Morgunblaðið - 21.01.2008, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÞETTA HELST ...
● BHP BILLITON hefur leitað til sjö
banka til að fjármagna 70 milljarða
dollara tilboð í álrisann Rio Tinto
Alcan. Upphaflega ætluðu Citigroup
og Merril Lynch að fjármagna tilboð-
ið en órói á fjármálamarkaði kallar á
aukinn liðsauka. Merril Lynch er ekki
lengur með en til liðs við Citigroup
koma Barclays, UBS, Goldman
Sachs, HSBC, PNP Paribas og Sant-
ander. M.a. þarf að endurfjármagna
40 milljarða dollara lán sem Rio
Tinto tók til að kaupa Alcan í fyrra.
Sjö bankar með BHP
● „ÞVÍ er haldið fram að við hefðum
átt að sjá fyrir kreppuna á fjár-
málamarkaði. Ef hægt væri að sjá
kreppur fyrir, yrðu það ekki kreppur,“
sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumað-
ur greiningardeildar Kaupþings, á
fundi með blaðamönnum, en grein-
ingardeildir bankanna hafa legið
undir ámæli fyrir að hafa spáð út í
bláinn um gengi íslenskra hlutabréfa
á árinu 2007. Ásgeir telur að sjái fyr-
ir endann á lausafjárvanda á fjár-
málamarkaði og traustið á mark-
aðinn sé að aukast á ný. Hann sér
ekki fram á kreppu á Íslandi en segir
að bankarnir muni á næstunni fara
varlega í að lána út lausafé sitt.
Kreppa ekki kreppa
ef hún var fyrirséð
● HELSTU hluthafar bresku versl-
anakeðjunnar Somerfield eru sam-
kvæmt fregnum breskra blaða að
skoða möguleika á að selja keðjuna.
Kaupþing, Robert Tchenguiz, Apax
og Barclays Capital eru í hópi fjár-
festa sem eiga Somerfield. Mögu-
legt söluverð er sagt tveir milljarðar
punda, jafnvirði nærri 260 milljarða
króna. Líklegir kaupendur eru m.a. J.
Sainsbury, Co-op, Asda og Morrison.
Kaupþing skoðar sölu
á Somerfield-keðjunni
af gengi bankans í útboðinu. Telja
Glitnismenn mikilvægt að Kaupþing
standi við þær fullyrðingar, óvissa
um verðlagninguna muni að líkind-
um halda aftur af hækkun hluta-
bréfaverðs bankans þar til henni
verði eytt. Í afkomuspánni segir
ennfremur að viðskiptamódel Kaup-
þings sé áhættusamt og hafi yfirtak-
an á NIBC aukið á óvissu um tekju-
myndun bankans.
Yfirtakan á NIBC er sú stærsta
sem íslenskt fyrirtæki hefur komið
að. Kaupverðið var um þrír milljarð-
ar evra, sem jafngildir um 286 millj-
örðum króna á núverandi gengi, um
260 milljörðum á genginu í ágúst sl.
Óvissa enn til staðar
um yfirtöku á NIBC
Gengi Kaupþings lækkað um 29% frá kaupum í ágúst sl.
NIBC Kaupin á NIBC kynnt af Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni
og stjórnendum hollenska bankans í Amsterdam síðastliðið sumar.
ENN er beðið eftir því að kaup
Kaupþings á hollenska bankanum
NIBC gangi endanlega í gegn. Eitt
af því sem beðið er eftir er samþykki
fjármálaeftirlitsins íslenska og hol-
lenska. Samkvæmt upplýsingum frá
Fjármálaeftirlitinu eru kaupin á
NIBC þar enn til skoðunar. Niður-
stöður liggja ekki fyrir og ekki hefur
verið tímasett hvenær von er á þeim.
Starfsmenn FME hafa m.a. þurft að
afla gagna frá systurstofnunum sín-
um í Hollandi og víðar í Evrópu.
Kaupþing hefur lýst því yfir að
fjármögnunin á NIBC sé tryggð en
tveir stærstu hluthafarnir; banda-
ríski fjárfestingasjóðurinn JC Flow-
ers, sem seldi Kaupþingi sína hluti í
NIBC, og Exista, hafa heitið því að
sölutryggja allt að 210 milljón nýja
hluti, þar af renna 140 milljónir hlut-
ir til JC Flowers. Afgangurinn, 70
milljón hlutir, fer í forgangsréttarút-
boð sem Exista og JC Flowers sölu-
tryggja einnig.
Óvissa um útboðsgengi
Gengi á bréfunum í þessum útboð-
um hefur ekki verið ákveðið en frá
því að kaupin voru tilkynnt um miðj-
an ágúst sl. í Amsterdam hefur gengi
á bréfum Kaupþings í kauphöllinni
íslensku lækkað um nærri 29% og
markaðsvirðið rýrnað um 225 millj-
arða króna, er nú um 555 milljarðar
en stóð í 780 milljörðum um miðjan
ágústmánuð. Í nýlegri afkomuspá
greiningardeildar Glitnis er bent á
að forstjóri Kaupþings hafi sagt að
verulegur afsláttur verði ekki gefinn
Í HNOTSKURN
»Óveðursský hafa hrannastupp á himni yfir alþjóð-
legum mörkuðum frá því að
kaupin á NIBC voru fyrst kynnt.
»Skuldatryggingaálag Kaup-þings hefur snarhækkað um
leið og verð hlutabréfa bankans
hefur snarlækkað.
»Vaxandi efasemda hefurgætt á evrópskum fjár-
málamarkaði um að kaupin á
hollenska bankanum gangi eft-
ir.
HAGNAÐUR af rekstri Nýherja
nam 420 milljónum króna árið 2007
og jókst um 37% frá árinu á undan.
Mest vegna lækkunar á hreinum
fjármunagjöldum en einnig jókst
rekstrarhagnaður félagsins. Félag-
ið var hið fyrsta, sem skráð er í
kauphöllinni, að skila frá sér árs-
uppgjöri.
Salan hjá Nýherja nam 11,3 millj-
örðum króna árið 2007 og jókst um
nær 31% frá fyrra ári. Launakostn-
aður jókst hins vegar um 37% þar
sem stöðugildum fjölgaði að með-
altali úr 337 í 446 milli ára, að
mestu vegna kaupa á Dansupport í
Danmörku og uppbyggingar Appl-
icon erlendis. Þetta kemur niður á
rekstrarhagnaði, þannig að aukn-
ing hans frá fyrra ári nemur innan
við 3%.
EBITDA-hlutfall félagsins lækk-
aði úr 7,6% í 6,2%, vegna kostnaðar
við uppbyggingu erlendra dótt-
urfélaga.
Að sögn Þórðar Sverrissonar,
forstjóra Nýherja, nam innri vöxtur
félagsins 22% á árinu. Það hafi skil-
að sér í bættri afkomu og styðji við
frekari uppbyggingu félagsins.
Aukinn
hagnaður
hjá Nýherja
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
SKOÐA ber til hlítar hvort ekki sé unnt að
sameina byggingu nýs fangelsis og bygg-
ingu lögreglustöðvar á höfuðborgarsvæð-
inu, að mati Björns Bjarnasonar dóms-
málaráðherra. Kom þetta fram í máli
ráðherrans þegar hann svaraði spurningu
Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Fram-
sóknarflokksins, um fangelsismál.
Sagði Björn að í kjölfar þess að ákveðið
var að kanna möguleika á byggingu flug-
vallar á Hólmsheiði hafi lóðamál fangelsis,
sem áform voru um að byggja á heiðinni,
verið í uppnámi af hálfu skipulagsyfirvalda
Reykjavíkurborgar.
Samþykkt 1960
Það var árið 1960 sem þáverandi dóms-
málaráðherra, Bjarni Benediktsson, mælti
fyrir frumvarpi um að reist yrði nýtt fang-
elsi í nágrenni Reykjavíkur, sem m.a. skyldi
rúma gæsluvarðhaldsfanga. Árið 2001 skip-
aði Sólveig Pétursdóttir starfshóp til að
vinna að nýju fangelsi sem rísa skyldi á
Hólmsheiði en byggingu var frestað þar
sem Fangelsismálastofnun taldi ýmsa van-
kanta á áformuðu fangelsi.
Árvakur/Brynjar Gauti
Fangelsi Hegningarhúsið við Skólavörðu-
stíg er rekið á undanþágu fram til 2009.
Lóðamál
fangelsisins
í uppnámi
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
ALLT bendir til þess að útinám
eða lengri vettvangsferðir grunn-
skólanemenda dragi úr einelti í
skólum. Þetta segir Jakob Frí-
mann Þorsteinsson, aðjunkt við
Kennaraháskóla Íslands, sem
rannsakað hefur gildi útikennslu
eða útináms í grunnskólum. Besta
forvörnin gegn einelti er, að sögn
Jakobs, að skapa jákvæða skóla-
menningu og auka samkennd
meðal nemenda.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hefur Kristín Ein-
arsdóttir, kennari við Smáraskóla
í Kópavogi, haft umsjón með úti-
kennsluverkefni þar allt frá árinu
1994 en nú hefur hún ákveðið að
láta af störfum við skólann.
Ástæðan er meðal annars sú að
menntamálaráðuneytið hefur
ákveðið að ekki megi rukka fyrir
skólaferðir. Þess vegna breytist
forsendur verkefnisins þar sem
það felur í sér meiri kostnað fyrir
skólann. Þá fylgdu nýjar áherslur
nýjum stjórnendum.
Áhrif á samskipti og þroska
Jakob segir að útikennsla hafi
afar jákvæð áhrif á samskipti og
persónuþroska nemenda. „Það er
farið út fyrir hefðbundið umhverfi
barnanna og þau fá að glíma við
alvöru áskoranir sem þau þurfa að
yfirvinna bæði sem einstaklingar
og sem hópur. Það er áhugavert
að heyra hvernig þau lýsa þessu,“
segir Jakob sem er að rannsaka
áhrif útikennslunnar á nemendur
Smáraskóla undanfarið, vegna
meistaraverkefnis síns við KHÍ.
„Stelpur sem verið hafa í kynja-
skiptum ferðum Smáraskóla hafa
sagt einn af kostum kynjaskipt-
ingarinnar vera þann að þær þurfi
ekki að setja andlitið upp á
morgnanna. Það er tvíþætt, ann-
ars vegar þurfa þær ekki að mála
sig en hins vegar geta þær verið
þær sjálfar.“
Jakob segir að ferðir af þessu
tagi hafi verið að færast í vöxt hér
á landi en löng hefð sé fyrir þeim
erlendis, t.d. á Bretlandi og í Nor-
egi, og segir hann þær hafa
þroskandi áhrif. „Í útinámi er ver-
ið að vinna með þrjú svið eða
þemu, þ.e. vistfræðileg tengsl í
umhverfinu, líkamlega færni og
þroska samskiptafærni og tengsl
við sjálfan sig og aðra,“ segir
hann.
Spurður um áhrif útikennslu á
einelti segist Jakob ekki þekkja til
rannsókna á því og því vill hann
ekkert fullyrða um málið. „Þrátt
fyrir að ég þekki ekki til beina
rannsókna þá veit ég að jákvæður
bekkjarandi og skólabragur er ein
besta besta forvörnin gegn einelti.
Markviss ferðlög hafa þau áhrif, ef
rétt er að málum staðið og vel
tekst til, að byggja upp sterkari
hópanda og styður við vellíðan í
skóla. Útikennsla hefur jákvæð fé-
lagsleg áhrif og þau vinna gegn
einelti. Einstaklingum líður vel í
hópnum og gagnkvæmt traust og
jákvætt andrúmsloft ríkir. Það er
hin raunverulega forvörn gegn
einelti að skapa jákvæða skóla-
menningu. Mér finnst allar líkur
leiða til þess að útikennsla geti
unnið gegn einelti,“ segir Jakob.
Segir útikennslu geta
unnið gegn einelti í skólum
Besta forvörnin
er að auka
samkennd
Í HNOTSKURN
» Jakob Frímann Þor-steinsson hefur unnið að
rannsókninni Úti er ævintýri
þar sem könnuð er reynsla
nemenda og kennara af ferða-
lögum á vegum Smáraskóla og
áhrif þeirra metin.
» Rannsóknin er þáttur ímeistaraverkefni hans við
KHÍ og hluti af starfi hans sem
aðjunkt við skólann.
Ljósmynd/Jakob Frímann Þorsteinsson
Samvinna Strákar úr 8. bekk í Smáraskóla hjálpast að yfir eitt vatnsfallið á „Laugaveginum“ í haust.
FRÉTTIR