Morgunblaðið - 14.02.2008, Page 1

Morgunblaðið - 14.02.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 44. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Fló á skinni >> 37 Magnaðar stundir í leikhúsinu Leikhúsin í landinu HÚN ER EFTIRSÓTT DUISBURG VILL FÁ ÞÓRU HELGADÓTTUR EN ANDERLECHT VILL EKKI SLEPPA HENNI >> ÍÞRÓTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞAÐ hefur aldrei verið sérlega ódýrt að eiga og reka bíl en líklega er langt síðan það var eins óhagstætt og einmitt nú. Verð á eldsneyti er líklega það sem brennur heitast á bíleigendum um þessar mundir. Eftir síðustu hækkanir er algengt verð á bensínlítra á þjónustustöðvum 142,9 krónur og lítri af dísilolíu kostar hvorki meira né minna en 147,40 krónur. Frá árs- byrjun 2006 hefur bensínið hækkað um 25% og þýðir að eldsneytiskostnaður á ári er um 40.000 meiri þegar miðað er við frekar eyðslugrannan bíl (10 lítrar/100 km) sem ekið er hóflega (15.000 km á ári). Fyrir mis- muninn mætti fara í helgarferð til Kaup- mannahafnar, 44 sinnum í bíó og leysa átta börn úr skuldaánauð með aðstoð Hjálp- arstarfs kirkjunnar, svo nefnd séu dæmi. Félag íslenskra bifreiðaeiganda hefur brugðist við þessu og sent erindi til fjár- málaráðherra og forsætisráðherra þar sem farið er fram á að álögur ríkisins á eldsneyti verði lækkaðar en af hálfu FÍB hefur verið bent á að um helmingur af verði eldsneytis séu skattar sem renna í ríkissjóð. Iðgjöldin hafa rokið upp Fleira er bíleigendum mótdrægt. Sam- kvæmt vef Hagstofunnar hefur vísitala ábyrgðartrygginga hækkað um 32% frá árinu 2006 og vísitala húftrygginga – betur þekktar sem kaskótryggingar – hefur hækkað um 37%. Hækkun á kaskótrygg- ingum verður að skoða í því ljósi að á ár- unum 2005 og 2006 var samtals 600 milljóna króna tap á þeim en á hinn bóginn varð rúmlega eins milljarðs króna hagnaður af lögbundnum ábyrgðartryggingum, þegar bótasjóðirnir hafa verið teknir með. Ráð: Keyra minna, kaupa eyðslugrennri bíl, fá far, taka strætó. Eða vinna meira. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eyðir Það er dýrt að fóðra svona fák. Bíllinn er byrði þung Rándýrt bensín og dísilolía, hærri iðgjöld Eftir Önund Pál Ragnarsson og Halldóru Þórsdóttur RÍKISSTJÓRNIN telur eðlilegt að vera í viðbragðsstöðu og und- irbúa ráðstafanir í því skyni að draga úr neikvæðum afleiðingum hugsanlegrar lánsfjárkreppu á al- þjóðamörkuðum,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu á Viðskiptaþingi í gær. Ríkisstjórnin hefur í því skyni boðað aðila á fjár- málamarkaði til fundar í dag til að leggja á ráðin um þessi mál. Í ræðu sinni á þinginu sagði Geir ráðherra ríkisstjórnarinnar tilbúna til að miðla upplýsingum og grein- ingum um íslenskt viðskipta- og at- vinnulíf til erlendra greiningar- aðila, fjárfesta og fjölmiðla til að leiðrétta þær rangfærslur sem enn kynnu að vera á kreiki. Geir sagði einhliða upptöku evru einfaldlega ekki tækan kost í gjald- eyrismálum, það væri bæði ótrú- verðug og kostnaðarsöm leið. Hins vegar ættu fyrirtæki að gera upp í þeim gjaldmiðli sem þau kysu, að uppfylltum lagaskilyrðum. Hann lagði áherslu á að íslensk fyrirtæki hefðu höfuðstöðvar sínar á Íslandi. Geir fjallaði um kjarasamninga- viðræður sem nú standa sem hæst. Sagðist hann vonast til að samning- arnir hefðu jákvæð áhrif á efna- hagslífið og stuðluðu að auknu jafnvægi með lægri verðbólgu og minni viðskiptahalla. Verðum í viðbragðsstöðu  Ríkisstjórnin undirbýr ráðstafanir gegn neikvæðum afleiðingum hugsanlegr- ar lánsfjárkreppu  Fundar með aðilum á fjármálamarkaði um þessi mál í dag Árvakur/Golli Þing Yfirskriftin var „Íslenska krónan – byrði eða blóraböggull?“ Í HNOTSKURN »Stjórnarmaður evrópskaseðlabankans sagði að ESB myndi ekki styðja Ísland í einhliða upptöku evrunnar. »Kallað var eftir virkri ogopinni umræðu og stefnu stjórnvalda um málefni ís- lensku krónunnar. »Bakdyrainnleiðing evr-unnar þykir óæskileg, ekki síst vegna ímyndar Íslands, en einhliða upptaka yrði dýr og óhagkvæm framkvæmd. »Eftir stendur að haldakrónunni eða ganga í ESB. Miðopna og Viðskipti „ÉG ER mjög ánægður með þjón- ustuna, allir sem annast hana eru orðnir vanir. Það er mikið ábyrgðarstarf að sinna mér,“ seg- ir Ragnar Bjarnason brosandi, en hann er annar tveggja manna sem fá öndunarvélaþjónustu í heima- húsi í tilraunaverkefni sem hóf göngu sína á síðasta ári. Þjón- ustan felur í sér að sjúkraliði er heima hjá honum yfir daginn og aðstoðar hann eftir þörfum. „Þetta er gríðarlegur munur og minna stress,“ segir móðir hans, Ragna Marinósdóttir. Bjarni Ragnarsson, faðir hans, tekur í sama streng. „Þetta veitir okkur öllum aukið val og svigrúm, við fáum þjónustuna heim, hún er sveigjanleg, sem gefur okkur for- eldrunum einnig aukið frelsi.“ Ragnar er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm og hefur verið í hjólastól frá níu ára aldri. Hann hefur þurft á öndunarvél að halda frá því um tvítugt en lauk engu að síður stúdentsprófi og fór í háskólanám. | MiðopnaÁrvakur/Árni Sæberg Ferðafrelsi og minna stress Ragnar Bjarnason fær öndunarvélaþjónustu heima hjá sér

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.