Morgunblaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 15
|mánudagur|21. 1. 2008| mbl.is
daglegtlíf
É
g er mætt!“ sagði Elísa-
bet Sveinsdóttir á
landsmótinu á Hellu
árið 2004, fyrsta árið
sem hún keppti á hest-
um. Elísabet, sem er jafnan kölluð
Beta, er kennari í Hörðuvallaskóla í
Kópavogi og kunn keppnis-
manneskja sem státar af Íslands- og
bikarmeistaratitli í fótbolta með
Breiðabliki og sömu titlum sem
skytta í handbolta með Víkingi. „Þá
vann ég allt og þú getur rétt ímynd-
að þér hvernig þetta var þegar ég
skipti um gír,“ segir Beta með húm-
orískum hætti. Hún „datt“ inn á
landsmót sem varahestur, með Prins
frá Hafnarfirði, „hest sem enginn
bjóst neitt við af. Ég var í holli með
Sigurði Sigurðarsyni og Sigurði
Matthíassyni, Skugga-Baldur var
fyrir aftan mig á meðan ég var bara
að reyna halda mínum á brokki. En
Prins sýndi allar sínar bestu hliðar
og fólk hvatti mig áfram því það sá
hvað mér þótti þetta gaman; að
leggja þarna fyrir framan áhorf-
endabrekkuna …En það gekk ekki
neitt!“ segir Beta – en það er ekki
svo lítið í augum annarra. „Það er
ekki hægt að vera bara með,“ út-
skýrir hún og bætir við að margir
hafi minnt sig á að hún þurfi ekki að
fara heim með allar dollurnar eins og
í fótbolta … „Þegar ég tek þátt ætla
ég í úrslit! En í hestamennsku þarf
maður að temja sér annað viðhorf.
Auðvitað missir maður sig kannski
aðeins í brekkunni sem foreldri.“
Keppnisskap er sennilega ætt-
gengt. Þegar eldri dóttir Betu, hin
13 ára Steinunn Elva, er að keppa
segir hún mömmu sína geta verið
svolítið „erfiða en hún kann samt að
hemja sig“. Beta tekur kankvís und-
ir: „Um leið og krakkarnir eru
komnir inn fyrir hvítu girðinguna
getum við ekkert gert meir.“ Einu
gildi hvort þetta sé hvít lína eða girð-
ing. „Pabbi var óþolandi á línunni
hjá mér í fótboltanum. Ég gekk einu
sinni til hans í miðjum leik og sagði
að ég væri að spila en ekki hann,“
minnist Beta en Sveinn Skúlason,
faðir hennar, er gamalkunnur mark-
vörður Blika. „Maður upplifir auð-
vitað keppnina í gegnum börnin, og
ég vil að Steinunn uppskeri eins og
hún sáir. Í hestamennsku ganga
hlutirnir stundum upp, stundum
ekki. Þú ert með lifandi skepnu í
höndunum.“
Er þetta meðganga?
Beta á þrjú börn, Þórð Pétur 2
ára, Írisi Emblu 7 ára og fyrrnefnda
Steinunni Jónsbörn. „Þau fara öll á
bak árið sem þau verða tveggja ára.
Strákurinn tók þátt í Æskunni og
hestinum sl. vetur, ekki orðinn
tveggja ára,“ tjáir hún blaðamanni
skellihlæjandi. Móðir hennar, Stein-
unn Pétursdóttir, segir vissulega
miklar líkur á að ungi maðurinn
verði hestamaður. Beta heldur
áfram: „Ég átti hann í maí, reið út til
loka febrúar og var komin í hnakk-
inn viku eftir að ég átti – og á mót í
byrjun júní! Á síðustu mánuðum
meðgöngunnar vann ég með klárana
í hendi og þá kom til mín maður og
sagði: „Beta mín, er þetta með-
ganga?““ Hlátrasköll glymja í hús-
inu þrátt fyrir grenjandi rigningu á
gluggum.
Fjölskyldan keypti hesthús í Fjár-
borg í Reykjavík fyrir nokkrum ár-
um og í vetur tóku þau hrossin inn
snemma, í nóvember, vegna hold-
hnjóska sem leggjast á hross í blautu
tíðarfari, og gat loks eftir áramót
farið á bak. „Hrossin eru eins og
púðurtunnur þegar maður fer í
fyrsta sinn,“ segir Beta hlæjandi. Öll
hafa þau stundað hestamennsku frá
barnæsku, nema Sveinn sem fylgdi
konunni sinni eftir. „Þetta er áhuga-
mál sem tekur allan tíma,“ segir
Steinunn eldri, sem finnst hesta-
mennskan alltaf jafnskemmtileg.
Fjölskyldan er öllum stundum í
hesthúsinu og hefur komið sér ein-
staklega vel fyrir. Þau segja þetta í
raun eins konar sumarbústað, þar
eldi þau sér oft mat og jafnvel grilli á
vorin.
Yngri dóttir Betu er líka farin að
keppa á hestum og Beta sjálf segist
taka þátt í einstaka móti. Vel hefur
gengið, t.d. var hún efst í sínum
flokki í kvennatölti Gusts í fyrra,
vann fyrst B-úrslit og síðan bráða-
bana. „Ég var á Pendúl sem er und-
an Sveini-Hervari frá Þúfu. – Svo er
Steinunn, dóttir mín, með keppn-
ishestinn Lykkju undan Baldri frá
Bakka og keppti á honum í barna-
flokki á síðasta landsmóti á Vind-
heimamelum.“
Þau rækta hross sér til skemmt-
unar og fá folald annað hvert ár.
Sveinn segir þau hafa notað hryssu
undan Ófeigi frá Flugumýri og þau
hafi líka ræktað undan þægri hryssu
en hún drapst með fyli undan
Rökkva frá Hárlaugsstöðum „áður
en hann varð frægur. Það var frekar
fúlt!“ segir Beta.
Steinunn yngri er ein fárra sem
hefur lokið fimmta stigi í knapa-
merkjum og fær þá einkunn hjá fjöl-
skyldunni að vera mjög klár. Í tamn-
ingum leiti þau hin til hennar og ef
þau vilji sjá hest undir manni sé hún
beðin að fara á bak. „Hún hefur farið
á námskeiðin, við erum bara að ríða
út,“ upplýsir Sveinn. Hvert skyldi
hún svo stefna? „Á landsmót í sum-
ar!“ svarar Steinunn. „Við sjáum til
hvort við verðum með hest fyrir okk-
ur báðar,“ segir Beta. Íris Embla vill
nú komast að en henni finnst
skemmtilegast að fara í reiðtúr og
kemba. „Ég hef alltaf verið í öðru
sæti, bara einu sinni í fyrsta sæti,“
segir Íris og bendir á glæsta mynd af
sér á veggnum í kaffistofunni, sem
er eiginlega eins og lítil íbúð.
Mamma hennar upplýsir að hún hafi
fengið glimmergel í skóinn og fax
hestanna hafi glitrað eins og jólatré
yfir hátíðirnar.
Búkolla og mófugl í borg
Þrátt fyrir glaðværð er fjöl-
skyldan ekki hress með tíðina í vet-
ur, ekki það að Fjárborg standi
hærra en hesthúsin í Andvara í
Garðabæ, þar sem þau voru áður.
Verið er að byggja upp nýtt hverfi út
frá gömlu húsunum og miklar fram-
kvæmdir í gangi. „Það er æðislegt
hérna og við notum heiðina mjög
mikið,“ segir Steinunn eldri. Útreið-
arleiðirnar eru að sögn mun „nátt-
úrulegri“ en víða annars staðar. „Við
erum náttúrlega fyrst og fremst út-
reiðarfólk, keppnin er bara svona
aukabúgrein,“ segir Steinunn.
Vissulega sé líka stutt á völlinn í
Víðidal. Sveinn hefur líka sitthvað að
segja um umhverfisþáttinn í hesta-
mennsku og kveður hestana í And-
vara ekkert hrædda við búkollur og
gröfur. „En ef það flýgur upp mófugl
stökkva þeir til. Hestarnir hérna
þekkja mófuglana.“ Beta segir
vandamál reyndar koma upp á svæð-
inu á vorin þegar vélhjólamenn
vakni.
Fjölskyldan í Fjárborg þekkir
ekkert annað en þessa miklu sam-
vinnu í notalegu hesthúsinu. „Þetta
væri nánast ekki hægt nema allir
væru í þessu,“ segir Steinunn eldri
en hún ásamt Sveini sér að mestu
um gegningarnar. Það reynir stund-
um á að allt gangi upp, t.d. í fyrra-
vetur þegar Beta keyrði stelpurnar
sínar tvisvar í viku á námskeið upp í
Andvara, þá var hestakerran aftan í
bílnum meira eða minna.
Þótt Beta sé ýmsum hnútum
kunnug í hestamennsku hefur hún
ekki reynt hestaferðir. Ófáir eru þó
sleppitúrarnir orðnir en líka af-
skaplega fyrirsjáanlegir – bæði hjá
hestunum og Betu. Foreldrar henn-
ar hafa hins vegar ferðast á hestum
víða um landið. „Ég set stefnuna
ótrauð á hestaferð í sumar. Það er
svo gaman að eiga eitthvað eftir og
mamma á eftir að fara inn í hvítu
girðinguna fínu …“ segir Beta ljóm-
andi af stríðni en Steinunn tekur
dræmt í hugmyndina. Beta, sem á
samleið með atviksorðinu súper, er
hins vegar ansi líkleg til að landa
„dollum“ innan hvaða hvítu keppn-
islína sem er.
thuridur@mbl.is
Í Fjárborg Lykkja og Röðull í félagsskap Betu og barnanna sem hafa fengið hestamennskuna í
arf, snemma á lífsleiðinni lærðu þau að fara á bak – og það með glöðu geði!
Lengi býr … Þórður Pétur, hér í fangi ömmu sinnar, var mættur í barnavagni á Reykjavíkur-
meistaramót tíu daga gamall og tók þátt í hestasýningu áður en hann varð tveggja ára.
Árvakur/Frikki
Keppnisskap „Það er ekki hægt að vera bara með,“ segir Beta sem stefnir
alltaf á úrslit; í fótbolta, handbolta, hestamennsku … Pendúll undan Orra-
syninum Sveini-Hervari er keppnishestur hennar.
Að ganga með hrossi
Súperhestamaðurinn
Beta kallar ekki allt
ömmu sína enda vill
keppnismanneskjan
Elísabet Sveinsdóttir
ekkert miðjumoð.
Þuríður Magnúsína
Björnsdóttir heimsótti
í Fjárborg fjölskyldu
sem er samhent í
hestunum.
Annað heimili Fjölskyldan í kaffistofunni í hesthúsinu þar sem allt er til
alls. F.v. Sveinn Skúlason, Elísabet Sveinsdóttir, Þórður Pétur Jónsson,
Steinunn Pétursdóttir, Íris Embla Jónsdóttir og Steinunn Elva Jónsdóttir.