Morgunblaðið - 21.01.2008, Page 18

Morgunblaðið - 21.01.2008, Page 18
18 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GÓÐ HUGMYND Björn G. Björnsson, leikmynda-og búningahönnuður, semsæti á í stjórn Leikminjasafns Íslands hefur sett fram þá hugmynd að Laugavegur 6, eitt hinna um- deildu húsa við Laugaveginn neðan- verðan verði að húsi fyrir leikminja- safn Íslands. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Björn G. Björnsson: „Leikminjasöfn eru með skemmti- legustu söfnum hvarvetna. Þar fær skólafólk innsýn í sögu sviðslista, börn fá að bregða sér í búninga og gervi og haldið er úti margvíslegri og fróðlegri starfsemi með útgáfu, sýn- ingum og annarri miðlun.“ Það sem gerir þessa hugmynd Björns sérstaklega áhugaverða er sú staðreynd að í þessu húsi fæddist frú Stefanía Guðmundsdóttir, ein fremsta leikkona okkar Íslendinga á sínum tíma. Og það sem meira er: af- komendur frú Stefaníu hafa sett svip sinn á íslenzkt leikhús alla tíð síðan og gera enn. Ein dætra hennar, Anna Borg, náði lengra en nokkur annar íslenzkur leikari fyrr og síðar en hún gerði garðinn frægan í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn fyrir og um miðja 20. öldina. Sjálf var frú Stefanía einn af stofn- endum og burðarásum Leikfélags Reykjavíkur sem stofnað var fyrir 110 árum og starfar enn með miklum blóma. Þegar horft er til þessarar sögu blasir við að hugmynd Björns G. Björnssonar á að framkvæma. Húsið á að gera upp í upphaflegri mynd og þar á að koma Leikminjasafni Ís- lands fyrir. Þetta er skemmtilegt tækifæri fyr- ir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, sem sjálf tengist sögu íslenzks leikhúss sterk- um böndum, að tryggja friðun húsanna og þessa nýtingu Laugaveg- ar 6. Saga íslenzks leikhúss er samofin sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þeg- ar síðasta lota sjálfstæðisbaráttunn- ar var hafin á síðari hluta 19. aldar fylgdu listamenn í kjölfarið og sýndu með stofnun Leikfélags Reykjavíkur og starfsemi þess að hér var til menningarlegt samfélag. Sjálfstæð- isbaráttan byggðist því ekki bara á sögunni og menningararfleifð fyrri tíma. Hún byggðist líka á menning- arlífi síns samtíma. Þess vegna er Leikminjasafn Ís- lands ekki bara leikminjasafn. Það er safn sem tengist þeirri sögu sem við eigum að halda hátt á lofti á þann veg að enginn ungur Íslendingur komist hjá því að þekkja hana til hlítar. Gömlu húsin í Reykjavíkur eru partur af þeirri sögu. Þau á ekki að rífa. Þvert á móti eigum við að hlúa að þeim. Í mörgum þessara húsa varð til mikil saga. Þar gengu um gólf menn sem unnu mikil afrek. Við eigum að minnast þess, þegar við göngum um þessi hús, hverjir þar voru á ferð á undan okkur. Engri þjóð, sem vill teljast til menningar- þjóða, dettur í hug að rífa slík hús. Þessa sögu skynjar menntamála- ráðherrann örugglega. ÓFULLNÆGJANDI MENNTUN Ein af grunnforsendum þess að áÍslandi skapist samfélag þar sem allir fái notið sín að verðleikum er að allir íbúar landsins sitji við sama borð þegar þeir setjast á skóla- bekk. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisend- urskoðunar á Jöfnunarsjóði sveitar- félaga og grunnskólanum eru dregnar fram sterkar vísbendingar um að þetta eigi ekki við á Íslandi. „Eftir stendur svo augljós munur milli svæðanna að ekki er hægt að fullyrða að grunnskólabörn sitji við sama borð alls staðar á landinu,“ seg- ir í skýrslunni og því er bætt við að ýmislegt bendi til þess að sums staðar sé ekki veitt fullnægjandi menntun. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu á laugardag kemur fram í skýrslunni að gæðaöryggi er ábóta- vant í íslenska grunnskólakerfinu. Árangur nemenda í fáeinum grunn- skólum skeri sig ítrekað úr og sömu skólarnir séu hvað eftir annað langt undir meðaltali á samræmdum próf- um. Segir að því megi halda fram að gæði skóla séu misjöfn, að minnsta kosti ef litið sé til hlutfalls réttinda- kennara og því hugsanlegt að nem- endur fái misgóða þjónustu. 2004 var hlutfall réttindakennara minna en helmingur í 13 skólum, sem allir eru á landsbyggðinni. Sumir þeirra sýndu ágæta útkomu, en þeirra á meðal voru einnig þeir, sem hvað lakast hafa staðið sig á samræmdum prófum. Það er óverjandi að það megi gefa sér fyrirfram að lendi barn í tiltekn- um skóla megi gefa sér að það hljóti óviðunandi menntun. Það er ekki hægt að láta viðgangast að ár eftir ár sé lakasta útkoman í sömu skólunum. Ríkisendurskoðun segir að mennta- málaráðuneytið þurfi að setja skýr markmið með grunnskóla og viðmið um árangur. Þá skorti tengsl á milli gæðaeftirlits ráðuneytisins og fram- laga Jöfnunarsjóðs, sem sé því ekki beitt til að ýta undir og aðstoða skóla við að uppfylla gæðakröfur. Markmið skólakerfisins á að vera að hver einstaklingur fái að blómstra og njóta sín að verðleikum. Til þess að það geti gengið eftir þurfa öll börn að sitja við sama borð í skólum landsins, hvar sem þau búa. Framlög til grunn- skóla eru hærri hér á landi en í ná- grannalöndunum án þess það skili sér í sambærilegum námsárangri og nú þarf að fara ofan í saumana á hvernig bæta megi úr því. Er ástæðan sú að ekki hefur verið settur nægur kraftur í að tryggja að bestu kennararnir haldist í stéttinni? Það er svo augljóst að það ætti ekki að þurfa að segja það að besta leiðin til að bæta námsárang- ur er að fá hæfustu kennarana til starfa og tryggja þeim viðunandi starfsskilyrði. Það er alvarlegt mál þegar Ríkis- endurskoðun kemst að þeirri niður- stöðu að ekki megi fullyrða að grunn- skólabörn sitji við sama borð alls staðar á Íslandi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Um þessar mundir er þessminnst að ein öld er liðin síð-an sett voru fyrstu fræðslu-lög á Íslandi og stofnaður sérstakur skóli, Kennaraskóli Íslands, til að mennta kennara. Þessir tveir at- burðir eru nátengdir. Kennaraháskóli Íslands og Kennarasamband Íslands minnast þeirra sameiginlega og standa fyrir fjölbreyttri dagskrá í tilefni aldarafmælisins. Fræðslulögin 1907 Áður en fræðslulögin, sem samþykkt voru árið 1907, tóku gildi 1. júní 1908 var kennsla barna og ungmenna að mestu á ábyrgð heimilanna og undir eftirliti presta þó sums staðar hafi verið byggðir skólar og ráðnir kennarar. Upp úr alda- mótunum hafði dr. Guð- mundur Finnbogason sál- fræðingur farið víða um land og skráð upplýsingar um fræðslumál lands- manna. Skýrsla Guðmundar um þær ferðir er merk heimild um stöðu fræðslumála í upphafi 20. aldar og hún endurspeglar heldur bágborið ástand almenningsfræðslu í landinu. Þessi skýrslugerð og öflugur málflutningur framsýnna þingmanna og annarra í kjölfar hennar lögðu grunn að fræðslu- lögunum og stofnun Kennaraskóla Ís- lands sama ár. Með fræðslulögunum var fræðsluskyldu komið á og sveit- arfélögum gert skylt að standa straum af kostnaði við menntun barna á aldr- inum 10-14 ára í að minnsta kosti sex mánuði á ári. Ekki voru landsmenn sammála um nauðsyn fræðsluskyldu og töldu margir ástand menntunar hér betra en víða annars staðar og því Ís- lendingum ekki nauðsynlegt að fylgja fordæmi annarra þjóða og lögbinda fræðsluskyldu. Kennaraskóli Íslands í Reykjavík Um sama leyti og fræðslulögin voru til umræðu á Alþingi í upphafi 20. aldar var líka rætt um kennaramenntun, enda þörf fyrir menntaða kennara æ brýnni eftir því sem námskröfur jukust. Á þessum árum voru haldin námskeið fyrir kennara í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og þar starfaði kenn- aradeild í rúmlega tíu ár eða allt til þess að Kennaraskólinn var stofnaður í Reykjavík árið 1908 eftir ítarlegar um- ræður á Alþingi og stundum harðar deilur. Alþingismenn deildu ekki síst um það hvar skólinn ætti að vera en mörgum þótti ekki við hæfi að halda slíkan skóla í sollinum í Reykjavík! Lög um kennaraskóla eru líka frá 1907 og reyndar staðfest sama dag og fræðslu- lögin. Kennaraskóla Íslands var valinn staður í stórgrýttri, óruddri urð í út- jaðri þeirrar Reykjavíkur sem þá var. Þar stendur gamli Kennaraskólinn enn á horni Laufásvegar og Barónsstígs og hýsir nú starfsemi Kennarasambands Íslands sem stofnað var árið 2000. Kennarasamband Íslands hið eldra eignaðist gamla skólahúsið við Laufásveg árið 1990. Þá var það afskaplega illa far- ið og lét sambandið gera það upp af miklum mynd- arskap. Í Kennaraskól- anum við Laufásveg var fyrst kennt haustið 1908 og var skólastjóri séra Magn- ús Helgason en tveir kenn- arar auk hans ráðnir til skólans. Þar starfaði skól- inn þar til byggt hafði verið glæsilegt skólahús á Rauð- arárholti, elsta byggingin sem nú hýsir Kennarahá- skóla Íslands. Næsta stóra framfaraskref í kenn- aramenntun hér á landi var stigið þegar kennaranám var flutt á háskólastig árið 1974 og Kennaraskólinn gerður að Kennaraháskóla Íslands. Annar mik- ilvægur áfangi var sameining fjögurra skóla, Fósturskóla Íslands, Íþrótta- kennaraskóla Íslands, Þroskaþjálfa- skóla Íslands og Kennaraháskólans árið 1998. Um þessar mundir eru fram- undan enn ein tímamót, en eins og kunnugt er verður Kennaraháskóli Ís- lands sameinaður Háskóla Íslands 1. júlí næstkomandi og mun þá mynda stofninn að nýju menntavísindasviði Háskóla Íslands. Kennaraháskólinn á tímamótum Margt hefur breyst frá því Kenn- araskólinn tók til starfa í urðinni við Laufásveginn árið 1908. Þá voru nem- endur í skólanum 57 og kennarar þrír. Nú stunda á þriðja þúsund nemendur nám við Kennaraháskólann og fast- ráðnir starfsmenn eru rúmlega 200. Þá voru námsgreinar ákveðnar með lögum og reglugerð, skýrt afmarkaðar í tíma og að innihaldi. Nú geta nemendur í kennaranámi haft mikil áhrif á sam- setningu eigin náms, valið áherslur og leiðir og stundað námið hvort sem er í skólanum við Stakkahlíð í Reykjavík eða með fjarnámssniði heiman frá sér en þann kost velur nú rúmlega helm- ingur nemenda. Í upphafi var kenn- aranám þriggja vetra nám, sex mánuðir á vetri. Samkvæmt nýju námsskipulagi sem tók gildi í Kennaraháskóla Íslands nú í haust er gert ráð fyrir að fullgilt kennaranám verð skólanám sem lýk gráðu. Enda þótt brey ar á einnar aldar f unar á Íslandi má aramenntun í upp skipulögð af frams Á aldarafmæli kennara Eftir Svanhildi Kaaber » Áður en sem sam árið 1907, tó 1908 var ken ungmenna a ábyrgð heim Svanhildur Kaaber Hádegisverður N Við Laufásveg N Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is PÉTUR M. Jónasson vatnalíffræð- ingur hyggst stefna umhverfis- ráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins til þess að fá hnekkt úrskurði ráð- herra þess efnis að heimilt sé að leggja Gjábakkaveg, á milli Þingvalla og Laugarvatns, eftir leið 7, nálægt Þingvallavatni. Þetta staðfestir Guð- jón Ólafur Jónsson, lögmaður Péturs, í samtali við Morgunblaðið en að hans sögn verður stefna lögð fram á næst- unni. Guðjón vill ekki tjá sig nánar um atriði málsins en mikið hefur verið deilt um umhverfismat á framkvæmd- inni. Í umsögn Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytisins, um stjórn- sýslukæru Péturs vegna umhverf- ismatsins, dagsettri 10. október 2006, kemur fram að velja eigi Gjábakka- vegi það stæði sem er í mestri fjar- lægð frá þekktum hrygningarsvæðum bleikjunnar í Þingvallavatni þar sem rannsóknir sýna „ótvírætt hvernig nit- urmengun virkar og ljóst að aukning í magni köfnunarefnis (niturs) getur raskað jafnvægi í lífríki Þingvalla- vatns.“ Í bréfi sem Vegagerðin sendi Heimsminjaskrá Unesco hinn 26. nóv- ember sl. kemur hins vegar fram að Umhverfisstofnun hverfismatið fór f neinum mótmælu mengun. Jón Rögnvalds bendir í samtali v Umhverfisstofnun ástæðu til að mót hverfismatið fór f Vegagerðina ekki Umhverfisstofnun Hyggjast kæra úrskurð                           ! "  #   " $  %  .        3     -     Í HNOTSKURN » Unesco er mennta-, vísinda- ogmenningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. » Skipulagsstofnun lauk öðrumati á umhverfisáhrifum Gjá- bakkavegar í maí 2006. Pétur M. Jónasson kærði matið en ráðherra vísaði kærunni frá í haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.