Morgunblaðið - 21.01.2008, Page 16
fjármál fjölskyldunnar
16 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
biðu einmana í söluröð-
um innan um óbrotna
alþýðuvagnana eftir
því að þeim yrði gefið
framhaldslíf, á láni.
Samt var hljóðið í
söguhetju okkar gott.
Hann sætti sig þó ekki
við eitt, nefnilega það
að honum skyldi ekki
hafa auðnast að finna
nokkur hundruð þús-
und króna armbands-
úr við hæfi. Ekkert
þeirra virtist fara vel
við fötin. Að ganga
með ódýrt úr gat vakið
spurningar á banka-
fundunum, jafnvel grun um að ekki
væri allt með felldu. Fyrr má nú vera
stílbrot og frávik frá góðum siðum.
x x x
Nokkrum dögum síðar birtistfrétt í erlendu blaði um að van-
næring ætti þátt í dauða 3,5 milljóna
barna undir fimm ára aldri á ári,
hægt væri að bjarga flestum með
litlum tilkostnaði.
x x x
Þriðji bankamaðurinn sem Vík-verji hafði spurnir af lýsti þeim
hugarkvölum sem fylgdu því að
mæta til vinnu á ódýrum fólksbíl.
Hann þráaðist við en gaf sig loks og
keypti virðulegan efri-millistéttar
jeppa, svartan með álfelgum, á láni.
x x x
Víkverji las forðum skáldsögunaNæturflug í sjöunda himni
eftir Guðmund Björgvinsson. Þar
er að finna lýsingu á því hvernig
ungur maður tætir í sundur verð-
mæt málverk og safnar rifrildunum
í haug. Hann er fyrst fordæmdur
en verður hetja eftir að listaspírur
úti í hinum stóra heimi lofa gjörn-
inginn.
Víkverji hitti á dög-unum mann sem
starfar hjá einu helsta
fjármálafyrirtæki
landsins. Sá var vígreif-
ur enda nýkominn úr
viðskiptaferð til Evrópu
þar sem hvergi var til
sparað í mat og drykk.
Flogið var á fyrsta far-
rými yfir hafið, drukkið
kampavín yfir ökrum
fjarlægs lands í hljóð-
látum flugkosti og ekið
um á lúxusbílum. Verð-
miðinn fyrir nokkra
menn ein- ef ekki marg-
föld árslaun Víkverja.
x x x
Víkverji hitti annan fjármálamanneftir að krepputalið fór að
hreiðra um sig, húsnæðið hætti að
hækka, það var ekki lengur hægt að
spenna það upp. Range Roverarnir
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
E
rt þú forstjórinn sem
stýrir heimilisrekstr-
inum? Hvernig er
reksturinn? Sam-
kvæmt opinberum töl-
um sígur töluvert á ógæfuhliðina hjá
heimilunum, sérstaklega þegar
kemur að neyslulánum eins og yf-
irdrætti og raðgreiðslum. Þarft þú
ef til vill að taka til hjá þér og
breyta forgangsröðuninni?
Ég held að það sé komin tími til
þess að heimilin í landinu fari að
„eitt í einu“-væða sig í stað hinnar
„allt í einu“-væðingar sem hefur
sett mark sitt á heimilisreksturinn
a.m.k. undanfarinn áratug. Heimilin
í landinu eru auðvitað samsteypan
sem mynda fyrirbærið hagkerfið,
ásamt fyrirtækjum og stjórnvöld-
um. Á umliðnum árum hafa bæði
fyrirtæki og stjórnvöld gengið í
gegnum margvíslegar væðingar
með stuðluðum slagorðum. Heimilin
eiga sér hins vegar engin slagorð.
Er það ekki svolítið skrítið? Það
fara nú engir smáaurar í gegnum
reikninga heimilanna í landinu, ef
saman er tekið.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að nú eyða flestir landsmenn
umfram það sem þeir afla. Ekki
þarf annað en líta á tölur um yf-
irdráttarheimildir til að komast að
því. Sparnaður yrði áreiðanlega kos-
ið eitt af hallærislegustu orðunum í
íslenskri tungu ef um það færi fram
símakosning á Rás 2 – a.m.k. ekki
það kynþokkafyllsta.
Já, íslensk heimili eru skuldseig
og virðist bara finnast það allt í lagi.
Heimilisfólk telur að það sé bara
vegna þess að ,,allt sé svo dýrt á Ís-
landi,“ eins og þjóðarsálin grætur
oft í fjölmiðlum. En er sú raunin?
Ólíkt fyrirtækjum og stofnunum
hafa heimilin engan yfirheimilisfor-
stjóra sem segir þeim að taka til í
rekstrinum og bæta hann, það er
ekkert eftirlit með heimilisrekstr-
inum. Það er undir hverju heimili
komið að hafa aga til að huga að eig-
in rekstri og sum gera það. Önnur
kjósa að líta fram hjá vandanum og
láta ekki neitt á móti sér þótt skuld-
irnar hlaðist upp. Hjá enn öðrum
eru tekjur einfaldlega það lágar að
erfitt er að láta enda ná saman og
þá skiljanlegt að skuldir safnist upp.
„Allt í einu“ – væðingin
Ég veit ekki hvenær þessi ,,allt í
einu“-væðing íslenskra heimila
hófst, en finnst eins og það hafi ver-
ið þegar einangrun okkar var end-
anlega rofin með EES-samning-
unum 1994. Neytandinn fór með ári
hverju að verða var við sífellt meira
vöruúrval. Yngri kynslóðin fór ham-
förum í nýjum lífsstíl, sem kalla
mætti ,„allt í einu“-væðinguna og
var í samræmi við alþjóðavæð-
inguna og nýríkidæmi. Allt þurfti að
gerast í einu. Best var að vera með
mörg járn í eldinum, vera í skóla,
koma sér upp heimili, gifta sig, eign-
ast börn og að sjálfsögðu að vinna
með skólanum. Þegar svo loksins í
fasta vinnu var komið var drifið sig í
mastersnám, svona til þess að vera
örugglega samkeppnishæfur á
vinnumarkaði.
Heimilið, sem átti að vera griða-
staður, varð yfirleitt að afar flottri
stoppistöð fyrir fjölskyldumeðlimi.
Allt kapp var lagt á að samræmi
væri milli lita, rýmis og hönnunar
eins og í eldhúsi, stofu og baði. Stóll
var ekki bara stóll heldur var stór
munur á merkjastólum og öðrum.
Þeir sem ekki höfðu efni á hönn-
uninni keyptu bara eftirlíkinguna og
áður en langt um leið átti stór hluti
hjarðþjóðarinnar stól sem líktist
Sjöu Arne Jacobsens.
Þetta er bara eitt dæmi, þau eru
svo mörg þar sem hjarðþjóðin þurfti
allt í einu að eignast einhverja
merka nýjung eða hönnun. Og
sennilega hefur meðalfjölskyldan
aldrei áður í sögunni verið með jafn-
miklar neysluskuldir útistandandi.
Íslendingar eiga greinilega í erf-
iðleikum með þetta tiltölulega ný-
fengna kaupfrelsi. Það er svo mikill
misskilningur að þeir verði að
kaupa. Það þýðir að þeir hafi val.
Það þýðir ekki að þeir þurfi að
beygja sig undir „allt í einu“-
samfélagið og það helst fyrir þrítugt
eins og það sé eina lögmálið í heim-
inum. Það má fara aðrar leiðir.
Skynsemi og dómgreind er tvennt
sem ekki verður aðskilið í fjár-
málum heimilanna.
„Eitt í einu“-væðingin
Eldri kynslóðin hefur að vissu
leyti sogast inn í þennan „allt í
einu“-heim líka en man þó tímana
tvenna. Þeir sem byggðu sín hús
þegar byggingarefni var skammtað
eða þegar lánsfjármagn var tak-
markað komust ekki lengra en með
„eitt í einu“ af augljósum ástæðum.
Hvorugt kerfið var til fyrirmyndar
og voru börn síns tíma en þessum
kynslóðum þótti ekkert eðlilegra en
að gera eitt í einu, flytja jafnvel inn í
hálffokheld hús og smám saman –
jafnvel á nokkrum árum – fullgera
þau. Fólk átti iðulega fyrir því sem
það gerði því neyslulán voru ekki
eins aðgengileg og nú.
Í ,,eitt í einu“-væðingunni ætti
reglan a.m.k. að vera sú að ef taka
þarf lán fyrir kaupum – hvort sem
það eru húsgögn, sólarlandaferð,
fatnaður eða annað – á að gefa þau
upp á bátinn vegna þess að þá á við-
komandi einfaldlega ekki fyrir þeim.
Ef útgjöldin eru bráðnauðsynleg,
t.d. vegna læknis- eða lyfjakostn-
aðar, má gera undantekningar en
annars eiga neysluskuldir ekki að
vera neinar – þær þurfa ekki að
vera það. Allt er til á Íslandi í mis-
munandi verðflokkum auk þess sem
eldri kynslóðir eiga áreiðanlega sitt
hvað á lager.
Margir virðast eiga erfitt með að
stilla sig um að kaupa hluti eða
nauðsynjavörur sem þeir eiga þó
birgðir af. Það er nóg að kaupa eitt í
einu, nota það og kaupa svo annað
þegar það er búið. Það er t.d. engin
ástæða til þess að eiga birgðir af
kertum og servíettum og sama er að
segja um hár- og snyrtivörur sem að
lokum eyðileggjast og þar með pen-
ingarnir. Þetta eru bara fáein dæmi.
Spurðu þig þegar þú ætlar að
skipta út einhverju á heimilinu eða
ráðast í breytingar, hvort þú þurfir
þess virkilega og þá hvers vegna.
Hvað færðu út úr því? Ráðist þú í
breytingar áttu að sjálfsögðu að
hafa sparað fyrir þeim. Það sama á
við um tækninýjungar.
Er nauðsynlegt að eignast nýj-
ustu græjuna strax? Hvað dugir sú
sem þið eigið lengi í viðbót? Í til-
vikum sem þessum getur tíminn
sem varan er á markaði sparað ykk-
ur peninga því venjulega lækka þær
verulega eftir fyrsta árið og meira
eftir það.
Að lifa samkvæmt „eitt í einu“-
væðingunni sparar ekki bara pen-
inga. Það dregur úr streitu og gefur
tíma til þess að hugsa um eitthvað
annað en dauða hluti og skuldir og
eykur þannig lífsgæði. Mundu að þú
ert forstjórinn og stýrir heimilisfyr-
irtækinu. Þú ræður för.
uhj@mbl.is
Ert þú forstjórinn sem
stýrir heimilisfyrirtækinu?
Heimilin eiga sér engin
slagorð. Unnur H.
Jóhannsdóttir vill bæta
úr þessu og vill „eitt í
einu“-væða íslensk
heimili sem síðustu ár
hafa verið „allt í einu“-
vædd. Hún beinir orð-
um sínum að heim-
ilisforstjórunum sem
sjá um rekstur heim-
ilanna en þeirra er
ábyrgðin.
Best var að vera með
mörg járn í eldinum,
vera í skóla, koma sér
upp heimili, gifta sig,
eignast börn og að
sjálfsögðu að vinna
með skólanum.
ÞEIR sem eru aðeins of leggjalangir virka
meira aðlaðandi á hitt kynið en alltof langir
leggir hafa ekki sömu áhrif, samkvæmt pólskri
könnun sem greint var frá á vefmiðli BBC fyrir
skömmu.
Í rannsókninni var tölvutæknin notuð til að
gera fyrirsæturnar á myndunum leggjalengri.
Fannst bæði körlum og konum fyrirsæturnar
meira aðlaðandi þegar búið var að lengja legg-
ina um allt að 10%, en um leið og fæturnir voru
orðnir 15% lengri en á upphaflegu myndinni
völdu þátttakendur upphaflegu myndina.
„Langir leggir þykja benda til heilbrigði,“
hefur BBC eftir dr. Boguslaw Pawlowski sem
fór fyrir rannsókninni sem unnin var við Wroc-
law-háskólann. Alls tóku 218 sjálfboðaliðar af
báðum kynjum þátt í rannsókninni og skoðuðu
myndir af sjö einstaklingum sem voru misjafn-
lega leggjalangir áður en öll tölvuvinnsla
hófst.
„Það er áhugavert að þeir sem voru örlítið of
leggjalangir voru álitnir laglegri en þeir alltof leggjalöngu. Fólk vill gjarn-
an að hlutir séu bættir örlítið en ekki svo mikið að þeir verði framandi,“
sagði dr. George Fieldman, sálfræðingur við Buckinghamshire New Uni-
versity um niðurstöður rannsóknarinnar.
Leggjalengdin laðar
Reuters