Morgunblaðið - 31.01.2008, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 15
SÝNING þeirra Freyju Önundar-
dóttur og Sigríðar Helgu Olgeirs-
dóttur í Orkuveituhúsinu ber tit-
ilinn Kraftbirting. Þema sýning-
arinnar er vatnið, sjálf undirstaða
lífs á jörðunni. Þótt vatn sé hvers-
dagslegur og sjálfsagður þáttur í
tilveru okkar erum við ekki óvön
því að sjá það í upphöfnu og trúar-
legu ljósi enda mikilvægt minni í
menningarsögunni frá örófi alda.
Á sýningunni er fléttað saman á
fágaðan hátt bláleitum, flæðis-
kenndum málverkum Freyju og
hvítum hluta – eða hálfkúlulaga
skúlptúrum og skálum Sigríðar
Helgu sem oft innihalda vatnið
sjálft kristaltært. Veggskúlptúr
með mörgum bátalaga skálum þar
sem vatn rennur úr einni í aðra
skapar mikilvægan hljóðbakgrunn
fyrir sýninguna. Hvítar skálarnar
eru festar á ryðgaða járnplötu og
mýrarrauðinn skilur eftir lífræn
ummerki á þeim í rennslisferlinu.
Málverkin eru aðallega unnin
með þeirri tækni að láta þunnan ol-
íulit flæða á striganum þar sem að-
allega smá en stundum stór dropa-
laga hringform hafa myndast í
ferlinu. Þannig virka verkin oft
sjálfsprottin en þessi tækni er
áberandi í samtímamálverkum
samtímans. Í sumum myndanna
má sjá einhverja pensilskrift og
virkar það þá meira eins og trufl-
un, sérstaklega ef bygging mynd-
flatarins er í flóknari kantinum.
Áhrifaríkast er stórt fossaverk þar
sem tekist hefur að ná fram gegn-
sæjum úða sem minnir á slæðu,
þar sem sameinast hreyfing, kraft-
ur og kyrrð.
Sýningin er dæmd til að virðast
svolítið klisjuleg vegna efnistak-
anna sem virðast ákveðið tískufyr-
irbrigði í myndlistinni. Efnistök
eru þó ekki háð neinum einkaleyf-
um og marktæk framtíð listamann-
anna gæti mögulega legið í því að
vinna markvissar með þá sjónrænu
og andlegu eiginleika sem best
heppnuðust í tilraunaferlinu.
Vatn, samnefnari
orku og kyrrðar
Þóra Þórisdóttir
MYNDLIST
100° gallery Orkuveituhúsinu
Sýningin stendur fram í miðjan febrúar.
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 10–
16 . Aðgangur ókeypis.
Freyja Önundardóttir og Sigríður
Helga Olgeirsdóttir – Kraftbirting
Árvakur/Valdís Thor
Kraftbirting „Þema sýningarinnar
er vatnið, sjálf undirstaða lífs á
jörðunni,“ segir í umfjöllun.
„MUSIC for a while“ var yf-
irskrift Tíbrártónleika hins nafn-
lausa kvennakvartetts í Salnum á
sunnudagskvöld og vísaði til upp-
hafsatriðisins, þrábassalags („gro-
und“) eftir Purcell er góðkunnugt
mun meðal forntónkera. Eftir hóf-
legri aðsókn að dæma gætu þeir
verið álíka stór hópur og fylgj-
endur framúrstefnu, og gegnir
eiginlega furðu ef væru ekki fleiri,
því margt sem heillar í sönglögum
Schuberts og Schumanns má þeg-
ar finna í tónlist síðendurreisnar
laust fyrir 1600. Ekki sízt hjá
Bretum sem höfðu sérstakt vald á
heiðtærum léttleika – fyrir nú ut-
an hvað löngu hnattvædd tunga
söngtextanna auðveldar almenna
meðtöku.
Sautján verka dagskráin var al-
brezk og spannaði tímabilið frá
um 1580 til 1720, allt frá reness-
ansmadrígalistunum Morley,
Dowland, Weelkes og Gibbons um
snemmbarokkmennina Hume og
Lawes í mið- og síðbarokk Blows,
Purcells og Eccles. Meirihluti
hinna 17 samsetningarmöguleika
fereykisins var nýttur og bauð,
ásamt ólíkum tilfinningalitum allt
frá depurðardróma í dillandi ást-
arglens, upp á mikla fjölbreytni.
Einkenndist allt af fyrirhafn-
arlausri mýkt, hvort heldur í söng
eða spili, og myndaði notalega
andstæðu við jafnt óblíða veð-
urhæð úti fyrir sem grjóthart
neyzlusamfélag og vandfirrt há-
vaðarokk nútímans.
Meðal einleiksatriða Guðrúnar
Óskarsdóttur bar af þríþætt Svíta
Purcells í d fyrir syngjandi tær-
leika, er átti reyndar einnig við
gömbusóló Ólafar eftir Hume og
fiðlueinleik Hildigunnar í frægum
fimmradda Silfursvan Gibbons
(umritara ekki getið). Bráðfalleg
altrödd Jóhönnu Halldórsdóttur
bar uppi söngnúmerin tólf með
fífuþýðum sjarma, að viðbættri
heillandi inntakstúlkun er naut sín
einna bezt í kankvísu meðferðinni
á hjarðsælu ástarlögunum. En –
eins og Frakkar segja – noblesse
oblige! Svona rödd þarf að fara
fullkomlega með. Þó að tjáningin
uppfyllti flestar væntingar með
óþvinguðum glans, hefði að ósekju
mátt gefa ögn meira í veikustu
niðurlög, skerpa á textasam-
hljóðum og tónstöðu – einkum í
hniggjörnustu hendingalokum og
víbratóköflum.
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Salurinn
Ensk tónlist frá 16. & 17. öld. Jóhanna
Halldórsdóttir alt, Guðrún Óskarsdóttir
semball, Hildigunnur Halldórsdóttir ba-
rollfiðla og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir
gamba. Sunnudaginn 27. janúar kl. 20.
Kammertónleikarbbbmn
Dúnmjúk og dillandi forntónlist
ÞÓRUNN Elísabet Sveinsdóttir
hefur fengist við búningahönnun
fyrir kvikmyndir og leikhús við
góðan orðstír. En Þórunn er ekki
síður kunn fyrir teppasaum og
þessa dagana stendur yfir sýning á
verkum hennar í Gallerí Boxi á Ak-
ureyri undir yfirskriftinni Blíð-
lyndi.
Í svartmáluðu boxinu hanga
fimm verk úr svörtu efni. Fjögur
þeirra sýna upphleypt Valentínus-
arhjörtu samsett úr textílefni, títu-
prjónum og tölum, og vísa ýmist til
frágangs eða undirbúnings á sniði.
Fimmta verkið er svo svartflúrað
bútasaumsteppi sem á stendur orð-
ið „Ást“.
Fyrir utan boxið hanga önnur
tvö litrík teppi og aftur er Valent-
ínusarhjartað í aðalhlutverki. Að
þessu sinni í hjartastað, anatómískt
séð.
Efnisnotkun Þórunnar er ríku-
leg; blúndur, útsaumur og sitthvað
fleira. Og öllu ægir saman í vand-
legri myndbyggingu svo til verður
undarleg blanda af rókókó og ab-
strakt geometrískri komposisjón.
Svartmáluð „innsetningin“ dempar
dekorið eilítið en bætir að sama
skapi við einhverskonar „neo-
gothik“ stemningu sem er létt
dramatísk (ég sé fyrir mér Johnny
Depp í hlutverki Sweeney Todd).
Líður sýningin fyrir kaótískt um-
hverfið og vafasamt að færa hana
þetta langt inn í vinnustofur lista-
manna án þess að vinna beinlínis
með það umhverfi.
Textíllinn stendur þó fyrir sínu
og fer Þórunni vel að vera sem yf-
irgengilegust í skrautinu. Hæstum
hæðum nær hún í verkunum, „Ást“
og „Í hjartastað“ sem eru hræði-
lega falleg.
Hræðilega
fallegur
textíll
MYNDLIST
Gallerí Box
Opið laugardaga og sunnudaga frá kl.
14–17. Sýningu lýkur 3. febrúar.
Aðgangur ókeypis.
Þórunn E. Sveinsdóttir
bbbnn
Litrík teppi „Efnisnotkun Þór-
unnar er ríkuleg, blúndur, útsaum-
ur og sitthvað fleira.“
Jón B.K. Ransu
Á SÝNINGU Ingarafns í D-sal
Hafnarhússins er áherslan lögð á
að sýna ferlið sjálft við sköpun
listarinnar sem inntak verksins.
Ferlið hefur þannig enn ríkari
fagurfræðilegar skírskotanir en
útkoman sjálf. Ingirafn notar
vetni til að búa til alla vega litaðar
sápukúlur í til þess gerðum sápu-
kúluvélum. Lífrænt óhlutbundið
málverk verður til í rýminu sem
staðfesting um leið og ferlið sjálft
við gerð þess verður aðalsjónar-
spilið. Það breytir í raun litlu þótt
sápukúluvélarnar séu ekki í gangi
því ímyndað sjónarspil þess dugar
til að skapa mynd í hugum áhorf-
enda. Litaðar sápukúlur fela í sér
hugmynd um hreinsun með litum,
ekki ósvipað og hugmyndin um
þvottabláma hér áður. Ferlið vísar
einnig í vinsælar aðferðir við gerð
málverka og landslagsstemma í
samtímanum þar sem stýrðar fag-
urfræðilegar tilviljanir leika stórt
hlutverk.
Á sýningunni er einnig sýnt
myndband þar sem tekin er yfir
ímynd húss sem hústökufólk hefur
Lituð sápa
og bletta-
tækni
Þóra Þórisdóttir
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur 0
Hafnarhús, Dsalur
Opið alla daga frá kl. 10–17. Sýningin
stendur til 2.mars. Aðgangur ókeypis
Ingirafn Steinarsson
Árvakur/Valdís Thor
Lífrænt óhlutbundið málverk
Ingirafn notar vetni til að búa til
alla vega litaðar sápukúlur í til þess
gerðum sápukúluvélum.
hertekið. Listamaðurinn hefur sett
sínar eigin myndir á húsið og fylg-
ist með því í gegnum myndbands-
myndavélaraugað og slær þannig
á það ákveðnu eignarhaldi um
stund.
Ferlið sem verkið er ekki nýtt
af nálinni en framkvæmdin er
skemmtileg og ekki laust við að
áhorfandinn skynji að hann og
hans viðbrögð eru hluti af verkinu.
Sá sem heldur að hann sé að taka,
horfa, er óvart orðinn litaður af
eignarrétti listamannsins eins og
sápukúlurnar. Ekki lengur litlaus,
ósýnilegur eða passívur, heldur
litaður af ásetningi listamannsins.
Skemmtileg nálgun og í takt við
listheimspekilegar umræður síð-
asta áratugar.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Þvottavél verð frá kr.:
104.500
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200
www.eirvik.is
Íslenskt stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar
Stórt hurðarop
20 ára ending
Gerð Listaverð TILBOÐ
Þvottavél W1514 149.285 104.500
1400sn/mín/5 kg
Þvottavél W1714 179.600 134.700
1400sn/mín/6 kg
Þurrkari T7644C 142.144 99.500
rakaþéttir/6 kg
Eirvík kynnir
sportlínuna
frá Miele
Miele gæði
TILBOÐ