklisja úr rómantíkinni. Þessar tvær bækur lýsa ef til vill fyrst og fremst ástríðufullu viðhorfi til ljóðsins. Nýhilingar rannsaka möguleika þess af meiri elju en gert hefur verið lengi. Að því leyti eru þeir ferskur straum- ur í bókmenntum samtímans. ungagirni » Tungutakið er oft hráslagalegt og klúrt. Í sjálfu sér hafa flest mörk verið rofin í þeim efnum áð- ur, en líkamlegt orðfæri er meira og minna gegn- umgangandi í ljóðum yngri skálda nú um stundir. Það mætti jafnvel tala um afhelgun ljóðmálsins að þessu leyti. Morgunblaðið/Svavar Eiríkur Örn Norðdahl Eiríkur Örn sendi frá sér tvær tilraunakenndar og róttækar ljóðabækur á síðasta ári. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 13 Kristín Ómarsdóttir Af því ég er spennt og eftirvæntingarfull. Steinunn Sigurðardóttir Ég gæti búið til mörg svör á stundinni, en sannleik- urinn er sá að ég veit það ekki. Ég skil ekki sjálf hvers vegna ég byrjaði að skrifa eitthvað í ætt við ljóð þegar ég var unglingur milli vita, og ég skil ekki hvers vegna ég hélt því svona staðfast áfram. En það lá einhvern veginn alltaf beint við að ég skrifaði, þó ég ætlaði mér það ekki meðvitað. Kannski var ég þá fæddur rithöfundur. Svo mikið er víst að ég gæti ekki hugsað mér lífið án þess að yrkja. Sindri Freysson Til að halda nægjanlega góðri geðheilsu til að halda áfram að skrifa ljóð. Og allt annað. Sigurbjörg Þrastardóttir Vegna þess að mig grunar að ég gæti ekki ekki ort ljóð – og hér er mikilvægt að atviksorðið ekki sé tví- tekið en ekki fækkað um helming af yfirlesurum. Ég gæti reynt að segja eitthvað um tilraun til að temja eða skilja, en á endanum er þetta líkamleg þörf – yfir mann kemur örvun sem kallar á fullnægju. Sölvi Björn Sigurðsson Ég held að enginn sem yrkir yrki nema vilja yrkja fremur en flest annað. Það heldur utan um heiminn. Það réttlætir ranglætið. Að yrkja ljóð er að standa upp og syngja þó ekki sé nema fyrir sjálfan sig. Að yrkja á Saurbæ, eins og Hallgrímur, ætli það hafi ekki verið eins og að drekka kampavín með blóð- mör? Það gefur sorginni tilgang. Jóhann Hjálmarsson Að yrkja er að endurheimta: bernskuna, liðinn tíma eða bara þau andartök sem við lifum, komast í sam- band við aðra. Ég hef reynt að hætta að yrkja en það hefur ekki tekist. Ljóðið er heimur sem maður geng- ur inn í og kemst ekki út aftur. Maður reynir að snúa baki við umheiminum en fyrr en varir er maður staddur í honum miðjum. Það gerist ekki síst með hjálp ljóðlistarinnar, fagurfræði sem vill einungis vera hún sjálf. Kristján Þórður Hrafnsson Einhver innri ólga. Löngun til að fá útrás fyrir til- finningar og hugsanir. Ánægjan af því að glíma við tungumálið. Samspil tjáningarþarfar og sköp- unarlöngunar. Steinar Bragi Upphaflega var það tilraun til að skrifa höfund til einhvers konar sáttar við sjálfan sig og umhverfi sem höfundur upplifði sem framandlegt og ógnvæn- legt, endurheimta vald og frumkvæði í eigin lífi. – Svo að ánetjast athöfninni að skrifa, skilja hana sem andstæða öllu sem heitir sátt, stríða þaðan fórnfúst og í þágu annarra gegn öllu sem heitir vald, form eða sannleikur. Eiríkur Örn Norðdahl Ljóð veita mér tækifæri til að hugsa/skilja/finna til/ upplifa á aðra vegu en mér er annars mögulegt, og á það við hvort heldur ég les þau eða skrifa (þótt það eigi ekki endilega við um öll ljóð). Ég yrki (og les) til þess að komast í návígi við tungumálið – ekki íslensku í sjálfu sér, heldur tungumálið með stóru T-i. Ísak Harðarson Til að játast eilífðinni í miðjum hverfulleikanum. Til að stríða tvíburabræðrunum Dauða og Djöfli. Skástu ljóðin verða oft til þegar þeir halda að þeir hafi komið á mig þyngstu höggunum! Óskar Árni Óskarsson Svo ég þurfi ekki að vakna fyrir allar aldir og slíta mig frá draumunum. Kristín Svava Tómasdóttir Vegna þess að mér finnst það skemmtilegt. Matthías Johannessen Spurðu fuglana hvers vegna þeir syngja í trján- um. Mörkin engin Í síðustu Lesbók var spurt hvað ljóð væri og hvernig það skæri sig frá prósa. Svar Matthíasar Johann- essen féll burt og er því birt hér: Hvað er ljóð? Hvernig sker það sig frá prósa? – Mörkin eru nánast engin, eins og sjá má á viss- um köflum í Fornum ástum eftir Sigurð Nordal, Ljósvíkingnum og Sjálfstæðu fólki, einnig Biblíunni svo dæmi séu tekin. Hvers vegna yrkirðu ljóð? Greinarhöfundur spurði ljóðskáld hvers vegna þau yrkja ljóð. Svörin fara hér á eftir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.