Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BÆJARSTJÓRN Akraness sam-
þykkti á fundi sínum í fyrradag að
lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af
því ástandi sem Akurnesingar hafa
þurft að búa við vegna heitavatns-
skorts á veitusvæði HAB og Orku-
veitu Reykjavíkur á nýliðnum tveim
vikum. Óskar bæjarstjórnin eftir
stuðningi við að gera þær úrbætur
sem þarf vegna þessa.
„Tvívegis hefur verið lokað fyrir
heitt vatn til sundlauga á Akranesi
og hefur ekki fyrr þurft að grípa til
slíkra ráðstafana. Einnig hefur ver-
ið lokað fyrir heitt vatn til fyrirtæk-
isins Laugafisks. Afkastageta nú-
verandi búnaðar á svæðinu er
fullnýtt. Grípa verður nú þegar til
aðgerða til að mæta þeirri þörf sem
er á svæðinu fyrir heitt vatn. Bæj-
arstjórn Akraness treystir því að
eignarhlutur ríkisins í HAB hamli
ekki uppbyggingu veitukerfisins á
svæðinu.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Vatnsskortur
Á MORGUN, föstudag, munu Ís-
lensk málnefnd og Vísindafélag Ís-
lendinga halda málþing um stöðu
og framtíð íslenskrar tungu kl. 14-
17 í stofu 101 á Háskólatorgi. Verð-
ur sérstaklega rætt um stöðu
og framtíð íslenskrar tungu í vís-
indasamfélaginu á Íslandi en þar
eru blikur á lofti að margra mati.
Frummælendur verða Ástráður
Eysteinsson, prófessor í bók-
menntafræði við Háskóla Íslands;
Haraldur Bernharðsson, málfræð-
ingur í Íslenskri málnefnd; Sig-
urður J. Grétarsson, prófessor í sál-
fræði við Háskóla Íslands;
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í
vísindasögu og eðlisfræði við Há-
skóla Íslands; og Örnólfur Thorla-
cius, fv. rektor. Fundarstjóri verð-
ur Einar Sigurbjörnsson, prófessor
og forseti Vísindafélags Íslendinga.
Málþing um
íslenska tungu
SLÖKKVILIÐ Vestmannaeyja var
kallað út í gærmorgun að versl-
uninni Póley við Strandveg vegna
eldsvoða. Þegar að var komið var
ekki mikill eldur og var hann
slökktur með handslökkvitæki.
Hins vegar var reykur mikill og
skemmdir á búðinni aðallega sök-
um reyks.
Slökkviliðið reykræsti því búðina
en lögreglan hefur upptök eldsins
til rannsóknar. Talið er að kviknað
hafi í út frá kerti.
Kviknaði í Póley
Í KVÖLD,
fimmtudag, verð-
ur annað mótið í
Meistaradeild
VÍS í hestaíþrótt-
um haldið.
Að þessu sinni
verður keppt í
svokölluðum
smala. Í smal-
anum snýst allt
um hraða og tækni, hestur og knapi
skulu ríða í gegnum braut með
þrautum þar sem gildir að vera á
sem bestum tíma án þess að gera
villur.
Einnig munu heyja einvígi fjalla-
kóngurinn Kristinn Guðnason og
fyrrum heimsmeistarinn í tölti,
Hafliði Halldórsson.
Leikar hefjast í Ölfushöllinni
klukkan 19.30.
Hestaíþróttir
á dagskrá
STUTT
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÞETTA er stærsta matarhátíð á
Norðurlöndum í dag og markmiðið
er að gera þetta að stærstu mat-
arhátíð í Evrópu, sem við teljum
okkur geta náð á
næsta ári,“ segir
Baldvin Jónsson,
einn skipuleggj-
enda Food&Fun,
um hátíðina sem
haldin verður í
sjöunda sinn dag-
ana 20.-25. febr-
úar nk.
Að sögn Bald-
vins vex hátíðin
ár frá ári og því var ákveðið að bæta
við þremur veitingastöðum til þess
að geta annað eftirspurninni. Þetta
árið koma því fimmtán afbragðs
matreiðslumenn frá Evrópu og Am-
eríku að til að etja kappi hver við
annan um það hver geti eldað besta
matinn úr íslensku hráefni í Lista-
safni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu
laugardaginn 23. febrúar, auk þess
sem þeir leggja undir sig eldhús
fimmtán valinna veitingahúsa í
borginni. Meðan hátíðin stendur yfir
bjóða veitingahúsin fimmtán upp á
fjögurra rétta máltíð fyrir 6.400
krónur.
Maturinn góður allt árið
Að sögn Baldvins tóku 18-20 þús-
und manns þátt í hátíðinni í fyrra og
segist hann búast við að fjöldi gesta
þetta árið verði um 25 þúsund, þar
af sé von á 200-300 erlendum gest-
um sem komi gagngert til Íslands í
þeim tilgangi að taka þátt í mat-
arveislunni. „Aðaltilgangurinn er
auðvitað sá að sýna útlendingum
sem heimsækja Ísland fram á að ef
ein fínasta matreiðslukeppni í heimi
er haldin á Íslandi hlýtur maturinn
að vera góður allt árið um kring. Því
við bjóðum upp á einhvern allra
besta mat sem völ er á á veit-
ingastöðum í veröldinni í dag,“ segir
Baldvin.
Aðspurður segir hann orðspor há-
tíðarinnar hafa borist víða enda
hafa yfir 70 matreiðslumenn tekið
þátt í Food&Fun frá því hátíðin hóf
göngu sína. Mikill fjöldi blaðamanna
hefur komið til landsins í tengslum
við hátíðina og að mati Baldvins er
ekki óvarlegt að áætla að 20-30
milljónir manna víðs vegar um
heiminn lesi umfjallanir um hátíðina
þetta árið í virtum blöðum og mat-
artímaritum á borð við Boston
Globe, New York Times, Chicago
Sun, Gourmet Magazine, Food and
Wine og Observer.
Að sögn Baldvins eru stórstjörnur
í veitingabransanum meðal dómara
þetta árið. Nefnir hann í því sam-
hengi m.a. Gray Kunz, sem þykir
reka einn af fimm fremstu veit-
ingastöðum í veröldinni, og John
Besh, sem vann Food&Fun-
keppnina fyrir þremur árum og val-
inn var einn af fimm bestu kokkum
Bandaríkjanna árið 2007.
Kynna nýja norræna eldhúsið
Að sögn Baldvins verður nýja nor-
ræna eldhúsið áberandi á hátíðinni
þetta árið. Norrænir matreiðslu-
menn munu þannig leggja veitinga-
staðinn VOX undir sig auk þess sem
sérstök matarkynning verður í Nor-
ræna húsinu. „Á blaðamannafundi
fyrir erlendu pressuna verður hinn
nýi norræni matur kynntur í fyrsta
skiptið,“ segir Baldvin og útskýrir
að nýja norræna eldhúsið byggist
fyrst og fremst á úrvals hráefni.
„Einfaldleiki matreiðslunnar á Ís-
landi og Norðurlöndunum almennt
felst í því að hér er svo gott hráefni.
Við Íslendingar erum þannig að
framleiða eins náttúruleg matvæli
og þau voru framleidd fyrir þúsund
árum enn þann dag í dag,“ segir
Baldvin og tekur fram að það felist
ákveðin kúnst í því að matreiða gott
hráefni þannig að það fái að njóta
sín sem best. „Norrænir kokkar
hafa slegið í gegn út um allan heim
einmitt með þessari matreiðslu, því
þessi einfaldleiki getur verið mjög
vandasamur.“
Allar nánari upplýsingar um há-
tíðina má nálgast á: foodandfun.is.
Þar má m.a. finna dagskrá hátíð-
arinnar í heild sinni, nöfn á þeim 15
veitingastöðum sem þátt taka,
ásamt upplýsingum um bæði dóm-
ara og matreiðslumenn.
Matar- og skemmtihátíðin Food&Fun haldin í sjöunda sinn í Reykjavík
Árvakur/Valdís Thor
Listakokkar Matreiðslumennirnir á Food&Fun-hátíðinni munu að vanda
sýna listir sínar í keppni sem haldin verður í Hafnarhúsinu.
Í HNOTSKURN
»Food & fun-hátíðin er núhaldin í sjöunda sinn.
»Hátíðin er ein af stærstu ár-legu matarhátíðunum sem
haldnar eru í Evrópu.
»Skipuleggjendur búast viðum 25 þúsund gestum á þeim
15 veitingastöðum sem þátt taka
í hátíðinni.
»Von er á 70 blaðamönnumfrá virtum blöðum bæði aust-
an hafs og vestan hingað til
landsins í tengslum við hátíðina.
Baldvin Jónsson
„Stærsta mat-
arhátíðin á
Norðurlöndum“