Morgunblaðið - 31.01.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.01.2008, Qupperneq 16
Selfoss | Hljómsveitin Mánar frá Selfossi var heiðruð á Selfossþorrablótinu, sem fór fram í íþróttahúsi Vallaskóla. Hljómsveitin fékk Selfosssprotann, menn- ingarviðurkenningu þorrablótsins sem Kjartan Björnsson rakari hélt sjöunda árið í röð. Sprotinn er veittur á hverju þorrablóti fyrir framlag til Selfoss og Suðurlands á sviði tónlistarmenningar. Eftir að Guð- mundur Benediktsson og félagar höfðu tekið við við- urkenningunni spiluðu þeir nokkur af sínu gömlu frægu lögum. Mánar fengu sprotann 16 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI AUSTURLAND Eftir Sigurð Aðalsteinsson Reyðarfjörður | Fyrir- tækið Launafl var stofnað fyrir tæpum tveimur árum af nokkr- um fyrirtækjum í Fjarðabyggð, á Fljóts- dalshéraði og Seyðis- firði til að þjónusta ál- ver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Fyrirtækið er til húsa í Snæfugls- húsinu á Reyðarfirði. Að sögn Magnúsar Helgasonar, fram- kvæmdastjóra Laun- afls, var fyrirtækið stofnað til að koma fram sem einn sam- nefnari til að þjónusta álverið og var gerður samningur þar að lútandi til sjö ára. „Félagið veitir álverinu almenna þjónustu í rafmagns- og viðhalds- málum ásamt því að halda við ýmiss konar búnaði og sjá um að hann sé í lagi, auk viðhalds á öllum þess far- artækjum og fasteignum. Hjá fyr- irtækinu starfa nú 90 til 100 manns, frá aðildarfélögum og undirverktök- um sem við erum að selja út á svæð- inu, en þeim fækkar í um 50 þegar búið verður að ná tökum á álfram- leiðslunni. Nú eru á launaskrá hjá fyrirtækinu 30 til 40 manns en þeir voru þrír þegar ég tók við fram- kvæmdastjórn í byrjun júlí sl. svo við erum að selja út um 60 manns sem koma frá eigendum fyrirtæk- isins og undirverktökum“ segir Magnús. Mikil uppbygging í gangi Þegar allt er komið í gang verða allir starfsmennirnir starfsmenn Launafls, enda er það krafa Alcoa að 80% starfsmannanna séu starfs- menn hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið er að reisa 1.300 fer- metra húsnæði rétt utan við Fram- nes, að Hrauni 3, þar sem steypu- stöð Mest var staðsett meðan á byggingarframkvæmdum álversins stóð. „Við vonumst til að flytja alla starfsemina þangað í júlí en erum að leita hófanna um annað húsnæði þangað til. Við þurfum að koma upp farartækjaverkstæði sem fyrst, en alls eru um 140 farartæki í álverinu; lyftarar, deiglubílar og kranar ásamt ótal farartækjum öðrum.“ Ásamt Magnúsi vinna Jörgen Rúnar Hrafnkelsson verkefnisstjóri og Lára Björnsdóttir á skrifstofu, við yfirstjórn fyrirtækisins. Stofnendur Launafls voru vél- smiðjurnar G. Skúlason á Norðfirði, Myllan á Egilsstöðum, Vélgæði á Fáskrúðsfirði og Stjörnublástur á Seyðisfirði sem eiga 60% í fyrirtæk- inu. Einnig raftæknifyrirtækin Raf- ey á Egilsstöðum og Rafmagnsverk- stæði Árna á Reyðarfirði, sem eiga 40%. Undirverktakar eru Nestak á Reyðarfirði, Málningarþjónusta Jóns og Þórarins á Egilsstöðum, Raflagnir Austurlands og Raf- magnsverkstæði Andrésar á Eski- firði. Launafl þjónustar ál- verið með samtaka- mætti smærri aðila Drifkraftur Magnús Helgason, framkvæmda- stjóri Launafls, er nú aftur kominn í heimabyggð eftir um það bil 30 ára fjarveru og segir breyt- ingarnar á Reyðarfirði mjög miklar. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson LANDIÐ Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Nýr matslisti Gerd Strand til að meta færni sjö ára skólanemenda er komin út á vegum fræðsluskrifstofu Austur-Húna- vatnssýslu. Hefur verið unnið að gerð listans í þrjú ár af sérkenn- urum í húnvetnskum skólum ásamt fræðslustjóra A-Hún. Listinn er byggður upp af safni spurninga úr helstu færni- og getuþáttum sem hafa áhrif á nám og líðan nemenda í grunnskólum. Það eru sérkennararnir Gréta Björnsdóttir, Guðbjörg I. Guð- mundsdóttir og Helga Ó. Aradóttir sem unnið hafa listann ásamt þeim Sigríði B. Aadnegard, leik- og grunnskólakennara, og Guðjóni Ólafssyni, sérkennslufræðingi og fræðslustjóra, sem stýrði verkinu. Að sögn höfundanna er hér komið tæki sem stuðlar að enn faglegri og markvissari vinnubrögðum í grunn- skólum. Matslistinn veitir for- eldrum og kennurum mikilvægar upplýsingar um stöðu nemandans í ákveðnum færni- og getuþáttum. Þær upplýsingar auðvelda síðan fagfólki skólanna að koma til móts við þarfir hvers og eins nemanda á réttum forsendum. Matslistinn byggist á níu spurn- ingaflokkum sem allir hafa mikla þýðingu í sambandi við nám og skólagöngu sjö ára barna. Spurn- ingaflokkarnir varða málþroska, eft- irtekt/einbeitingu, fljótfærni/ hvatvísi, virkni, samskipti, fín- og grófhreyfingar, sértæka erfiðleika, tilfinningar og líðan og almennan skilning og þekkingu. Allt eru þetta flokkar sem mikilvægt er fyrir kennara og foreldra að hafa sem réttasta mynd af til að nám og líðan viðkomandi nemanda verði sem best. Styrkt af þróunarsjóði Þróunarsjóður grunnskóla veitti tvisvar styrki til að matslistinn gæti orðið að veruleika auk þess sem húnvetnsku skólarnir veittu liðsinni sitt með vinnuframlagi kennara sinna. Listinn hefur verið þaulpróf- aður og hefur hann staðist allar prófanir og því má fullyrða að hann Nýr matslisti fyrir sjö ára grunnskólanema kominn út Matslisti Höfundar matslistans í kynningarhófi að loknu verki, frá vinstri Gréta, Helga, Guðjón, Guðbjörg og Sigríður. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson mæli rétt og vel það sem honum er ætlað og gefi því áreiðanlegar upp- lýsingar. Einnig hafa sérfræðingar eins og sálfræðingar, talmeinafræð- ingur, iðjuþjálfi og aðrir á hinum ýmsu sviðum lagt höfundunum lið. Þessi nýi matslisti Gerd Strand hefur verið kynntur á nokkrum stöðum fyrir fagfólki og er það sam- dóma álit þess fólks að hér sé um að ræða kærkomið hjálpartæki fyrir grunnskólana. Þannig hefur þegar verið ákveðið að taka listann í notk- un í grunnskólum Hafnarfjarðar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar strax og hann kemur út í endanlegri útgáfu. Matslista Gerd Strand fyrir sjö ára nemendur í grunnskóla geta áhugasamir nálgast hjá skrifstofu héraðsnefndar A-Hún. á Blönduósi. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is FORSVARSMENN Kirkjugarða Akureyrar hafa kynnt bæjaryfir- völdum hugmynd um nýjan kirkju- garð í Naustaborgum, milli Kjarna- skógar og golfvallarins, ofan væntanlegrar byggðar. Umhverfis- nefnd bæjarins skipaði í vikunni vinnuhóp til þess að fara yfir málið. Smári Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Kirkjugarða Akureyrar, sér fyrir sér útivistarsvæði með ákveðnum formerkjum, í Nausta- borgir séu göngustígar og reiðleiðir, sem hann telur vel geta fallið að kirkjugarði. „Þetta er friðhelgur staðar og tek- ið yrði tillit til þess. Kirkjugarður er nauðsynlegur hlekkur í samfélaginu en hugmyndin er vissulega nýstár- leg. Áður fyrr leit fólk ekki á kirkju- garð sem útivistarsvæði en það hefur verið að breytast.“ Smári segir gríðarlegan fjölda fólks leggja leið sína í kirkjugarða bæjarins ár hvert og það séu ekki að- eins syrgjendur heldur sæki margir þangað í rólegheitin. Um 7.000 leiði eru nú í kirkjugörð- unum tveimur í bænum, þeim á Naustahöfða og í Lögmannshlíð en Smári segir gesti ár hvert mun fleiri „Það líður ekki sá dagur að hingað komi ekki fólk; tilefnið getur verið margvíslegt, brúðkaupsdagur, af- mælisdagur eða dánarafmæli. Það fellur ekki dagur úr alveg sama hvernig veðrið er.“ Hugmynd að kirkjugarði í Naustaborgum kviknaði eftir að Smári sótti ráðstefnu í Kaupmanna- höfn þar sem ráðstefnugestir veltu m.a. fyrir sér hvað þeir myndu fara fram á við hönnuði ef til stæði að koma upp nýjum kirkjugarði. „Unn- ið var í hópum og í ljós kom að sam- hljómur var með þeim öllum; í fyrsta lagi þyrfti garðurinn að vera í fallegu og rólegu umhverfi, því þetta er staður fyrir lifandi ekki síður en þá látnu. Í öðru lagi þarf, í nútíma fjöl- menningar- og fjöltrúarlegu sam- félagi, að passa að allir hópar verði ánægðir með útkomuna, og í þriðja lagi að umhverfið sé náttúrulegt og margir valmöguleikar fyrir hendi.“ Smári telur Naustaborgirnar henta sérlega vel. Þar séu nú tún og balar og í sjálfu sér þurfi ekki miklu að breyta. Landslagið sé að miklu leyti hægt að nýta eins og það er nú. Á sínum tíma sóttust Kirkjugarð- ar Akureyrar eftir plássi vestan nú- verandi garðs, ofan Þórunnarstræt- is, en þar er nú komin íbúðabyggð. Þá voru uppi hugmyndir um að stækka Lögmannshlíðarkirkjugarð en það þótti forráðamönnum garð- anna ekki fýsilegar kostur vegna þess hve staðurinn er mikil snjóa- kista. Samkvæmt gildandi aðal- skipulagi Akureyrar er gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði sunnan Lónsár nyrst í Glerárhverfi, en Smári segir aðstæður þar svipaðar og í Lög- mannshlíð. Hann tekur reyndar skýrt fram að kirkjugarður verði áfram í Lögmannshlíð, hægt sé að stækka hann þegar þörf krefur. Vilja kirkjugarð sem útivistarsvæði Mynd/MFF Landslagsarkitektar Útivistarsvæði Tölvumynd af hluta hugsanlegs kirkjugarðs og útivistarsvæðis í Naustaborgum efst á Akureyri. Framtíð? KGA er núverandi garður en hugsanlegt svæði er merkt með „?“. Hugmynd um nýjan kirkjugarð í Naustaborgum Í HNOTSKURN »Landsvæðið á Naustahöfða,sem Kirkjugarðar Akureyrar hafa nú til umráða, endist í mesta lagi næstu 15-20 árin að mati Smára Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra. Byrjað var að grafa í garðinn í júlí 1863.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.