Morgunblaðið - 14.02.2008, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam-fylkingarinnar, hefur gagnrýnt
Morgunblaðið fyrir að benda á þátt
Samfylkingarinnar í samruna REI
og Geysir Green Energy. Hann held-
ur því m.a. fram að kaupréttarsamn-
ingar yfirstjórnar og starfsmanna
REI hafi einungis verið samþykktir á
stjórnarfundi REI, þar sem Samfylk-
ingin átti ekki fulltrúa.
En það liggurfyrir að kaup-
réttirnir voru lið-
ur í samrunaferl-
inu og fulltrúi
Samfylking-
arinnar í stjórn
OR vissi um þá,
enda hafði minni-
hlutinn, þ.á m.
Dagur, verið upp-
lýstur um þá og efnisatriðum kaup-
réttarsamninganna raunar breytt á
þeim fundi.
Auðvitað er deginum ljósara aðþegar fulltrúi Samfylking-
arinnar greiðir atkvæði með sam-
runanum, þá er hann jafnframt að
samþykkja forsendur hans. Svandís
Svavarsdóttir var meðvituð um þetta
þegar hún bókaði að kauprétt-
arsamningarnir kynnu að orka tví-
mælis og þyrftu að þola dagsljósið og
sat hjá. Í Staksteinum í gær kom það
ekki fram og er hún beðin velvirð-
ingar á því. Samfylkingin tók hins
vegar ekki þátt í þeirri bókun.
Samfylkingin hefur einnig vísað frásér ábyrgð á einkaréttarsamn-
ingnum til 20 ára. Dagur bendir á að
samningurinn hafi verið lagður fyrir
á ensku og kynning á honum villandi í
dagskrá fundarins. Þetta hefur Morg-
unblaðið einmitt gagnrýnt. Engu að
síður liggur fyrir að sérstök atkvæða-
greiðsla var um samninginn og þar
virðist fulltrúi Samfylkingarinnar
hafa greitt atkvæði með samningnum
án þess að kynna sér efni hans. Eru
slík vinnubrögð til fyrirmyndar þegar
samningurinn varðar eina mikilvæg-
ustu ákvörðun sem tekin hefur verið
um framtíð stærsta fyrirtækis Reyk-
víkinga?
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Deginum ljósara?
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!"
!
!"
!"
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
## $#
$
!"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? $ $
$
$ %$ $
$ $%%
$ $
$
$%
$
*$BC ###
*!
$$B *!
& ' ( '
" )"
<2
<! <2
<! <2
& (
*
+, -".
D8-E
B
F"2
! "# $ %! & /
F
! "# $ %! & <7
' ( %!
/0##"11
"##2 ""#*
+
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Hlynur Hallsson | 13. febrúar 2008
Rugl í álliðinu
Hvaða della er að taka
skóflustungu að ein-
hverri álbræðslu sem
aldrei á að rísa?
Er ekki orðið löngu
ljóst að það er hægt að
selja orkuna til fyr-
irtækja sem skapa meiri arð, fleiri
störf og menga mun minna?
Ætti bæjarstjórinn í Reykjanesbæ
ekki að fara frekar að rukka fyrir húsin
sem hann „seldi“ vinum sínum á Vell-
inum í staðinn fyrir að grafa holur?
Svör:
1. Íhaldsdella
2. Jú
3. Nákvæmlega.
Meira: hlynurh.blog.is
Björg F | 13. febrúar 2008
Eigum við ekki að fara
að hætta að drulla yfir
fólk?
Afsakið dónalegt yfirlet-
ur á þessum texta... en
hvað annað er hægt að
segja? Fjölmiðar virðast
ekki getað látið liggj-
andi menn bara fá að
liggja þar smá stund og
standa svo upp þegar hnéð er orðið
sterkara.
Er farið að leiðast þessi hausa-
veiðaraleikur.. Allir vilja bara sjá blóð,
blóð...! Ef það var ekki Björn Ingi,
Ólafur F., þá Villi... æi leyfum hinum
vel undnu tuskum nú að fá aðeins að
vinda ofan af sér...
Meira: sigrunb.blog.is
Jenný Anna Baldursdóttir | 13. febrúar
Monty Python mínir
menn í bransanum
Þeir eru í fyrsta lagi svo
mikil krútt, að ég gæti
étið þá, klipið og knús-
að, Hver elskar ekki The
life of Brian? Þekki ekki
kjaft sem getur ekki
horft á hana aftur og aft-
ur.
Og mér fannst A fish called Wanda
líka frábær, þó ég sé ekki viss um að
þeir hafi allir verið með þar...
Nú er ég stolt af mínum mönnum,
þeir hafa skipt Britneyju út fyrir Victor-
íu Beckham, í söngleiknum Monty
Python Pamelot, vegna þess að þeir
vilja ekki hlæja á kostnað fólks sem á
undir högg að sækja.
Meira: jenfo.blog.is
Marta B. Helgadóttir | 13. febrúar
2008
Hver var þessi
Valentínus?
Víða um heim skiptist
fólk á gjöfum og kveðj-
um þann 14. febrúar til
að sýna ást og um-
hyggju – í nafni Valent-
ínusar! Hver var eig-
inlega þessi Valentínus?
Skv. Vísindavefnum er Heilagur Val-
entínus nafn yfir tvo eða jafnvel þrjá
píslarvotta í sögu kaþólsku kirkj-
unnar.
Ein þjóðsaga segir að Valentínus
hafi verið prestur sem þjónaði þegn-
um sínum í Róm á 3. öld. Kládíus
keisari mun hafa verið þeirrar skoð-
unar að einhleypir menn væru betri
hermenn en fjölskyldumenn og bann-
aði hann hermönnum sínum að
kvænast. Valentínus var ekki á sömu
skoðun og gifti hermennina á laun.
Þegar Kládíus komst að því skipaði
hann hermönnum sínum að finna Val-
entínus og drepa hann.
Valentínus á sjálfur að hafa sent
fyrsta Valentínusarkortið. Á meðan
hann sat í fangelsi og beið aftöku
sinnar varð hann ástfanginn af ungri
stúlku sem var dóttir fangelsisstjór-
ans. Áður en hann lést á hann að
hafa skrifað henni bréf, þar sem
hann segir „Frá þínum Valentínusi“.
Bréfið var ritað 14. febrúar.
Önnur kenning um Valentínus-
arhefðina, er á þá leið að hátíð elsk-
endanna sem kennd er við Heilagan
Valentínus hafi verið tilraun kaþólsku
kirkjunnar til að binda endi á vinsæla
helgiathöfn í heiðnum sið, þar sem
frjósemi var dýrkuð. Allt frá því á 4.
öld f. Krist héldu hinir heiðnu Róm-
verjar árlega hátíð í virðingarskyni við
guðinn Lupercus sem talinn var
vernda sauðfé Rómverja, sem stafaði
á þessum tíma veruleg hætta af úlfa-
hjörðum sem vokuðu fyrir utan borg-
ina einmitt þar sem hjarðsveinar
héldu til með hjarðir sínar.
Það sem kaþólska kirkjan vildi
binda enda á, var hins vegar önnur
hátíð sem hélst í hendur við þá sem
tileinkuð var Lupercusi, en sú var
helguð gyðjunni Juno Februata. Þá
voru nöfn ungra kvenna og karla sett í
box og síðan barn látið draga af
handahófi saman pör sem skyldu
eyða saman nýja árinu sem hófst í
mars, eða þar til frjósemisathöfninni
höfðu verið gerð „bókstafleg“ skil. Ár-
ið eftir var svo leikurinn endurtekinn.
Meira: martasmarta.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
MENNTASTYRKIR til fjögurra
nema í framhaldsnámi á há-
skólastigi, í greinum sem tengjast
atvinnulífinu með beinum hætti,
voru veittir á Viðskiptaþingi á Hilt-
on Nordica-hótelinu í gær. Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra afhenti styrk-
ina. Að þessu sinni voru styrkþegar
fjórir talsins, tveir valdir af fram-
kvæmdastjórn Viðskiptaráðs og
tveir af ráðgjafarnefnd Námssjóðs
um upplýsingatækni. 48 styrk-
umsóknir bárust og hafa þær aldrei
verið fleiri. Undanfarin ár hafa
styrkirnir verið þrír. Í ár voru þeir
fjórir, 350.000 krónur hver, vegna
sterkrar stöðu sjóðanna og mikilla
gæða styrkumsókna, eins og fram
kom í máli Þorgerðar Katrínar.
Styrkina hlutu þau Magnús Þór
Torfason, doktorsnemi í við-
skiptafræði við Columbia-háskóla í
New York, Georg Lúðvíksson,
MBA-nemi við Harvard Business
School, Bjarney Sonja Ólafsdóttir,
meistaranemi í „engineering ma-
nagement“ við tækniháskólann í
Vínarborg, og Guðmundur Árni
Árnason, MBA- og MS-nemi í upp-
lýsingatækni við Bentley College í
Boston. Styrkir Sonju og Guð-
mundar voru á sviði upplýs-
ingatækni.
Árvakur/Golli
Styrkir Menntamálaráðherra ásamt aðstandendum styrkþeganna, sem eru
allir við nám erlendis og komust ekki á Viðskiptaþingið að þessu sinni.
1,4 milljóna menntastyrkir
veittir á Viðskiptaþingi