Morgunblaðið - 31.01.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 37
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára
THE NANNY DIARIES kl. 8 LEYFÐ
RUN FATBOY RUN kl. 10:10 LEYFÐ
/ SELFOSSI
BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10 B.i.7 ára
THE GAME PLAN kl. 8 LEYFÐ
THE NANNY DIARIES kl. 10:10 LEYFÐ
/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
SÝND Í KRINGLUNNI
TILNEFND TIL 4 GOLDEN
GLOBE VERÐLAUNA Þ.Á.M.
BESTA MYND + BESTI
LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI.
TILNEFND TIL 5 BAFTA
VERÐLAUNA.
eeee
„...EIN SKEMMTILEGASTA
GAMANMYND SEM ÉG HEF SÉÐ
Í LANGAN TÍMA...“
„...HENTAR FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI
- FRÁBÆR SKEMMTUN!“
HULDA G. GEIRSDÓTTIR – RÚV/RÁS2
SÝND Á SELFOSSI
ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ.
HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU!Dagbók fóstrunnar eee
- A.S. MBL
SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA
eeee
-S.V. MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA
„Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í alla
staði.“
Dóri DNA - DV
eeee
,,Virkilega vönduð glæpamynd
í anda þeirra sígildu.”
- LIB, TOPP5.IS
eeee
„American gangster er
vönduð og tilþrifamikil“
- S.V., MBL
CHARLIE WILSON'S WAR kl. 8 - 10 B.i.12 ára
DEATH AT A FUNERAL kl. 8 - 10 B.i.7 ára
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
2 VIKUR Á TOPPNUM
Í BANDARÍKJUNUM
ÞRÆLFYNDIN
GAMANMYND
FRÁ WALT DISNEY
DWAYNE
„THE ROCK“
JOHNSON eee- S.V, MBL
Yfir Anatólíu þvera liggurbrotabelti, hefst skammtsunnan við Izmir/Smyrnu
(og um 20 kílómetra frá Istanbúl).
Þar hafa orðið mannskæðir jarð-
skjálftar, síðast kl. 3 aðfaranótt 17.
ágúst 1999 þegar skjálfti, sem átti
upptök sín skammt frá Izmir, varð
tugþúsundum að fjörtjóni, en talið
er að um 30.000 manns hafi farist á
þeim 45 sekúndum sem fyrsta
skjálftahrinan varði.
Í greinasafninu Other Colourslýsir tyrkneski rithöfundurinn
Orhan Pamuk því hvernig hann
upplifði skjálftann. Hann var þá
staddur með fjölskyldu sinni á eyju
í Bosporussundi, skammt frá Ist-
anbúl, í sumarleyfi. Hann, og fjöl-
skyldan öll, vaknaði við gríðarlegar
drunur og sótti hann konu sína og
dætur á efri hæð sumarhússins í
myrkrinu, enda varð þegar raf-
magnslaust:
Við fórum út í garð og næt-urkyrrðin umlukti okkur.
Drunurnar hræðilegu höfðu hljóðn-
að og þar var eins og allt umhverfi
okkar biði óttaslegið líkt og við.
Garðurinn, trén, eyjan litla um-
kringd stórgrýti – þögn í óttunni
nema fyrir dauft skrjáf í laufi og
hjartað sem ólmaðist í brjósti mér
sem vísbending um eitthvað skelfi-
legt. Í skugga trjánna hvísluðum
við á einkennilega hikandi – ótt-
uðumst kannski að framkalla annan
jarðskjálfta.“
Skammt frá heimili Pamuks í Ist-anbúl, í húsi sem afi hans
byggði og hann ólst upp í frá barns-
aldri, er moska með háan bænat-
urn. Í kjölfar skjálftans við Izmir
greip eðlilega mikill ótti um sig í
Istanbúl, enda urðu íbúar þar vel
varir jarðskjálftans. Pamuk lýsir
því í greinsafninu hvernig hann
fékk sömu þráhyggjuna og aðrir,
hvernig hann stóð sig að því að vera
sífellt að hugsa um jarðskjálfta og
gekk svo langt að hann reiknaði út
með nágranna sínum hvar bænat-
urninn myndi lenda og hvort hann
myndi lenda á húsi þeirra.
Í bókinni The World Without Useftir Alan Weisman, sem vakti
mikla athygli ytra á síðasta ári,
veltir Weisman því fyrir sér hvern-
ig heiminum myndi farnast ef
mannkynið hyrfi skyndilega eða
dæi út friðsamlega á skömmum
tíma. Hann kemur víða við í þessari
mögnuðu bók og fer víða. Meðal
annars fer hann til Istanbúl og ræð-
ir þar um moskuna miklu Hagia
Sophia, og bænaturna hennar; hvað
ætli verði um hvelfinguna miklu og
bænaturna hennar þegar næsti
stóri jarðskjálftinn ríður yfir Ist-
anbúl?
Þó að Tyrkir hafi ekki tekið þáttí átökum í seinni heimsstyrj-
öldinni bitnaði kreppan í kjölfarið
líka á þeim og bændur flosnuðu upp
af jörðum sínum og streymdu til
borganna í leit að betra lífi. Lítið fé
var til húsbyggingar en þó þurfti að
byggja og byggja hratt. Það var
líka gert, oft með lélegri steypu og
litlu járni og tæplega hirt um burð-
arþol. Þannig urðu hús sem hönnuð
voru fyrir tvær hæðir að hálf-
gerðum skýjakljúfum, gólf stóðust
ekki á í húsum með samliggjandi
veggi, veggir náðu ekki alltaf upp í
loft (göt til kælingar) og svo má
áfram telja.
Eins og getið er ofar liggurbrotabelti yfir Anatólíu þvera
og spennan þar eykst jafn og þétt. Í
The World Without Us segir We-
isman frá því er hann hitti að máli
jarðfræðing í Istanbúl, Mere Sözen,
sem sagði honum að enginn vafi
væri á því að jarðskjálfti væri vænt-
anlegur í Istanbúl á næstu þrjátíu
árum og hann yrði stór. Að hans
mati myndu a.m.k. 50.000 hús
hrynja með ólýsanlegu mannfalli.
Þegar jarðskjálftinn ríður yfirIstanbúl stíflast þröngar, krók-
óttar götur borgarinnar svo ger-
samlega við hrun þúsunda bygg-
inga, að mati Sözens, að stórir
hlutar borgarinnar verða einfald-
lega lokaðir í þrjá áratugi á meðan
hægt er að hreinsa burtu rúst-
irnar.“
Í Other Colours lýsir Pamuk þvíhvernig óttinn gegnsýrði allt líf
í borginni í kjölfar skjálftans 1999;
margir kusu að sofa utan dyra, aðr-
ir voru ávallt reiðubúnir – með
vasaljós og neyðarbúnað við rúm-
stokkinn, allir óttuðust dauðann,
enda vissi þorri manna, að sögn Pa-
muks, að byggingar í borginni voru
illa reistar, byggðar af vanefnum
og kæruleysi en þrátt fyrir allt geta
þeir ekki hugsað sér að yfirgefa
borgina:
„[É]g fór út á svalir að dást að
bænaturnunum og fegurð Istanbúl
og Bosporussund var hulið mistri.
Ég hef búið í þessari borg alla ævi.
Ég hef spurt sjálfan mig sömu
spurningar og maðurinn þarna sem
mælir göturnar; hvers vegna ætti
maður ekki að geta flutt? Það er
vegna þess að ég gæti ekki einu
sinni ímyndað mér að búa ekki í Ist-
anbúl.“
Þegar jarðskjálftinn ríður yfir
AF LISTUM
Árni Matthíasson
» Þegar jarðskjálftinnríður yfir Istanbúl
verða stórir hlutar borg-
arinnar lokaðir í áratugi
á meðan rústirnar eru
hreinsaðar burt .
Ótti Rithöfundurinn Orhan Pamuk getur ekki hugsað sér að búa annars
staðar en í Istanbúl þrátt fyrir ógnina sem vofir yfir.
arnim@mbl.is
NÝJASTA kvikmynd hins gam-
alreynda leikstjóra Mike Nichols
skartar skærum stjörnum og setur
markið hátt. Tom Hanks og Julia
Roberts ásamt Philip Seymour
Hoffman fara með aðalhlutverk í
kvikmynd sem er ætlað að vera í
senn smellin gamanmynd og djúp-
tæk, pólitísk stúdía á atburðum sem
voru einn af undanförum falls Sov-
étríkjanna. Þar er um að ræða stríð-
ið í Afganistan á 9. áratugnum þar
sem Sovétmenn biðu ósigur eftir
margra ára átök og kostnaðarsaman
stríðsrekstur. Hér er jafnframt um
að ræða stríðið sem eignað er Char-
les Wilson í titli myndarinnar en
hann ku hafa verið litríkur þingmað-
ur demókrata í Texas á þessum ár-
um og reyndist lykilmaður í fjár-
mögnun afgönsku mótspyrnunnar
gegn innrás Sovétmanna í landið. Í
þessu samhengi er rétt að geta þess
að myndin er byggð á samnefndri og
sannsögulegri bók eftir George Crile
sem vakti mikla athygli fyrir fáein-
um árum en kvikmyndahandritið
skrifar Aaron Sorkin.
Tilraunin sem hér er gerð til að
takast á við sögulega og að mörgu
leyti hápólitíska fortíð er yfirborðs-
leg og mótsagnakennd. Myndin fer
af stað á sannfærandi nótum, og
skapar sér stíl sem mætti staðsetja
einhvers staðar á mörkum pólitískra
samsærismynda 8. áratugarins (á
borð við All the Presidents Men) og
greindarlegs frásagnarstíls West
Wing-þáttanna og fleiri sjónvarps-
þátta Aarons Sorkins. Persónurnar
sem kynntar eru til sögunnar eru
engir aukvisar, stefna hátt, vita hvað
þær vilja, hugsa hratt og tala hratt,
þannig að tökuvélin á fullt í fangi
með að fylgja þeim eftir þar sem
þær storma um ganga stjórnsýslu-
miðstöðva Bandaríkjanna. Þannig
fær áhorfandinn á tilfinninguna að
„alvöru“ pólitísk umfjöllun fari í
hönd, en raunin verður önnur.
Smám saman tekur að skína í retór-
ískan kjarna myndarinnar, sem er
nokkurs konar frásögn af því hvern-
ig framtakssamur bandarískur póli-
tíkus stöðvaði framrás kommúnism-
ans og batt enda á kalda stríðið, allt í
nafni húmanisma og samúðar með
stríðshrjáðum íbúum Afganistan.
Myndin hrapar síðan endanlega nið-
ur á plan einfaldrar hasarmyndar í
atriðum sem sýna hvernig ögn
klaufskir og skoplegir þorpsbúar í
Afganistan snúast til varnar gegn
vondu sovésku orrustuflugmönn-
unum. Flóknara sögulegt samhengi,
t.d. er varðar ástandið sem skapaðist
í Afganistan eftir stríðið, passar illa
inn í dæmisöguna, þótt það flækist
örlítið fyrir handritshöfundunum í
lokin. Eftir stendur klúðursleg og
furðuleg blanda af Rambó og West
Wing í einni og sömu kvikmyndinni.
Fæti brugðið
fyrir Sovétið
KVIKMYND
Háskólabíó, Sambíóin Álfa-
bakka, Kringlunni og Akureyri
Leikstjórn: Mike Nichols. Aðalhlutverk:
Tom Hanks, Julia Roberts, Philip Seymo-
ur Hoffman. 97 mín. Bandaríkin, 2007.
Stríðið hans Charlie Wilson (Charlie Wil-
son’s War)
bmnnn
Engir aukvisar Tom Hanks og Julia Roberts í Charlie Wilson’s War.
Heiða Jóhannsdóttir