Morgunblaðið - 31.01.2008, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÁFALL FYRIR KAUPÞING, EN …
Kaupþing hefur komizt betur frákaupum á hollenzkum bankaen gera mátti ráð fyrir. Það er
að vísu töluvert áfall fyrir Kaupþing
að verða að hverfa frá þessum kaup-
um en augljóslega hefði það verið
verri kostur að þurfa að standa við
þau.
Það er ljóst að Fjármálaeftirlitið ís-
lenzka hefur átt mikinn þátt í að koma
Kaupþingi og raunar íslenzka fjár-
málakerfinu öllu út úr þessum vanda.
Bréf, sem Fjármálaeftirlitið sendi að-
ilum þessara viðskipta fyrir nokkrum
dögum, hefur gert þeim ljóst, að ef
þeir næðu ekki samningum sín í milli
um að hverfa frá þessum samningum
mundi Fjármálaeftirlitið beita því
valdi, sem það hefur, til þess að stöðva
viðskiptin. Þótt þeirra úrslitakosta sé
hvergi getið í bréfinu samkvæmt því,
sem fram kemur hjá Hreiðari Má Sig-
urðssyni, forstjóra Kaupþings, í
Morgunblaðinu í dag.
Íslenzka fjármálakerfið var meira
og minna allt komið í vanda vegna
áforma Kaupþings um kaup á hol-
lenzka bankanum. Að mati sérfróðra
manna hafa þessi fyrirhuguðu kaup
átt mikinn þátt í því háa skuldatrygg-
ingaálagi, sem verið hefur á skulda-
bréfum ekki bara Kaupþings heldur
allra íslenzku bankanna, þótt það hafi
verið langhæst á bréfum Kaupþings. Í
kjölfar yfirlýsingar Kaupþings í gær-
morgun er gert ráð fyrir að þetta álag
lækki verulega, sem auðveldi bönkun-
um að sækja starfsfé út á hinn alþjóð-
lega markað á viðunandi kjörum.
Kaupþing hefur verið byggt upp af
mikilli dirfsku. Þetta er í fyrsta sinn,
sem fyrirætlanir forsvarsmanna fyr-
irtækisins ganga ekki upp. Vafalaust
mun það hafa áhrif á hve mikla
áhættu þeir verða tilbúnir til að taka í
framtíðinni.
Í kjölfar yfirlýsingar Kaupþings
var gert ráð fyrir að lifnaði yfir hluta-
bréfamarkaðnum hér. Niðurstaðan
varð þó sú, að hann lækkaði fremur en
hækkaði. Ein af skýringunum er álits-
gerð frá matsfyrirtækinu Moody’s,
sem var heldur neikvæð fyrir Lands-
bankann og Glitni og setti þá á bekk,
sem Kaupþing hefur um skeið setið á.
Forsvarsmenn bankanna eiga erfitt
með að skilja þá ákvörðun matsfyr-
irtækisins, sem þó er ólíklegt að hafi
langvarandi áhrif fyrir þá.
Með yfirlýsingu Kaupþings má bú-
ast við að meira jafnvægi skapist á
markaðnum hér. Þó má ekki gleyma
því, að undirrót þess mikla falls, sem
hefur orðið á Kauphöll Íslands, er
fyrst og fremst þróunin á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum síðustu sex mán-
uði.
Þótt seðlabankar beggja vegna
Atlantshafsins hafi margt gert til
þess að draga úr þjáningum fjármála-
markaðanna fer ekki á milli mála, að
þau vandamál hafa ekki verið leyst og
líklegra en ekki að það taki allt þetta
ár að greiða úr þeim. Í gær lækkuðu
markaðir um allan heim. Ekki er ólík-
legt að markaðir hækki og lækki á víxl
um skeið. Og að svo verði alla vega
fram eftir árinu.
LEIÐTOGAR Í ÞRÖNGRI STÖÐU
Þegar Hamas-hreyfingin rauf gatá múrinn við landamæri Egypta-
lands til þess að Palestínumenn á
Gaza-svæðinu gætu náð sér í nauð-
þurftir hleypti hún loftinu úr tilraun
Ísraela til að magna upp ólgu með
því að einangra svæðið. Ísraelar
höfðu vonast til þess að almenningur
myndi í þrengingunum snúast gegn
Hamas, en það gekk ekki eftir og það
mun ekki auðvelda Ehud Olmert,
forsætisráðherra Ísraels, framhald-
ið. Þetta þýðir einnig að enn um sinn
mun Fatah-hreyfingin, sem undir
forustu Mahmouds Abbasar fer með
völd á Vesturbakkanum, ekki ganga
til samninga með fullt umboð, hann
ræður aðeins yfir 60% Palestínu-
manna.
Leiðtogar Ísraela og Palestínu-
manna eru því hvorugur í sterkri
stöðu, en þeir eru þó mun líklegri en
forverar þeirra til þess að geta kom-
ið á friði fyrir botni Miðjarðarhafs
heldur en forverar þeirra. Ísraelski
rithöfundurinn Amos Elon skrifar
grein í nýjasta tölublað tímaritsins
New York Review of Books þar sem
hann færir rök að því að þessir tveir
leiðtogar hafi ekki sama farangur og
forverar þeirra og aðra sýn á vand-
ann fyrir botni Miðjarðarhafs en
þeir. Elon bendir á að Ariel Sharon
hafi ávallt sagt að hann hafi engan
viðsemjanda í röðum Palestínu-
manna. Olmert sjái hins vegar við-
semjanda í Abbasi. Olmert sjái Ísr-
aelsríki ekki fyrir sér sem
uppfyllingu sýnar úr Biblíunni, held-
ur veraldlegt nútímaríki með öflugu
efnahagslífi sem sé tengt beint inn í
heimsviðskiptin. Sharon hafi talað
um hina löngu og erfiðu baráttu,
Olmert segi að Ísraelar séu „þreyttir
á stríði, þreyttir á að vera sigurveg-
arar“. Olmert sé fyrsti leiðtogi Ísr-
aels sem hafi sýnt að hann hafi sam-
úð með Palestínumönnum og skilji
harmleik þeirra.
Elon bendir á að eigi þessum
tveimur mönnum að takast það sem
forverum þeirra mistókst verði þeir
að styðja hvor annan. Olmert þarf að
stöðva útþenslu landtökubyggða Ísr-
aela á hernumdu svæðunum og binda
enda á daglegar ofsóknir og niður-
lægingu Palestínumanna til þess að
Abbas styrkist í sessi og fái notið
einhvers stuðnings Palestínumanna í
friðarsamningum. Abbas þarf að
stöðva hryðjuverk gegn Ísraelum til
þess að staða Olmerts styrkist.
Þessir tveir menn eru lykillinn að
friðarsamningum fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Þeir geta styrkt hvor
annan og þar með styrkt eigin stöðu
til að semja en hvorugur er í nógu
sterkri stöðu til að gera það upp á
sitt eindæmi. Þar hefur George Bush
Bandaríkjaforseti tækifæri til standa
við orð sín í ferðalaginu um Mið-
Austurlönd fyrr í þessum mánuði og
hjálpa þessum aðþrengdu leiðtogum
að knýja fram langþráðan frið.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Annar tónn hefur verið ífréttum af íslenskum út-rásarfyrirtækjum ogbönkum undanfarið en
Íslendingar hafa mátt venjast und-
anfarin ár. Tilkynnt var í gær að
Kaupþing hefði hætt við yfirtöku
hollenska bankans NIBC, sem
annars hefði orðið stærsta yfirtaka
í sögu íslensks viðskiptalífs. Gert
hefur verið samkomulag við Baug-
ur Group um að tískuvöruversl-
anakeðjan Whistles gangi út úr
fyrirtækinu Mosaic Fashions og
hefur verðandi forstjóri keðjunnar
keypt 20% hlut í henni. Þá seldi
Dagsbrún Media danska fjárfest-
inum Morten Lund 51% hlut í frí-
blaðinu Nyhedsavisen fyrir
skemmstu. Í ljósi frétta sem þess-
ara var leitað viðbragða forstöðu-
manna íslenskra banka og útrás-
arfyrirtækja og þeir inntir álits á
ákvörðun Kaupþings og stöðu út-
rásarinnar.
Markaðir tóku vel við sér fyrri
hluta dags í gær og tengdist það
líklega ákvörðun Kaupþings. Eftir
að alþjóðlega matsfyrirtækið
Moody’s tilkynnti að lánshæfis-
matseinkunn bæði Glitnis og
Landsbankans yrði tekin til skoð-
unar, með mögulega lækkun í
huga, tóku þeir hins vegar að
lækka á ný.
Almennt heyrðist sá tónn á þeim
viðmælendum sem ekki er vitnað
til hér undir nafni að ákvörðunin
væri nokkur léttir, að hún kæmi
Kaupþingi til góða til skamms tíma
en gæti skaðað orðspor bankans
við hugsanleg stórviðskipti í fram-
tíðinni. Einnig heyrðust þær radd-
ir að meira yrði talað um samein-
ingar íslenskra banka til að lækka
kostnað á komandi ári.
Ákvörðunin lækkar áhættu-
stig íslenska fjármálageirans
„Ég vil ekki tjá mig um einstak-
ar aðgerðir varðandi keppinauta,
en vil þó fagna því fyrir hönd
markaðarins að niðurstöðu er náð í
þessu máli og óvissu eytt. Almennt
get ég þó sagt að aðgerð sem lækk-
ar áhættustig íslenska fjármála-
geirans við núverandi aðstæður er
jákvætt skref fyrir markaðinn í
heild. Þetta er hægt að segja án
þess að gagnrýna einn eða neinn,“
segir Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbankans.
Tímasetningu kveður hann al-
mennt ráða miklu þegar ákvarð-
anir í viðskiptum eru metnar.
„Kaup á bankaeignum, sem eru
metnar þannig að þær muni auka
áhættustig viðkomandi íslensks
banka, geta haft neikvæð áhrif á
markaðinn í heild, sérstaklega
þegar markaðsaðstæður til endur-
fjármögnunar versna eins hratt og
raun hefur verið. Það ræður vænt-
anlega miklu um ákvörðun aðila
hversu hratt aðstæður hafa breyst
frá því viðskiptin voru upphaflega
ákveðin,“ segir hann. Enn fremur
segir Halldór jafnstór mál og
þetta, fyrir banka í litlu hagkerfi,
geta haft áhrif á mat á öllu hag-
kerfinu.
Strangari skilyrði munu ein-
kenna viðskipti í framhaldinu
Aðstæður til fjármögnunar eru
almennt erfiðari nú og hafa vafa-
laust áhrif á getuna til uppbygg-
ingar bæði hér á landi og erlendis.
Halldór segir íslensku útrásina
ekki að stöðvast en töluvert muni
hægja á hér sem annars staðar.
Skilyrði banka fyrir mögulegum
yfirtökum verði væntanlega
strangari í árferði eins og nú er en
oft áður.
„Árið 2008 verður ár þar sem
fyrirtæki einbeita sér að því að ná
vel utan um það sem áður hefur
verið gert. Áfram munu koma upp
einhver tækifæri. Landsbankinn
hefur til að mynda sýnt áhuga á að
kaupa bankastarfsemi breska fjár-
málafyrirtækisins Close Brothers.
Forsenda þess að Landsbankinn
hafi áhuga á þeim viðskiptum er að
þau lækki heildaráhættustig í
starfsemi bankans, styrki kjarna-
starfsemina og styrki lausafjár-
stöðu samstæðunnar eftir kaupin.“
Skilyrði sem þessi segir Halldór
líklegt að einkenni viðskip
hver verða á þessu ári. „V
svo á að Landsbankinn h
tækifæri í stöðunni sem
því það eru ekki margir
sem hafa eins sterka eigi
lausafjárstöðu í dag og
bankinn,“ segir Halldór að
Bankar fari sér hægar
beiti sér að grunnrekst
Lárus Welding, forstjór
segir ákvörðun Kaupþin
samlega í ljósi aðstæðna
hana jákvæða. Hann seg
telja að ákvörðunin verði
fyrir bankann til lengri t
almennt skilji menn þ
stöðu sem uppi er á fjá
mörkuðum, ekki sé óalg
svona aðstæður að stór
detti upp fyrir.
Og Lárus segir ákvörðu
þings ekki merki um að ú
að stöðvast. „Nei ég he
Markaðir hafa verið mjög
ir nánast öllum bönkum
tíma, en svo hafa markað
ur gjörbreyst á undanförn
uðum. Nú er réttara að m
sér hægt og einbeiti sér f
sínum grunnrekstri. Það e
ná góðri dreifingu eigna á
sem er gott. Nú höldum vi
ur höndum og metum stö
eins. Þetta umhverfi mu
fela í sér einhver tækifæri
Afurð almennra aðstæ
Róbert Wessman,
Actavis, segir ákvörðun
þings að mörgu leyti
Íslenska útrá
að stöðvast?
Segja ákvörðun Kaupþings jákvæða fyrir bankann sj
heild Hægist á útrásinni á þessu ári „Höldum að ok
Halldór J.
Kristjánsson
Lárus
Welding
Ásgeir
Margeirs
Róbert
Wessman
Í HNOTSKURN
»Almennt segja viðmælendurákvörðun Kaupþings skyn-
samlega miðað við núverandi
aðstæður, hún eyði óvissu og
lækki áhættustig íslenska fjár-
málamarkaðarins mikið.
»Stjórnendur virðast ekki lítasvo á að fréttir undanfar-
inna vikna bendi til þess að ís-
lenska útrásin sé að stöðvast, en
telja að hægja muni á henni á
næstu mánuðum.
»Árið 2008 er líklegt að mörgfyrirtæki einbeiti sér að
grunnrekstri sínum og innri
uppbyggingu. Bankar muni
halda að sér höndum í lánveit-
ingum og setja strangari skil-
yrði fyrir yfirtökum.
Morgunbl
Viðskipti Íslensk útrásarfyrirtæki eru sum hver með umsvif í Dan