Morgunblaðið - 31.01.2008, Síða 11

Morgunblaðið - 31.01.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 11 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is SJÚKLINGAR eiga það til að reka upp stór augu þegar þeir átta sig á því að heilsufarsupplýsingar um þá eru ekki aðgengilegar rafrænt milli t.d. sjúkrahúsa og heilsugæslunnar, jafnvel ekki milli lækna innan sömu stofnunar. Fólk þarf að margendur- taka sjúkrasögu sína, fara oft í sömu rannsóknirnar og sjúklingar af þeim sökum því stungnir í handlegginn óþarflega oft. Undrunin er skiljan- leg. Í því upplýsingasamfélagi sem við búum í er fólk vant því að auð- veldlega sé hægt að nálgast upplýs- ingar um fjármál þess svo dæmi sé tekið. En af hverju ekki í heilbrigð- iskerfinu? Hví er enn að hluta beitt 19. aldar aðferðafræði við skráningu og miðlun upplýsinga í nútímalækn- ingum? Ýmislegt hefur áunnist við upp- byggingu rafrænna sjúkraskráa og heilbrigðisnets á landsvísu undan- farin ár, þótt hægt hafi miðað að margra mati. Tímamót urðu árið 1998 með útkomu skýrslu um stefnu- mótun ríkisstjórnarinnar um upplýs- ingasamfélagið. Í framhaldi af því komst nokkur hreyfing á málið, árið 2001 var gerð kröfulýsing um raf- ræna sjúkraskrá og samtímis var unnið að stefnumótun um heilbrigð- isnet. Verkefnin eru samtvinnuð: Rafræna sjúkraskráin er upphaf og endir alls í rafrænum samskiptum. Ekki fullnægjandi sjúkraskrá Árið 2004 var tekin saman skýrsla af fyrirtækinu ParX, viðskiptaráð- gjöf IBM, þar sem gerð var grein fyrir hvaða leiðir væru færar og hverju þyrfti til að kosta svo hin raf- ræna veröld í heilbrigðisþjónustu yrði hér sambærileg því sem best gerist annars staðar. „Þeirra mat var að sú sjúkraskrá sem við værum með væri ekki fullnægjandi og ráð- lögðu okkur að byggja rafræn sam- skipti upp frá grunni,“ segir Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu. Mat ParX var að á 4-6 ára tímabili þyrfti að verja tveimur milljörðum í endurnýjun allra kerfa. Var áætlað að tæpum milljarði hefði þegar verið varið í uppbygginguna. Niðurstaðan varð hins vegar sú að byggja áfram á fyrirliggjandi grunni þar sem búið væri að fjárfesta þá þegar svo mikið í kerfinu. Ekki var talið mögulegt að fá nægilegt fjár- magn til umbyltingar. Í kjölfarið var áfram unnið að uppbyggingu heil- brigðisnetsins í skrefum. Útbreiddasta sjúkraskrárkerfið í dag nefnist Saga og er notað á öllum heilsugæslustöðvum á landinu, á stærstu sjúkrahúsunum og víðar. Landspítalinn tók m.a. þá ákvörðun að byggja sína rafrænu skráningu á Sögukerfinu, þó með þeim hætti að kerfið er nú notað sem nokkurs kon- ar skel með tengingu við fjölmörg önnur kerfi sjúkrahússins. Strax í upphafi komu upp efa- semdir um að Sögukerfið, sem var hannað fyrir heilsugæsluna, hentaði sjúkrahússtarfsemi. Nú er rætt hvort tekist hafi að laga það að þörf- um spítalanna eins og til stóð. „Það eru tveir kostir; að hætta við Sögu- kerfið eða laga það að þörfum sjúkrahúsanna eins og t.d. hefur ver- ið reynt á Landspítalanum og víðar síðustu ár,“ segir Ingimar. „Það er hins vegar alls óvíst að menn nái í höfn með það. Þá þarf að skoða aðra kosti í stöðunni.“ Hann segir ekki útilokað að nýtt kerfi verði boðið út að afloknu stöðumati. „Áður en slík ákvörðun er tekin þarf að fara fram umræða í samfélaginu um málið.“ Stofnanir ráðuneytisins greiða ríf- lega 100 milljónir króna á ári í leyfis- og þjónustugjöld vegna Sögukerfis- ins og má ætla að heildarkostnaður vegna Sögu geti hæglega numið um 200 milljónum á ári. Til viðbótar kemur kostnaður annarra kerfa sem er töluverður. Talið er að rekstrar- kostnaður nýs kerfis verði svipaður eða nokkru hærri. Ljón í veginum En hvað tefur uppbygginguna? Bent hefur verið á að persónuvernd- arsjónarmið hafi þar haft sitt að segja, en lagagrundvöllur rafrænna sjúkraskráa er ótryggur. Nú er í smíðum lagafrumvarp sem lýtur sér- staklega að rafrænum sjúkraskrám. En fleira hefur tafið málið. Und- anfarin ár hefur skort þann kraft sem einkennt hefur uppbygginguna í nágrannalöndunum. Skýringin felst í skorti á fjármagni en bent hefur ver- ið á að reynslan hafi sýnt að þótt verkefnið sé dýrt skili það sér til baka í tímasparnaði og hagræðingu í öllu heilbrigðiskerfinu. Árið 2004 var reiknað út að uppbyggingin myndi borga sig upp á um fjórum árum. Stór þáttur í nýgerðu samkomu- lagi Landspítala og fjögurra ná- grannasjúkrahúsa er uppbygging rafrænna samskipta stofnananna. Telur heilbrigðisráðuneytið að þetta muni kosta um 60 milljónir króna og taka um tvö ár. Hefur heilbrigðisráð- herra þegar sett 25 milljónir króna í verkefnið. Markmiðið er að koma upp rafrænu samskiptaumhverfi með gagnvirkum tengingum og ýtr- ustu öryggiskröfum. Kerfið verður ekki strax opið í báða enda, í fyrstu geta nágrannasjúkrahúsin aðeins nálgast upplýsingar úr gagnagrunn- um Landspítalans. Í kjölfarið, þegar lög um rafræna sjúkraskrá liggja fyrir, stendur til að gera samskiptin gagnvirkari. Lykillinn liggur í Kraganum „Samstarf Kragasjúkrahúsanna verður lykillinn að uppbyggingu raf- rænna samskipta í landinu,“ segir Ingimar. Takist vel til verður það í kjölfarið yfirfært á allt heilbrigðis- kerfið. Innleiðing rafrænna samskipta mun leiða til hagræðingar í rekstri heilbrigðiskerfisins, um það er ekki deilt. Þau spara einnig tíma og mannauðurinn nýtist því betur til annarra verka en tímafrekrar skrán- ingar og öflunar upplýsinga. Marg- földunaráhrifin eru mikil, þau felast í meiri framleiðni, auknum gæðum og hagræðingu í rekstri. „Að auki tryggir þetta meira öryggi gagna og getur hreinlega skipt sköpum um hvort sjúklingur nær bata eður ei,“ segir Ingimar, skrifstofustjóri heil- brigðisráðuneytisins. Nýtt heilbrigðisnet myndi kosta tvo milljarða króna Árvakur/Kristinn Breyttir tímar Pappírssjúkraskrár eru enn notaðar á sjúkrahúsum en þær rafrænu munu þó sigra að lokum. SAMHLIÐA uppbyggingu rafrænna sjúkra- skráa á heilbrigðisstofnunum hefur verið unnið að öðrum þáttum heilbrigðisnets, m.a. innleið- ingu rafrænna lyfseðla. Það verkefni er vel á veg komið, allar heilsugæslustöðvar og langflest apótek á landsbyggðinni eru nú þegar tengd kerfinu og í mars nk. bætist höfuðborgarsvæðið við. Verða þá allir lyfseðlar innan heilsugæsl- unnar sendir rafrænt. Í framhaldinu er unnið að því að tengja sjúkrahús, aðrar heilbrigðisstofn- anir og sérfræðinga á stofum kerfinu og er von- ast til að það verði orðið að veruleika í lok ársins. Munu þá um 2 milljónir lyfseðla, sem gefnir eru út árlega, verða sendir rafrænt. Kerfið sem stuðst er við kallast Hekla og um þá gátt er einn- ig hægt að miðla öðrum upplýsingum, s.s. bólu- setningatilkynningum til sóttvarnarlæknis. Gert er ráð fyrir því að á þessu ári verði einnig hægt að miðla lækna- og hjúkrunarbréfum í gegnum Heklu. Er hér því á ferðinni nokkuð stór hluti þess heilbrigðisnets á landsvísu sem stefnt er að. „Þetta er mikið hagræði fyrir sjúk- ling, sem þarf ekki lengur að fara á heilsugæslu- stöð að sækja lyfseðil heldur getur fengið hann sendan í það apótek sem honum hentar hverju sinni,“ segir Auður Harðardóttir, verkefnastjóri hjá heilbrigðisráðuneytinu. Breytingin felur í sér aukið öryggi varðandi lyfjaávísanir, skammtastærð og notkun lyfja. Einnig eru minni líkur á fölsun lyfseðla. Rafrænar send- ingar lyfseðla geta þannig aukið öryggi sjúk- linga, bætt þjónustuna, aukið vinnuhagræðingu og sparað tíma. Kerfið felur í sér mun fleiri möguleika, m.a. skráningu á aukaverkunum lyfja sem hægt er að senda beint á Lyfjastofnun. Allir lyfseðlar rafrænir í árslok  Um tvær milljónir lyfseðla verða sendar rafrænt á hverju ári  Minnkar veruleika líkur á fölsunum  Öll heilsugæslan í landinu komin í kerfið í mars og sjúkrahús og sérfræðingar í árslok Árvakur/Frikki 1975 Fyrsta tölvukerfið á heilsugæslustöð tekið í notk- un á Egilsstöðum. Á 9. áratugnum komu til fjögur ný kerfi: Medicus, Starri og Hippokrates. 1992 Heilbrigðisráðuneytið tók frumkvæði að því að öll kerfin væru sameinuð í eitt: Sjúkraskrárkerfið SÖGU. Fyrirtækið Gagnalind var stofnað og átti Þróunar- félag Íslands 40% hlut í fyrirtækinu. 2000/2001 eMR tekur yfir eignir og rekstur Gagna- lindar. Tölvumiðlun og Íslensk erfðagreining voru stærstir meðal eigenda. 2003 Tölvumyndir kaupa eMR og reka starfsemina fyrst undir nafninu Teriak og síðar TM Software. 2007 Nýherji kaupir heilbrigðishluta TM Software og síðar fleiri þætti úr rekstri TM Software. Starfsemin rekin áfram undir nafninu TM Software. Sagan af Sögu Uppbygging heilbrigðis- nets á landsvísu hefur ekki gengið jafnhratt og vonir stóðu til. Verkefnið er kostnaðarfrekt, en mun þegar það er að fullu komið í gagnið borga sig upp á fjórum árum. „NÚGILDANDI lög taka aðeins til meðferðar á pappírssjúkraskrám,“ segir Auður Harðardóttir, verkefn- isstjóri hjá heilbrigðisráðuneytinu, en nefnd á vegum ráðuneytisins vinn- ur nú að gerð frumvarps til laga um rafræna sjúkraskrá. Er vonast til þess að frumvarpið verði tilbúið á næstu vikum og það lagt fram á yf- irstandandi þingi. Tilgangur laganna er að setja fram skýrar reglur um færslu og meðferð sjúkraskrár- upplýsinga þannig að örugg meðferð persónuupplýsinga sé ávallt tryggð og hægt sé að veita sjúklingum eins fullkomna heilbrigðisþjónustu og kostur er á hverjum tíma í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Framtíðarsýnin með rafrænni sjúkraskrá er að sjúkraskráin fylgi sjúklingnum frá vöggu til grafar og að heilsufarsupplýsingar sem máli skipta verði aðgengilegar þeim heil- brigðisstarfsmönnum sem annast sjúklinginn hvar og hvenær sem er, óháð uppruna gagna. Fyrst og fremst er verið að hugsa um að auka öryggi sjúklinga og gæði í meðferð. Til þess að þetta gangi er nauðsynlegt að tryggja öryggi gagna samkvæmt við- urkenndum öryggisstöðlum og reglum um persónuvernd og stýra aðgangi heilbrigðisstarfsmanna að upplýsingum í sjúkraskrá. „Það þarf að tryggja rekjanleika, hver skoðar hvaða gögn, um hvaða sjúklinga, úr hvaða tölvu og á hvaða tíma,“ segir Auður. „Hugsunin er sú að sá sem fer inn í rafræna sjúkraskrá skilji eftir sig fótspor alls staðar í kerfinu og því verður að fylgjast með markvisst. Slíkir möguleikar eru fyrir hendi í þeim tölvukerfum sem stuðst er við í dag, þannig að allt eftirlit er auðveld- ara með rafrænum sjúkraskrám heldur en t.d. pappírssjúkraskrán- um.“ Frumvarp til laga lagt fram í vor RAFRÆN sjúkraskrá er samansafn heilsufarsupplýsinga eins og per- sónuupplýsinga, fjölskyldusögu, sjúkdómsgreiningar, meðferða, lyfjanotkunar og rannsóknarnið- urstaðna. Rafræn sjúkraskrá er grunnurinn að heilbrigðisneti á landsvísu sem er hugsað sem farvegur rafrænna sam- skipta milli aðila innan heilbrigð- isþjónustunnar. Staða rafrænna sjúkraskráa er af- ar misjöfn hjá einstökum stofnunum. Rafræn skráning gagna er ágæt hjá heilsugæslustöðvum og ýmsum deildum sjúkrahúsa en þó er nokkuð í land hjá flestum að umhverfið verði alfarið pappírslaust. Dæmi um slíkt má þó finna hjá Heilsugæslustöðinni í Glæsibæ og hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Þá er lítil sem engin sam- tenging á milli sjúkraskrárkerfa ein- stakra stofnana. Rafræn sjúkraskrá grunnurinn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.