Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þú ferð beint á teppið, Pétur, það eru bara tossar sem geta ekki lært svona einfaldar reglur, góði. VEÐUR Halldór Blöndal, fyrrum Alþing-isforseti, flutti magnaða ræðu í sextugsafmæli Davíðs Oddssonar, fyrrum forsætisráðherra, í síðustu viku.     Ræðan var mögnuð vegna þess aðþað var eins og orðfæri, flutn- ingur og andrúm sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar kviknaði allt í einu í afmæl- ishófi merks stjórnmálaleið- toga í Ráðhúsinu við Tjörnina.     Fáir stjórn-málamenn á okkar tímum eiga sér jafn sterkar og djúpar rætur í þeirri baráttu og Halldór Blöndal og það mátti finna í þessari ræðu sem var flutt óskrifuð og blaðalaust.     Alþingisforsetinn fyrrverandi fóryfir 100 ára sögu frá Hannesi Hafstein til okkar daga eins og ekk- ert væri og sagði m.a.:     Fyrir 100 árum urðum við sjálfraokkar ráðandi og umbylting varð í atvinnulífinu, sem lagði grundvöllinn að velmegun okkar á síðustu öld. Nú voru sköpuð skilyrði til þess að íslenzk fyrirtæki og fjárfestar gætu hafið útrás til annarra landa á grundvelli samningsins um hið Evr- ópska efnahagssvæði, undirstöður þjóðfélagsins hafa verið treystar og velmegun farið vaxandi ár frá ári.     Halldór Blöndal lauk ræðu sinnimeð þessum orðum:     Þjóðskörungur leiddi þjóð sína ódeigur inn í árþúsund nýrra vona, nýrra hugsjóna. Heill sé þér Davíð Hannesar jafni. STAKSTEINAR Halldór Blöndal Mögnuð ræða SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                            *(!  + ,- .  & / 0    + -            !"" #"  #       $% %$ $% %$  %   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (           %        &!! %        :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? #   '# # #  # (# # '#        (#' (# (# (# #                                *$BC """              !"#  # $     % &#    '$ !! *! $$ B *! ) * +"  "* "     ,  <2 <! <2 <! <2 ) + %$ "-  %! ."/ $%0   C2 D                 <   E87  E        (     )  *$  $+     +     # %     $, -   ! ( + 6 2  &# &%         ) .$  ' - !,'( &       $ !/# 0 ! 1&$$ ""22 %$" "3 "-  %! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Stefán F. Stefánsson | 20. janúar Sviðin jörð Björns Það var stórmerkilegt að sjá Guðjón Ólaf Jóns- son gera upp við Björn Inga Hrafnsson í Silfri Egils nú eftir hádegið. Ummælin um að hann hefði hnífasett í bakinu eftir vinnubrögð borgarfulltrúans í sinn garð í aðdraganda kosninganna 2003 og 2007 vekja athygli og segja allt sem segja þarf um vinslit þeirra og hversu umdeildur Björn Ingi er inn- an Framsóknarflokksins, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Hann virðist hafa sviðna jörð í kringum sig. Meira: stebbifr.blog.is Gísli B. Ívarsson | 20. janúar Grænn Stykkishólmur Var nú um helgina staddur í Stykkishólmi til þess að fylgja úr vör verkefni sem vinnan mín er að hefja vegna sorphirðu í Stykkis- hólmi. Stykkishólmur mun fyrst sveitarfé- laga á Íslandi ganga alla leið í flokk- un heimilissorps og fórum við nokkrir úr vinnunni í öll hús í Stykk- ishólmi til þess að kynna verkefnið og svara þeim spurningum sem íbú- ar gætu haft vegna þessa nýja fyr- irkomulags. Meira: gisliivars.blog.is Eyþór Arnalds | 19. janúar Átökin í Framsókn Saga Framsóknar- flokksins í Reykjavík hefur verið þyrnum stráð. Sigur Björns Inga í síðustu kosningum fleytti honum í lykil- stöðu og tveggja flokka samstarf í meirihluta með Sjálfstæð- isflokki. Hann ákvað síðan að slíta því sam- starfi og stofna til fjögurra flokka samstarfs [...] Nú er Björn Ingi kom- inn á ný að krossgötum og gefur í skyn að hann íhugi að hætta í Fram- sókn. Meira: ea.blog.is Ágúst Ó. Ágústsson | 20. janúar Á Litla-Hrauni Allsherjarnefnd Alþingis heimsótti Litla-Hraun fyrir helgi. Heimsóknin var afar fróðleg og er ljóst að starfsfólkið þar vinnur gott starf við erf- iðar aðstæður. Reyndar gekk erfiðlega fyrir þingmenn að kom- ast þaðan þar sem rútan sem flutti hina háttvirtu þingnefnd festist á bíla- stæðinu við Litla-Hraun. En með sam- stilltu átaki löggjafarvalds og yf- irmanna fangelsismála tókst að koma þingmannsrútunni út í frelsið. En að efni máls, þá er ljóst að fang- elsismál hafa því miður ekki verið mjög ofarlega á dagskrá íslenskra stjórnmála. Þessi málaflokkur er þó hluti af þeim grunnskyldum sem sér- hverju stjórnvaldi ber að sinna. Þrátt fyrir það er ýmislegt ógert í fangelsismálum þjóðarinnar. Má þar nefna frekari uppbyggingu á fangels- isbyggingum, bætt meðferðarúrræði fyrir fanga, aukna möguleika á mennt- un og vinnu hjá föngum, betri kjör fangavarða, bætta heimsókn- araðstöðu, aukinn stuðning eftir að afplánun lýkur og svona mætti lengi telja áfram. Hins vegar hefur margt jákvætt gerst undanfarin misseri í fangels- ismálum sem vert er að gefa gaum. Talsverð breyting til batnaðar varð þegar Valtýr Sigurðsson tók við Fang- elsismálastofnun fyrir nokkrum árum. En nú er Valtýr horfinn á aðrar slóðir sem nýr ríkissaksóknari og er óhætt að binda miklar vonir við starf hans þar. Það var sömuleiðis mikið fagn- aðarefni þegar tilkynnt var að Margrét Frímannsdóttir myndi taka við stjórn- artaumum á Litla-Hrauni. Margrét var einn af fáum þingmönnum sem lét sig fangelsismál varða og hefur mikla þekkingu á málaflokknum. Þá hefur núverandi dóms- málaráðherra staðið fyrir mörgum já- kvæðum aðgerðum í fangels- ismálum. Og fyrir helgi skilaði síðan nefnd menntamálaráðherra skýrslu um að auka bæri áherslu á menntun fanga sem hlýtur að segja sig sjálft að sé nauðsynlegt. En síðast en ekki síst hafa fang- arnir sjálfir lagt mikið af mörkum í að benda á það sem betur má fara. Það var mikilvægt fyrir okkur í allsherj- arnefnd Alþingis að heyra at- hugasemdir fanganna milliliðalaust frá þeim sjálfum. Meira: agustolafur.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR Í TILEFNI af fimmtíu ára afmæli Barnaspítala Hringsins á síðasta ári hefur starfsfólkið áhuga á að safna endurminningum þeirra sem dvöldu á spítalanum á upphafsárum hans. „Við höfum áhuga á að fólk skrifi niður og sendi okkur minn- ingabrot um dvöl sína á sjúkrahús- inu, eitthvað sem það man eftir frá því það var barn hér á spítalanum,“ segir Áslaug Jóhannsdóttir, leik- skólakennari á Barnaspítalanum. Hún vonar að viðbrögðin við söfn- uninni verði góð og segir að síðar verði ákveðið hvort sett verði upp sýning í tengslum við verkefnið. Áhugasamir geta sent minn- ingabrot sín og ljósmyndir, ef þeir eiga í handraðanum, á heim- ilisfangið: Barnaspítali Hringsins, við Gömlu Hringbraut, b.t. Áslaug- ar Jóhannsdóttur, 101 Reykjavík. Einnig er hægt að senda á net- fangið aslaugjo@landspitali.is. Árvakur/Golli Minningabrot Börn sem dvöldu á spítalanum um og eftir 1960. Safna minningum af Barnaspítalanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.