Morgunblaðið - 14.02.2008, Page 17

Morgunblaðið - 14.02.2008, Page 17
Neskaupstaður | Leikfélag Verk- menntaskóla Austurlands, Djúpið, fyrirhugar frumsýningu á leikriti Andra Snæs Magnasonar, Bláa hnettinum, 22. febrúar nk. Um fimmtán nemendur taka þátt í sýn- ingunni og einn kennari skólans. Leikstjóri er Snorri Emilsson. Æf- ingar eru byrjaðar í Egilsbúð og hafa allar verkgreinar skólans komið að undirbúningi verksins. Stefnt er að því að sýningin verði hin glæsilegasta. Þá hefur verið leitað til allra leik- og grunnskóla í Fjarðabyggð um aðstoð við gerð fiðrilda, en mikið magn þeirra þarf að nota á hverri sýningu. Sérstök skólasýning er fyrirhuguð föstudaginn 29. febrúar fyrir skólana í Fjarðabyggð. Sýn- ingin er ætluð öllum aldurshópum og geta má þess að sagan um Bláa hnöttinn hefur farið sigurför um heiminn. Nánari upplýsingar er að finna hjá leikfélaginu djupid@va.is. Hársnyrtikennsla VA í tíu ár Við VA er nú verið að kenna fjórðu önn hársnyrtibrautar í fyrsta sinn, en nám í þessum grein- um tekur fimm annir. Hársnyrt- inám við skólann er tíu ára um þessar mundir og hafa nemendur komið að víðs vegar af landinu. Kennarar fjórðu annar koma m.a. frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Deildarstjóri hársnyrtibrautar VA er Svanlaug Aðalsteinsdóttir og aðrir kennarar Rósa Dögg Þórs- dóttir og Elsa Reynisdóttir. Galsafengnar vikur hjá VA Ljósmynd/VA Leikur Snorri Emilsson leikstjóri fylgist með æfingu á Bláa hnettinum í VA. Djúpið æfir Bláa hnöttinn og leikskóla- börn búa til fiðrildafjöld fyrir sýninguna Skrýft Nemendur hársnyrtibrautar æfa sig í samkvæmisgreiðslu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 17 AUSTURLAND Flóinn | Sunnlenskur sælkera- bjór, Skjálfti, sem er bruggaður í brugghúsi í Ölvisholti í Flóa kem- ur á markað 1. mars nk., og verð- ur þá seldur í tveimur verslunum ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu og í versluninni á Selfossi. Framleiddir verða 300 þúsund lítrar á ári í byrjun, þar af fer um þriðjungur á markað í Danmörku, í samstarfi við Gourmetbrygger- iet sem sér um markaðssetningu Skjálfta þar í landi. „Það hafa fjölmargir fengið að smakka á bjórnum hjá okkur og gefið honum sína bestu einkunn. Nú er bara að sjá hvernig mark- aðurinn tekur við honum eftir 1. mars, það verður spennandi að sjá það,“ sagði Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri brugghússins. Styrkleiki bjórsins er 5%. Bruggmeistarinn sem sér um bruggunina heitir Valgeir Val- geirsson og hefur starfað sem bruggari í Skotlandi og er mennt- aður á þessu sviði í Edinborg. Eigendur verksmiðjunnar eru auk Bjarna, Jón Elías Gunn- laugsson og Jóhann Steinarsson. Starfsmenn brugghússins eru fjórir. Skjálfti Bjarni Einarsson og Jón Elías Gunnlaugsson með nýja bjórinn á milli sín en hann verður seldur í flöskum og handhægum umbúðum. Sunnlenskur sælkerabjór er að koma á markað LANDIÐ Eftir Sigurð Aðalsteinsson Jökuldalur | Mannamál, bók með greinum, frásögnum og ljóðum í til- efni sextugsafmælis Páls Pálssonar frá Aðalbóli, er komin út. Páll fæddist á Aðalbóli í Hrafn- kelsdal 11. maí árið 1947 og ólst þar upp. Hann hefur lengst af starfað við almenna verkamannavinnu, pípu- lagnir og landbúnaðarstörf. „Samhliða því hefur hann vakið athygli fyrir víðtæka þekkingu á austfirskri náttúru og sögu. Þeirri þekkingu hefur hann miðlað af miklu örlæti um áraraðir. Það hefur nú orðið til þess að hópur fræðimanna og rithöfunda hefur ákveðið að end- urgjalda honum með því að efna í þessa bók,“ segir á bókarkápu. Páll hefur gegnum tíðina viðað að sér víð- tækri þekkingu á örnefnum og landamerkjum allt frá Jökuldal inn um öll öræfi og átt ríkan þátt í gagn- rýnni orðræðu um þjóðlendu- og virkjanamál norðan Vatnajökuls. Tuttugu og átta höfundar skrifa greinar, frásagnir og ljóð í bókina, margir úr frændgarði Páls og ná- grannar þar á meðal. Ritstjórar bókarinnar eru Krist- ján Jóhann Jónsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson, báðir frá Vaðbrekku. Þeir skrifa formála bókarinnar og Hákon Aðalsteinsson yrkir ljóð helg- að Páli á titilsíðu. Útgefandi er bókaútgáfan Hólar. Bókin er til sölu hjá ritstjórum, Aðalsteini Aðalsteinssyni og í bóka- horni KHB á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Útgáfa Páll Pálsson, fræðimaður frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal, gluggar hér í bókina Mannamál sem gefin var út honum til heiðurs sextugum. Vitringur heiðraður með Mannamáli Seyðisfjörður | Stofnfundur Holl- vinasamtaka Sjúkrahúss Seyð- isfjarðar var haldinn á Seyðisfirði 24. janúar sl. Fjölmenni var á fund- inum og gerðust allir hollvinir. Fundurinn sam- þykkti lög fyrir samtökin sem hafa það mark- mið helst að styðja við, verja og styrkja þá öfl- ugu heilbrigð- isþjónustu sem fram fer á sjúkrahúsinu. Segir í frétta- tilkynningu að efla þurfi m.a. og styrkja sér- staklega heilabilunardeild sem þar starfar á fjórðungsvísu. Seyðfirð- ingar og aðrir velunnarar sjúkra- hússins séu mjög ánægðir með þjónustu sem þar er veitt og vilji viðgang hennar sem allra mestan og bestan. Sjúkrahúsið er annar stærsti vinnustaðurinn í kaupstaðnum. Fram kom á fundinum að nú þeg- ar byggðarlagið á í vök að verjast, viðvarandi fólksfækkun sé og störf tapist í burt, séu allar hugmyndir um að veikja starfsemi sjúkrahúss- ins á staðnum ógn við samfélagið á Seyðisfirði. Í stjórn sitja sem aðalmenn Arn- björg Sveinsdóttir, Óttarr M. Jó- hannesson, Rúnar Reynisson, Stein- unn Ásmundsdóttir og Þorvaldur Jóhannsson. Varamenn eru Adolf Guðmundsson og Sólborg Sum- arliðadóttir. Börn hjónanna Þorvaldar Jó- hannssonar, fv. bæjarstjóra á Seyð- isfirði, og eiginkonu hans Dóru Sæ- mundsdóttur gáfu samtökunum eina milljón króna til minningar um móður sína, sem lést á Seyðisfirði fyrir tæpum áratug. Velunnarar Seyðfirðinga og sjúkrahússins geta gerst stofn- félagar í s. 8945493 eða gegnum netfangið larus@hsa.is. Stutt við Sjúkrahúsið á Seyðisfirði Hollvinasamtök eru á Seyðisfirði.                            !" #  "$% &'   ()*+# ,#',-( . /$*+#0 1'#,,# /(2 ,3 ( $ !(), !)* -)./)%!# (      4 !-()2$ '*"$2 ,,# / -(5# 6 67    "5 &),/ -(5# 6 67    #',-( . &-( # (),),5# ( 7      ,,# / -(5# ( $2 #. 8.# /$*+#0 1' !)*  9 # $*+#0 1'), ( $ :-( .! ;55. "5 #' &<'$./!:* /$*+# ),,# 5 ().#/! 67=77> -(?!) @#*++#5# -#?!# ( $ 6 /(%!(20( A "5 6B /(%!(20( C <'$./!:* D() # 0( #. (,+$ 5 ().# 4 (),,) 5 ()./*$ 9 *"#5@#*++#5# 6B /(%!(20( C $.(,,) '*"/),/ 9  " +)E ?E&#,5( E(*#,+ &' (   F  "5   677FG ),/ -(5# ( $2 #. 8.# /$*+#0 1' !)*  9 # $*+#0 1'), ( $ :-( .! ;55. "5 #' &<'$./!:* /$*+# ),,# 5 ().#/!  29,#.#  -(?!) H 0% 9*#5 ; /!) 5@#*++#5) -#?!# ( 6 +(/(20( F "5 -(?!),# 0( #. 5 ().# 9  29,#.# ' (/!) ('!) D#. !)* "5 2(. 6B /(%!(20( C <'$./!:* 0( #. (,+$ 5 ().# 4 (),,) 5 ()./*$ 9 *"#5@#*++#5# 6B /(%!(20( C $.(,,) '*"/),/ 9  " +)E ?E&#,5( E(*#,+ &' (   F B "5   6777        " +)E ?E&#,5( E(*#,+ &' 2$, !## /$*+#0 1'), !)* -)./)%!# D#,, 67 '(0 3# A 2/@:,# #.)*) /<*$ /$*+#0 1'#,,# "5 !<$ !)* -)./)%!# 9  " +)E ?E&#,5( E(*#,+ &' ( *)!,) 0#,) &' = ) @$/#,+) = 677 (;@#-4 ( .0 1'#*I/),5# -(5,# !<$ /$*+#0 1'#,,# !)* -)./)%!# -( .# 0) !# 4 +#5= 6B '(0 3# A I/),5# ,# "5 <,,$ 5<5, /(2 -)!,#. ( !)* 4 D()2 ( &85! #. ,9*5#/! &@9 !" $  "$% &' = *4.# /29 # 6= 6 :%#-"5$ "5 9 &()2#/4.$ !" $  "$% &' JJJ #!" # )/ ' #2 !)* *"#+#5/ /$*+#0 1'#,,# (;@#-4= 6B '(0 3# A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.