Morgunblaðið - 31.01.2008, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.01.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 13 ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is JOHN McCain, öldungadeildar- þingmaður fyrir Arizona, er nú sigurstranglegasti frambjóðandinn í forkosningum repúblikana þótt hann hafi nánast verið afskrifaður fyrir örfáum mánuðum. Sigur McCains í Flórída í fyrra- dag sýnir að hann er ekki aðeins eftirlæti óháðra kjósenda, heldur nýtur hann einnig mikils stuðnings meðal þeirra sem skráðir eru í flokk repúblikana. Aðeins skráðir repúblikanar gátu kosið í Flórída ólíkt sambandsríkjunum New Hampshire og Suður-Karólínu þar sem mikið fylgi meðal óflokksbund- inna kjósenda hafði tryggt McCain efsta sætið. Sigurinn í fyrradag er mikilvægur í ljósi þess að Flórída er fjórða fjölmennasta sam- bandsríkið og endurspeglar fjöl- breytileika Bandaríkjanna. McCain fékk 36% atkvæðanna í Flórída og helsti keppinautur hans, Mitt Romney, 31%. Munurinn er ekki mikill og stjórnmálaskýrendur búast við tvísýnni baráttu á milli þeirra á þriðjudaginn kemur þegar kosið verður í 21 ríki. Romney er enn álitinn skæður keppinautur þar sem hann hefur mikil peningaráð og nýtur mikils stuðnings meðal íhaldssamra kjósenda repúblikana. Ein af meginniðurstöðum for- kosninganna í Flórída er að bar- áttan stendur nú í raun aðeins á milli McCains og Romneys og aðrir keppinautar þeirra hafa heltst úr lestinni. Rudy Giuliani fékk aðeins 15% atkvæðanna og var fullyrt að hann myndi draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við McCain. Mike Huckabee fékk enn minna fylgi, eða 13%, og virðist ekki eiga raunhæfa möguleika á sigri. Hann hyggst þó berjast áfram og er það talið koma sér vel fyrir McCain. Líklegt er að Huckabee taki at- kvæði frá Romney þar sem þeir hafa tekist á um stuðning íhalds- samra trúarhópa. Sigur án kjörmanna Hillary Clinton fékk 50% at- kvæða og Barack Obama 33% í for- kosningum demókrata í Flórída. John Edwards fékk aðeins 14% fylgi og það varð til þess að hann ákvað að draga sig í hlé. Sigur Clinton hefur þó ekki mikla þýðingu þar sem deila um tímasetningu forkosninganna varð til þess að ákveðið var að svipta fulltrúa Flórída atkvæðisrétti á flokksþingi demókrata þegar for- setaefni flokksins verður valið formlega. Edwards hættur og Giuliani á útleið Reuters Óstöðvandi? John McCain fagnar sigri sínum í forkosningunum í Flórída. Sigurinn í Flórída sýnir að McCain er ekki aðeins eftirlæti óháðra kjósenda Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FRAM kemur í skýrslu opinberrar rannsóknarnefndar í Ísrael á stríðinu gegn Hizbollah-skæruliðum í Líbanon 2006 að gerð hafi verið ýmis mistök af hálfu jafnt stjórn- málaleiðtoga sem hershöfðingja í tengslum við átökin. Hins vegar hafi Ehud Olmert forsætisráðherra gert það sem hann hafi talið vera „í þágu Ísraelsríkis“. Margir höfðu gert því skóna að í skýrslunni, sem er um 500 síður, yrði felldur svo harður dómur yfir Olmert að hann myndi hrökklast úr embætti en ljóst þykir að það muni ekki verða. Eliyahu Winograd, dómari á eftirlaun- um, sem hafði umsjón með gerð skýrslunnar, var þó harðorður í gær er hann kynnti aðalatriðin. „Það voru slæm og alvarleg mistök að hefja stríðið án þess að hafa gert áætlun um leið út úr því,“ sagði hann. Líbanon varð hart úti í átökunum, 1.200 manns, að- allega óbreyttir borgarar, féllu og eignatjón varð gríð- arlegt. Niðurstaðan varð eins konar jafntefli, Hizbollah- samtökin misstu að vísu marga menn en styrktu mjög áróðursstöðu sína í Líbanon. Markmið Ísraela, sem var að ganga í eitt skipti fyrir öll milli bols og höfuðs á sam- tökunum, mistókst með öllu. Traust almennings í Ísrael á hernum beið mikinn hnekki og Olmert var hart gagn- rýndur fyrir að gefa skipun um mikla en misheppnaða sókn 60 stundum áður en vopnahlé átti að taka gildi. 33 ísraelskir hermenn féllu í sókninni. Líbanonsstríð „slæm og alvarleg mistök“ Olmert sleppur lítt skaddaður en í skýrslu rannsóknarnefndar er hann sagður hafa talið sig vera að tryggja hagsmuni Ísraels MIKIÐ vetrarríki er í Kína um þessar mundir og óvanalegt að því leyti að mikið hefur snjóað í mið- og suðurhluta landsins. Talið er að þök á hálfri milljón húsa hafi sligast undir farginu og mikið tjón hefur orð- ið í landbúnaði, einkum í ylræktinni. Samgöngur eru erfiðar af þessum sökum og er víða rafmagnslaust vegna þess að kol hafa ekki borist kolakyntum raf- orkuverum. Víða hefur verksmiðjum verið lokað og annarri atvinnustarfsemi hætt og stjórnvöld óttast, að ástandið eigi eftir að kynda undir verðbólgunni, sem hefur verið vaxandi. Þykir þetta sýna hve kínverskt efnahagslíf er berskjaldað fyrir truflunum af þessu tagi. Stjórnvöld hafa nú lýst yfir „stríði“ gegn elris- hundi og fylgifiskum hans og kallað út herinn til að moka snjó. Hér láta hermenn hendur standa fram úr ermum í mokstrinum á einni brúnna yfir Yangtze-fljót í borginni Nanking en milljónir manna voru stranda- glópar hér og hvar vegna ófærðarinnar. Reuters Óvanalegt vetrarríki í Kína Chicago. AFP. | Bóluefni sem kemur í veg fyrir vímuáhrif eiturlyfja hefur verið þróað við Baylor-læknaháskól- ann í Houston. Bundnar eru vonir við að efnið geti nýst í baráttunni við eiturlyfjavána og jafnvel komið í veg fyrir að fólk ánetjist eiturlyfjum. Hingað til hefur bóluefnið sýnt mesta virkni á áhrif kókaíns en von- ast er til að í framtíðinni verði einnig hægt að nota það gegn áhrifum amfetamíns, heróíns og jafnvel sígarettna. Bóluefnið dregur úr magni kók- aíns sem berst til heilans en ferlið er mjög hægt, svo ekki er hætta á frá- hvarfseinkennum. Efnið verður til þess að líkaminn skynjar eiturlyfið sem aðskotaefni og ræðst á það í blóðrásinni með því að mynda mótefni. Kókaíneindirnar skiljast loks út í gegnum nýrun og líkaminn losar sig við það með þvagi. Á þennan hátt er komið í veg fyrir að kókaínið berist til heilans og valdi vímu. Með notkun efnisins væri hægt að minnka ánetjun því líkaminn myndi smám saman mynda meira mótefni og áhrif eiturlyfsins hjaðna. Nú er bóluefnið fyrst og fremst hugsað í lækningaskyni fyrir fíkla en ekki er útilokað að það verði einnig nýtt til forvarna. Bóluefni þróað gegn kókaíni ♦♦♦ TOMAS Delgado, spænskur efna- maður, hætti í gær við vægast sagt umdeilda málshöfðun en hann hafði krafist þess, að foreldrar drengs, sem hann ók á og varð að bana, bættu honum skemmdir á bílnum. Delgado var a.m.k. á 113 km hraða þegar hann ók á Enaitz Iriondo Trinidad, 17 ára dreng, og varð hon- um að bana. Hámarkshraðinn á slys- stað var 90 km en sérfræðingur for- eldra drengsins hélt því fram, að Delgado hefði verið á 173 km hraða. Dómari vísaði máli Delgados frá á þeirri forsendu, að hann hefði ekki brotið neitt af sér og þá höfðaði hann mál gegn foreldrunum og krafðist þess, að þeir bættu honum tjón á fína bílnum hans, Audi A-8, um 1,9 millj. ísl. kr. Almenningur á Spáni brást æva- reiður við málshöfðuninni og er óhætt að segja, að Delgado sé nú sá, sem fólk fyrirlítur mest. Af þeim sökum hefur hann dregið kæruna til baka en nú er hugsanlegt, að mál hans verði tekið upp aftur og hann ákærður fyrir manndráp. Fallið frá málshöfðun ÖSKU Mahatma Gandhi, frelsis- hetju Indverja, var dreift undan strönd borgarinnar Mumbai í gær í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá því að hann var myrtur. Nilamben Parikh, langafabarn Gandhis, hellir hér öskunni í Arabíuhaf úr duftkeri við athöfn sem fór fram í samræmi við helgisiði hindúa. Reuters Öskunni dreift DANSKA sjónvarpið (DR) hugðist í gær sýna heimildamynd þar sem fram kemur að flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafa farið um danska lofthelgi og m.a. millilent í Narsarsuaq á Grænlandi til að taka eldsneyti, segir Berlingske Tidende. Grunur leikur á að CIA hafi flutt meinta hryðjuverkamenn í þessum ferðum. DR komst yfir flugáætlanir, hót- elskráningar og áhafnarlista vegna nokkurra véla sem hafa millilent á Grænlandi. Fyrir gögnunum er skráð Stevens Express Leasing sem er eitt af felufyrirtækjum CIA. CIA-vélarnar millilentu á Grænlandi DANIR óttast, að þrír síðustu bók- stafirnir í danska stafrófinu, æ, ø og å, heyri brátt sögunni til. Er það álit dönsku málnefndarinnar og einnig Institut for Fremtids- forskning, stofnunar, sem fæst við rannsóknir á því sem framtíðin kann að bera í skauti sér. „Æ, ø og å eiga undir högg að sækja vegna alþjóðavæðingar og hinnar stafrænu þróunar. Ef ekkert verður að gert, munu þessir þrír bókstafir hverfa smám saman,“ segir Johan Peter Paludan, for- stöðumaður IF. Hann og Sabine Kirchmeier-Andersen, forstöðu- maður dönsku málnefndarinnar, hvetja til þess, að tekið verði í taumana strax og segja, að það skipti máli fyrir Dani að hafa ein- hverja sérstöðu meðal þjóða. Danir óttast um Æ, Ø og Å STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.