Morgunblaðið - 21.01.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 13
MENNING
BLÚSHÁTÍÐ í
Reykjavík verður
haldin í fimmta
sinn dagana 18.
til 21. mars nk.
Umsóknarfrestur
ungliða til að
koma fram á há-
tíðinni stendur nú
yfir og rennur út
1. febrúar. Fyrir
þann tíma þarf að skila umsóknum
með ferilsskrá flytjenda, myndum
og öðru ítarefni til Blúshátíðar á net-
fangið bluesfest@blues.is. Nánari
upplýsingar er að finna á vefnum
blues.is.
Umsóknir
á blúshátíð
VERÐLAUN í árlegri ljóða-
samkeppni á vegum lista- og
menningarráðs Kópavogs sem
ber heitið Ljóðstafur Jóns úr
Vör verða veitt í kvöld. Verð-
launaafhendingin fer fram í
Salnum og hefst kl. 20 og verð-
ur ýmislegt gert til hátíða-
brigða og ljóð bæði lesin og
sungin. Þátttakendur skiluðu
verkum sínum undir dulnefni
og fær sigurvegarinn vegleg
peningaverðlaun og verðlaunagripinn, Ljóðstaf
Jóns úr Vör, áletraðan með nafni sínu til varð-
veislu í eitt ár auk eignargrips. Að þessu sinni
bárust rúmlega tvö hundruð og fimmtíu ljóð í
keppnina. Aðgangur í kvöld er ókeypis.
Ljóðlist
Ljóðstafur Jóns úr
Vör afhentur
Jón úr Vör
NÝÁRSTÓNLEIKAR Tríós
Reykjavíkur verða endur-
teknir í Hafnarborg í Hafn-
arfirði í kvöld, en með tríóinu
koma fram þau Sigrún Hjálm-
týsdóttir, Diddú, og Bergþór
Pálsson. Fimmeykið mun fara
með tónleikagesti víða um Evr-
ópu og einnig til Bandaríkj-
anna. Meðal viðkomustaða
verða Ítalía, Írland og Ung-
verjaland. Vínartónlistin verð-
ur á sínum stað, að sjálfu höfuðtónskáldi borg-
arinnar ógleymdu, Mozart. Umfram allt eru þetta
tónleikar til þess að koma öllum í létt og gott skap
í upphafi nýs árs. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og
nánari upplýsingar eru á hafnarborg.is.
Tónlist
Aukatónleikar
Tríós Reykjavíkur
Diddú
MYNDLISTARMAÐURINN
Huginn Þór Arason heldur fyr-
irlestur um eigin verk á opnum
fyrirlestri myndlistardeildar
Listaháskóla Íslands í dag.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12.30
og verður hann í húsnæði
myndlistardeildar LHÍ, stofu
024, Laugarnesvegi 91 í
Reykjavík. Huginn mun kynna
og fjalla um einstök verk og
samvinnuverkefni, verk sem
eru í vinnslu og jafnvel verk og hugmyndir sem
ekki urðu að veruleika. Í myndlist sinni fæst Hug-
inn við fjölbreytta efnisnotkun og ýmsa miðla.
Sem dæmi hefur hann gert gjörninga, málverk og
skúlptúra úr pitsum, barnaleir og bómull.
Myndlist
Huginn Þór fjallar
um eigin verk
Huginn Þór Arason
starfaði sem stjórnmálamaður sagði
ég alltaf að stjórnmálin væru áhuga-
málið en nú hef ég einbeitt mér að
myndlistinni á fullu. Stjórn-
málavafstrið sogar í sig mjög mik-
inn tíma.“
– Þú hefur ekki litið á þing-
mennskuna sem listræna uppá-
komu?
„Jú, þetta var auðvitað hluti af
myndlistinni eins og allt sem ég
geri,“ segir hann og hlær. Segir síð-
an meira af þeim sýningum sem eru
á döfinni. „Ég tek þátt í sýningu
sem Hannes Sigurðsson er að
skipuleggja fyrir Listasafnið á Ak-
ureyri og opnuð verður í mars. Bæ,
bæ Ísland heitir hún og er gagn-
rýnin sýn á íslenskt þjóðfélag; fjár-
málaheiminn, umhverfismálin og
allan pakkann.
Þá hef ég verið að undirbúa stórt
verkefni, sýningu sem verður í
Listasafni Reykjavíkur í nóvember.
Ég sýni í Nýlistasafninu í ágúst og í
Króatíu í sumar, síðan er samsýning
í Berlín í haust. Þetta eru átta hlut-
ir, það er ágætt.“
– Þú starfrækir fyrirbærið
Kunstraum Wohnraum, eins konar
heimagallerí.
„Við Kristín höfum starfrækt
þetta á heimilinu allar götur frá
árinu 1994. Fyrirmyndin var Gallerí
Gangur, sem Helgi Þorgils hefur
starfrækt lengi, og löngun til að
gefa öðrum myndlistarmönnum
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
HLYNUR Hallsson, myndlistar-
maður á Akureyri, hefur í mörgu að
snúast. Eftir að hafa dottið reglu-
lega inn á Alþingi í fyrra sem vara-
þingmaður Vinstri grænna, ákvað
hann að segja skilið við stjórnmálin
og einbeita sér að listinni. Hann
kennir þessa dagana við Myndlist-
arskólann á Akureyri og undirbýr
sýningar ársins; hann tekur þátt í
átta sýningum og svo er bók á leið-
inni. Hann hefur sýnt víða á síðustu
árum.
„Jú, ég hef víða komið við og
næsta sýning verður senn opnuð í
nútímalistasafninu í Sjanghæ. Það
er síðari hluti sýningar sem var í
Póllandi í fyrra. Þeir bjóða mér út
en ég kemst sennilega ekki, því kon-
an mín, Kristín Þóra Kjartansdóttir,
er að vinna að fræðunum í Berlín og
miðbarnið okkar er með henni, og
ég hér heima með litluna og ung-
linginn. Við erum ennþá með litlu
tána í Þýskalandi eftir að hafa búið
þar í mörg ár.“
Átta sýningar á döfinni
Hlynur segir að í sumar ljúki
tveggja ára tímabili sem hann hefur
verið á starfslaunum. „Það hefur
verið frábært, launin hafa nýst mjög
vel og svo ákvað ég að draga mig al-
veg út úr pólitík. Þann tíma sem ég
tækifæri til að sýna ekki bara í hvít-
um kassa sýningarsalarins. Hér eru
verkin sett í heimilisaðstæður sem
er mikil áskorun fyrir marga. Hann
Joris Rademaker sýnir hér hjá okk-
ur núna og verkin hans teygja sig
yfir stofuna og eldhúsið og aðeins
fram á gang. Ragnar Kjartansson
sýnir í mars og þýskur myndlist-
armaður, Alexander Steig, í júní.“
– Þú notar líka sjálfan þig og fjöl-
skylduna mikið í listinni.
„Já, fjölskyldan er oft mjög inn-
vikluð í myndlistina. Ég skoða oft
áhugaverða hluti í hversdagslífinu.
Ég hef verið gagnrýndur fyrir að
nota börnin mín í ljósmyndaverkum
en meðan þeim finnst þetta í lagi
held ég áfram. En ég spyr hvað
þeim finnist um að ég noti tilteknar
myndir og hvað þeim finnist um
ákveðna texta; yfirleitt er það í lagi.
Í apríl kemur síðan út bók með
seríu sem heitir Myndir-Bilder-
Pictures með myndum úr hvers-
dagslífi okkar og textum.“
Einangraðir frá Reykjavík
– Hvernig er að vera listamaður á
Akureyri?
„Það er ágætt. Þetta er auðvitað
nokkuð lítill heimur en nálægðin er
líka skemmtileg. Miðað við stærð
bæjarins er ótrúlega mikið að ger-
ast hérna. Á laugardaginn voru til
að mynda opnaðar sjö sýningar hér.
Það eru svo mörg listamannarekin
gallerí.“
– Þú færð ekki innilokunarkennd
við að koma frá Berlín til Akureyr-
ar?
„Alls ekki! Hins vegar finnst
myndlistarmönnum á Akureyri þeir
stundum vera nokkuð einangraðir
frá Reykjavíkursvæðinu. Það er nú
bara svoleiðis en um næstu helgi
stendur samt til að stofna hér sam-
tök myndlistarmanna á Norður-
landi. Hátt í 30 mættu á undirbún-
ingsfundinn. Þetta á að virka eins
og önnur félög sem eiga aðild að
SÍM, hagsmunasamtök opin öllum
myndlistarmönnum, þótt augljóst
megi vera að flestir félagar verði á
Norðurlandi.“
– Í myndlistinni ertu eins konar
aktivisti. Þú vaktir reiði margra
með textaverki í Texas og gerðir
veggverk hér þar sem þú talaðir um
álið.
„Jú, og ég lít líka á myndlistina
sem tæki til að velta við hlutum. Ef
manni liggur eitthvað á hjarta vil ég
að það komi fram, þótt ég vilji ekki
prédika í myndlistinni. Það er ágætt
að gera það í stjórnmálunum.“
Myndlistin er
tæki til að velta
við hlutum
Hlynur Hallsson sagði skilið við stjórn-
málin og einbeitir sér að myndlistinni
Árvakur/Skapti Hallgrímsson
Í heimagalleríinu „Ef manni liggur eitthvað á hjarta vil ég að það komi fram, þótt ég vilji ekki prédika í myndlist-
inni,“ segir Hlynur Hallsson myndlistarmaður.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„HÚN er búin að vinna að þessari
bók í fimm ár og ég nota hana núna
eins og handbók á vinnustofunni
minni, ef ég man til dæmis ekki hvaða
ár eitthvað gerðist,“ segir listamað-
urinn Erró um bókina Erró í tímaröð
– líf hans og list sem kom út fyrir
skömmu, en höfundur hennar er
Danielle Kvaran listfræðingur. Þau
Erró og Danielle stóðu í ströngu við
að árita bókina um helgina, en hverri
keyptri bók fylgdi nýtt grafíkverk
eftir Erró.
Erró kom hingað til lands á föstu-
daginn, en hann er búsettur í Frakk-
landi. „Ég bý í París, en svo fer ég í
húsið mitt á Spáni yfir sumartímann,
og svo fer ég alltaf til Taílands öðru
hverju til þess að vinna vatns-
litamyndir,“ segir listamaðurinn sem
er hins vegar nýkominn frá Kína þar
sem hann var með þrjár sýningar,
eina í Sjanghæ og tvær í Peking. „Ég
ætlaði nú að sýna hringferð Maó Tse-
tung í kringum hnöttinn sem ég gerði
á árunum 1972 til 1974 en þær mynd-
ir máttu ekki fara inn til Kína þannig
að ég varð að skipta um myndir á síð-
ustu stundu. Það var ekki auðvelt, en
reddaðist samt allt saman.“
Erró er þekktur fyrir að vera mjög
afkastamikill listamaður, og að-
spurður segist hann vera það enn.
„Ég þarf að fara af stað aftur fljót-
lega, ég er búinn að vera stopp í tvo
eða þrjá mánuði út af þessum ferða-
lögum. Ég er með nokkrar syrpur í
bígerð, þannig að ég er ekkert að fara
að hætta. Ég á vini sem fóru á eft-
irlaun 60 eða 65 ára gamlir, en ég er
ekki þannig,“ segir Erró sem er sjálf-
ur 75 ára.
Annars er það að frétta af Erró að
nýverið seldist verk eftir hann á
Christie’s-uppboðinu í París á 1,3
milljónir dollara, sem nemur um 85
milljónum króna. Verkið heitir Com-
icscape og er frá árinu 1970. „Síminn
hefur ekki stoppað, nú eru allir að
reyna að ná í myndir, þetta er eintóm
vitleysa,“ segir Erró og hlær. „Ég
seldi þessa mynd fyrir 8.000 dollara á
sínum tíma þannig að það hefur ein-
hver náð sér í góðan pening þarna á
milli.“ Hvað næstu verkefni varðar
segir Erró að hæst beri sýningu í
Kanada. „Það verður stór sýning á
pólitískum myndum í apríl í næsta ári
í Montreal. Ef allt gengur vel verður
Yoko Ono með og sýningin verður
kölluð Stríð og friður, og ég sé um
stríðið og hún um friðinn.“
Loks má geta þess að Erró veitti
styrk úr sjóði Guðmundu S. Krist-
insdóttur, móðursystur sinnar, á
laugardaginn, en sjóðnum er ætlað að
efla og styrkja listsköpun kvenna.
Það var Hulda Stefánsdóttir sem
hlaut styrkinn að þessu sinni.
Árvakur/Frikki
Erró Ef allt gengur að óskum sýnir hann verk ásamt Yoko Ono í Kanada á
næsta ári, þar sem hann sér um stríðið en Yoko um friðinn.
Verk Errós seldist á 85 milljónir