Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FL GROUP hefur selt 43,1% eignarhlut sinn í
Geysir Green Energy til Glitnis banka, Atorku
Group, og fleiri aðila. Söluverðið er um 10,5 millj-
arðar króna og nemur áður bókfærður gengis-
hagnaður FL Group um 3 milljörðum króna.
Um er að ræða 43,1% hlut í Geysi Green og fer
lunginn af þeim hlut til Glitnis. Var eignarhlutur
bankans eftir viðskiptin 42,4%, en var 16% áður en
þau voru gerð.
Eignarhlutur Atorku eykst um 11,8% og er eftir
viðskiptin 43,8%. Þá eykst hlutur VGK Invest um
4,8% og er nú 10,8%. Bar Holding á eftir sem áður
2% hlut í Geysi og Reykjanesbær á enn 1% hlut í
félaginu.
Starfslokasamningur upp á 90 milljónir
Hlutur Glitnis verður í höndum Glacier Renew-
able Energy Fund, sjóðs í eigu Glitnis, og hlutur
Atorku í höndum dótturfélags þess, Renewable
Energy Resources. Glacier Renewable Energy
Fund er grænn fjárfestingasjóður sem rekinn er
af Glitni sjóðum hf. og hefur að markmiði að fjár-
festa í verkefnum sem tengjast sjálfbærum orku-
verkefnum.
Með sölunni nú er ljóst að ekki verður af áform-
um Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra
FL Group, um að kaupa 23% hlut í Geysi Green af
FL Group, en greint var frá þeim á hluthafafundi
FL Group í fyrra. Þá var ætlunin sú að FL Group
myndi halda eftir þeim 20% sem eftir stæðu af hlut
félagsins í Geysi.
Í ársreikningum FL Group, sem gefnir voru út í
gær, kemur fram að laun Hannesar á síðasta ári
hafi numið einum 139,5 milljónum króna. Þá mun
hafa verið gengið frá starfslokasamningi við
Hannes í desember og mun sá samningur hafa
numið um 90 milljónum króna. Ekki mun verða af
frekari gjaldfærslum til Hannesar vegna starfs-
lokanna og mun Hannes ekki vera með kauprétt í
FL Group.
FL Group selur allan sinn
hlut í Geysi Green Energy
Ekkert verður af kaupum Hannesar Smárasonar á 23% hlutafjár í félaginu
JÓN Sigurðsson, forstjóri FL
Group, segir sölu hlutar fé-
lagsins í Geysi Green Energy í
samræmi við endurskipulagn-
ingu á eignasafni FL Group
hvað varði fjárfestingar sem
falli utan kjarnafjárfestinga.
FL Group hafi verið leiðandi í
uppbyggingu Geysis sem náð
hafi miklum árangri á skömm-
um tíma. „Framtíð Geysis er björt og við treyst-
um Glitni banka, Atorku og VGK Invest, sem búa
að sérhæfðri þekkingu á sviði umhverfisvænnar
orku, fyllilega fyrir framtíð félagsins. FL Group
mun áfram hafa hagsmuni af Geysi Green
Energy sem kjölfestufjárfestir í Glitni banka,“
segir Jón.
Endurskipulagning
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
þrjá Litháa fyrir brot gegn vald-
stjórninni með því að ráðast á lög-
reglumenn úr fíkniefnadeild LRH
hinn 11. janúar sl. Lögreglumenn-
irnir voru í götuhópi fíkniefnadeild-
ar að sinna máli á Laugaveginum
sem var óviðkomandi Litháunum og
kom til átaka milli hópanna tveggja.
Lögreglumenn hlutu áverka og
voru fimm Litháar handteknir og
hnepptir í gæsluvarðhald, en þrír
þeirra sæta ákæru í málinu.
Málið var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær og neita ákærðu
sök samkvæmt ákæru.
Málið verður næst tekið fyrir
þegar aðalmeðferð í því hefst,
fimmtudaginn 28. febrúar, og verð-
ur nokkur fjöldi vitna leiddur fyrir
dóminn.
Ákært er fyrir brot gegn 106. gr.
almennra hegningarlaga þar sem
kveðið er á um allt að sex ára fang-
elsi fyrir að ráðast á opinbera
starfsmenn við skyldustörf.
Ákærðir
fyrir árás á
lögregluna
VINNUSLYS varð á Rifi í gær þeg-
ar viðgerðarmaður datt aftur fyrir
sig ofan úr hjólaskóflu með þeim af-
leiðingum að hann féll á bakið og
tognaði. Hann var að skipta um
glugga í vélinni þegar hann datt.
Að sögn lögreglunnar á Snæfells-
nesi mun ekki hafa verið um alvar-
legt slys að ræða, en maðurinn var
samt fluttur á slysadeild á Ólafsvík
með sjúkrabifreið.
Datt aftur
fyrir sig
MIKIÐ er um að vera í geitahús-
inu á Rauðá í Þingeyjarsýslu, en
nú eru kiðlingarnir farnir að
fæðast hver af öðrum og eru
töluvert fyrr á ferðinni en vana-
lega. Sá fyrsti fæddist 25. janúar
sl. og síðan komu nokkrir aðrir í
kjölfarið. Þeir eru nú orðnir
sprækir og spígspora um stalla
og stíur, hoppa og leika listir sín-
ar.
Löng hefð er fyrir geitabú-
skapnum á Rauðá og segist Vil-
hjálmur Grímsson bóndi þar vera
með nær tvo tugi geita í vetur
svo það færist heldur betur fjör í
leikinn þegar allar eru bornar.
Kiðlingarnir eru sannir vor-
boðar sem iða af fjöri og snið-
ugum uppátækjum. Þeir gleðja
ekki bara ungviðið í sveitinni
heldur læðist brosið fram á varir
allra sem þá sjá. Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Kátir
kiðlingar
á Rauðá
Sannir vorboðar sem iða af fjöri og sniðugum uppátækjum ♦♦♦
SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur-
borgar ítrekaði í bókun á fundi sín-
um í gær þá afstöðu ráðsins að um-
sækjendur skoði leiðir til að tryggja
að hinn sögufrægi salur í gamla
Sjálfstæðishúsinu, sem nú tilheyrir
Nasa, fái að standa í sem uppruna-
legastri mynd.
Tónlistarmenn og tónleikahaldar-
ar, með Kára Sturluson fremstan í
flokki, höfðu á síðustu dögum harð-
lega mótmælt hugmyndum eigenda
um að salur Nasa yrði rifinn í
tengslum við umfangsmiklar breyt-
ingar við Ingólfstorg og uppbygg-
ingu þar. Fram hafði komið hug-
mynd um að endurreisa salinn í
núverandi mynd neðanjarðar, en
slíkt hugnaðist ekki tónlistarfólki.
Á fundi skipulagsráðs í gær var
kynnt tillaga Björns Ólafs arkitekts
um breytingu á deiliskipulagi suður-
hluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og
lóðunum Thorvaldsenstræti 2, Vall-
arstræti 4 og Aðalstræti 7. Í bókun
skipulagsráðs um málið lýsir ráðið
ánægju sinni með fyrirliggjandi til-
lögu þar sem vel hafi tekist til, sér-
staklega varðandi samspil uppbygg-
ingar og verndun þess sem fyrir er.
„Tillagan er vel unnin í góðu sam-
starfi margra aðila og sýnir t.d. að öll
eldri húsin á reitnum, eins og gamla
Sjálfstæðishúsið, Hótel Vík og Að-
alstræti 7 fá að standa en þau áttu að
fara samkvæmt fyrra skipulagi.
Skipulagsráð er sammála um nauð-
syn þess að nýta tillöguna til end-
urbóta á umræddu svæði, sérstak-
lega Vallarstræti.“
Frekari umræðu og afgreiðslu
málsins var síðan frestað. Að sögn
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur for-
manns skipulagsráðs mun ráðið fá
málið inn á borð til sín í kringum
næstu mánaðamót eða jafnvel fyrr
og í millitíðinni verður rætt við húsa-
friðunarnefnd og umsækjendur.
„Tillagan gerir ráð fyrir því að sal-
urinn í Nasa verði fluttur og gerður
upp í upprunalegri mynd annars-
staðar í húsinu, en það var alger ein-
hugur í skipulagsráði um að um-
sækjendur reyni að tryggja að
salurinn fái að vera á sínum stað,“
segir Hanna Birna.
Segist hún vænta þess að umsækj-
endur muni laga tillögu sína að þeirri
sýn sem endurspeglast í bókun
skipulagsráðs.
Salurinn sögufrægi í
Nasa fái að halda sér
Skipulagsráð einhuga í afstöðu til breytinga við Ingólfstorg
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is
BÍLL lenti út í Elliðaá í gærkvöldi
eftir umferðaróhapp á mótum
Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.
Ökumaður var fluttur til aðhlynning-
ar á slysadeild eftir útafaksturinn.
Kom hann austur eftir Bústaðavegi
en náði ekki beygjunni inn á Reykja-
nesbraut með þeim afleiðingum að
hann lenti utan vegar. Hann er grun-
aður um ölvun við akstur.
Lenti út
í Elliðaá
♦♦♦