Morgunblaðið - 31.01.2008, Side 18
neytendur
18 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Ekki hafa reimar eða snúrur í háls-
máli búninga: Best er að foreldrar taki
slíkt í burtu og setji í staðinn tölu, smellu
eða teygju, því dæmi eru um alvarleg slys
þar sem reimar eða snúrur í hálsmáli eða
hettum búninga hafa náð að festast í ein-
hverju og þrengt mjög að hálsi barna.
Ekki hafa búninga eða buxnaskálmar
of síðar: Foreldrar ættu að stytta skálmar
og búninga sem ná niður fyrir fætur
barnanna, annars er hætta á að þeir flækist
fyrir fótum þeirra og þau detti og slasi sig.
Ekki of háa hæla eða of stóra skó:
Forðist að láta börnin ganga heilan dag í
háhæluðum skóm af mömmu eða allt of
stórum skóm af pabba, sem þau ráða illa við
að ganga á, það býður upp á snúning á
ökkla eða önnur fótaslys.
Lesið innihaldslýsingar á andlitsmáln-
ingu og hárlitunarefni:
Forðist að nota á unga húð hefðbundnar
snyrtivörur sem ætlaðar eru fullorðnum. En
til eru snyrtivörur sem flokkaðar eru sem
leikföng og sumar seldar með búningum.
Mörg börn eru með viðkvæma húð og gjörn
á að fá ofnæmi fyrir efnum í svona vörum
og því er full ástæða til að foreldrar lesi vel
innihaldslýsingu. Best er að fara varlega og
helst að sleppa því að setja mikla andlits-
málningu á mjög unga húð. Eins er gott að
prófa fyrst að setja á lítinn flöt húðarinnar
og athuga hvort einhver erting komi fram
eftir svolítinn tíma. Þegar hárlitunarefni er
sprautað í hárið þarf að passa að það fari
ekki á húð barnsins.
Of stórir bitar af sælgæti og smá-
hlutir: Hjá yngstu börnunum er full ástæða
fyrir foreldra að grisja úr sælgætispokanum
of stóra sælgætismola sem hætta er á að
standi í þeim. Risastórar og grjótharðar
tyggjókúlur ráða lítil börn til dæmis ekki
við og ef slíkt hrekkur ofan í þau er köfn-
unarhætta fyrir hendi. Eins er gott að fjar-
lægja lítil lok af nammidósum eða aðra
smáhluti sem geta staðið illa í börnum ef
þau í óðagotinu stinga þeim upp í sig.
Hlý klæði í kuldanum: Það er ekkert
gaman að vera ískalt að norpa á milli versl-
ana á öskudaginn og því full ástæða á þess-
um árstíma að klæða börnin í hlý föt undir
búningana.
Fylgið börnunum: Ekki er ástæða til að
leyfa of ungum börnum að vera einum á
ferð. Foreldrar þurfa að meta þetta en þó
að börn séu nokkur saman í hóp er vara-
samt að þau yngstu séu eftirlitslaus. For-
eldrar ættu frekar að keyra börnin á milli
fyrirtækja eða fara með þeim í verslunar-
miðstöðvar og skemmta sér með þeim, í það
minnsta fylgjast vel með. Heimurinn er
ekki eins öruggur í dag og hann var fyrir
nokkrum árum.
Endurskinsmerki í myrkrinu: Börnin
leggja mörg hver mjög snemma af stað í
öskudagsröltið sitt og þá er ennþá myrkur
og áríðandi að vera með endurskinsmerki
og hafa þau neðarlega á flíkunum svo þau
sjáist frá öllum hliðum. Brýna skal fyrir
börnunum að fara varlega í umferðinni og
horfa til beggja hliða áður en þau fara yfir
göturnar.
Fullorðna fólkið á bílunum þarf líka að hafa
varann á þegar öskudagur rennur upp því
þá skottast krakkar um allar götur.
Skaðleg leikfangavopn: Ýmsir auka-
hlutir fylgja oft með öskudagsbúningum og
foreldrar ættu að athuga vel að sverð og
annað slíkt sé ekki það oddhvasst að það
geti skaðað þann sem fyrir verður. Heima-
tilbúin sverð þarf að athuga vel því lítið
þarf til að skaða til dæmis augu. Hvell-
hettur ætti líka að fjarlægja úr byssum því
heyrnarskaði getur hæglega orðið ef skotið
er úr slíkri byssu upp við eyra barns. Gott
er að brýna fyrir börnun að beina aldrei há-
vaðaleikföngum upp að eyra annarra. Auka-
hlutir ættu að vera skraut en ekki skaðvald-
ar.
Eldfimir búningar: Margir öskudagsbún-
ingar eru úr mjög eldfimu efni. Því er for-
eldrum ráðlagt að vera aldrei með eld eða
sígarettur í nálægð við börn í öskudagsbún-
ingum eða með grímur á andliti. Það þarf
mjög lítið til að í þeim kvikni.
Ýmislegt að varast á öskudaginn
Árvakur/Steinunn Ásmundsdóttir
Gaman Þessir krakkar á Egilsstöðum voru í svaka stuði á öskudaginn í fyrra.
Á öskudaginn klæða börn á öllum aldri sig í búninga og þvælast um bæinn syngjandi og fá sitthvað fyrir sinn snúð. Mikil tilhlökk-
un tengist þessum degi en gleðin fölnar fljótt ef einhver slasar sig. Það er ýmislegt sem foreldrar ættu að hafa í huga til að koma í
veg fyrir óhöpp. Kristín Heiða Kristinsdóttir heyrði í Fjólu Guðjónsdóttur hjá Sjóvá Forvarnahúsinu sem minnti á nokkur atriði.
Bónus
Gildir 31. jan.-3. febr. verð nú verð
áður
mælie. verð
Kók light, 2 ltr............................ 98 159 49 kr. ltr
Toppur, 2 ltr............................... 98 149 49 kr. ltr
Myllu heimilisbrauð, 770 g ......... 129 175 167 kr. kg
Kjarna sultur, 400 g ................... 129 198 322 kr. kg
Grillaður kjúklingur, ca 1.150 g ... 498 756 498 kr. stk.
Ali beikon, 2 pk. ........................ 1.099 1.648 1.099 kr. kg
Ali svínabógur ........................... 499 599 499 kr. kg
KS lambasvið ............................ 299 399 299 kr. kg
KS lambafillet ........................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg
KS lambasúpukjöt, 1 fl............... 474 499 474 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 31. jan.-2. febr. verð nú verð
áður
mælie. verð
FK saltkjöt, blandað, pk.............. 748 998 748 kr. kg
Ali beikon, sneitt........................ 1.373 1.831 1.373 kr. kg
Fk bayonneskinka ...................... 998 1.422 998 kr. kg
Nautafillet úr kjötborði ............... 2.298 2.998 2.298 kr. kg
Nautapiparsteik úr kjötborði ....... 2.298 2.998 2.298 kr. kg
Matfugl kjúklingaleggir ............... 454 699 454 kr. kg
Matfugl kjúklingavængir ............. 191 319 191 kr. kg
Krónan
Gildir 31. jan.-3. febr. verð nú verð
áður
mælie. verð
Móa kjúklingur, ferskur 1/1 ........ 479 799 479 kr. kg
Gríms fiskibollur, 550 g .............. 349 415 635 kr. kg
Gríms hvítl./hvítb.buff, 400 g ..... 399 539 998 kr. kg
Naggalínan kjötbollur, 450 g ...... 498 534 1.107 kr. kg
Krónu saltkjöt, 1. fl. ................... 759 899 759 kr. kg
Krónu ódýrt saltkjöt.................... 197 299 197 kr. kg
Freschetta Napoli pitsur, 300 g... 198 339 660 kr. kg
Fries örbylgjufranskar, 3 stk. ....... 359 398 120 kr. stk.
Super forsoðnar kartöflur, 680 g . 119 139 175 kr. kg
Omo þvottaefni, 8,2 kg .............. 1.999 2.499 244 kr. kg
Nóatún
Gildir 31. jan.-3. febr. verð nú verð
áður
mælie. verð
Nóatúns eini- & trönuberjalæri.... 1.598 1.798 1.598 kr. kg
Nóatúns hakkbollur í súrsætri ..... 998 1.218 998 kr. kg
Lax í heilu ................................. 598 749 598 kr. kg
Laxasneiðar .............................. 698 1.129 698 kr. kg
Abba hvítlaukssíld/lauksíld ........ 149 249 149 kr. stk.
Nóatúns brauðsalöt, 200 g......... 182 280 905 kr. kg
Nóatúns kús kús m/papr., 200 g 209 279 1.045 kr. kg
Líf Appelsínusafi, 1 lt, 3 fyrir 2 .... 218 327 73 kr. ltr
Egils pilsner dós, 0,5 ltr.............. 59 95 118 kr. ltr
Pepsi, 2 ltr ................................ 119 173 60 kr. ltr
Hagkaup
Gildir 31. jan.-3. febr. verð nú verð
áður
mælie. verð
Kjötb. svínasíða m/pöru............. 498 600 498 kr. kg
Kjötb. svínabógur ...................... 549 741 549 kr. kg
Kjötb. svínahryggur m/puru ........ 898 1.089 898 kr. kg
Kjötb. svínalundir....................... 1.498 2.559 1.498 kr. kg
Holta kjúklingastrimlar, eldaðir.... 1.259 1.798 1.259 kr. kg
HM kjúklingavængir, partývængir. 377 539 377 kr. kg
Samkaup/Úrval
Gildir 31. jan.-3. febr. verð nú verð
áður
mælie. verð
Goði saltkjöt, blandað................ 686 940 686 kr. kg
Goði saltkjöt, valið ..................... 1.165 1.642 1.165 kr. kg
Bautabúrið saltkjöt, hálsbitar...... 219 281 219 kr. kg
Gourmet ungnautahakk .............. 859 1.425 859 kr. kg
Borgarnes kindabjúgu ................ 429 619 429 kr. kg
Matfugl kjúklingaleggir, magnp. .. 418 699 418 kr. kg
Ísfugl kjúklingabr., skinnlausar .... 1.689 2.532 1.689 kr. kg
Egils pilsner, 500 ml .................. 54 98 108 kr. ltr
Maggi súpur, 2 pk...................... 198 339 198 kr. pk.
GM Fitness, 625 g ..................... 299 469 299 kr. pk.
Þín Verslun
Gildir 31. jan.-1. febr. verð nú verð
áður
mælie. verð
Viking léttöl, 0,5 ltr .................... 65 85 130 kr. ltr
Egils kristall, 2 ltr hr./mex.lime.... 135 165 68 kr. ltr
Hunt’s spaghettísósu, 4 teg. ....... 149 189 203 kr. kg
Orville örbylgjupopp létt, 255 g... 125 145 490 kr. kg
Pataks Tikka Masala sósa, 350 g 219 289 626 kr. kg
Pataks hvítl./koria. naan, 280 g.. 259 349 925 kr. kg
helgartilboð
Saltkjöt og súpukjöt
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
endaði næstum á því
að keyra niður barn
því kerran skyggði á
það. Ef matvöruversl-
anir vilja bara bjóða
viðskiptavinum upp á
kerrur mætti hafa þær
í tveimur stærðum,
kerrur í amerískri
stærð, eins og eru
núna í boði, fyrir stór-
innkaup og aðra minni
í gömlu stærðinni fyrir
venjuleg innkaup.
x x x
Víkverji lenti í því áföstudagsmorg-
uninn að festa litla bíl-
inn sinn rækilega á bílastæði við
fjölbýlishúsið sem hann býr í. Eftir
að hafa mokað og juggað og blótað í
nokkurn tíma bar að ungan mann úr
næsta húsi. Hann sá hverslags
vandræðum Víkverji var í og bauðst
til að hjálpa. Vitaskuld þáði Víkverji
það og með góðri samvinnu náðist
bíllinn upp. Ungi maðurinn var allur
hinn indælasti og sagði það ekki
nokkurt mál þó að Víkverji tefði
hann frá því að mæta í vinnuna á
réttum tíma. Víkverji fékk nýja trú
á unga fólkinu við þetta og sann-
færðist um að heimurinn væri ekk-
ert að fara til helvítis eins og margir
halda fram.
Víkverji getur ekkisæst við það að
matvöruverslun Krón-
unnar á Höfða bjóði
ekki upp á handkörfur.
Víkverji skýst stund-
um þar inn á leið heim
úr vinnu til að kaupa í
matinn og alltaf þarf
hann að taka kerru,
hversu smávægilegt
sem hann ætlar að
kaupa. Kerrurnar þar
eru ekkert venjulegar,
svo risastórar að
manneskja í meðalhæð
á bágt með að stjórna
þeim og nær varla til
botns þegar tína þarf
upp úr þeim við kassann. Að þurfa
að keyra þennan hlunk um alla
verslunina til þess eins að setja ofan
í hana nokkra hluti er tímafrekt.
Slíkum kerrum er líka vandasamt
að aka um þrönga búðarganga. Að
mæta annarri kerru getur skapað
hin mestu vandræði, hvað þá ef
komnar eru nokkrar saman. Vík-
verji lenti einmitt í vandræðum með
kerruna sína við mjólkurkælinn í
Krónunni nýverið. Það var einhvern
veginn sama hvar hann lagði henni,
alltaf var hún fyrir öðrum. Víkverji
gerði ekki annað en biðjast afsök-
unar hægri og vinstri meðan hann
tíndi mjólkurvörur ofan í ferlíkið og
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Góðir grænmetisréttir
Móðir Náttúra hefur sett á markað
tvo góða einstaklingsrétti. Annars
vegar Tikka masala með hýðishrís-
grjónum og hins vegar Thai karrí
með hýðishrísgrjónum.
Sem fyrr er leitað fanga í heims-
eldhúsinu og að þessu sinni til Ind-
lands og Taílands, með það í huga að
bjóða upp á spennandi, bragðgóðar
og næringarríkar máltíðir. Réttirnir
eru hannaðir fyrir þá sem vilja hugsa
vel um heilsuna og elska að borða
góðan mat og er því aðeins notað úr-
vals hráefni. Þá er þess einnig gætt
að elda ferska grænmetið þannig að
það haldi vel næringarefnum sínum.
Móðir náttúra notar hvorki sykur né
aukefni í framleiðslu sína.
Réttirnir fást í öllum helstu mat-
vöruverslunum.
nýtt