Morgunblaðið - 31.01.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 29
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-
16.30 , jóga kl. 9, botsía kl. 10, út-
skurður og myndlist kl. 13, Grandabíó-
vídeóstund kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Bingó kl. 13.30,
hárgreiðsla, böðun, handavinna, jóga,
morgunkaffi/dagblöð, myndlist, fóta-
aðgerð, bókband, kaffi. 5. febrúar er
Revía í Iðnó kl. 14. Söngperlur úr ís-
lenskum revíum, rútuferð frá Ból-
staðarhlíð kl. 13.10. Miðaverð 2.500
kr., rútugjald 500 kr. Skráning í s.
535-2760.
Dalbraut 18-20 | Lýður og harm-
onikkan kl. 14, guðsþjónusta annan
hvern fimmtudag kl. 15.10.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids spilað kl. 13
Félag kennara á eftirlaunum | Ekkó-
kórinn æfir í Kennaraháskólanum kl.
17. Nýjum röddum tekið fagnandi,
bókmenntahópurinn hittist í Kenn-
arahúsinu kl. 14. Ekki þarf að skrá sig
fyrirfram, bara mæta.
Félagsheimilið Gjábakki | Ramma-
vefnaður í handavinnustofu, leikfimi
kl. 9, málm- og silfursmíði kl. 9.30,
bókband og róleg leikfimi kl. 13, bingó
kl. 13,45, tveir dönskuhópar kl. 16 og
17, myndlistarhópur kl. 16.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 |
Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, hádeg-
isverður, handavinna og brids kl. 13,
jóga kl. 8.15.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Bókbandsklúbbur kl. 10, gönguhópur
frá Jónshúsi kl. 11, vatnsleikfimi kl.
12.40, karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14,
handavinnuhorn og námskeið í búta-
saumi kl. 13, námskeið í glerbræðslu
og leir kl. 13. Skrifstofa félags eldri
borgara í Garðabæ er opin kl. 13-15.
Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund
umsj. sr. Guðmundur Karl Ágústsson
kl. 10.30, frá hádegi vinnustofur opn-
ar, m.a. myndlist og perlusaumur, á
morgun kl. 10.30 er leikfimi (frítt) í ÍR
heimilinu v/Skógarsel, heitt á könn-
unni og dægurmálaspjall, s. 575-
7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Alm.
handavinna, smíðar og útskurður. kl.
9, samverustund með handa-
vinnuívafi kl. 13.15, kaffi kl. 15.
Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl.
9, handavinna og postulínsmálun kl.
9, líkamsrækt í Árbæjarþreki kl. 9,
boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádeg-
ismatur, félagsvist kl. 14, kaffi.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi
kl. 11.20, tréskurður kl. 13, bingó kl.
13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Opin handa-
vinnustofa kl. 9-16 án leiðbeinanda,
böðun fyrir hádegi, hádegisverður,
félagsvist kl. 13.30, kaffiveitingar í
hléi.
Hæðargarður 31 | Tölvuleiðbeiningar
í dag og á fimmtud. kl. 13.15. Þorra-
blót 1. feb. Veislustjóri: Guðni Ágústs-
son. Lögreglukórinn syngur o.fl. Miðar
seldir í eldhúsinu. Uppl 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun,
föstudag, er sundleikfimi í Graf-
arvogssundlaug kl. 9.30, og Lista-
smiðjan opin kl. 13-16.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund og spjall kl. 9.45, botsía karla-
flokkur kl. 10.30, handverks- og bóka-
stofa og postulínsmálun kl. 13, botsía
kvennaflokkur kl. 13, kaffiveitingar.
Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur
Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borg-
ara mánud. kl. 12. Þriðjud. kl. 11. Fimm-
tud. kl. 11.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl.
9-16, handavinnustofa opin kl. 9-16,
m/ leiðb. kl. 9-12, leirlist kl. 9-12,
botsía kl. 10, hugmynda- og listastofa
kl. 13-16. Hárgreiðslustofa 588-1288.
Fótaaðgerðarstofa 568-3838.
Sjálfsbjörg | Skák kl. 19, í félagsheim-
ili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð-
inu, Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaað-
gerðir og aðstoð v/böðun, botsía,
handavinna, spænska framhald,
hádegisverður, kóræfing, leikfimi og
kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, bókband kl. 9, morgunstund kl.
9.30, botsía kl. 10, fleiri þátttakendur
vantar. upplestur kl. 12.30, handa-
vinnustofan opin, frjáls spilamennska
kl. 13.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 12. Léttur hádegis-
verður á vægu verði eftir stundina.
Áskirkja | Söngstund með organista
kl. 14, bænastund á ensku kl. 16.30,
klúbbur 8-9 ára kl. 17 og TTT-starfið
kl. 18. Efni fundanna er „Uppáhalds-
lagið“ allir koma með sitt uppáhalds-
lag.
Breiðholtskirkja | Trú og stjórnmál,
biblíulestur í umsjá dr. Sigurjóns Árna
Eyjólfssonar kl. 20.
Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl.
10, leikfimi ÍAK kl. 11, bænastund kl. 12.
6-9 ára starf kl. 16-17. Meme junior kl.
19.30-21.30. www.digraneskirkja.is.
Dómkirkjan | Opið hús í safnaðar-
heimilinu Lækjargötu 14a kl. 14-16,
kaffi og spjall, kvöldkirkjan er opin kl.
20-22. Bænastundir kl. 20.30 og
21.30, prestur á staðnum.
Dómkirkjan | Kyrrðarstund fyrir ungt
fólk í Dómkirkjunni kl. 18. ÆSKR, mið-
borgarstarfið og Foreldrahús halda
utan um stundina, léttar veitingar á
kirkjulofti að athöfn lokinni.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar
kl. 10-12, kaffi, djús og brauð fyrir
börnin. TTT fyrir 10-12 ára kl. 15-16 í
Víkurskóla.
Grensáskirkja | Hversdagmessa með
Þorvaldi Halldórssyni kl. 18-19, bænin,
orð Guðs og altarisganga eru uppi-
staða messunnar, hversdagsmessan
einkennist af kyrrð og einfaldleika.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12,
orgelleikur, íhugun og léttur máls-
verður í safnaðarsal á eftir.
Háteigskirkja | Íhugað í söng, bæn og
lestur Guðs orðs kl. 20. Fyrirbæn og
smurning, fyrir þá sem þess óska.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía |
Bænastund í kaffisal kirkjunnar kl.
20.
KFUM og KFUK | Fundur kl. 20 á
Holtavegi 28. Þættir úr sögu Mar-
teins Lúters í myndum. Sr. Bjarni Þór
Bjarnason hefur umsjón með efni og
hugleiðingu, kaffi eftir fundinn. Allir
karlmenn eru velkomnir.
Laugarneskirkja | Kyrrðarstund í
hádegi og kl. 12.30, er léttur máls-
verður í boði í safnaðarheimilinu,
helgistund kl. 15, í félagsaðstöðunni á
Dalbraut 18 20. Umsjón hefur sókn-
arprestur. Adrenalín gegn rasisma kl.
17. (9.-10. bekkur). Umsjón hefur sr.
Hildur Eir.
Neskirkja Foreldramorgunn kl. 10.
Agi og uppeldi ungbarna. Hjúkrunar-
fræðingur frá heilsugæslunni á Sel-
tjarnarnesi kemur í heimsókn og
fjallar um efnið.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar-
og fyrirbænastund kl. 21. Tekið er við
bænarefnum af prestum og djákna,
kaffi í lok stundarinnar.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar-
og fyrirbænastund kl. 22, tekið við
bænarefnum af prestum og djákna,
kaffi í lok stundarinnar.
70ára afmæli. Sjötugurer í dag, 31. janúar,
Kristján Ágústsson frá Hólm-
um, Stóragerði 7, Hvolsvelli.
Kristján er að heiman á af-
mælisdaginn.
50ára afmæli. Fimm-tugur verður 3. febr-
úar næstkomandi Kristján
Guðmundsson, rekstrarhag-
fræðingur og útibússtjóri hjá
Landsbanka Íslands. Af því
tilefni býður hann fjölskyldu,
ættingjum, vinum og sam-
starfsfólki til móttöku í Golf-
skálanum Grafarholti laugar-
daginn 2. febrúar kl. 17-19.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 31. janúar, 31. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18.)
Félag íslenskra fræða stendurfyrir rannsóknarkvöldi íkvöld, fimmtudagskvöld. Þarmun Jón G. Friðjónsson, pró-
fessor í íslensku, flytja erindið Það skal
vanda sem lengi á að standa: Um biblíu-
þýðinguna nýju.
Ný biblíuþýðing kom út á síðasta ári
og er Jón þeirrar skoðunar að töluverð-
ir ágallar séu á verkinu: „Biblíurann-
sóknum fleygir fram og mjög eðlilegt að
textar trúarrita eins og Biblíunnar séu í
stöðugri endurskoðun og endurnýjun,“
segir hann. „Biblían sem við höfðum áð-
ur, frá 1981, byggði að stofninum til á
þýðingu frá 1912. Útgáfan var því lið-
lega 100 ára gömul og mjög eðlilegt að
endurskoða málfar og framsetningu í
samræmi við þær breytingar sem orðið
hafa á tungumálinu.“
Jón bætir því hins vegar við að þó að
eðlilegt sé að Biblían sé í stöðugri þróun
verði að gera mjög ríkar kröfur um
vinnubrögð. „Að mínu mati hefur ekk-
ert eitt verk haft jafnmikil áhrif í menn-
ingarsögu okkar og er hornsteinn í sögu
íslenskrar tungu. Því verður hver kyn-
slóð sem endurskoðar Biblíuna að
leggja allan sinn metnað í verkið og
inna eins vel af hendi og mögulegt er.“
Í erindi sínu mun Jón rekja nokkur
dæmi úr nýju þýðingunni og gera betur
grein fyrir afstöðu sinni: „Meðal annars
eru villur í málfari og framsetningu og
ágallar á stíl og myndmáli. Um er að
ræða villur sem sjaldséðar eru í vönd-
uðum bókum og ættu allra síst að rata í
Biblíuna,“ segir Jón. „Einnig virðast
margar breytingar á eldri texta hafa
verið gerðar eingöngu af geðþótta en
eðlilegt er að gera þá grundvallarkröfu
að texta af þessu tagi sé ekki hnikað
nema ástæða liggi að baki hverri breyt-
ingu.“
Jafnframt því að benda á vankanta á
þýðingunni reynir Jón að leita útskýr-
inga á hví fór sem fór: „Ekki er hægt að
sakast við einstaka þýðendur sem tóku
þátt í verkinu, heldur frekar að skort
hafi skýra ábyrgð á heildarútkomunni
og misskilnings hafi gætt í verkaskipt-
ingu.“
Á slóðinni http://islensk.fraedi.is eru
nánari upplýsingar. Fyrirlesturinn í
kvöld verður fluttur í húsi Sögufélags-
ins, Fischersundi 3, og hefst kl. 20.30.
Bókmenntir | Fyrirlestur haldinn í húsi Sögufélagsins í kvöld kl. 20.30
Þýðing skoðuð í þaula
Jón G. Frið-
jónsson fæddist í
Reykjavík 1944.
Hann lauk BA-
prófi í íslensku og
sögu frá HÍ 1969,
cand.mag. prófi í
íslensku máli og
málfræði 1972. Að
loknu námi var Jón
við störf í Þýskalandi í þrjú ár. Jón
varð lektor við HÍ 1975, dósent 1982
og prófessor frá 1994. Hann hlaut árið
1993 íslensku bókmenntaverðlaunin í
flokki fræðirita fyrir Merg málsins.
Eiginkona Jóns er Herdís Svavars-
dóttir hjúkrunarfræðingur og eiga
þau þrjá syni.
Fyrirlestrar og fundir
Maður lifandi | Hláturkætiklúbburinn verð-
ur með opinn hláturjógatíma 2. febrúar kl.
10.30. Ásta Valdimarsdóttir og Kristján
Helgason leiðbeina. Aðgangur 1.000 kr.
Boðið er upp á opna hláturjógatíma í Mað-
ur lifandi fyrsta laugardag í hverjum mán-
uði í vetur.
Ættfræðifélagið | Sr. Gísli Kolbeins heldur
erindi um Skáld-Rósu 31. janúar kl. 20.30 í
sal Þjóðskjalasafnsins, þriðju hæð.
ÞESSI skemmtilega ljós-
mynd var tekin í Amman í
Jórdaníu í gær af þremur
fullorðnum karlmönnum í
snjókasti. Snjókoma er
sjaldséð þar í landi og
greinilegt að fullorðnir
jafnt sem börn fagna henni.
Snjókast í
Jórdaníu
Reuters
FRÉTTIR
ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðar-
ráðherra efnir til kynningar í
Brussel í Belgíu á morgun, föstu-
dag, mögulegri nýtingu jarðhita í
Evrópu.
Ráðstefnan er haldin í boði And-
ris Piebalgs, orkumálastjóra í fram-
kvæmdanefnd Evrópusambandsins,
og er liður í
kynningarviku í
tilefni nýrra
markmiða í lofts-
lagsmálum og
notkun endur-
nýjanlegra orku-
gjafa.
Andris Pie-
balgs og Össur
Skarphéðinsson
flytja ávörp á
ráðstefnunni,
Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR,
segir frá jarðhitaverkefnum á Ís-
landi, Guðmundur Ómar Frið-
leifsson, yfirjarðfræðingur hjá
Hitaveitu Suðurnesja, greinir frá
Íslenska djúpborunarverkefninu,
Hólmfríður Sigurðardóttir, verk-
efnastjóri hjá Orkuveitu Reykjavík-
ur fjallar um kolefnisförgun í orku-
framleiðslu úr jarðhita, Lárus
Elíasson, forstjóri ENEX, gefur
yfirlit um möguleika til nýtingar
jarðvarma í Evrópu og Ásgeir Mar-
geirsson, forstjóri Geysir Green
Energy, talar um stefnu Evrópu-
landa í jarðhitamálum, hvað þar
hafi áunnist og hvers sé að vænta í
framtíðinni. Stefán Haukur
Jóhannesson, sendiherra Íslands í
Brussel, lýkur ráðstefnunni með
ávarpi.
Gífurlega mikla ónýtta orku
er að finna í Evrópu
Á ráðstefnunni verður einnig kynnt
ný skýrsla um nýtingu og nýtingar-
möguleika jarðhita í Evrópu sem
unnin hefur verið af Enex og Geysir
Green Energy.
Í sameiginlegu bréfi sem Evrópu-
samband jarðfræðinga og Evr-
ópska jarðhitaráðið sendu Andris
Piebalgs 15. janúar sl. er bent á að
gífurlega mikla ónýtta jarðorku sé
að finna í Evrópu sem sérstaklega
hagstætt sé að nýta til hitunar og
kælingar en einnig til raforkufram-
leiðslu. Telja samtökin að nýting
jarðhita í Evrópu geti sparað mikla
fjármuni og leitt samtímis til veru-
legs samdráttar í losun kolefna.
Þess vegna sé afar brýnt að í til-
skipun Evrópusambandsins um
endurnýjanlega orkugjafa sé lögð
áhersla á að kynna jarðvarma til
sögu á áhrifaríkan hátt.
Kynnir Evr-
ópusamband-
inu nýtingu
á jarðhita
Össur
Skarphéðinsson
F
Y
R
IR
F
Ó
LK
S
E
M
G
E
R
IR
K
R
Ö
F
U
R
KRINGLUNNI / SMÁRALIND
Allt að 70% útsala