Morgunblaðið - 21.01.2008, Side 35

Morgunblaðið - 21.01.2008, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008 35 MISTRIÐ – The Mist, er byggð á rúmlega 100 bls. sögu í smásagna- safninu Skeleton Crew eftir Stephen King, og er jafnframt sú fyrsta í bókinni. Hugmyndin varð til í versl- unarferð King-fjölskyldunnar eftir illviðrisnótt sem gekk yfir Maine- ríki, en atburðir úr hversdagslífinu verða skáldinu gjarnan að yrkisefni. Síðan eru liðin rösk 20 ár og sagan mikið til gleymd, enda fjarri því að vera frumleg, hvað þá að teljast með eftirminnilegri verkum höfundar. Þá koma þessar yndislegu fréttir, sjálf- ur Darabont ætli að kvikmynda nó- velluna, en hann á að baki tvær af bestu kvikmyndagerðum King- sagna, The Green Mile og klassíkina The Shawshank Redemption – sem einnig er nálgun á um 100 bls. verki. Þar með er samanburðinum lokið, The Mist er meðalmoð frá hrollvekj- umeistaranum á meðan sagan af myndinni af Ritu Hayworth er fim- lega spunnin flétta frá fyrstu blað- síðu til þeirrar síðustu, með frábær- um persónum, vinklum og endi og gerði Darabont að einu af stóru nöfnunum í Hollywood. Mistrinu er ekki alls varnað og lofar góðu uns líf fer að kvikna í hinu óhugnanlega mistri og rétt að fara ekki fleiri orðum um það dýraríki því margir hrollvekjuunnendur eiga vafalaust eftir að sjá myndina þegar slíkir stórhöfðingjar sem King og Darabont eru koma við sögu. Leikhópurinn er skipaður lítið þekktum skapgerðarleikurum, það skiptir ekki máli því það eru brell- urnar sem fara með aðalhlutverkin. Tónlist Marks Isham er tilþrifamikil að venju, jafnvel fullmikilfengleg miðað við rýrt umfjöllunarefnið. Nú er að bíða og vona að Darabont gangi betur með næsta verkefni eft- ir King, að þessu sinni bætir hann engu við eldri hrolli á borð við Nigt of the Living Dead og The Fog. Sæbjörn Valdimarsson Margt býr í þokunni „Mistrinu er ekki alls varnað og lofar góðu uns líf fer að kvikna í hinu óhugnanlega mistri...“ Maðkar í mistrinu KVIKMYND Smárabíó, Laugarásbíó Leikstjóri: Frank Darabont . Aðalleikarar: Thomas Jane, Marcia Gay Harden, Andre Braugher, Frances Sternhagen, William Sadler. 127 mín. Bandaríkin 2007. Mistrið – The Mist bbmnn ÞAÐ var gaman að fá tækifæri til að heyra Cold Front-tríóið sem sextett á NASA svona stuttu eftir að plata þess, Full House, kom út. Þarna voru að sjálfsögðu mættir ásamt Birni Thoroddsen, meistarabassa- leikarinn blakki Steve Kirby og trompetleikarinn kanadíski af vest- uríslensku ættunum, prófessor Richard Gilles; máttarstoðir Cold Front. Svo var hinn kanadíski Will Bonness, stjörnusólistinn á Full House, á rafpíanó því flygill fyr- irfannst enginn á NASA, sem var miður, og nýir menn á tenórsaxófón og trommur, Eyjólfur Þorleifsson og David Freedman. Eyjólfur fékk fá tækifæri á tónleikunum en Freed- man frá New York tók hvert trommusólóið á fætur öðru og notaði öll trikkin í bókinni. Full House er dálítið í ætt við hinn svokallaða „smoot jazz“ sem helst er spilaður af djassættaðri tónlist á útvarps- stöðvum vestra. Þeir félagar hófu tónleikana á einu slíku lagi „O“ sem var eftir Björn eins og öll lög tón- leikanna utan „Over The Rainbow“ sem var einleikslag Björns með öll- um stílbrögðum hans, gítartrommi og leikrænum effektum, og „Night In Tunisia“ sem var máttlítið djamm. Í kjölfarið lék sextettinn „Mr.G“ samvinnuverkefni Björns, Kirby og Gilles af tríóskífunni Cold Front, sem ég tel bestu skífu Björns til þessa, og nú fengu menn að spinna. Flott! Lögin urðu 11 og með- al hápunktanna voru frábærir sólóar Steves Kirbys m.a. í kántrískotnu „Full House“ og sóló Will Bonness í fönkuðu „Riot“ og þar var hann ekki ólíkur Kjartani Valdimarssyni upp á sitt besta. Svo má ekki gleyma frá- bærri lagasmíð Björns „Ice West“ þar sem hann og Bonness fóru á kostum. Það tók sextettinn smátíma að ná grúfinu, en þegar allt var kom- ið í gang og Kirby og Freedman keyrðu á fullu var björninn unninn og áheyrendur, sem troðfylltu NASA, létu hrifningu sína óspart í ljós. Cold Front keyrir á fullu Árvakur/Ómar Björn Thoroddsen Gítarleikari og forsprakki Cold Front. TÓNLIST NASA Cold Front – Föstudagskvöldið 18. janúar 2007bbbbn Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.