Morgunblaðið - 14.02.2008, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.02.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 13 ERLENT John McCain Hillary Clinton Í HNOTSKURN » John McCain sigraði MikeHuckabee í forkosningum repúblikana í Virginíu, Mary- land og Washington DC. Mun- urinn var þó aðeins níu pró- sentustig í Virginíu og mun minni en spáð hafði verið. » Úrslitin í Virginíu staðfestuað McCain á í erfiðleikum með að vinna íhaldssama repú- blikana á sitt band. » Ljóst er að Clinton verðurað sigra í forkosningum demókrata í Texas og Ohio 4. mars. Clinton vonar að hvítt verkafólk í Ohio og fólk af suð- ur-amerískum uppruna í Texas ráði úrslitum í þessum tveimur ríkjum, en hún hefur haft mikið fylgi í þessum tveimur kjós- endahópum. FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama sigraði Hillary Clinton með yfirburðum í forkosn- ingum demókrata í Virginíu, Mary- land og höfuðborginni Washington í fyrradag með því að vinna marga úr helstu kjósendahópum Clinton á sitt band. Baráttan milli Obama og Clinton hefur verið mjög jöfn til þessa, m.a. vegna þess að þau hafa höfðað til ólíkra kjósendahópa. Clinton hefur haft mikið fylgi í hefðbundnum kjarna stuðningsmanna demókrata, svo sem meðal fólks af suður- amerískum uppruna og hvítra verkamanna. Obama hefur haft mest fylgi meðal ungra kjósenda, óháðra, efnaðra og háskólamennt- aðra kjósenda og blökkumanna. Þetta breyttist í forkosningunum á þriðjudag og niðurstaða þeirra hlýtur að vera Clinton og stuðnings- mönnum hennar mikið áhyggjuefni. Obama fékk ívið meira fylgi meðal hvítra kjósenda í Virginíu, 52% at- kvæðanna og Clinton 47%, og er þetta í fyrsta skipti sem Obama fær meira fylgi í þessum hópi í einu af suðurríkjunum. Forsetafrúin fyrrverandi fékk að- eins tíu prósentustiga meira fylgi meðal hvítra kjósenda í Maryland, ef marka má skoðanakannanir á veg- um fréttastofunnar AP fyrir utan kjörstaði. Jafnvel hvítar konur eru farnar að færa sig yfir til Obama. Clinton fékk aðeins sex prósentustiga meira fylgi meðal hvítra kvenna í Virginíu og þótt munurinn hafi verið um helm- ingi meiri í Maryland var hann mun minni en í fyrri forkosningum. Sigurmöguleikar Clinton hafa að miklu leyti byggst á stuðningi hvítra kvenna og hún hafði haft um 20 pró- sentustiga forskot í þessum hópi. Obama fékk 60% fylgi meðal allra kvenna í Virginíu og 68% karlanna kusu hann. Obama hefur haft mikið fylgi með- al ungra kjósenda og virðist nú einn- ig sækja í sig veðrið í baráttunni um atkvæði þeirra sem eru orðnir 65 ára eða eldri. Clinton hefur haft mikið forskot í þeirri baráttu en nú bregð- ur svo við að þau standa jöfn að vígi í þessum kjósendahópi. Obama hefur nú sigrað í átta for- kosningum í röð eftir „stóra þriðju- daginn“ í vikunni sem leið þegar kosið var í meira en 20 sam- bandsríkjum. Þetta hefur gefið Obama byr undir báða vængi og peningarnir streyma í kosningasjóð hans. Hermt er að hann hafi fengið rúma milljón dollara á dag frá rúm- lega 650.000 stuðningsmönnum en á sama tíma á Clinton í fjárhagslegum vandræðum. Hún neyddist nýlega til að lána kosningasjóðnum fimm millj- ónir dala úr eigin vasa. Því fer þó fjarri að baráttunni sé lokið því að lítill munur er á fjölda kjörmannanna sem keppinautarnir hafa fengið. Ef marka má talningu RealClearPolitics.com hefur Obama fengið 1.259 kjörmenn og Clinton 1.210. Alls þarf atkvæði 2.025 kjör- manna á flokksþingi demókrata í ágúst til að verða forsetaefni flokks- ins í kosningunum í nóvember. Obama að fá kjósenda- hópa Clinton á sitt band Hillary Clinton þarf nú að sigra í Texas og Ohio til að halda velli Reuters Fékk góðan byr Obama heilsar stuðningsmönnum sínum í Wisconsin. Obama fékk 64% fylgi í Virginíu, 75% í Washington DC og 59% í Maryland. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FLEST bendir til, að UMP, flokkur Nicolas Sarkozys, forseta Frakklands, muni fá slæma út- reið í sveitarstjórnarkosningunum í landinu í næsta mánuði. Þegar hann sigraði í forsetakosn- ingunum í fyrravor, voru bundnar við hann miklar vonir en það er ekki aðeins, að hann þyki ekki hafa staðið við stóru orðin, heldur virðast franskir kjós- endur, ekki síst borgarastéttin, vera búnir að fá sig fullsadda af „glaumgosalifnaði“ forsetans, „Sólkonungsins“ eins og farið er að kalla hann. Vinsældir Sarkozys hafa hrapað að undanförnu og vandræði hans og flokks hans, UMP, kristallast nú í Neuilly-sur-Seine, einu borgarhverfa Parísar og því ríkasta í Frakklandi að sögn. Þar var hann sjálfur borgarstjóri í tæp 20 ár og í forsetakosn- ingunum fékk hann þar 77% greiddra atkvæða. Var þá farið að kalla borgarhlutann „Sarkoland“ og haft á orði, að þótt kjósendum væri boðið upp á asna, myndu þeir kjósa hann svo framarlega sem hann nyti stuðnings Sarkozys. Sarkozy ákvað sjálfur að stilla upp David Mart- inon, talsmanni sínum, sem væntanlegu borgar- stjóraefni en þá sögðu kjósendur nei. „Neuilly er engin framlenging á forsetahöllinni“ var viðkvæð- ið og ekki batnaði það þegar sá kvittur komst á kreik, að Jean, einn sona Sarkozys, myndi leiða listann. Kannanir benda til, að frambjóðandi ann- ars borgaraflokks en UMP muni sigra í Neuilly og staða flokksins er raunar svo slæm, að í sumum héruðum reyna stjórnmálamenn, sem þó tilheyra honum, að gæta þess, að flokksmerkið sjáist hvergi. Þá hafa þeir látið það berast út, að þeir kæri sig ekki um opinbera stuðning forsetans. Líklega eru fá dæmi um, að jafnhratt hafi fjarað undan stuðningi við forseta Frakklands og ástæð- urnar eru ýmsar. Hann hafði það að kjörorði fyrir forsetakosningarnar að hrista upp í frönsku þjóð- lífi og þeirri stöðnun, sem vissulega einkennir það að nokkru leyti, og hann hafði uppi stór orð um að bættan hag almennings. Enn sjást þess lítil merki og það kyndir síðan undir óánægjunni, að fréttir fjölmiðla af forsetanum snúast ekki um hugmynd- ir hans eða tillögur í efnahagsmálum eða öðrum samfélagsmálum, heldur um einkalíf hans sjálfs. Allt síðasta sumar, fyrstu mánuði Sarkozys í embætti, var mikill fjölmiðlasirkus í kringum hjónaband hans og Ceciliu Ciganes-Albeniz en þau skildu í október sl. Ný hrina hófst síðan er Sarkozy tók upp samband við ofurfyrirsætuna Carla Bruni en þau hafa nú gengið í það heilaga. Fréttir af hinu ljúfa lífi þeirra hjóna eru fyr- irferðarmiklar í fjölmiðlum og Sarkozy hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að frílysta sig á snekkj- um auðmanna, sem hafa mikla hagsmuni af við- skiptum við franska ríkið. Margir fyrrum kjós- endur Sarkozys eru augljóslega búnir að fá nóg, ekki síst borgarastéttin og þeir, sem eldri eru, burðarásinn í fylginu við Sarkozy. Frökkum farið að leiðast „glaumgosalíf“ forsetans SAUTJÁN dönsk dagblöð end- urbirtu í gær eina af hinum um- deildu Múhameðsmyndum, teikn- ingu Kurt Westergaard, en danska lögreglan hefur handtekið þrjá múslíma, sem eru sagðir hafa ætlað að myrða hann. Með endurbirtingunni vildu blöð- in leggja áherslu á, að hryðjuverka- mönnum yrði ekki leyft að klekkja á tjáningarfrelsinu. Virðast danskir múslímar flestir láta sér fátt um endurbirtinguna finnast en segjast þó búast við einhverjum mótmælum í löndum múslíma en ekki miklum. Teikning af Múhameð birt NICOLAS Sarkozy bar sig- urorð af Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista, í kosningunum á útmánuðum í fyrra og lýsti þá sjálfum sér sem manni nýrra tíma. Hann hét að rjúfa stöðnunina, sem hann kenndi hinni „útvöldu stétt“, og eitt mesta kosninga- loforð hans og kosningabeita var að heita auknum, almenn- um kaupmætti. Ekkert hefur gerst í því og nýlega viðurkenndi hann op- inberlega, að það væri raunar alls ekki í hans valdi að breyta miklu þar um. Stór orð, litlar efndir Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. VÍSINDAMENN hafa borið saman tilfelli hjartaáfalla í Róm fyrir og eftir að reykingabann gekk í gildi á Ítalíu árið 2005. Samanburður rannsókna sem gerðar voru fyrir og eftir að bannið tók gildi leiddi í ljós að hjartaáföllum hafði fækkað um rúm 11% í aldurshópnum 35-64 ára. Reykingabannið á Ítalíu nær til allra opinberra rýma eins og skrif- stofa, verslana, veitingastaða, kráa og skemmtistaða. Af rannsókninni mátti sjá að reykingar höfðu dreg- ist saman um rúm 4% hjá karl- mönnum en um 0,2% hjá konum. Sala á sígarettum hafði jafnframt dregist saman um rúm 5%. Vísindamennirnir leiddu líkur að því að þáttur óbeinna reykinga hefði haft mest áhrif á niðurstöð- urnar, auk þess sem reyklausir vinnustaðir ýttu undir að starfs- menn hættu að reykja. Reykingabannið á Ítalíu skilar árangri                                                          !"  #  !"   $% &'(     *+"' ", +' - . / 0 1 2 !345!67558! -)6 #  .)6#  /)67+  69 6666 '# 0)6:( 2)6;+  1)6                      !" #$%&  '  ()**+&#,- .     )/0*** 1  ! "#$ %# # ##&''(##  # )#$ #  #)*#  )# #+###$, # $%-#.  $ #$ ,#$## ! ",#)#% , # #)#  $)#%  $- : 6<6 <6#6'  6:=< 6>(:  6 < 6 6+'666   /2 1066 6 :6:6>< ?6<6 '6      : +:6@6  6    < 4A66  '  < B  '>" 7 6+'6       /' 01 2 3 . /' 01 2 ( - (( && 04 1 . 3' && &0 0( .  !4 !3$ 3/5 C$$68 !3D &05        !3D 4&5  ( -  ( 2   -  3   3  Útlit fyrir að Sarkozy og flokkur hans fái mikinn skell í sveitarstjórnarkosningum IMAD Mughniyeh, fyrrverandi yf- irmaður öryggismála Hizbollah- hreyfingarinnar, lést í bílspreng- ingu í Damaskus í Sýrlandi á þriðjudagskvöld. Mughniyeh hafði farið huldu höfði um langt skeið, en hann er m.a. talinn hafa staðið fyrir mannránum og sprengjutilræðum á níunda áratugnum. Hann var of- arlega á listum Bandaríkjanna og Ísraels yfir eftirlýsta hryðjuverka- menn og fagnaði talsmaður utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna falli Mughniyehs í gær. Ísraelar hafa formlega neitað aðild að málinu. Fagna dauða Mughniyehs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.