Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 11 FRÉTTIR RÉGIS Savioz, yfirmaður almanna- tengsladeildar alþjóðaráðs Rauða krossins í Genf, segir að neyð- araðstoð á átakasvæðum sé mjög mikilvæg og öll aðstoð skipti miklu máli. Því sé framlag Íslendinga eins og annarra vel metið. ,,Allt framlag skiptir máli,“ segir hann og leggur áherslu á mikilvægi neyðaraðstoðar Alþjóða Rauði krossins á átakasvæðum. Savioz kynnti í síðustu viku starfsmönnum utanríkisráðuneyt- isins neyðarstarfsemi Alþjóða Rauða krossins á átakasvæðum með sérstaka áherslu á staði sem íslensk stjórnvöld hafa áhuga á að styðja. Hann hélt einnig erindi um forgangsverkefni alþjóðaráðsins á landsskrifstofu Rauða krossins. Savioz hefur starfað fyrir Alþjóða Rauða krossinn í um áratug, meðal annars á Indlandi, í Nepal, Súdan, Ísrael og hernumdu svæðunum, Afganistan og á Fílabeinsströnd- inni. Áður en hann tók við núver- andi starfi var hann ábyrgur fyrir neyðaraðgerðum Rauða krossins í Suður-Asíu. Um 300-400 milljónir á ári Að jafnaði starfa um 6-12 sendi- fulltrúar Rauða kross Íslands á vettvangi Alþjóða Rauða krossins. Störf þeirra hafa einkum snúið að neyðaraðstoð og uppbygging- arverkefnum vegna náttúruham- fara og stríðsátaka. Alþjóða Rauði krossinn skiptist í alþjóðaráð Rauða krossins, sem vinnur einkum á átakasvæðum og Alþjóða- sambandið, sem einbeitir sér að náttúruhamförum og aðstoð við landsfélög. Auk starfa fyrir al- þjóðaráðið og Alþjóðasambandið er Rauði kross Íslands líka í tvíhliða verkefnum með nokkrum lands- félögum í Afríku. Fyrir utan mannafla hefur Rauði kross Íslands lagt til um 300 til 400 milljónir króna til Alþjóða Rauða krossins á ári. Alþjóða Rauði krossinn á gott samstarf við Rauða kross Íslands og Savioz segir mikilvægt að gera félögum sínum og utanríkisráðu- neytinu grein fyrir stöðunni. Ann- ars vegar til að styrkja tengslin og hins vegar til að vekja athygli á starfinu og þörfinni á fjárstuðningi til að halda því gangandi. Árlega óski Rauði krossinn eftir alþjóð- legum stuðningi við starfsemi sína og því sé mikilvægt að kynna reglulega í hverju hún sé fólgin. Verkefni í 80 löndum Savioz vekur athygli á því að Al- þjóða Rauði krossinn sé með verk- efni í um 80 löndum, þar sem áhersla sé lögð á að vernda og að- stoða fórnarlömb átaka. Mikill áhugi sé á að starfa fyrir hann og ekki sé vandamál að fylla í stöður enda komist færri að en vilja. Þetta séu krefjandi störf á mörgum svið- um. Fólk sé fjarri fjölskyldum sín- um við mjög erfiðar aðstæður. Ís- lendingar hafi til dæmis lagt sitt af mörkum á heilbrigðissviðinu en víða þurfi að taka til hendi. Í því sambandi nefnir hann sérstaklega fjölskylduhjálp og heimsóknir í fangelsi. Fjölskyldur sundrist vegna átaka, börn missi foreldra sína og svo framvegis. Börnum, einstæðingum, einstæðum mæðrum og föngum þurfi að hjálpa að fóta sig í samfélaginu og þar gegni Al- þjóða Rauði krossinn mikilvægu hlutverki. Íslendingar hafi marg- víslega sérfræðikunnáttu og hún geti komið sér vel víða og ekki síst í ýmsum mannúðarstörfum. Savioz bendir á að fjölmiðlar fjalli mikið um ástandið í Afganist- an, Írak, Ísrael og hernumdu svæð- in og Súdan, en vandamálið sé mun víðar og jafnvel enn alvarlegra en á stöðum sem mesta athygli fá. Í því sambandi nefnir hann til dæmis Nepal, Fílabeinsströndina og ýmis lönd í Afríku. Ríkisstjórnir vilji gjarnan styrkja svæði sem séu í umræðunni og vera þannig líka í sviðsljósinu en ekki megi gleyma öðrum svæðum. Á þessu ári gerir Alþjóða Rauði krossinn ráð fyrir að verja meira en einum milljarði svissneskra franka í aðstoð á átakasvæðum. Savioz leggur áherslu á að margt lítið geri eitt stórt og öllum stuðn- ingi sé tekið með þökkum. Enginn stuðningur sé of lítill og það eigi ekki aðeins við um fjárhagslega að- stoð heldur einnig pólitískan stuðn- ing stjórnvalda. Hafa beri í huga að Alþjóða Rauði krossinn sé óháð- ur og geti því rætt við stríðandi fylkingar. Mikilvægi þess hafi sýnt sig margoft, því ef Alþjóða Rauði krossinn starfaði fyrir ákveðin öfl eins og til dæmis stjórnvöld, fengju andstæðingarnir ekki nauðsynlega aðstoð. Allt framlag skiptir máli Árvakur/Frikki Hjálparstarf Régis Savioz, yfirmaður almannatengsladeildar alþjóðaráðs Rauða krossins í Genf, ásamt Sólveigu Ólafsdóttur hjá Rauða krossi Íslands. Alþjóða Rauði krossinn er með verkefni í um 80 löndum. Yfirmaður almannatengsladeildar alþjóðaráðs Rauða krossins kynnir neyðarstarfsemina á átakasvæðum NordicTrack TM NAUTILUS TM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.