Morgunblaðið - 31.01.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 25
ir minn. Bæði að innan sem utan. Ég
man að stundum þegar ég horfði á
þig fannst mér þú vera fastur í búri,
eða fastur í líkama og lífi sem þú
vildir ekki vera í. Eins og þú sjálfur
værir þarna inni að reyna að berjast
út en það var svo erfitt, erfiðara en
nokkurntíma eitthvað sem ég gæti
ímyndað mér. Ég veit að þú vildir
ekki þetta líf. Þú þráðir ekkert meira
en venjulegt líf, venjulegt hús,
venjulegar skuldir.
Seinasta skiptið sem ég heyrði í
þér leið þér svo illa og þú grést bara,
elskan mín. Mér fannst svo sárt að
heyra þig líða svona illa og grét því
með þér. Það seinasta sem ég sagði
við þig var að ég elskaði þig. Á ein-
hvern lítinn hátt er ég þakklát fyrir
þetta símtal því það var ekki oft sem
þú gast látið grímuna niður og ekki
verið töffarinn sem þú varst. En
þarna gerðirðu það og hringdir í
mig. Ég er þakklát fyrir það og
þakklát fyrir að hafa náð að segja
þér að ég elskaði þig í seinasta skipti.
Elskan mín, þú hafðir alla burði til
þess að sleppa frá þessum djöfli en
stundum veit maður aldrei hvað lífið
býður upp á. Ég veit að þér líður
rosalega vel núna, ég veit að þú ert
eflaust að spila golf með pabba þín-
um uppi á himnum og fylgist með öll-
um sem þykja vænt um þig. Ég vil
þakka þér fyrir allar frábæru stund-
irnar sem þú gafst okkur öllum, frá-
bær seinustu jól, bestu knúsin í
heiminum, öll ráðin sem þú hefur
gefið mér og bara fyrir að hafa verið
til. Þó að það hafi oft verið erfitt á
stundum, þá er ég svo þakklát fyrir
að hafa átt þig sem bróður.
Takk fyrir allt.
Þín litla systir,
Helena.
Ofboðslega er skrýtið að vera að
kveðja þig, það er svo stutt síðan við
sátum á kaffihúsi að ræða Hrefnu
Mjöll, lífið og tilveruna, kvöddumst
með faðmlagi og orðunum „mér þyk-
ir vænt um þig og gangi þér vel.“ Ég
er svo þakklát fyrir að hafa fengið að
kveðja þig svona. Við kynntumst á
Staðarfelli fyrir tólf árum síðan, ári
seinna vorum við komin með barn og
heimili, bæði ung og óþroskuð og
stuttu seinna slitum við samvistum
en saman eigum við Hrefnu Mjöll
sem er svo sterk í sinni sorg. Hvern-
ig á barn að skilja þegar sterkasti
pabbinn í öllum heila heiminum fer
að sofa og vaknar ekki meir? Hrefna
Mjöll veit að þú ert á góðum stað,
hjá guði að passa litlu börnin sem
hafa verið veik. Minningarnar eru
margar sem Hrefna Mjöll á um þig
og allt eru þetta perlur í dag.
Þú varst svo góður pabbi, hringdir
bara til að heyra í henni eða sendir
sms til að segja góða nótt. Þú hafðir
svo gott lag á að hjálpa henni með
námið, hafðir alltaf tíma til að hlusta
á það sem hún hafði til málanna að
leggja og stundum var stoltið að
bera þig ofurliði því í þínum augum
er Hrefna Mjöll fullkomnasta barn
sem fæðst hefur. Það fór ekki
framhjá neinum hversu mikið þú
elskaðir dóttur þína. Fyrsta hjólið
hennar kom frá þér, fyrsta golfsett-
ið, fyrsti síminn og svona gæti ég
lengi talið upp, þú gerðir allt sem þú
gast fyrir litla kálfinn þinn. Ég lofa
að vera dugleg að segja Hrefnu
Mjöll sögur af þér og því sem þið
gerðuð saman, hún mun aldrei
gleyma þér.
Elsku Þórir, ég veit að þar sem þú
ert núna er engin eymd og að þér
líður vel og að þú vakir yfir Hrefnu
Mjöll. Takk fyrir öll árin.
Hvíl í friði.
Elsku Hrefna Mjöll, Kolla,
Gummi, Kiddi, Helena, Jóhann,
Rúnar, Steinar, Hugrún og Gunný,
megi Guð styrkja ykkur öll.
Rakel.
Ég hef fylgt þér lengi, en samt of
stutt. Kynntist þér fyrst þegar ég
fór að hitta systur þína þegar þú
varst ellefu ára líkt og sonur minn er
í dag. Ég fylgdi þér í þeim hörm-
ungum sem dundu yfir þig þegar
faðir þinn lést. Sextán ára misstirðu
ekki bara föður og fyrirmynd þína í
svo mörgu, heldur líka það heimili
sem þú hafðir búið með honum í tíu
ár. Þið feðgar voruð óaðskiljanlegir
og stundum fannst manni sem þið
væruð sitt hvort eintakið af sama
manninum. Þú tapaðir áttum og
villtist af leið við andlát föður þíns,
og einhvern veginn rataðir þú aldrei
alveg til baka, þótt stundirnar þar
sem þú varst hreinn næðu á stund-
um að verða það langar að maður
trúði að nú yrði allt betra.
Barátta þín var erfið, þetta er bar-
átta sem allt of margir heyja á hverj-
um degi og áttir þú þér þá von að
getað miðlað af þinni reynslu til að
hjálpa öðrum. Þannig er þér kannski
best lýst, þú vildir alltaf hjálpa þeim
sem fundu til eða þurftu á aðstoð að
halda. Jafnvel þegar það varst þú
sem þurftir mest á aðstoðinni að
halda.
Ég man hversu stoltur og ánægð-
ur þú varst með lífið þegar þú kynnt-
ist Rakel og hversu hamingjusamur
þú varst þegar Hrefna Mjöll fædd-
ist. Lífið hafði loksins öðlast tilgang,
en eins og svo oft áður náði sjúkdóm-
urinn völdum á þér.
Þú talaðir oft um hvað það væri
yndislegt sjá hversu lífið gæti verið
gott, það sástu í dóttur þinni og eftir
að þið slituð samvistum, þú og Rakel,
reyndirðu eins og þú gast að njóta
samvista við dóttur þína. Hún mun
eflaust eiga minningu um skemmti-
legan föður sem hún átti of stuttan
en ævintýralegan tíma með.
Þú hafðir einstakt lag á að laða að
þér frændsystkini þín og láta þau
finna fyrir þeirri ást og hlýju sem þú
barst í brjósti þeim til handa. Sú
minning þeirra mun lifa með þeim
alla ævi. Það er sárt að kveðja, og
sárt að vita til þess að dóttir þín fái
ekki notið samvista við þig lengur,
en huggun harmi gegn að vita það að
nú sértu kominn á betri stað þar sem
öll þín veikindi eru úr sögunni. Við
áttum góða tíma saman og við áttum
erfiða tíma saman, en við áttum
þennan tíma þó saman, fyrir það er
ég þakklátur.
Í dag fylgi ég þér í síðasta sinn.
Guð geymi þig, elsku vinur.
Gylfi Þór Þorsteinsson.
Þú vaktir gleði,
þú vaktir bros,
þú vaktir væntingar og von.
Þú vaktir kvíða,
þú vaktir hryggð.
Vegna þín grátum við í dag,
vegna alls sem brást þér og
vegna alls sem ekki varð.
Nú lifnar von um betri tilveru þér til
handa
í nýjum heimi þar sem réttlætið er meira
og elskan og ljósið ríkja
Hvíl í friði, elsku frændi.
Takk fyrir allt og allt.
Sigríður Anna Guðbrandsdóttir
(Sigga frænka).
Elsku Þórir frændi, þegar ég
frétti að þú værir farinn frá okkur
vildi ég ekki trúa því, það er eitthvað
svo ólíklegt að þetta komi fyrir
mann, að einhver nákominn kveðji
langt fyrir aldur fram. Þú varst allt-
af besti frændi minn, og ert það enn
eftir að þú ert farinn. Þú varst alltaf
börnum góður og dýrum líka, öll
börn og dýr elskuðu þig. Þú bara
náðir svo vel til þeirra, því fengum
við systkinin að kynnast. Þú varst
alveg yndisleg persóna og maður
hlakkaði alltaf jafnmikið til að hitta
þig. Á þessari sorgarstundu hefur
verið mikið af tárum og ég trúi því
ekki enn að þú, Þórir besti frændi,
sért farinn frá okkur. Ég minnist þín
alltaf með bros á vör, og þó þú hafir
farið í gegnum allt erfiðið í lífi þínu
tókst þér alltaf að brosa þessu fallega
brosi. Þú munt aldrei verða einn, ást
og væntumþykja allra í kringum þig
verður alltaf með þér. Þú skildir eftir
þig einn gullmola, hana Hrefnu Mjöll,
þú lifir í henni og munt alltaf gera.
Elsku Hrefna Mjöll, megi Guð
leiða þig í gegnum þessa erfiðu tíma.
Einhver annar vill nú veita þér yl,
vernda þig á móti stormi og byl,
en í huganum ég horfi til þín.
Hjarta mitt mun fylgja þér í gegnum tíð og
tíma...
(Höf. ók.)
Elsku Þórir frændi, megir þú hvíla
í friði og ég vona að þú sért kominn á
betri stað þar sem afi hefur tekið vel
á móti þér. Ég elska þig alltaf. Þín
frænka
Sandra.
Nú kveð ég gamlan æskuvin með
söknuði og hlýju. Það er erfitt að trúa
því að þú skulir ekki vera með okkur
lengur elsku Þórir. Ég held fast í all-
ar þær gömlu góðu minningar sem
við áttum, sérstaklega frá uppvaxt-
arárum okkar í Kópavogi. Það var
alltaf gaman hjá okkur vinahópnum.
SJÁ SÍÐU 26
✝ Kristín Jens-dóttir Þór fædd-
ist á Siglufirði 8.
janúar árið 1922.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut fimmtudag-
inn 24. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Stefanía Guðrún Jó-
hannesdóttir, f. í
Litla Dunhaga í
Eyjafirði 13. janúar
1891, d. 9. maí 1978,
og Jens Eyjólfsson,
f. á Kirkjubóli í Önundarfirði 1.
maí 1892, d. 29. nóvember 1980.
Systkini Kristínar eru Unnur, f.
1919, d. 1982, Halldóra, f. 1921, d.
1937, Dóra, f. 1925, d. 1926, Jó-
hannes, f. 1929, d. 1988, og Mar-
grét, f. 1932. Uppeldissystir er
Valgerður Þórólfsdóttir, f. 1919,
d. 1962.
Kristín flutti með foreldrum
sínum til Akureyrar og að lokinni
skólaskyldu gekk hún í Mennta-
skólann á Akureyri og seinna í
Húsmæðraskólann í Reykjavík.
Hún vann við verslunarstörf á Ak-
ureyri þar til hún
kynntist manni sín-
um, Arnaldi Þór, f.
23. febrúar 1918, d.
21. október 1988.
Foreldrar hans voru
Helga Kristinsdóttir
og Jónas Þór.
Kristín og Arn-
aldur gengu í hjóna-
band á Akureyri 29.
júlí 1944 og hófu bú-
skap í Mosfellssveit.
Þau festu kaup á
gróðrarstöðinni
Blómvangi þar sem
þau stunduðu ylrækt um árabil.
Þau eignuðust þrjú börn, þau eru:
1) Guðrún, f. 17. júní 1945. Maki
Harry Sönderskov, þau skildu. Son-
ur hennar er Arnaldur Þór Jón-
asson, f. 21. febrúar 1963, kvæntur
Jóhönnu Jóhannesdóttur, sonur
þeirra er Þráinn.
2) Jónas, f. 11. apríl 1949. Maki
Anna Bára Árnadóttir, f. 3. sept-
ember 1949. Dætur þeirra eru
Katrín Sif, f. 1. apríl 1974, sonur
hennar Björgvin Ari og Elsa María,
f. 26. febrúar 1976, sambýlismaður
Magnús Eyjólfsson. Börn þeirra
eru Kristín og Sigrún Eva. 3) Ólöf
Helga, f. 14. ágúst 1956. Sambýlis-
maður Björn Marteinsson, f. 9.
janúar 1950. Fyrri eiginmenn
Magnús Gunnarsson, f. 1953, d.
1979, og Gísli Sighvatsson, f. 1950,
d. 1987. Sonur hennar er Gunnar
Sveinn Magnússon, f. 2. janúar
1978, sambýliskona Inga Hrönn
Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru
Kristján Nói og Magnús Ívar.
Kristín tók þátt í félagsstörfum
á sínum yngri árum, einkum hafði
hún mikinn áhuga á íþróttum.
Hún var um árabil virkur þátttak-
andi í Kvenfélagi Lágafellssóknar.
Eftir áratuga vinnu við garðyrkju
og húsmóðurstörf hóf Kristín á ný
störf í verslun þegar börnin höfðu
flutt að heiman. Hún starfaði einn-
ig á Álafossi þar til hún varð að
láta af störfum vegna veikinda
Arnaldar. Eftir andlát hans flutti
hún til Reykjavíkur þar sem hún
bjó til dauðadags. Heimili hennar
sem og sumarbústaðurinn í Laug-
ardal varð samverustaður fjöl-
skyldunnar um árabil. Kristín tók
þátt í félagsstarfi aldraðra um
áratugaskeið og um tíma starfaði
hún í Kvennadeild Rauða kross-
ins.
Útför Kristínar verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Kveðjustundin er komin. Stína á
Blómvangi er horfin og þar með sú
síðasta af elstu kynslóðinni í móður-
fjölskyldu okkar. Stína var gift Adda
frænda, móðurbróður okkar. Þau
systkinin voru fjögur, elstur Arnald-
ur, þá Guðrún, síðan Þórarinn og
yngst Kristín. Voru þau systkinin
mjög samrýmd og samgangur mikill.
Oft var glatt á hjalla í jólaboðunum í
Mosfellssveitinni hjá Adda og Stínu,
en Addi var garðyrkjufræðingur og
ráku þau hjón mikil gróðurhús í þá
daga. Það var mikið og langt ferða-
lag úr Kópavogi upp í Mosfellssveit
annaðhvort með rútu eða að þau
Stína eða Addi komu að sækja okkur.
Stína var þá ein af fáum konum sem
óku bíl og mikið litum við upp til
hennar þegar hún ók sem herforingi
malarvegina.
Jólaboðin voru kapítuli út af fyrir
sig því Stína var snillingur í matar-
gerð og við vorum lystug og höfðum
á henni mikla matarást. Við frænd-
systkinin vorum mikið hjá þeim
hjónum og á unglingsárunum fengu
sum okkar að vinna í gróðurhúsun-
um. Þar nutum við þess að úða í okk-
ur grænmetið sem ætíð var á boð-
stólum. Já, það var gott að dvelja á
Blómvangi hjá Stínu „mágkonu“.
Ekki bara það hve góður var hjá
henni maturinn, en hún sjálf var hlý
og umhyggjusöm. Hún kunni að tala
við börn, hafði gaman af að spjalla
við okkur og sagði skemmtilega frá,
hafsjór af fróðleik. Einstaklega já-
kvæð var hún og hélt þeirri jákvæðni
fram að endadægri.
Það hefur oft verið erfitt hjá Stínu
þegar við vorum stundum þrjú börn-
in í einu hjá henni auk hennar eigin
barna, því við vorum öll fyrirferðar-
mikil og uppátektasöm, en hún kunni
á okkur lagið.
„Stína var uppáhaldsfrænka, svo
falleg og góð og dásamleg kona. Ég
mun alltaf muna dagana á Blóm-
vangi sem ég var hjá henni og Adda
frænda. Dásamlegar minningar frá
dásamlegum dögum“.
Þessi orð Gunnars bróður okkar
og frænda viljum við gera að okkar,
svo lýsandi sem þau eru fyrir tilfinn-
ingar okkar til Stínu „mágkonu“,
eins og hún var ævinlega kölluð inn-
an fjölskyldunnar.
Hugur okkar frændsystkina er hjá
Blómvangsbörnunum og þeirra fjöl-
skyldu, minning Kristínar Þór lifi.
Gunnar, Helga, Hildur,
Hulda og Helga Sigríður.
Kristín Jensdóttir Þór
✝
Þökkum af alhug fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÚNAR EINARSDÓTTUR
frá Borg,
Tunguvegi 4,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki D-deildar á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og krabbameinslækningadeildar á
LSH fyrir hlýhug og kærleiksríka umönnun.
Friðrik Pétur Valdimarsson,
Ólafía Sigríður Friðriksdóttir, Birgir Vilhjálmsson,
Þórunn Friðriksdóttir, Ragnar Halldórsson,
Oddbjörg Friðriksdóttir, Erlendur Borgþórsson,
Anna Hulda Friðriksdóttir, Árni Eiðsson,
Sigrún Alda Jensdóttir, Snorri Snorrason,
ömmubörn og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
Dvalarheimilinu Hlíð,
áður Ránargötu 27,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hlíð fyrir góða
umönnun og vináttu við hina látnu.
María Elínborg Ingvadóttir,
Herdís Ingvadóttir,
Jón Grétar Ingvason, Hjördís Arnardóttir,
Bjarni Rafn Ingvason, Rósa Þ. Þorsteinsdóttir,
Áslaug Nanna Ingvadóttir,
Ingvi Júlíus Ingvason, Unnur Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BERGÞÓRU STEFÁNSDÓTTUR
frá Haugum,
síðar Lagarási 2,
Egilsstöðum,
Þorgerður Jónsdóttir, Sveinlaugur Björnsson,
Ingifinna Jónsdóttir, Arnór Benediktsson,
Haukur Jónsson, Ragnhildur Þórhallsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir, Vignir Páll Þorsteinsson,
Jóna Björg Jónsdóttir, Snorri Tómasson,
Stefán Jónsson, Hugrún Sveinsdóttir,
Hrólfur Árni Jónsson, Ástríður Vala Gunnarsdóttir,
Anna Gunnlaugsdóttir, Agnar Eiríksson
og aðrir aðstandendur.