Morgunblaðið - 14.02.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.02.2008, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LISTAR yfir vin- sælustu mynd- listarmenn sög- unnar eru ekki mjög sjaldséðir en það eru hins vegar listar yfir þá listamenn sem þjófar vilja helst næla í verk eftir. Breska dagblaðið Guardian birti í gær slíka samantekt og kemur kannski fáum á óvart að Picasso tróni á toppnum, þ.e. þjófar stela oft- ast verkum eftir hann. Listann byggir blaðið á upplýs- ingum frá fyrirtækinu Art Loss Register í London, en eins og nafnið gefur til kynna skráir það niður verk sem hefur verið stolið eða hafa týnst. Í öðru sæti á listanum er einnig Spánverji, Miró, í því þriðja Chagall, Dalí í 4., Renoir í 5., Dürer í 6., Rem- brandt í 7., Warhol í 8., Rubens í 9. og Matisse í 10. sæti. Picasso á toppnum Listamaðurinn Pablo Picasso. Á LAUGARDAGINN kl. 14 opnar Guðmundur R. Lúðvíks- son myndlistamaður úr Reykja- nesbæ sýningu í Saltfisksetrinu í Grindavík. Á sýningunni eru þrívíddarverk og ber sýningin heitið „Memorialist“. Við opn- unina verður lesið úr nýrri ljóðabók Guðmundar sem kem- ur út á árinu. Þar verður einnig kynnt veg- leg bók með verkum Guð- mundar frá 1991 til 2006. Fjöldi annara uppákomna verður og má sérstaklega geta þess að stórvinur listamannsins, Geir Ólafsson, mun mæta og taka nokkur lög fyrir gesti. Sýningin í Grindavík verður opin til 2. mars á opnunartíma setursins. Myndlist Sýnir þrívíð verk, gefur út ljóð og bók Guðmundur R. Lúðvíksson SIGURÐUR Skúlason leikari mun flytja dagskrá helgaða Jack Kornfield undir yf- irskriftinni „Um hjartað liggur leið“ í Verkmenntaskólanum á Akureyri á morgun. Kornfield gerðist búddamunkur ungur að árum, en kastaði kuflinum og hefur síðan unnið að því að samþætta hina fornu austrænu speki og vestræna lífshætti. Dagskráin tengist sýningu Listasafnsins á Akureyri sem nefnist „Búdda á Akureyri.“ Dagskráin fer fram í stofu M 01 klukkan 14:50 og tekur um eina klukkustund. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Leiklist Dagskrá helguð Kornfield í VMA Sigurður Skúlason Málverkasýning listakonunnar Emblu Dísar verður opnuð í glerblástursverkstæðinu Ice- glass klukkan 15 á laugardag- inn. Embla Dís er menntuð í málmsmíði, en hefur málað á striga og tré frá því árið 2000. Þetta er fyrsta sýning Emblu Dísar á Íslandi, en hún rak kaffihús og gallerí í Danmörku þar til á síðasta ári og þar sýndi hún verk sín og annarra. Glerblástursverkstæðið er staðsett við smá- bátahöfnina í Keflavík og þar verður líka hægt að fylgjast með glerlistamönnum að störfum um helgina. Myndlist Embla Dís sýnir í Iceglass Fjallkonan Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is GUÐMUNDUR W. Vilhjálmsson tekur á móti blaðamanni með svo föstu handataki að það er engu líkara en ungur kraftlyftingakappi sé á ferð og búinn að hita upp fyrir snarhöttun. Guðmundur er að ganga frá sýningu sinni á ljósmyndum í Skotinu, litlu sýningarsvæði í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar verði bæði sýndar ljósmyndir á pappír og á vegg, þ.e. varpað á hann með mynd- varpa. Guðmundur hafði lögfræði að ævistarfi en sett- ist í helgan stein árið 1995. Hann hefur þó engan veginn setið með hendur í skauti síðan, iðnari í dag við listmálun og ljósmyndun. Það er greinilegt af myndum Guðmunds að hann hefur næmt auga og hefur dálæti á því að taka myndir úti í náttúrunni. Myndirnar á sýningunni tók Guðmundur fyrir 30- 50 árum en vann þær á seinustu tveimur árum, skannaði filmur, lagaði myndirnar til í Photoshop forritinu og prentaði út. Á sýningunni eru lit- myndir teknar af „gömlu Reykjavík“, auk fjöl- breyttra mynda þar sem formrænar hugleiðingar eru áberandi. Flestar myndirnar tók hann á Leica 3f vél á Kodachrome-filmu. Falleg og drungaleg form Guðmundur sýnir blaðamanni myndir sem hann tók í Hljóðaklettum, segist hafa verið sjúkur í að taka myndir í náttúrunni og bendir á kynjaverur og skepnur í stuðlaberginu, þar megi finna bæði djöfulleg og dásamleg form, bæði menn og skepn- ur. Myndirnar í Skotinu voru aldrei ætlaðar til sýninga heldur til að varðveita minningar, að sögn Guðmunds. Þær hafi legið áratugum saman í köss- um, án hlutverks, en nútímatæknin hafi leyst þær úr læðingi. En hvað finnst Guðmundi um mynd- irnar sem hann er að sýna? „Ég er mjög ánægður með hvernig ég hef valið viðfangsefni, að ég hafi hitt á viðfangsefnið. Það er ekki þannig að ég sé alltaf að leita, bara allt í einu finnst mér þetta voða skemmtilegt og tek þá mynd. En viðfangsefni getur náttúrulega verið af- skaplega skemmtilegt þó maður taki ekki mynd, það er bara fyrst og fremst að sjá það. Vera alltaf að skoða, sjá, víkka út sitt líf,“ segir Guðmundur. Góður ljósmyndari verði að hafa áhuga á umhverfi sínu og gleðjast yfir því. Umhverfið er fullt af æv- intýrum, eins og Guðmundur orðar það í sýning- artexta. Hann segist til að mynda fyrir margt löngu hafa legið eitt sinn lungann úr heilu eftirmiðdegi á Snæfellsnesinu og tekið mynd af skýjunum á svarthvíta filmu. Skýjin hafi stigið svo flottan dans. Náttúra til að njóta Guðmundur segir fólk eiga að vera þakklátt fyr- ir það sjónarspil sem náttúran bjóði upp á og njóta þess. „Keyra ekki bara framhjá í jeppa og skeyta engu,“ segir Guðmundur og tekur undir það að mönnum sé hollt að fara út úr jeppanum, ljós- mynda náttúruna og njóta hennar. „Það að ég tók mikið af ljósmyndum held ég að hafi hjálpað mér afskaplega mikið þegar ég fór að mála,“ segir Guðmundur. Sérstaklega þá í formskynjun. Ljós- myndun hafi komið upp einhverju kerfi í hausnum á honum sem hann hafi nýtt sér þegar hann fór að mála, myndmati og -minni. Hann hefur málað mikið með bleki, pastellitum og vatnslitum, segir verkin „hálfabstrakt og abstrakt“. Guðmundur hóf ungur að taka svarhvítar myndir, framkalla og stækka í myrkraherbergi og segir nýtt ævintýri hafa hafist hjá ljósmyndurum árið 1935 þegar Kodachrome litfilman kom á markað. Hann segist enn eiga eftir að skanna heil- mikið af filmum og þá einkum svarthvítar. Fólk sé farið að kunna að meta á ný svarthvítar ljós- myndir og segir þær skipa á ný þann sess sem þær eigi skilinn. Sýningunni lýkur 8. apríl. Ljósmyndasafnið er á 6. hæð Grófarhúss að Tryggvagötu 15. Ævintýrin eru alls staðar  Guðmundur W. Vilhjálmsson opnar sýninguna Minningar í myndum í Ljós- myndasafni Reykjavíkur  Náttúrumyndir og myndir úr „gömlu Reykjavík“ Árvakur/Valdís Thor Í Skotinu Guðmundur var meðlimur í „Litla ljósmyndaklúbbnum“ sem hélt sýningu á óhlutbundnum ljósmyndum 1961. Á þeim tíma var ekki hefð fyrir slíkri nálgun í ljósmyndun hér á landi. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÉG Á afmæli 16. febrúar og ætla að halda upp á það 14. með aðeins óvenjulegum hætti,“ segir Björn Thoroddsen gítarleikari, sem býður nánustu vinum og vandamönnum til fimmtugsafmælisveislu í Salnum í Kópavogi í kvöld. Afmælisveislan er óvenjuleg að því leyti að þar troða upp með Birni fjölmargar, íslenskar sveitir sem hann hefur leikið með á ferlinum, allt frá því hann hóf fer- ilinn með unglingahljómsveitinni Laufinu í Hafnarfirði snemma á 8. áratug síðustu aldar. Sveitirnar, auk Laufsins, eru Ríó tríó, Hljómsveit Guðmundar Ing- ólfssonar, Tivoli, Guitar Islancio, Riot og Tríó Bjössa Thor ásamt Agli Ólafssyni og Andreu Gylfadóttur og Hljómsveit Bo Hall (Rússlandsfar- arnir). Björn segist ekki vera að gera upp ferilinn enda nóg eftir. „Það er mikill áhugi fyrir þessu,“ segir Bjössi um tónleikana. Er hann farinn að kvíða því að verða fimmtugur? „Nei, veistu það, þetta er rétt að byrja. Ég held það. Ég held að það hafi aldrei verið eins létt yfir manni,“ segir Bjössi. Allt er fimmtugum fært? „Já, allt er fimmtugum fært.“ Bjössi fagnar fimmtugsafmæli Árvakur/Ómar Bjössi fimmtugur Björn Thoroddsen með góðan grip í höndum. Hann treður upp með fjölda hljómsveita í afmælisveislu í kvöld. ♦♦♦ LJÓÐATÓNLEIKAR voru haldnir nú á fyrsta tónleikastarfsvetri Lista- félags Langholtskirkju, þó að í kirkj- unni hafi reglubundið tónleikahald staðið yfir árum saman. Um var að ræða einsöngstónleika þar sem efn- isskráin samanstóð af söngljóðum síðrómentíkeranna Griegs, Brahms og Strauss. Þóra Einarsdóttir sópr- an hefur á undanförnum árum notið velgengni á meginlandi Evrópu, nú síðast í hlutverki Evridísar í óperu Glucks, Orfeifi og Evridísi, í Berl- iner Konzerthaus. Meðleikari Þóru á tónleikunum var mikilsmetinn þýsk- ur píanóleikari, Alexander Schmalcz. Rödd Þóru er í senn björt og þroskuð og var hægt að geta sér til um langa ferilskrá sem lá að baki. Sönglög Griegs komu mjög vel út, þó að á einstaka stað var sem túlkunin væri í mótsögn við texta. Ánægju- legast var að heyra afburðaundirleik Schmalz, en hann gæddi píanórödd- inni því nauðsynlega lífi sem und- irritaðri hefur oft fundist vanta á sambærilegum einsöngstónleikum. Þetta átti sérstaklega við í mörgum söngljóðum Brahms, en þar var hrein unun að hlýða á flæðandi og öruggt samspil þeirra Þóru og Schmalcz. Endurspeglaðist þetta t. d. í Lerchengesang, op. 70 nr. 2, og í Es träumte mir, op. 57 nr. 3, þar sem flutningur náði áhrifaríkum hæðum. Mikla togstreitu og dramatík er að finna í tónsetningu Brahms á róm- antískum ljóðum samlanda hans og voru því áherslur Þóru yfirleitt við- eigandi þó að fullmikill þungi hefði lagður á sum orðin. Þegar komið var að söngljóðum Richards Strauss virtist tvíeykið hafa náð þægilegu valdi á áheyr- endum og salarkynnum kirkjunnar, enda náðu tónleikarnir hápunkti sín- um í þessum seinasta þriðjungi. Þóra og Schmalcz fóru létt með skapmikið og léttgeggjað ljóðið Schlechtes wetter, op. 69 nr. 5, og hljómaði lokaverk tónleikanna, Ständchen, op. 17 nr. 2, einfaldlega glæsilega. Til að skilja ekki við tón- leikagesti eingöngu á erlendu nót- unum var Draumalandinu bætt við og var það raunar nauðsynleg hvatn- ing fyrir heimförina í frostnætti og slabbi. Tvíeyki í toppformi TÓNLIST Langholtskirkja Söngljóð eftir Edvard Grieg, Johannes Brahms og Richard Strauss. Flytjendur: Þóra Einarsdóttir sópran og Alexander Schmalcz píanó. Sunnudaginn 3. febrúar 2008. Ljóðatónleikar í Langholtskirkju bbbmn Alexandra Kjeld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.