Morgunblaðið - 21.01.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 23
✝ Elín OddnýHalldórsdóttir
fæddist í Brekku í
Svarfaðardal 21.
október 1917. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Hlíð á Ak-
ureyri 15. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
þau Þórlaug Odds-
dóttir, f. 22. júlí
1885, d. 17. ágúst
1964 og Halldór
Kristinn Jónsson,
bóndi og dýralækn-
ir, f. 10. des. 1882, d. 9. júlí 1953.
Systkini hennar voru Sigurlaug, f.
2. nóv. 1910, d. 4. des. 1988 og
Þorsteinn Jakob, f. 31. ágúst
1921, d. 19. júlí 1943.
Elín giftist 16. maí 1945 Jóni
Pétri Hallgrímssyni, f. 16. maí
1916, d. 13. okt. 1968. Foreldrar
hans voru Hallgrímur Pétursson
bókbindari, f. 17. okt. 1875, d. 20.
apríl 1937 og Þórunn Valdimars-
dóttir, f. 14. júní 1885, d. 9. júlí
1960. Dóttir Elínar og Jóns er
Svanhvít, f. 15. okt. 1946. Hennar
maður er Herbert Herbertsson, f.
1. jan. 1946. Börn hennar eru 1)
Elín Anna Guð-
mundsdóttir, f. 13.
ágúst 1965, hennar
maður er Sigurður
Gunnarsson, f. 22.
mars 1960 og börn
þeirra eru Unnur, f.
13. júlí 1986 og
Bjarki, f. 6. júní
1992. 2) Brynja
Guðmundsdóttir, f.
15. mars 1967,
hennar börn eru
Guðjón Pétur, f. 28.
des. 1987, Kristján,
f. 21. nóv. 1989,
Svanhvít Anna, f. 4. júlí 2003 og
Stefán Smári, f. 18. mars 2005. 3)
Jóhann Pétur Herbertsson, f. 7.
júlí 1971 og 4) Guðrún Elín Her-
bertsdóttir, f. 23. apríl 1978. Jón
átti einnig dótturina Ásdísi Elfu
frá fyrra hjónabandi. Hennar
maður er Smári Hermannsson og
eiga þau fjögur börn.
Elín starfaði auk húsmóður-
starfa nær allan sinn starfsaldur
fyrir Kaupfélag Eyfirðinga, bæði
við verslunarstörf og símavörslu.
Elín verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku amma, ég var svo heppin
að fá að vera hjá þér bernskuárin
mín um jól, páska og sumur og fékk
m.a. að vera með þér í kjallaranum í
Kjörbúðinni í Byggðavegi, vigta og
verðmerkja, algjör ævintýraveröld
þar.
Allt sem tengist Byggðavegi var
stórt og gott í þínum huga, allt til
loka dags, því þar var heimili ykkar
afa í 93, kjörbúðin í nr. 98 og Helga
Maggý í 88.
Já, þú áttir góða vini þar og stelp-
urnar tvær úr kjörbúðinni í
Byggðavegi, Helga Maggý og Anna
Freyja, hugsuðu svo sannarlega vel
um þig. Það var svo gaman fyrir
mig að koma stundum í Sólarkaffið
ykkar og heyra spjallið eða þegar
þú hafðir farið í Tískuverslun Stein-
unnar og fengið eitthvað að láni og
þú gast ekki fengið betri ráðgjafa
en þær tvær. Og tryggari vinkonur
er vart hægt að hugsa sér og þakka
ég þeim af alhug fyrir allt sem þær
gerðu fyrir þig.
Þér fannst svo gaman að ferðast
og ég þakka fyrir að ég fór með þér
um borð í Drangi eldsnemma morg-
uns til Grímseyjar og seinna um
haust með biluðu rútunni yfir
Sprengisand. En þú naust þín svo í
ferðalögum og þú vildir alltaf skoða
sem mest. Ég upplifði Ísland með
þér, því Sigmundur og Sigrún eða
Guðmundur L.Þ. og Dúdda voru svo
dugleg að kippa okkur með í bílferð-
ir um Norðurland og ekki skemmdi
að hafa kleinurnar þínar með í för.
Talandi um bakstur (!): það hefur
engum tekist að leika eftir litlu
bragðgóðu kleinurnar eða einstöku
pönnukökurnar þínar, sama hvað ég
reyndi eftir uppskriftum þínum, það
vantaði alltaf sálina þína í deigið.
Og allar hefðirnar þínar, þær
snerust ekki um stórar gjafir, held-
ur frekar að muna eftir dögum og
þá var farið og keypt ein rós eða
boðið í kaffi á Súlnabergi, þú mund-
ir svo vel alla afmælisdaga, öll síma-
númer og alla hátíðisdaga.
Brekka í Svarfaðardal, ættaróðal-
ið okkar. Þú varst ekkert smá stolt
af öllum þar, þú dáðist að systur-
dætrum þínum Göggu og Gunnellu
og börn þeirra voru eins og ömmu-
börn, sem þau voru reyndar ekki,
því þau voru Öbbu-börn. Þú elsk-
aðir lömbin í sveitinni og hafðir
áhyggjur af þeim fram á síðasta dag
og það var því yndislegt að þegar
við fórum í þína síðustu ferð í
Brekku að þá gast þú ekki farið út í
fjárhús en Gagga ákvað að bjarga
því og sótti því lítið yndislegt lamb
og bar það upp í stofu til þín svo þú
gætir haldið á því, knúsað það og
andað að þér bestu lykt í heimi eins
og þú nefndir það.
Elsku amma, nú færðu loks hvíld-
ina sem þú óskaðir þér og ég veit að
þú ert núna hjá afa og Ella í Langó
tekur örugglega hlæjandi á móti
þér, hún ákvað að fara aðeins á und-
an þér til að geta tekið á móti þér.
Eftir langan aðskilnað færðu loks
að hitta Þorsteinn Jakob bróður
þinn og Diddu systur þína.
Unnur sendir þér hlýjar kveðjur
og þakkir fyrir kakóið og kleinurnar
þegar hún gat rölt frá Lundarskóla
til þín og gat montað sig af því að
eiga alvöru ömmu í hverfinu.
Bjarki fyrirgefur að þú varst í
vandræðum með að halda með lið-
inu hans í fótbolta því alvöru Þórs-
arar halda bara með sínu liði og alls
ekki liðinu á brekkunni.
Hvíl í friði amma. Þín
Elín Anna.
Elsku amma, ég á frábærar
minningar frá heimili þínu, í Ein-
ilundinum. Þar dvaldi ég oft hluta
sumars þegar ég var yngri. Og það
var ósjaldan sem maður var settur í
það að liggja á hnjánum með þér
með sporjárn eða skrúfjárn og
reyna að ná blessuðum fíflunum
upp, og það með rótunum. En alltaf
spruttu þeir upp aftur og baráttan
var vonlaus. En þú lagðir svo mikla
rækt við garðinn þinn, og ræktaðir
þar rósir sem þú varst mjög hrifin
af.
Þú lagðir alltaf mikið upp úr því
að vera snyrtileg til fara og áttir
mjög vönduð og flott föt. Það var
stundum eins og þú værir að koma
beint frá París, háborg tískunnar.
Og ekki þorði maður að segja þér
frá því ef maður keypti föt í Hag-
kaupum, þá var hægt að réttlæta
hvíta lygi. Þér fannst nú meira
koma til ef fötin voru keypt í tísku-
vöruverslun. En það hefði auðvitað
verið í lagi ef fötin hefðu verið keypt
hjá KEA.
Þú varst mikil KEA-manneskja.
Á sumrin þegar ég var lítil þá
vannstu í verslun KEA á Byggða-
veginum og þá fórum við krakkarn-
ir til þín og fengum brauð sem var
búið að taka úr sölu og fórum með
það til að gefa öndunum á litlu
tjörninni fyrir neðan sundlaugina.
Og síðar meir þegar þú varst farin
að vinna á skiptiborðinu á skrifstofu
KEA þá var alltaf jafnspennandi að
koma við þegar við krakkarnir fór-
um niður í bæ að leika okkur.
Pönnsurnar þínar amma og klein-
urnar voru bestu pönnukökur og
bestu kleinur í heimi. Það var nú
annað en það sem maður kaupir út í
búð í dag. Kleinurnar þínar voru svo
nettar og bragðgóðar og alltaf gam-
an að baka með þér. Enda fór þetta
allt saman fram á gömlu góðu
Rafha-eldavélinni þinni sem er nú
inni í bílskúr hjá mér. Og þú lagðir
alltaf mikið upp úr því að leggja
snyrtilega á borð með litlu nettu
kaffibollunum þínum.
Amma, þú hafðir mjög gaman af
því að spila brids og ég fékk stund-
um að spila með ykkur vinkonunum
þegar eina vantaði og mér fannst
auðvitað mjög merkilegt að fá að
taka þátt í að spila með fullorðna
fólkinu. Þú varst líka hrifin af bók-
um og þegar ég hafði gengið fram af
öðrum fjölskyldumeðlimum í bóka-
kaupum þá hringdi ég bara í þig og
sagði þér frá því hvaða bækur ég
hafði keypt og þá blessaðir þú kaup-
in mín, því þú varst örugglega besti
viðskiptavinur bóksala norðan heiða
og ég sá besti sunnan heiða. Og dá-
læti mitt á Davíð Stefánssyni frá
Fagraskógi hef ég frá þér.
Þú elskaðir sætu lömbin í sveit-
inni í Brekku í Svarfaðardal. Þú
elskaðir að vera í fjárhúsunum í
Brekku en ég elskaði að vera í fjós-
inu, fór alltaf fyrst út í fjós að hitta
kýrnar áður en ég heilsaði upp á
heimilisfólkið í Brekku. En dýrin
voru okkur báðum ofarlega í huga.
Og fundum við báðar frið og ró með
dýrunum, eitthvað sem erfitt er að
útskýra með orðum.
Ég er þakklát Elínu Önnu og
Sigga fyrir að hafa verið þér til að-
stoðar öll þessi ár og vinkonum þín-
um sem voru svo duglegar að heim-
sækja þig, og fyrir alla þá hlýju sem
fjölskyldumeðlimir frá Brekku hafa
sýnt þér í gegnum tíðina. Nú ertu
komin á nýjan stað þar sem verður
hugsað vel um þig,
Hvíl í friði amma mín,
þín
Brynja.
Elsku amma mín.
Mínar helstu minningar um þig
eru og verða alltaf sólskinsríkir
sumardagar á Akureyri. Rósirnar
þínar, fjólurnar og hádegisblómin,
öll í fullum skrúða. Þær voru marg-
ar stundirnar sem þú eyddir í garð-
inum. Þyturinn í öspunum í bland
við hljóðið í gömlu sláttuvélinni
þinni, þessari mann-knúnu, hljóma
enn í hausnum á mér sem þessi eini
sanni sumarhljómur. Bragðið og
lyktin af gómsætu pönnukökunum
þínum gleymast heldur ekki, og ég
mun aldrei gefast upp á því að
reyna að ná mínum pönnukökum
eins. Ég þykist þó vita að mér muni
aldrei takast það. Mig grunar að þú
fylgist svo framvegis með mis-
heppnuðum tilraunum mínum og
hlæir þínum skemmtilega hlátri.
Kannski réttir þú mér hjálparhönd.
Við vorum duglegar að skrifast á
þegar ég var stelpa og mér þykir
svo vænt um bréfin okkar. Þú send-
ir mér oftast þurrkaða fjólu með í
umslaginu. Ég sagði þér frá skól-
anum, vinunum og jafnvel veikind-
um. Ég hlæ mig enn máttlausa þeg-
ar ég les bréf sem ég skrifaði þér 10
ára gömul. Ég hafði veikst eitthvað
og fór til læknis. Í bréfinu til þín
skrifa ég nákvæmlega hvað lækn-
irinn sagði, hvaða lyf ég ætti að taka
og hversu oft á dag. Þetta hefur því
hljómað miklu meira eins og lyfseð-
ill heldur en bréf. En afi var nú líka
lyfjafræðingur, svo þetta er kannski
ættgengt. Þetta bréf enda ég svo á
orðunum: „Jæja, nú hef ég ekki
meira að segja amma mín, ég þarf
að fara að taka meðölin mín.“ Heim-
sóknum mínum til þín fækkaði mik-
ið síðustu árin. Ég held ég hafi ein-
ungis hitt þig fjórum sinnum síðasta
árið. En það var samt alltaf svo gott
að koma til þín. Þú brostir, alltaf
svo fín og vel til höfð. Ég vil senda
starfsfólki öldrunarheimila Akur-
eyrar sérstakar kveðjur með þökk
fyrir góða umönnun. Eins vil ég
taka það fram hversu þakklát ég er
Ellu systur og Sigga. Þau sáu svo
vel um þig og reyndust þér svo vel.
Það var gott að hafa náð að
kveðja þig amma mín. Fengið að
kyssa þig og halda í höndina á þér
undir það síðasta. Þú hefur loksins
fengið friðinn og ert komin á góðan
stað, þar sem afi tekur vel á móti
þér. Þar getur þú svo dundað í garð-
inum, tekið á móti lömbunum og
sinnt öðrum sveitastörfum. Hugur
þinn og hjarta var alltaf í sveitinni.
Hugur minn og hjarta mun alltaf
minnast þín, elsku amma. Guð
geymi þig.
Guðrún Elín.
Abba var frænkan okkar í
Brekku. Eins og til að staðfesta það
enn frekar átti hún þar sitt eigið
gælunafn, en annars var hún kölluð
Ella. Sjaldan var farið í bæjarferð
án þess að koma við hjá Öbbu og
þar voru höfðinglegar móttökur.
Abba átti alltaf eitthvað til að bera á
borð. Það var auðvitað heimabakað
og í öðrum stærðum en maður átti
að venjast. Allt var smátt og fínlegt,
kleinurnar litlar og nettar eins og
þær höfðu verið hjá mömmu henn-
ar, partar og kökur allt af penna
taginu. Í Einilundinum voru hlut-
irnir í óaðfinnanlegri röð og reglu á
notalegan og hlýjan hátt. Abba var
glæsileg kona, henni var annt um að
koma vel fyrir, var með eyrnalokka,
varalit og óaðfinnanlega greiðslu
upp á hvern dag.
Þegar við systkinin vorum í
Menntaskólanum á Akureyri var
Einilundurinn okkar annað heimili.
Ávallt var okkur fagnað innilega og
þegar Klemenz Bjarki kom í heim-
sókn var hún sérstaklega kát, ekki
síst ef vinkonur hennar voru þar
fyrir, þá gantaðist hún með að það
væri kominn ungur herra að finna
hana, þær væru nú ekki svona
heppnar. Í Einilundinum áttum við
öll dýrðarstundir með kaffi í brúnu
glasi og mauluðum örsmáar pipar-
kökur meðan við flettum Morgun-
blaðinu sem var framandi málgagn
okkur sem ólumst flest upp með
Tímanum og Degi.
Þegar við frændsystkinin fimm
brautskráðumst frá MA voru stúd-
entsveislur okkar allar haldnar hjá
Öbbu í Einilundinum. Þá var Abba
einnig ómissandi hjálparhella í
fermingarveislum okkar þar sem
hún stóð gjarnan og hrærði heitt
súkkulaði í stærðarpotti. Súkkulaði
sem átti engan sinn líka.
Abba ólst upp í Svarfaðardal
ásamt eldri systur sinni og ömmu
okkar Sigurlaugu og yngri bróður
þeirra Þorsteini Jakobi. Hann varð
bráðkvaddur um tvítugt og var öll-
um harmdauði. Eflaust syrgðu þær
systur hann alla tíð á sinn hljóðláta
hátt og vorum við systkinin öll alin
upp í mikilli virðingu við minningu
hans. Kannski varð þetta áfall til að
styrkja samband þeirra systra en
það virtist alltaf fallegt og fullt af
hlýju.
Þegar minnistap tók að hrjá hana
Öbbu okkar fyrir nokkrum árum
var uppruni hennar og tenging við
sveitina henni þó alltaf hugstæð.
Hún spurði ævinlega eftir kindun-
um, hvernig sauðburðurinn eða hey-
skapurinn gengi og hringrásin í
sveitinni var henni hugleikin. Í síð-
asta sinn sem hún heimsótti dalinn
komst hún ekki í fjárhúsin til þess
að ná sér í lambalykt, eins og hún
orðaði það svo gjarna, en fékk lamb
heim í stofu því ekkert var henni
jafnkært í sveitinni og nýfædd
lömb.
Það eru ljúfsárar tilfinningar sem
fylgja því að kveðja Öbbu. Hennar
tími var eflaust kominn og efst í
huga er þakklæti fyrir allan þann
kærleika sem hún sýndi fjölskyldu
systur sinnar alla tíð og skipti þá
ekki máli hvaða kynslóð átti í hlut.
Á síðustu árum snerust hlutverkin
við og endurguldu móðir okkar og
systir hennar alla þá umhyggju með
því að sinna henni ævinlega af
áhuga og ræktarsemi. Við minn-
umst Öbbu með virðingu og mikilli
hlýju og erum þakklát fyrir að hafa
fengið að njóta samvista við hana
svo lengi sem raun bar vitni.
Guðrún Þóra,
Sigurlaug Anna,
Steinunn Elva og
Klemenz Bjarki.
Kærleikur, glaðværð, tryggð, um-
hyggja og æðruleysi eru orð sem
koma upp í hugann þegar ég minn-
ist Elínar Oddnýjar Halldórsdóttur,
eða Ellu ömmu eins og hún var oft-
ast kölluð á okkar heimili.
Ég kynntist Ellu sumarið 1981,
en það vor var ég svo lánsamur að
nafna hennar og ömmubarn flutti
frá Álftanesi til Akureyrar til að
stofna heimili með mér.
Ella tók mér strax einstaklega
vel, kannski var ástæðan sú að hún
var ákaflega ánægð að fá Elínu
Önnu til Akureyrar, enda ekki aðrir
ættingjar hennar hér í bænum.
Heimsóknir okkar í Einilundinn
voru líka mjög tíðar og alltaf jafn
notalegt að njóta samverunnar þar.
Garðurinn í Einilundi átti oft hug
hennar allan og dugði ekkert annað
en að fá lærða garðyrkjumenn í hin
ýmsu verk, t.d að klippa runnana.
Fyrstu árin fékk ég að slá grasið og
stinga upp kartöflugarðinn, en það
tók mig 10 ár að öðlast réttindi til að
klippa runnana, öll garðverkin
þurfti að vinna á sérstakan hátt, t.d
mátti ekki vökva rósirnar með vatni
beint úr krananum, heldur þurfti
vatnið að hafa staðið í garðkönnu
þannig að rósirnar fengju ekki áfall
við að fá á sig ískalt vatnið. Allt
þetta skilaði sér í blómstrandi og
fallegum garði.
Ekki vantaði veitingarnar hjá
Ellu, alltaf nýuppáhellt eðalkaffi í
fínlegu litlu kaffibollunum,
litlu kleinurnar og pönnukökurn-
ar, oftar en ekki voru fleiri mættir í
kaffið því hún var vinmörg og átti
góða og trygga vini sem héldu sam-
bandi alla tíð.
Get ekki sleppt því að minnast á
Brekku í Svarfaðardal, en þangað
fórum við fjölskyldan oft með Ellu
meðan heilsa hennar leyfði. Það var
eins og hún væri komin heim og
þannig tók fólkið í Brekku á móti
okkur öllum. Heimsóknin var svo
fullkomin þegar hún var búin að
fara í fjárhúsin og anda að sér ilm-
inum og knúsa lömbin.
Kvöldið áður en hún andaðist er
mér dýrmætt. Ég fékk að sitja hjá
henni með kertaljós og litla engilinn
hennar upplýstan við hliðina og lítið
lamb í hendinni, þarna kvaddi ég
Ellu og verð ævinlega þakklátur að
hafa fengið að kynnast henni.
Sigurður.
Elín Oddný
Halldórsdóttir
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN ÞÓRLINDSDÓTTIR,
Sigtúni,
Fáskrúðsfirði,
sem lést þriðjudaginn 15. janúar, verður jarðsungin
frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 26. janúar
kl. 14.00.
Skafti Þóroddsson,
Högni Skaftason, Ingeborg Eide,
Arnþór Atli Skaftason, Jóna Bára Jakobsdóttir,
Gunnþóra Arndís Skaftadóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Erla Skaftadóttir, Sveinn Sigurjónsson,
Magnús Hafsteinn Skaftason, Sigríður Jónína Garðarsdóttir,
Kristján Birgir Skaftason, Hafrún Traustadóttir,
ömmu- og langömmubörn.