Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
MARÍA Ólafsdóttir, yfirlæknir
Heilsuvernarstöðvarinnar ehf. og
Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra undirrituðu í gær
samning um rekstur 20 skamm-
tíma-hvíldarrýma fyrir aldraða
skjólstæðinga heimahjúkrunar á
höfuðborgarsvæðinu og 30 dag-
vistarrými þar sem áhersla verður
lögð á endurhæfingu.
Meðal nýjunga í þeirri þjónustu
sem boðin verður er sveigjanlegur
vistunarmöguleiki í hvíldarrýmum
með vistun frá einum sólarhring og
í allt að fjórar vikur.
Tilraunaverkefni til 6 mánaða
Um er að ræða tilraunaverkefni
til sex mánaða og er gert ráð fyrir
því að starfsemin hefjist í húsnæði
Heilsuverndarstöðvarinnar við
Barónsstíg í marsbyrjun. Á samn-
ingstímanum verður unnið að út-
boði á grundvelli þeirra upplýsinga
sem fást af verkefninu.
Þjónustan sem Heilsuverndar-
stöðin ehf. veitir skv. samningnum
er ætluð skjólstæðingum heima-
hjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu.
Rétt til vistunar eiga aldraðir ein-
staklingar sem að mati heima-
hjúkrunar þurfa á tímabundinni
vistun að halda, til að hvíla umönn-
unaraðila, vegna skyndilegra veik-
inda eða ef sá sem annast viðkom-
andi forfallast skyndilega.
Stuðningur við einstaklinginn
skal samkvæmt samningnum mið-
ast við að viðhalda getu viðkom-
andi og virkni eins og kostur er.
Áhersla er lögð á að veita þjónustu
á forsendum einstaklingsins með
hans eigin þátttöku, og að veita
hjúkrun, aðhlynningu, þjálfun,
læknishjálp og hjálpartæki á hans
eigin forsendum til þess að auð-
velda viðkomandi að takast á við
breyttar aðstæður dagslegs lífs.
„Þjónusta dagdvalar er einstak-
lingsmiðuð og er gengið út frá að
einstaklingar fái að vera í dagdvöl
með endurhæfingu í tiltekinn tíma
og að hámarki 8 vikur. Þjónusta
fyrir dagdvöl með endurhæfingu
verður opin frá kl. 8.00 – kl. 19.00.
Þannig verður einstaklingum boðið
upp á að hefja dagdvöl árla morg-
uns og fram undir hádegi. Þeim
sem fara heim um kl. 19.00 verður
boðið upp á að snæða kvöldverð og
að taka lyf sín áður en dagdvöl lýk-
ur. Heimilt verður að hafa opið um
helgar. Um nýmæli er að ræða í
opnunartíma dagdvalar,“ segir í
fréttatilkynningu.
Skv. upplýsingum heilbrigðis-
ráðuneytisins er hugsunin sú að
með því að leggja áherslu á end-
urhæfinguna sérstaklega verði
komið til móts við þá eindregnu
ósk aldraðra að eiga þess kost að
búa heima hjá sér eins lengi og
kostur er á.
Allir taki þátt
María Ólafsdóttir segir ljóst að
töluvert mikil þörf sé á þessari
þjónustu. „Við höfum fengið öflugt
fagfólk í lið með okkur,“ segir hún.
„Fagfólk vill gjarnan prófa nýj-
ungar og það sem við viljum gera
er að allir taki þátt í að efla ein-
staklinginn,“ segir hún.
„Ég lít svo á að þetta sé eitt af
skrefunum í langri vegferð,“ segir
Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra. „Ríkisstjórnin
hefur lagt á það áherslu að bæta
sérstaklega þjónustu við bæði þá
sem eldri eru og þá sem yngri eru,“
segir. „Þetta snertir mjög mitt
ráðuneyti. Heilbrigðisþjónustan er
að sjálfsögðu fyrir alla aldurshópa
en eftir því sem fólk verður eldra
þarf það meira á þeirri þjónustu að
halda. Ríkisstjórnin leggur sömu-
leiðis áherslu á fjölbreyttar leiðir,
einfaldlega vegna þess að það eru
ekki allir eins og þarfirnar eru mis-
munandi. Þetta er liður í að koma
með fjölbreytt og ný úrræði sem öll
miða að því að fólk geti verið sem
lengst heima hjá sér og það þýðir
m.a. að við þurfum að hjálpa að-
standendum sem þurfa oft á tíðum
mikið að sinna sínum nánustu,“
segir ráðherrann.
Spurður hvernig muni ganga að
veita þessa þjónustu þegar litið er
til erfiðleika sem verið hafa við
mönnum hjúkrunar- og umönnun-
arstofnana segist hann vona að það
gangi vel. ,,Það liggur alveg fyrir
að mönnunarmál eru eitt af stóru
verkefnunum í nútíð og framtíð.
Við erum ung þjóð en erum að eld-
ast eins þær þjóðir sem við berum
okkur saman við. Þeir sem eldri
eru þurfa á mun meiri heilbrigð-
isþjónustu að halda og hún verður
ekki veitt öðru vísi en að vera með
vel mannaðar stofnanir. Þetta er
því mjög brýnt verkefni.“
Sveigjanlegir möguleikar
á vistun í hvíldarrýmum
Samningur undir-
ritaður um þjón-
ustu við aldraða
Árvakur/Kristinn Ingvarsson
Ánægð Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og María Ólafsdóttir yfirlæknir undirrituðu þjónustu-
samning um rekstur dagdeildar og skammtímalegudeildar fyrir skjólstæðinga heimahjúkrunar.
Í HNOTSKURN
»Rekin verða 20 skammtíma-hvíldarrými fyrir aldraða
skjólstæðinga heimahjúkrunar á
höfuðborgarsvæðinu og 30 dag-
vistarrými.
»Þjónusta fyrir dagdvöl meðendurhæfingu verður opin
frá kl. 8.00 – kl. 19.00.
»Gengið út frá að ein-staklingar fái að vera í dag-
dvöl með endurhæfingu í tiltek-
inn tíma og að hámarki 8 vikur
„ÞAÐ er óhjákvæmilegt
að hlutfall matvöruinn-
kaupa af útgjöldum
heimilanna, sem hefur
farið úr 20% niður í 11%
á sl. fimmtán árum,
muni aukast aftur á
næstunni.“ Þetta segir
Andrés Magnússon,
framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenskra stórkaup-
manna (FÍS), og byggir
þessa spá sína á því að verð á öllu lyk-
ilhráefni til matvælaframleiðslu hafi
hækkað um tugi prósenta á umliðnum
misserum og sé enn á uppleið.
Að sögn Andrésar fylgist félagið mjög
nákvæmlega með hrávörumörkuðum er-
lendis sem gefi góða vísbendingu um
hvernig verð á hráefni til matvörufram-
leiðslu muni þróast næstu mánuði. „Það er
ekkert sem bendir til annars en áfram-
haldandi hækkunar á öllu lykilhráefni til
matvælaframleiðslu,“ segir Andrés og á
þar við hráefni á borð við korn, maís, soja,
sykur, kakó, te og kaffi. Segir Andrés sök-
um þessa ljóst að matvælaverð muni
hækka í fyrirsjáanlegri framtíð, bæði verð
á innfluttri vöru sem og innlendri fram-
leiðslu sem noti innflutt hráefni.
Aðspurður segir Andrés þrjár meg-
inástæður fyrir hækkununum. Þær eru
aukin notkun á maís til eldsneytisfram-
leiðslu, síaukin velmegun í Asíu og upp-
skerubrestur vegna afbrigðilegs veðurs.
Matarútgjöld
munu hækka
Andrés
Magnússon
FERMINGARNAR eru
óvenjusnemma í ár.
Þrátt fyrir að enn sé
febrúar er aðeins rúm-
ur mánuður í fyrstu
fermingar.
Þetta árið eru 4.738
börn í ferming-
arárgangnum sam-
kvæmt Hagstofunni.
Að sögn Maríu
Ágústsdóttur, héraðs-
prests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra,
má gera ráð fyrir að stærstur hluti þeirra
staðfesti trú sína í kirkjum landsins á
næstunni.
María segir þá hefð hafa skapast að
tengja fermingar páskum. Algengast sé að
þær hefjist á pálmasunnudegi, sem nú
lendir á 16. mars.
Pálmasunnudagur er, að sögn Maríu,
vinsælasti fermingardagurinn ásamt skír-
degi og öðrum í páskum. Á þriðja sunnu-
degi eftir páska hafa flest fermingarbörn
ársins fermst en síðustu fermingar eru yf-
irleitt um hvítasunnuna.
Stutt í fyrstu
fermingar ársins
Játa trú Ferm-
ingar byrja í mars.
Þ
að er að bera í bakkafullan
lækinn að tala um stöðu
borgarstjórnar Reykjavík-
ur. Á þeim tæpum tveimur
árum sem liðin eru frá
kosningum hafa þrír borgarstjórar
setið.
Og þá skulum við ekki gleyma fyrra
kjörtímabili, síðasta kjörtímabili R-
listans svokallaða, sem ekki var laust
við vandræðagang, að því kjörtímabili
meðtöldu hafa 6 borgarstjórar setið í
Reykjavík á jafnmörgum árum. Þar af
var einn borgarstjóri sóttur út í bæ
vegna þess að flokkarnir sem stóðu að
bandalaginu gátu ekki komið sér sam-
an um fulltrúa úr sínum röðum. Það
er enginn flokkur í borgarstjórn
Reykjavíkur afsakaður þegar kemur
að ákvörðunum og samstöðu um emb-
ætti borgarstjórans.
Undanfarnir dagar og vikur hafa
verið tíðindamiklir af vettvangi borg-
armála. Eftir að hið svokallaða REI-
mál kom upp birtist í fyrsta sinn í
langan tíma raunverulegur pólitískur
ágreiningur um hvernig haga skuli
eigum borgarbúa. Það kom í ljós hug-
myndafræðilegur ágreiningur, þar
sem 6 fulltrúar sjálfstæðismanna gátu
ekki sætt sig við stefnu Orkuveitu
Reykjavíkur í væntanlegri útrás, ekki
síst vegna þess að Orkuveitan ber
ábyrgð á einkaleyfisstarfsemi, dreif-
ingu heita vatnsins til Reykvíkinga
sem hvergi er hægt að kaupa annars
staðar en hjá þeim. Menn höfðu
áhyggjur af því að fjármunum Reyk-
víkinga í Orkuveitunni væri stefnt í
hættu.
Það er rétt að halda til haga að það
var aðeins fulltrúi Vinstri grænna og
þessir sex borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins sem höfðu þessar alvarlegu
efasemdir. Samfylkingin hafði þær
ekki þótt skoðanir manna hafi breyst
á þeim bæ. Þessi saga, sem ekki verð-
ur rakin hér, kostaði Sjálfstæðisflokk-
inn í Reykjavík meirihlutann.
Ég ætla að leyfa mér að halda því
fram að ef umræðan um orkumál í
borginni hefði verið þroskaðri og
meira rædd þetta afdrifaríka haust
hefði vel verið hægt að leysa REI-
málið án þess að til stjórnarslita hefði
komið.
En eins og við vitum öll kaus
fulltrúi Framsóknarflokksins að nota
fyrsta tækifærið til að hlaupa í burtu
og mynda nýjan meirihluta sem sat í
heila hundrað daga, málefnalaus, án
þess að geta tekið á málum tveggja
húsa við Laugaveg og vildi að ríkið
borgaði brúsann af vandræðagangi
borgarstjórnar. Hver borgarfulltrúinn
eftir annan lýsti því yfir að með því að
kaupa þessi hús hefði borgarstjórnin
borgað reikning sem allt útlit var fyr-
ir að ríkið myndi borga. Og það var
auðvitað allt í lagi!
Eftir að núverandi meirihluti tók
við linnir ekki hneykslunarröddunum:
Borgarstjórastóllinn var settur á upp-
boð, Ólafur F Magnússon var keypt-
ur, og það sem er kannski einkenni-
legast: Meirihlutinn hangir á einum
manni.
Bíðum við, hefur það ekki oft verið
þannig? Voru ekki tveir síðustu meiri-
hlutar þannig? Og svo farið sé aftar í
tímann líka? Hékk ekki REI-
meirihlutinn á einum manni sem
reyndar hafði verið aðalsprautan í
Orkuveitumálinu? En það var allt í
lagi að vinna með honum af því hann
baðst afsökunar.
Einmitt. Það er ekki sama hver bið-
ur afsökunar. Sennilega var klókt hjá
Birni Inga Hrafnssyni að hverfa á
braut úr pólitík, hann sleppur alveg
við umræðuna um REI-skýrsluna og á
sennilega afturkvæmt í pólitík kæri
hann sig um það.
Nú er hver kjaftaþátturinn á eftir
öðrum undirlagður af vandræðagangi
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar – sem
ekki skal undra. Samt sýnist mér að
allir aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi vit á því hvernig málum er
PISTILL » Sennilega var klókt hjá
Birni Inga Hrafnssyni
að hverfa á braut úr póli-
tík, hann sleppur alveg við
umræðuna um REI-
skýrsluna og á sennilega
afturkvæmt í pólitík kæri
hann sig um það.
Ólöf
Nordal
„Við tökum við!“
háttað þar innandyra. Látum það
vera. En það sem er dálítið hjákátlegt
er að heyra endalausar yfirlýsingar
Tjarnarkvartettsins um að hann sé
tilbúinn að taka við.
Ég kann kannski ekki að telja, en
samkvæmt mínum útreikningum eru
sjö borgarfulltrúar í þessum kvartett.
Og svo auðvitað Margrét Sverrisdóttir
sem er ekki kjörin fulltrúi og hefur
aldrei verið það. Hvernig ætla þau að
fara að því að taka við stjórn-
artaumum í Reykjavík án þess að hafa
meirihluta?
Það er kominn tími til að borg-
arstjórn Reykjavíkur, eins og hún
leggur sig, fari að vinna saman að því
að skapa ró og frið um borgarmálin
og hjálpist að við að byggja upp virð-
ingu fyrir kjörnum fulltrúum.