Morgunblaðið - 14.02.2008, Page 12

Morgunblaðið - 14.02.2008, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÉG ER hérna fyrir Suðausturlandi og eitthvað hefur orðið vart við ýs- una hérna síðustu daga, á Breiðdals- grunninu og í Berufjarðarál. Það eru allir að reyna við ýsuna og á þriðju- daginn taldi ég fimmtán togara hérna,“ sagði Hilmar Helgason, skipstjóri á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, er Verið náði tali af honum. Hilmar segir að tíðarfarið hafi ver- ið afskaplega erfitt frá því í haust, en það hafi gengið alveg sæmilega að ná í ýsuna. Hún viðist þó vera miklu seinna á ferðinni vestur á grunnin núna í vetur. Eitthvert ástand geri það að verkum, en það verði þó víða vart við hana á þessu svæði. Hann segir ýsuna á svæðinu alveg sæmi- lega. „Við byrjuðum túrinn vestur frá í ufsa. Þá var ufsi að ganga upp á Reykjanesgrunnið og á svæðið aust- ur að Vestmanneyjum. Það er ár- visst að hann gangi upp á Selvogs- banka á þessum tíma. Það var svo blönduð ýsa hjá okkur í nótt í Berufjarðarálnum, en mjög góð ýsa á Breiðdalsgrunni í gær. Við vorum af fá upp í sex tonn í holi. Það þarf ekki að kvarta undan því og það hefur ekki farið mikið í undirmál.“ Lítið af þorski Hann segir að það gangi ágætlega að forðast þorskinn. „Það er ekki mikið af þorski hér á suðaustursvæð- inu á þessum tíma. Þegar loðnan er að ganga yfir hverfur hann, fer út á móti henni. Hann kemur svo aftur þegar loðnan er komin svolítið vest- ur með. Þá fer hann að sjást hérna á Breiðdalsgrunni og Hvalbaksgrunni. Nú er þorskur norður af Brettings- stöðum og austur af Langanesinu. Hann er búinn að belgja sig út af loðnu og kominn á botninn. Við verð- um voða lítið varir við loðnuna hérna. Maður sér aðeins loðnu í netinu hérna á Hvalbaksgrunninu, en ekki á Papagrunninu þar sem við erum núna. Svo er aðeins byrjaður að sjást fiskur fyrir vestan. Það kom ís upp á Vestfjarðamiðin svo þeir eru eitt- hvað byrjaðir að sjá þorsk á Kópa- nesgrunninu, sem ekki hefur verið fram að þessu. Þetta er að lifna, að- eins bjartara yfir þessu nema í loðnunni,“ sagði Hilmar. Svipað og febrúar 1992 En brælan er búin að vera erfið í vetur. „Núna er þetta svipað og í febrúar 1992. Hann var slæmur. Svo er búið að vera hundleiðinleg tíð frá því í nóvember. Veðrin sem eru að koma núna eru miklu verri en áður. Það er miklu meiri vindur og kemur svo snöggt. Veiðin hefur annars ver- ið alveg í lagi síðustu daga, þegar hægt er að vera að. Við erum reynd- ar búnir að fara þrisvar í var undan veðrinu og höfum svo skotizt út á milli,“ sagði Hilmar Helgason. Fimmtán togarar á ýsu fyrir austan Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Fiskveiðar Hilmar Helgason skipstjóri segir ýsuveiðina ganga sæmilega þrátt fyrir leiðinda tíð. Hann forðast þorskinn eins og flestir aðrir núna. Í HNOTSKURN »Þá var ufsi að ganga upp áReykjanesgrunnið og á svæð- ið austur að Vestmannaeyjum. Það er árvisst að hann gangi upp á Selvogsbanka á þessum tíma. »Nú er þorskur norður afBrettingsstöðum og austur af Langanesinu. Hann er búinn að belgja sig út af loðnu og kominn á botninn. »Svo er búin að vera hundleið-inleg tíð frá því í nóvember. Veðrin sem eru að koma núna eru miklu verri en áður. Það er miklu meiri vindur og kemur svo snöggt. Hrafn Sveinbjarn- arson með sex tonn í holi á Breiðdalsgrunninu ÚR VERINU GRUNNSKÓLAHÁTÍÐ var haldin í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gær. Hátíðin er vímulaus skemmtun unglinga í Hafnarfirði og standa þeir sjálfir að henni og móta hana í samstarfi við starfsfólk ÍTH. Hátíðin er tvískipt, annars vegar er sýning þar sem unglingarnir sjálfir koma fram, en hápunkturinn verð- ur risaball í kvöld þar sem landsfrægir skemmtikraftar stíga á svið í bland við hafnfirska unglinga. Í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar er Grunnskólahátíðin óvenju vegleg í ár. Unglingarnir hafa sjálfir ákveðið að öll innkoma renni til góðgerð- armála. Aðgangseyrir er 100 kr., ein fyrir hvert ár. Króna fyrir hvert ár Hafnarfjarðarbæjar Árvakur/Árni Sæberg Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is PERSÓNUVERND lagðist nýverið gegn því að vörslutími gagna í Lyfja- gagnagrunni Landlæknis yrði fram- lengdur úr þremur árum í þrjátíu. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um lyfjanotkun Íslend- inga, sem Tryggingastofnun fær af- hentar frá lyfsölum. Stofnunin skil- aði umsögn til heilbrigðisráðu- neytisins þess efnis í fyrradag í tengslum við fyrirhugað frumvarp til breytinga á lyfjalögum. Í umsögninni, sem birt er á vef Persónuverndar, segir m.a. að nú- verandi reglur um þriggja ára vörslutíma miðist við ítarlega þarfa- greiningu frá árinu 2003, sem leitt hafi í ljós að ekki sé þörf á að varð- veita persónugreinanlegar upplýs- ingar nema tvö ár aftur í tímann. Nú hafi ekki komið fram hvaða breyting- ar hafi orðið frá því sú greining var unnin, sem leiði af sér þörf á að lengja varðveislutíma úr þremur ár- um í þrjátíu. Strangt öryggi í kringum Lyfjagagnagrunninn Í athugasemdum Landlæknis við frumvarpsdrög að lyfjalögum segir að óljóst sé hvaða hagsmuni sé verið að vernda með þeim ströngu tak- mörkunum sem nú eru í gildi. „Ljóst er að tími þessi er alltof stuttur ef á að vera hægt að nota þau mikilvægu gögn sem hægt er að afla hér á landi til að vega og meta síðkomnar auka- verkanir sem fram koma eftir mark- aðssetningu lyfjanna og önnur frávik frá því sem búast mátti við í upphafi,“ segir um þetta í athugasemdunum. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir fer með lyfjamál hjá Landlæknisembættinu. Í samtali við Morgunblaðið segir hann engar takmarkanir á vörslutíma gagna sem þessara á hinum Norðurlöndun- um og þeim megin séu læknar nokk- uð undrandi á þeim ströngu tak- mörkunum sem eru við lýði hérlendis. „Við teljum mikilvægt að þessi tími sé lengdur. Sé okkur treystandi fyrir þessum upplýs- ingum í þrjú ár er ekki ástæða til annars en að treysta okkur líka um lengri tíma,“ segir hann og kveður aðeins þrjá starfsmenn hjá embætt- inu hafa aðgang að vinnslu úr grunn- inum, hann sjálfan, einn verkefnis- stjóra og einn kerfisstjóra, auk landlæknis. Strangar reglur gildi um notkunina og enginn geti komist í grunninn óvarið. Þar að auki gerir hann sér ekki í hugarlund að eftir- sókn eftir upplýsingum úr grunnin- um geti verið mikil hjá þeim sem eiga þangað ekki lögmæt erindi. Stuttur tími hindrar athuganir „Persónuvernd vinnur sína vinnu vel, en öryggi sjúklinga felst ekki síð- ur í því að hægt sé að nálgast réttar upplýsingar þegar þörf krefur. Hinn stutti vörslutími hefur hindrað ýms- ar nauðsynlegar athuganir,“ segir Matthías og nefnir gigtarlyfið Vioxx sem dæmi. Það var tekið af skrá vegna áhrifa þess á hjarta- og æða- kerfi, sem voru talin geta valdið dauða sjúklinga. Athuganir á Vioxx hér á landi vörpuðu ljósi á áhrif lyfs- ins, en að sögn Matthíasar vantaði upplýsingar lengra aftur í tímann til þess að kortleggja þau betur, til dæmis hversu lengi sjúklingar höfðu notað lyfið og hvaða lyf þeir höfðu notað þar áður. Hann segir stundum vakna spurn- ingar löngu seinna um það hvaða lyf hafi verið notuð, til dæmis á með- göngu vegna sjúkdóma sem koma fram síðar á ævinni og þannig megi lengi telja. Ágreiningur um lyfjagagnagrunn Öryggi sjúkra og persónuvernd vegast á Í HNOTSKURN »Í lyfjagagnagrunninum komafram allar þær upplýsingar sem finna má á venjulegum lyf- seðlum, nema notkunarleiðbein- ingar með lyfjum. »Þ.e. númer lyfseðils, kenni-tala sjúklings, nafn læknis sem ávísar, sérgrein læknisins, nafn lyfsins, magnið og til hve langs tíma seðillinn gildir. »Engar takmarkanir eru ávörslutíma þessara upplýs- inga á hinum Norðurlöndunum. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VIÐ fáum á bilinu sjö til tíu um- sóknir í viku og það er vænna en hef- ur verið. 10 umsóknir um störf hjá okkur bárust í síðustu viku og það er mjög gott,“ segir Sigríður Kristjáns- dóttir, framkvæmdastjóri Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi (SMFR), um ásókn í störf við að aðstoða fatlaða. Sigríður segir að erfitt hafi reynst að fá nægi- lega margt fólk til starfa í vetur, en í janúar og febrúar hafi liðkast til í þessum málum. Sigríður segir að í dag vanti fólk í um 22 stöðugildi hjá skrifstofunni, en líklegt sé að á bilinu 30-35 starfs- menn sinni þessum stöðugildum. „Þegar fullmannað er höfum við um 450 starfsmenn,“ segir hún. Starfsfólkið vinnur að mestu leyti í búsetuþjónustu fatlaðra og aðstoðar fólk þar við daglegt líf. Góð ásókn í stjórnunarstörf Sigríður segir að eins og staðan er í dag sé SMFR einkum vel stödd þegar komi að umsóknum um stjórn- unarstörf. Um þessar mundir berist skrif- stofunni alls á bilinu sjö til tíu um- sóknir um störf í viku hverri „og það er mjög gott“, segir Sigríður. Þá segir hún aðra breytingu vera þá að þeir sem sæki nú um séu að megninu til Íslendingar en í haust hafi hlutfall útlendinga verið hærra. Þá hafi um 40-50% þeirra sem sóttu um störfin verið útlendingar, en þetta hlutfall hafi nú lækkað. Hún segir að töluvert sé ráðið af útlendingum til starfa hjá svæðis- skrifstofunni, en fólk þurfi þá að hafa öll tilskilin leyfi frá Vinnumála- stofnun. Alls starfa um 40 útlend- ingar hjá SMFR. Þeim standi til boða íslenskunámskeið og hafi það vakið ánægju. „Við erum að leita eftir fólki sem getur tjáð sig og það er ekki gott að hafa fólk sem getur ekki tjáð sig á ís- lensku,“ segir hún. Nauðsynlegt sé að starfsfólk geti átt samskipti við þjónustunotendur og aðstandendur þeirra. Umsóknum um störf með fötluðum hefur fjölgað Hærra hlutfall íslenskumælandi fólks sækir um störfin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.